Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1992, Page 12
12
Spumingin
Gefur þú bækur í jólagjöf?
Óskar Sigurðsson nemi: Já, eitthvað
af þeim. Ég hef þó ekki kynnt mér
verðið á þeim enn.
Marta Guðmundsdóttir húsmóðir:
Já, ég geri það.
Sigurbjörg Sigurpálsdóttir flug-
freyja: Já, svona 3-4 stykki.
Kristín Ósk Þorleifsdóttir leiðbein-
andi: Já, ég gef bækur, allavega 6
stykki.
Elvar Eliasson sjómaður: Það má al-
veg vera en ég hef ekki ákveðið enn
hvaða bækur það verða.
Kristín Márusdóttir gjaldkeri: Já,
mjög mikið af þeim.
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1992.
Lesendur
Hæstaréttarhús eða
björgunarþyrla?
J.Ó.L. skrifar:
Það verður að telja með ólíkindum
að á sama tíma og dómsmálaráð-
herra stendur í stórfelldum niður-
skurði á fjárveitingum til undirstofn-
ana embættisins, svo sem Landhelg-
isgæslu, eru uppi áform um að hefja
byggingu á nýju húsi yfir Hæstarétt.
- Allt í einu eru til 130 millj ónir króna
í kerfinu til að hefja þessar bygginga-
framkvæmdir, eða álíka upphæð og
skorin var af rekstrarfé Landhelgis-
gæslunnar.
Og þetta er rétt byrjunin því ef aö
líkum lætur yrði endanlegur bygg-
ingakostnaður slíks húss einn, tveir
eða þrír milljarðar króna, sé litið til
annarra byggingaframkvæmda hjá
ríkinu og Reykjavíkurborg. - Manni
dettur í hug hvort þetta sé hrein
millifærsla innan ráðuneytisins - frá
Landhelgisgæslu til húsbygginga-
sjóðs - eða hvort e.t.v. hafi verið
ákveðið að hætta við kaup á björgun-
arþyrlu fyrir þjóðina til þess að eiga
fyrir þessari byggingu!
Menn hljóta að staldraö við og
hugsa um forgangsröð verkefna. Er
nú t.d. meiri hætta á að hæstaréttar-
dómarar og lögmenn slasist eða látist
við störf sín í núverandi húsi Hæsta-
réttar þótt þeir verði þar nokkur ár
til viðbótar - eða þar til efnahagur
okkar batnar - en t.d. sjómenn sem
látast eða bíða örkuml vegna starfa
sinna en mætti bjarga ef keypt væri
ný og öflug björgunarþyrla til lands-
ins? Dæmi um það hver fyrir sig. -
Mörgum finnst sem nægu fé hafi nú
þegar verið varið í dómshús, a.m.k.
í bih, þar sem er Útvegsbankahúsið
við Lækjartorg - og til breytingar á
dómskerfinu um land allt.
Þegar nú hins vegar þetta fé hefur
fundist vegna dómsmálaráðuneytis
held ég að það sé réttlát krafa aö því
verði fremur varið til gæslu og eftir-
hts með gullkistu þjóðarinnar þar
sem er fiskveiði- og efnahagslögsaga
íslands til kaupa á björgunarþyrlu
sem flestir virðast sammála um að
sé eitt mesta öryggistæki sem völ er
á. - Kostnaður við þau kaup yrði
varla meiri en nýs hæstaréttarhúss.
Fundnu fé verði variö til eftirlits á gullkistu þjóðarinnar, fiskveiði- og efnahagslögsögunni, segir bréfritari.
Hagsmunir borgarf ulltrúa?
Magnús Guðmundsson skrifar:
Það hefur orðið að fréttaefni að
starfsfólki Borgarspítalans hefur
verið gert að sækja námskeið á veg-
um Stjómunarfélags íslands. Fréttir
af svipuðu tagi hafa gengið um þjóð-
félagið gegnum árin og ekki þótt tíl-
tökumál þótt starfshópum bjóðist
tækifæri til að sækja námskeið. - Að
þessu sinni hefur það sýnhega þótt
fréttnæmara vegna frumkvæðis
Stjórnunarfélagsins, því þar er í for-
svari einn af borgarfuhtrúum
Reykjavíkur, sem einnig er formaður
spítalastjómar Borgarspítalans. - Og
þá er óðar búið að finna stað orðinu
hagsmunatengsl.
Eg veit aö ég fuhyrði fyrir munn
margra að mér finnst hér hafi verið
gert mikið veður af engu thefni. -
Reikna má með að einmitt vegna
þess að borgarfulltrúinn hefur það
starf með höndum að vera í forsvari
hjá Stjórnunarfélaginu þá hafi hann
verið inntur eftir því hvort hann
hefði ekki þau sambönd, vegna tíðs
námskeiðahalds og stjómunar-
stefna, að geta skipulagt námskeið
fyrir ýmsar þær stofnanir eða starfs-
fólk, sem hann tengist sem borgar-
fulltrúi. Mér þætti það ekki annað
en ofur eðhlegt og hefði þá enginn í
huga „hagsmunatengsl" af neinu
tagi.
Eg tel einnig fullvíst að því lengra
sem hðið hefði á kjörtímabh um-
rædds borgarfuhtrúa myndu ein-
hverjir leggja honum það th lasts, í
þeirri aðstöðu sem hann er í hjá
Stjómunarfélaginu, að aldrei hefði
hvarflað að honum að láta einhverja
starfshópa innan borgprkerfisins
njóta þeirra möguleika sem starfs-
vettvangur hans bauð upp á.
Vissulega er spihing í stjómmálum
hér á landi, líkt og í öðmm löndum.
Siðleysi er líka th staðar og hefur
oftlega komist upp um strákinn
Tuma, jafnt meðal stjómmálamanna
sem í öömm stéttum. - Hitt er aug-
ljóst að námskeiðahald á Borgar-
spítalanum flokkast hvorki undir
hagsmunatengsl né siðleysi borgar-
fulltrúans Árna Sigfússonar.
Þverrandi varnarmáttur í Evrópu
„Bandarikin voru í forsvari fyrir
bandalag sem var kjölfesta varna
Evrópu," segir hér m.a.
Hringiö í síma
632700
milli kl. 14 og 16
-eðaskrifið
Naín oj; simanr. vcröur aö fylgja bröfum
Þórhallur skrifar:
Hvaö er að verða um þessa Evrópu
sem við íslendingar höfum sótt svo
mikið th á undanförum áratugum?
Þar sem við höfum menntað marga
af okkar bestu sonum, ferðast um
okkur th ánægju og fróðleiks, selt
mikið af útflutningsframleiðslu okk-
ar og vænst þess að við gætum gert
samninga um áframhaldandi við-
skipti í nýju ríkjasambandi sem flest
löndin stefna að? - Er Evrópa að faha
saman í eina lagköku sem verður
etin upp af aðkomufólki frá nálægum
löndum úr austri og suðri? Ég vona
ekki. En hættumerkin eru augljós.
Á meðan kalda stríðiö stóð var
Evrópa í uppgangi. Hún hafði sitt á
þurru og póhtískt hlutverk var af-
markað mihi tveggja meginstrauma
sem skáru álfuna nánast um miðju.
Síðan kom þíðan, niðurbrot múrsins
í Berlín, og festan var horfin. Nú eru
komnir aht aðrir tímar í mörgum
Evrópuríkjunum og þau eru farin að
sjá sína sæng upp reidda um að verða
sjálfum sér nóg að flestu leyti. Þann-
ig var bara ástatt um sum þeirra
lengst af frá lokum heimsstyrjaldar-
innar, að Bandaríkin áttu meira eöa
minna ítök í stefnumálunum og þau
stóðu í forsvari fyrir bandalagi sem
var kjölfesta vama Evrópu.
Nú er svo komið aö Evrópa stendur
máttlaus gagnvart hvaða ágangi sem
vera kann. Bandaríkin vhja síst af
öhu stofna sér í skuldbindingar á
nýjan leik á þessu heimssvæði, hvað
þá í hættu sem óhjákvæmhega fylgir
þvi að lemja á stríðsóðum yfirgangs-
seggjum eins og þeim sem ráða
mestu í ríkjum Júgóslavíu. Og
Frakkar flækjast fyrir með ótíma-
bænun ofstopa vegna GATT-samn-
ingsins. - Höfum við íslendingar gert
okkur grein fyrir hvað að okkur snýr
í málum Evrópu? Höfum við efni á
ööru en að bíða átekta og sjá hversu
sterk Evrópa kemur út úr óvissu-
ástandinu sem þar ríkir? Ég held
ekki.
DV
Mengunarvaldar
Brynhhdur Tinna Birgisdóttir i
Fossvogsskóla skrifar:
Margt er þaö sem mengar um-
hverfið. Allir vita að bilar eru
mikhr mengunarvaldar, frá þeim
kemur vond lykt svo og eitur sem
skemmir viðkvæman grööur. -
Eitraöar gufur frá verksmiöjum,
rafhlöður sem lenda í ruslinu, en
ættu aö fara í þar til gerð flát í
verslunum. Skordýraeitur, sterk
þvottaefni og fieira.
Sifeht er veriö aö kenna fólki
að ganga vel um landiö en það
gengur misjafnlega. Margir
reyna þó að gera vel. Gæta að því
sem sett er í ruslið, nota almenn-
ingsvagna, fara með nýtanlega
hluti í endurvinnslu, o.s.frv. - Ef
alhr tækju höndum saman mætti
bjarga jörðinni frá þeirri hættu
sem hún er í.
Þórir bestur
Magnús Pálsson hringdi:
Við hin nánu tengsl manna við
sjónvarp verður vart komist hjá
því að bera saman fréttamenn
sjónvarpsstöðvanna. Manni
finnst t.d. að sumir eigi þar alls
ekki heima, aðrir virðast miðl-
ungi starfi vaxnir, ekki þó óhæf-
ir, og enn aðrir eru prýöhega
frambærhegir og virðast hafa á
valdi sínu hvaöeina sem þeir
fjaha um. - Einn er sá að mínu
mati, sem er hvað fremstur í þeim
hópi, nefnilega Þórir Guðmunds-
son hjá Stöð 2.
Hann er agaður og kurteis,
einkar fjölfróöur ura erlend mól-
efni og fjallar um þau á sannfær-
andi hátt. Ekki með gusugangi
eöa æsingi. - Þótt Þóri tækist
ekki að finna marga fátæka eða
hungraða í henni Ameríku á dög-
unum, tel ég hann vera þann
fréttamanninn sem virkar hvaö
trúverðugastur.
Tilhverseruþá
Guðjón og Þráinn skrifa:
Þau hafa verið th dreifingar
EES-merkin sem á stendur „Ungt
fólk styöur EES“. Út úr „essinu“
kemur svo hönd sem beinir þum-
alfingrinum upp í loftið, líkt og í
„Álits“ dálkinum í Pressunni.
Við spyijum hins vegar hvernig
standi á því að núna megi fólk
sýna stuðning sinn við EES með
því að bera barmmerki en ekki í
þjóðaratkvæðagreiðslu?
Halidór E. - Halldór B.
Ámi Ingimundarson, fyrrv.
starfsfélagi ráðherra í Hvalnum,
skrifar:
Hahdór E. lét byggja Borgar-
íjarðarbrúna. Ég legg til að HaU-
dór Blöndal hrindi í framkvæmd
þeirrí vinsælu hugmynd að
byggja brú frá Þyrilsnesi yfir
Botnsfjöröinn. Fé yrði fengið að
lóni hjá Bretum, svo og stál til
i byggingarinnar, en Sements-
verksmiðjan skaffaði sementið.
íslensku bankamir lánuðu fyrir
ca '/, hluta. Þetta yrði mjög at-
vinnuskapandi. - Brúin fengi svo
nafn af ráöherranumm og yröi
köhuð Blöndalsbrú.
Opnunartxmi í Bláfjöllum
Einar hringdi:
Okkur, sem stundum skiðin
eins oft og færi gefst í þeirra orða
fyllstu merkingu, finnst að
stjómendur skíðasvæðisins í Blá-
flöllum raættu taka tihit til lhns
óstöðuga veðurfars meira en nú
er gert. Þannig er nú aðeins opið
virka daga á þriðjudögum og
fimmtudögum.
Skynsanilegra væri að sam-
rænrn opnunina þeim dögum sem
veður er skaplegt en halda sig
ekki viö ákveðna daga. Þetta
myndi auka aðsókn. Fyrirtækið
hlýtur að tapa á núverandi fyrir-
komuJagi. Sé veður ekki ákjósan-
legt þessa tilteknu daga er lith
sem engin aðsókn að svæöinu.