Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1992, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1992, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND J0NSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð f lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Málþóf Ekki er ástandið gæfulegt á Alþingi um þessar mund- ir. Satt að segja eru vinnubrögðin þar til háborinnar skammar. Mennirnir, sem hafa fengið umboð til að stjóma þjóðinni og vilja bera ábyrgð á landstjórninni, rífast þar eins og lítil börn í sandkassa. Mest um forms- atriði og þingsköp. Efnisleg umræða kemst hvergi áfram fyrir japli og jamli út og suður. Þeir sýnast verstir í þrasinu og stífninni, mennirnir sem sjálfir hafa setið í ráðherrastólum. Þeir bæta hvorki við sig virðingu né vinsældum af þeirri frammistöðu. Það vill oft brenna við að þingheimur sé heimur út af fyrir sig. í þinginu lifa menn og hrærast innan þeirra veggja og vilja missa tengshn við umbjóðendur sína. Póhtíkin gengur út á slagsmál mihi flokka og manna, htil mál og einfóld fara úr böndum í öfugum hlutfóllum við mikhvægi og þar em menn afar uppteknir af innri valdabaráttu, atkvæðagreiðslum og ummælum, sem kemur nánast engum við, nema þeim örfáu hræðum sem hlut eiga að máli. í þessari lotunni eru sumir stjómarandstæðingar að móðgast vegna athugasemda sem utanríkisráðherra lét falla á erlendri grund um vinnubrögðin á Alþingi. Þar lét ráðherrann þess getið að þingsköp réðust af líkam- legu þoh og andvökum. Annað eins hefur nú verið sagt um Alþingi og varla ástæða til að taka svona léttfyndni alvarlega. Það er meira segja nokkur sannleikur fólginn í þessum ummælum sem sannast best þessa dagana. En jafnvel þótt einhverjir þingmenn telji þetta óviðeig- andi fleipur gefur það ekki tilefni til heils dags umvönd- unarumræðu. Þá má vel skhja þá afstöðu stjórnarandstæðinga að vilja fresta endanlegri afgreiðslu á EES-málinu. En það er fráleitt að halda uppi málþófi th að koma í veg fyrir þá afgreiðslu ef ríkisstjórnin setur forgang á það mál. Það er sömuleiðis algjör fyrirsláttur að halda því fram að EES-máhð þurfi áframhaldandi umræðu og kynn- ingu. Staðreyndir þess máls liggja ljósar fyrir og raunar hefur ekkert breyst frá því upphaflega var gert sam- komulag mhli þingflokka um afgreiðslu málsins fyrir jól. Svisslendingar hafa jú hafnað þátttöku en samning- urinn er óbreyttur að öðru leyti. Það eina sem beðið er eftir er afstaða íslendinga og stjómarandstæðingar em einfaldlega að draga það mál á langinn, vegna andstöðu sinnar en ekki vegna rökstuddra ástæðna til dráttar. Það á ekki að líðast. Á sama tíma getur ríkisstjórninni sjáifri sér um kennt að vera með íj árlagafrumvarpið og efnahagsaðgerðir sínar í lausu lofti. Hún hefur sömuleiðis sýnt af sér litla stjórnkænsku að ná ekki sáttum um vinnubrögð. Var ekki ríkisstjómin búin að fahast á að bíða með af- greiðslu EES-málsins, einmitt aftur að þeim tíma, sem auðveldast er fyrir stjómarandstöðuna að koma þing- málum í hnút? Og til hvers eru formenn stjórnarflokk- anna að storka stjómarandstöðunni með endurteknum ávítum um misnotkun á málfrelsi? Niðurstaðan er sú að bæði stjóm og stjómarandstaða fá skömm í hattinn fyrir strákslegar uppákomur, lág- reistar umræður og alvöru- og ábyrgðarleysi á tímum þegar landsmenn em flestir hveijir meðvitaðir um harðnandi lífskjör og erfiðleika. Meðan þjóðin er að taka á sig byrðar af atvinnuleysi og lífsbaráttu leyfa alþingis- menn og ráðamenn þjóðarinnar sér að stunda sand- kassaleik og orðhenghshátt fyrir opnum tjöldum. Þjóðin hefur skömm á þessum vinnubrögðum. Ehert B. Schram Efndirnar á kosn- ingaloforðum Sjálf- stæðisflokksins? Fyrir síöustu kosningar lofaöi Sjálfstæðisflokkurinn aö lækka skatta. Þeir sem skemmst gengu af frambjóðendum Sjálfstæöis- flokksins sögðust ætla að koma í veg fyrir skattahækkanir. Niður- staðan nú er þessi: Mesta skattahækkun einstaklinganna 1. Skattar eru hækkaðir almennt á einstaklingum um 3,1 miljarð króna. 2. Auk þess eru lagðir aukaskatt- ar á alla sem eiga börn með því að barnabætur eru lækkaöar. Barna- skatturinn til viðbótar tekjuskatts- hækkuninni er 500 miljónir króna. 3. Þá er lagður sérstakur skattur á þá sem eru að eignast húsnæði. íbúðarskatturinn verður 500 milj- ónir króna. Þannig leggst saman- lagt á þá sem eiga böm og byggja, byggja og bama, skattur upp á einn miljarð. 4. Þá er virðisaukaskattur hækk- aður um 1,8 miljaröa sem kemur harðast niöur á a) menningunni með sérstökum bókaskatti sem er atlaga að framtíð þjóðarinnar og b) húshitun sem leggst þyngst á fólkið á köldu svæðunum. 5. Þá era lagðir á sérstakir bíla- skattar upp á 350 miljónir króna. Ef miðað er við þá þrjá töluliði, sem hér fara á undan, verður hækkun skattanna alls um 4,1 milj- arður króna. Þessi skattur jafngild- ir því að tekjuskatturinn, sem er 13,4 miljarðar króna, hækkar um 31%. Var þaö þetta sem Sjálfstæðis- flokkurinn átti við fyrir kosningar Kjallarinn Svavar Gestsson níundi þingmaður Reykvíkinga þegar hann lofaði skattalækkun- um? Skattur á þá sem byggja og barna Það vekur sérstaklega athygh við þessar skattahækkanir að þær koma ekki síst illa við þá sem hafa í raun staðið undir þjóðfélagsbygg- ingunni á undanfórnum áratugum: fólkið sem hefur verið að eignast íbúð og börn. Þetta fólk hefur strit- aö myrkranna á milli. Það er nú vaUð úr og skattlagt harkalegar en nokkru sinni fyrr. Það eru engin dæmi um þaö að ráðist hafi verið að meðaltekjuhópum í þjóðfélaginu á jafnharkalegan hátt og núverandi ríkisstjórn gerir. Kunningar okkar keyptu íbúð sl. sumar. Þau geröu fjárhagsáætlun. Þau hafa samtals 200 þúsund í tekj- ur á mánuði. Þau eiga þrjú börn. Þau skulda „bara“ um 4 miljónir króna. Þau þurfa nú að sjá af 80 þúsund krónum vegna ráðstafana ríkisstjómarinnar sem áður voru nefndar og 120 þúsund krónum vegna almennu kjaraskerðingar- innar. Þau hafa nú á örfáum dögum tapað 200 þúsund krónum. Það eru farin ein mánaðarlaun og meira þegar tekið er tillit til skatt- greiðslna. Var það þetta sem Sjálfstæðis- flokkurinn átti við? Var það ætlun Davíðs Oddssonar að sprengja lífs- kjör meöaltekjufólksins niður á þurfamannastig? Besta jólagjöfin í ár væri afsögn ríkisstjómarinnar; til dæmis á jóla- dag. Svavar Gestsson „Það vekur sérstaklega athygli við þessar skattahækkanir að þær koma ekki síst illa við þá sem hafa í raun staðið undir þjóðfélagsbyggingunni á undanförnum áratugum.. Skoðanir annarra Marxísk söguskoðun „Hugmyndir um fortíðina eru mótaðar meðal flestra með þeirri uppfræðslu og þeim hugmyndum sem sagnfræðin veitir í skólum, þar verða áhrifm sterkust og mest mótandi og hljóta að verða tekin gagnrýnislaust gild af „fómarlömbum vitlausra kennisetninga"... Þrátt fyrir atburðina 1989-1991 virðast gjörbreytt viðhorf til söguskoðunar engin áhrif hafa haft á höfunda íslenskra kennslubóka í sögu. Þeir halda „blýfast í lífsskoðun sína“ og allt endurmat á sögu „Októberbyltingarinnar" og at- burða sem fjær em í tíma hefur farið framhjá þeim. - Það er ekki aðeins full þörf, það er menningarleg lífsnauðsyn að stöðvaðar verði frekari útlistanir marxískrar söguskoðunar innan fræðslukerfisins, því þar situr lygin í öndvegi." Siglaugur Brynleifsson rithöf. í Mbl. 15. des. Afgreiðsla fjárlaga „Þegar ríkisstjórnin greip til efnahagsaðgerð- anna í nóvember var það yfirlýst markmið hennar aö stuðla að lækkun vaxta. Nú segir fjármálaráð- herra, að hann hafi ekki trú á vaxtalækkun á næst- unni. Ástæðan er m.a. mikil lánsíjárþörf ríkissjóðs. Hallinn er brúaður með lántökum, sem þrýsta á hækkun vaxta. Það er nákvæmlega engin ástæða til að ætla að markmið ríkisstjómarinnar um vaxta- lækkun nái fram aö ganga að óbreyttri stefnu í rík- isfjármálum. Að óbreyttu vaxtastigi er engin von til þess að atvinnulífið komist á skrið á nýjan leik... Ríkisstjórnin hefur nú haft stjómartaumana í sínum höndum í eitt og hálft ár. Á þessu tímabili mátti ætlast til verulegs árangurs í niðurskurði ríkisút- gjalda. Sá árangur lætur á sér standa - því miður.“ Úr forystugrein Mbl. 15. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.