Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1992, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1992, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1992. 25 Fréttir Kostnaður samfélagsins vegna afbrota: Meðalkrimmi kostar milljón - á hverju ári - samkvæmt úttekt sem trúfélagið Krossinn gerði Meðalafbrotamaður kostar samfé- lagið eina til eina og hálfa milljón á ári samkvæmt því sem forráðamenn Krossins segja og kom fram á blaða- mannafundi þar sem rætt var um aukna fíkniefnaneyslu ungs fólks hér á landi en neysla vimuefna og aíbrot fara oft saman. Við gerð úttektarinnar var stuðst við þjófnaði, skemmdir og vinnutap. í samantekt, sem margir sem vinna að unglingamálum, svo sem Ungl- ingaheimili ríkisins, landlæknir, lög- regla, Krossinn, útideildin, Krísuvík- ursamtökin og fleiri unnu að, kemur fram að 15 til 30 prósent unglinga þarfnist meiri stuðnings en heimilin geta veitt. Á sama tíma og fleiri unghngar leita sér hjálpar vegna fíkniefna- neyslu er minnst fjölgunin í yngsta aldursflokki, þeirra sem gista fang- elsi, en þar er Ijölgunin aðeins brot af því sem er í öðrum aldursflokkum. Fjölgunin í fangelsum í aldurs- flokknum 16 til 20 ára var 25 prósent frá árunum 1980 til 1984 en meðal 30 ára og eldri var aukningin 90 prósent á sama tíma. Það er mat þeirra sem vinna við unglingastörf að fíkniefnaneysla fari vaxandi. Meðal þess sem er nefnt sem ástæöu fyrir aukinni neyslu eru nefndar auknar kröfur samfélagsins um dugnað, menntun og hæfni. Því er meðal annars haldið fram að eng- inn þyki maður með mönnum sem ekki kemst á háskólastig. í máli þeirra sem að könnun um unga vímuefnaneytendur unnu seg- ir, meðal annars, að leiðir til úrbóta hggi ekki á lausu en þeir segja nauð- syn að styrkja fjölskylduna með öll- um ráöum. Þá segja þeir að margir lifí við krappari kjör en áður en að slæmur efnahagur einn og sér sé ekki ætíð undanfari samskiptaerfiðleika. Þá er sagt að efnahagslegt misrétti virðist aukast og eigi vafalaust stóran þátt í vandræðum unghnga og fjöl- skyldna. Maður á fertugsaldri hefur ver- ið handtekinn, grunaöur um aö hafa brotist inn í lyfíaskáp og ís- skáp á Landspítalanum um helg- ina og stohð miklu af lyfjum. Svo virðist sem lyfjunum hafi verið stohð eínhvern tíma eftir hádegi á laugardaginn en þjófh- aðurinn uppgötvaðist fyrst um klukkan 8 á mánudagsmorgun. Lyfin voru geymd á þriðju hæð í gamla spítalanum. Ekkert er unnið þar á sunnudögum og á álman að vera læst. Þegar lögreglu var tilkynnt um þjófnaðinn hafði hún þegar hand- tekið mann með poka ftdlan af lyfjum. Hann var handtekinn í húsi seinnipart sunnudags þar sem hann var óvelkominn gestur. Lyfjunum hefur nú veriö skilaö á Landspítalann en meðal þeirra voru margs konar hættuleg lyf. Maðurinn, sem er rúmlega þrít- ugur, hefur margsinnis komið við sögu fíkniefnadehdarinnar. -ból Módei r#r aiia aidursh Verð kr. 2.795,- Jólatilboð kr. 1.435,- Verð 795 Jolatilboð kr 435 Verð kr. 3.860,- Jólatilboð kr. 2.135,- —-----------—-----■—— 840 920 Verð Verð 795 Verð 270 Jólatilboð kr Jólatilboð Jolatilboð kr 495 kr 435 Mikið urval af storum modelum Mikil verðlækkun. ---------- Toms Verðkr. 3.910,- Jólatilboð kr. 1.955, Sendum»PoS \ andsins Jolatilboð kr. 2.135,- Guðmundur J: Dagsbrún mótmælir - funduríBíóborginni „Við ætlum að gera meira en segja upp samningum. Viö mót- mælum gengislækkun, við mót- mælum verðhækkunum, við mótmælum atvinnuleysi en það eru á fjórða hundrað okkar manna atvinnulausir og þeim fjölgar daglega. Þessu öllu ætlar Dagsbrún aö mótmæla,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Ðagsbrúnar. Dagsbrún verður með fund i Bíóborginni viö Snorrabraut klukkan eitt í dag. Á fúndinum verður rætt uro uppsögn á kjara- samningi. -sme Landsbankmn: Telja ríkið kaupa Regin Samkvæmt heimildum DV í Landsbankanmn er gengið út frá því sem vísu að ríkið muni kaupa Regin af bankanum. Ekkert hefur þó verið rætt um þaö formlega. Verðmæti fyrirtækisins er oft tal- ið í kringum 700 mihjónir, þó herma heimildir DV að bankinn hafi tekiðRegin upp í skuldir fyr- ir eitthvað minni upphæð á sín- umtíma. Engir kaupendur hafa enn fundist að Samskipum en skipt var um stjóm nýlega og er hlut- verk nýrra manna aö gera ítar- legt „stöðumat" í fyrirtækinu. Ekki er gert ráð fyrir að fyrirtæk- ið verði selt fyrr en á næsta ári, það er að segja ef kaupendur finnast. Ljóst er að hluthafar í Sam- vinnuferðum-Landsýn munu nýta sér forkaupsrétt á fyrrum hlut Sambandsins í fyrírtækinu. -Ari Sameinaðir: jBJIÍ 5 5 ftæ I ■ ■JjkSj nft bé minniniuiinn höfðar mál Minnihlutinn í Sameinuðum verktökum hefur ákveðið að höföa mál vegna frarakvæmdar síðasta aðalfundar og kjörs nú- verandi sfjómar. Steöian verður birtí vikunni. Krafist er óghding- ar á ákvörðunum siðasta aðai- fundar. Nýlega lét stjómin gera mat á verðmæti hlutabréfa í félaginu, en það er gert th aö undirbúa það aö viðskipti geti hahst með bréf t félaginu. Samkvæmt matinu var tahð eðhlegt að gengi bréfanna væri um 7,2 falt. Minnihlutinn, sem hefur tahð hlutverki félags- ins lokið og viljaö að hlutur verði greiddurút. -Ari Alsjálfvirk myndavél með sjálftakara og fáanleg með dagsetningu. Frábær gjöf handa myndasmiðnum. Tilboðsverð, kr. 8.990. BANKASTRÆTI, KRINGLUNNI, AUSTURVERI, GLÆSIBÆ, HVERAFOLD l-3, SKEIFUNNI8, HÓLAGARÐI, LYNGHÁLSI l, LAUGAVEGI178 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.