Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.1993, Blaðsíða 6
22
FÖSTUDAGUR 12. MARS 1993
Sam-bíóin:
Konu -
ilmur
Teiknarinn og fanginn Jack Deebs (Gabriel Byrne) ásamt sköpunarverki
sínu, Holli Wood.
Laugarásbíó:
Svala veröld
Konuilmur (Scent of a Woman) er
tilnefnd til óskarsverölauna þetta
árið og er A1 Pacino meðal þeirra sem
tilnefndir eru fyrir leik í aðalhlut-
verki og þykir víst mörgum kominn
tími til að þessi ágæti leikari fái verð-
launin, en nokkrum sinnum hefur
hann verið tilnefndur án þess að
hreppa þessi eftirsóttu verðlaun.
Al Pacino leikur herforingjann Frank
Slade sem skemmtir sér um eina
helgi I New York.
í Konuilmi leikur Pacino sérkenni-
legan mann, Frank Slade herfor-
ingja, sem meðal annars hafði verið
aðstoðarmaður Lyndons Johnson.
Slade er harður náungi á yfirborðinu
en undir niðri býr sál sem ann allri
fegurð. Þegar myndin hefst er Slade
blindur og hefur ákveðið að eyða
helgi í New York. Honum til aðstoðar
velst ungur maður, Charhe Simms,
sem veit ekki að nú bíður hans lífs-
reynsla sem aldrei mun gleymast.
Það er ungur og óþekktur leikari,
Chris O’Donneh, sem fær tækifæri
til að leika á móti stórleikaranum.
Leikstjóri Konuilms er Martin
Brest og er þetta fimmta kvikmyndin
í fuhri lengd sem hann leikstýrir.
Fyrsta mynd hans var Hot To-
morrows sem vakti litla athygli.
Þriöja myndin, sem hann leikstýrði,
var Berverly Hills Cop og sú mynd
gerði hann þekktan og eftirsóttan.
Fyrir tveimur árum leikstýrði hann
gamanmyndinniMidnightRun. -HK
Sú tækni, sem var notuð við gerð
Who Framed Roger Rabbit, að blanda
saman teiknimynd og leikinni mynd,
vakti verðskuldaða athygli og heppn-
aðist vel. Ekki hefur þessari tækni
verið beitt síðan í kvikmynd í fullri
lengd fyrr en nú í Svala veröld (Cool
World).
Aðalpersónan er Jack Deebs sem
situr í fangelsi. Þar vinnur hann að
gerð teiknimynda. Hann lifir sig svo
inn í starf sitt að nann verður ást-
fanginn af hinni kynþokkafuhu
teiknimyndapersónu, Holh Wood,
sem hann hefur skapað, en hún hefur
útíit og rödd Kim Basinger. Þegar
hún birtist lifandi á hvíta tjaldinu er
það Basinger sem leikur hana.
Teiknarann leikur aftur á móti
breski leikarinn Gabriel Byrne. Leik-
stjóri Cool World er Ralph Bakshi,
sem hingað til hefur eingöngu leik-
stýrt teiknimyndum en fer hér milU-
veginn.
Háskólabíó:
Ábann-
svæði
Á bannsvæði (Trespass) er spennu-
mynd þar sem sögð er saga af tveim-
ur spUltum slökkviUðsmönnum sem
lenda upp á kant við glæpahring þeg-
ar þeir eru að leita að stolnu gulU í
yfirgefinni byggingu. Leikarar í
myndinni eru ekki mjög þekktir en
þó má nefna poppgoðin Ice T og Ice
Cube.
Leikstjóri myndarinnar er Walter
Hill, reyndur leikstjóri spennu-
mynda sem á að baki margar ágætis
myndir. Má þar nefna The Warriors,
The Long Riders, Southern Comfort,
48 Hrs., Streets of Fire, Crossroads
og Johnny Handsome. Þess má einn-
ig geta að hann hefur ásamt David
GUer framleitt allar Alien-myndirn-
ar.
Ice T og lce Cube leika stór hlutverk
í myndinni en báðir eru þeir þekkt-
ari fyrir afrek sin á sviði tónlistar.
C5
Horfinn eiginmaður
Treacherous
Crossing er end-
urgerð kvik-
myndar frá 1953
sem hét Danger-
ous Crossing og
þótti sú mynd
ekki nema rétt í
meðallagi. Ekki
tekst betur upp í
þessari nýju út-
gáfu sem gerð er
fyrir sjónvarp. Lindsay Wagner leikur
nýgifta konu sem er að fara 1 brúð-
kaupsferð á skemmtiferðaskipi. Þegar
lagt er úr höfn finnur hún ekki brúð-
gumann og þar sem hann er ekki
skráður og enginn hefur séð hann
halda flestir að hún sé að ímynda sér
eiginmanninn, þótt ljóst sé að einhver
situr um líf hennar. Sagan sjálf er ekki
svo slæm en öU úrvinnsla er rétt í
meðallagi. Treacherous Crossing hef-
ur samt nokkuð skemmtanagildi.
Treacherous Crosslng - ClC-myndbönd.
Leikstjóri: Tony Wharby. Aðalhlutverk:
Lindsay Wagner og Angie Dickinson.
Ðandarísk, 1992 - sýningartími 96 min.
Bönnuð börnum innan 12 ára. -HK
*Vz
Húseigandi í klípu
Joe Pesci hefur
ekki gengið sem
skyldi í gaman-
myndum, enn
eru.það hlutverk
skúrka sem
standa upp úr
þegar ferill hans
er kannaður.
Ekki er þó við
hannaðsakastað
The Super er
hálfmislukkuð. Pesci leikur leigusal-
ann Louie Kristie sem dæmdur er til
að dvelja um tíma í einni af íbúðum í
óíbúðarhæfu húsnæði sem hann leigir
út. Hann hafði þráfaldlega neitað að
gera nokkrar endurbætur og eru þetta
afleiðingamar. Dvölin hefur þau áhrif
á Kristie að hann beitir sér brátt fyrir
betra ástandi. Handritið er ósköp
þunnt og fátt um fina drætti í mynd-
inni. Pesci gerir sitt besta en er frekar
einhæfur gamanleikari og heldur ekki
einn uppi myndinni.
The Super - Útgefandi: SAM-myndbönd.
Leikstjóri: Rod Danlel. Aðalhlutverk: Joe i
Pesci og Vincent Gardenia.
Bandarfsk, 1992 - sýningartimi 82 min.
Leyfð öllum aldurshópum.
Ekki er allt sem sýnist
Þijár stuttar myndir eru á Tales
from the Crypt vol. III. Er hér um
að ræða vandaðan og oft bráð-
smellinn myndaflokk sem þekkt-
ir leikstjórar leikstýra og þekktir
leikarar leika aðalhlutverkin.
Myndirnar eru hryllingsmyndir,
án þess þó að vera nokkuð ógeðs-
legar, það er frekar að svartur
húmor njóti sín.
Fyrsta myndin nefnist Dead
Right. Demi Moore leikur unga
stúlku sem ákveðin er í að giftast
til fjár. Hingað til hefur dæmið
ekki gengið upp. Hún fer til spá-
konu sem spáir að hún muni hitta
fyrir mann samdægurs sem eigi
eftir að erfa mikla peninga og síð-
an deyja fljótlega. Spádómurinn
stenst en spákonan sagði aldrei
að maðurinn væri ljótasti maður
sem hún hefur séð. Eins og vænta
má fer ekki allt eins og stúlkan
vill þótt spádómurinn rætist
vissulega. Leikstjóri myndarinn-
ar er Howard Deutch og gerir
hann vel við einkar áhugaverðan
söguþráð.
Það er enginn annar en Arnold
Schwarzenegger sem leikstýrir
annarri myndinni, The Switch,
og eftir að Schwarzenegger hefur
tekið hinn ófrýnilega sögumann
í kennslustund í lyftingum byrj-
an sagan um eldri mann, sem
William Hickey leikur snilldar-
lega, sem bókstaflega skiptir um
höfuð til að þóknast stúlkunni
sem hann elskar en það nægir
henni ekki, eins og áhorfendur
eiga eftir að komast að. Schwarz-
enegger ætlar sér örugglega að
leikstýra kvikmyndum í íramtíð-
inni og stuttmynd á borð við The
Switch er góð æfing.
Síðustu myndinni leikstýrir
Walter Hill og heitir hún Cutting
Cards. Mæh ég með henni fyrir
alla sem eru sjúkir í fjárhættu-
spil og vilja hætta. Fjallar hún
um tvo fjárhættuspilara sem þola
ekki hvor annan. Nú er komið
að stóru stundinni hvor er betri.
Og upp á hverju skyldu þeir nú
taka þegar rússnesk rúhetta dug-
ar ekki? Því verður ekki ljóstrað
upp hér.
Ahir sem unna skemmtilegum
sakamálamyndum og hryhings-
myndum geta örugglega skemmt
sér yfir þessum þremur stutt-
myndum sem fá gæsahúðina til
að rísa.
TALES FROM THE CRYPT
Útgefandi: Steinar. hf.
Leikstjórar: Howard Deutch, Arnold
Schwarzenegger og Walter Hill.
Aóalhlutverk: Demi Moore, William
Hickey, Kelly Preston og Lance Hen-
riksen.
Bandarisk, 1992 - sýningartimi 76
mín.
Bönnuö börnum innan 16 ára.
DV-myndbandalistiim
2 (2) Beethoven
3(4)
4(3)
5 (-) White Sands
6 (5) The Super
7 0) .
8 (10) Marked for Dead
10 (13) Live Wire
11 (11) Die Hard 2
12 (-) Buffy,
WhHe Sands er eln þrlggja nýrra mynda sem koma Inn á HsU
ann þessa vikuna og fer hún beint I fimmta sœtið. Á myndinni 15 (.)
eru WiHem Defoe og Mary Eiizabeth Mastrantonio sem ásamt
Mickey Rourke leika aðalhlutverkin.
Náttúrubamið Rósa
Rambhng Rose
er einstaklega vel
heppnuð kvik-
mynd. Segir í
myndinni af fjöl-
skyldu einni í
Suðurríkjunum
ogþeimbreyting-
um sem verður á
lífi hénnar þegar
hún ræður til sín
vinnukonuna
Rósu sem er ung og falleg. Rósa laðast
strax að heimihsföðurnum sem veit
ekki hvaðan á sig stendur veðriö þegar
Rósa játar honum ást sína. Annars er
það svo með Rósu að í henni blandast
sakleysi og meðfæddur kynþokki sem
hún veit ekki almennilega hvernig á
að stýra. Laura Dern nær einstaklega
góðum tökum á Rósu, er bæöi bamsleg
og heihandi, og hjálpar mikið til, ásamt
ööram leikurum, að gera Rambhng
Rose að eftirminnilegri mynd.
RAMBLING ROSE - Bíómyndir.
Leikstjóri: Martha Coolidge. Aöalhlutverk:
Laura Dern og Robert Duvall.
Bandarísk, 1992 - sýningartími 118 mín.
Leyfð öllum aldurshópum. _ -HK
Frystir í 29 ár
Aðalpersón-
umar í Late for
Dinner eru vin-
irnir Frank og
Wilhe. Þeir lenda
í útistöðum við
verktaka einn
sem sakar þá um
bamsrán. í við-
skiptum sínum
við lögregluna
særist Frank og
þeir leita lækninga hjá lækni sem hýð-
ur þeim að sofna og þegar þeir vakni
verði veröldin betri. Það sem félagarn-
ir vita ekki er aö þeir eru þátttakendur
í tilraun með frystingu á mannslíka-
manum og sofa þeir nú vært í 29 ár
og verða ekki lítið hissa þegar þeir sjá
þá veröld sem þlasir við þeim. Late for
Dinner er nokkuð fmrnleg gaman-
mynd og stundum skemmtileg en líður
fyrir að leikur aðalleikara er ekki nógu
góður. Ef hægt er horfa fram þjá slök-
um leik er myndin ágæt skemmtun.
LATE FOR DINNER - SAM-myndbönd.
Leikstjóri: W.D. Ritcher. Aöalhlutverk: Brian
Wimmer og Peter Berg.
Bandarisk, 1991 - sýningartimi 89 min.
Leyfð öllum aidurshópum. -HK