Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1993, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1993, Qupperneq 4
4 MANUDAGUR 15. MARS 1993 Fréttir Skrifstofubákn lífeyrissjóðanna með 120 manns 1 vinnu: Tæpar600 milljónir á ári í rekstrarkostnað 100 þúsund króna kostnaður að baki hveiri milljón króna greiðslu Kostnaðurinn við rekstur lifeyris- sjóðanna í landinu er hátt í 600 millj- ónir á ári. Launþegar og atvinnurek- endur greiddu alls 14.5 milljarða til sjóðanna á árinu 1991. Af þeirri upp- hæð fóru 4,06 prósent í rekstur lífeyr- issjóðanna. Ríflega 120 stöðugildi voru launuð hjá sjóöunum á sama tíma. Lífeyrisgreiðslur sjóöanna voru tæplega 6,4 milljarðar. Kostnað- urinn viö útborgun á hverri milljón til lífeyrisþega var því tæplega 100 þúsund krónur. Stærsti lífeyrissjóður landsins er Lífeyrissjóður verslunarmanna. í árslok 1991 voru eignir sjóðsins til greiðslu lífeyris metnar á rúma 22,3 milljarða. Á árinu runnu til hans rúmir 2 milljarðar í iðgjöld sem 14 starfsmenn sáu um að veita móttöku og ávaxta. í rekstrarkostnað fóru 1,96 prósent af iðgjöldum, eða tæplega 40 milljónir. Samkvæmt upplýsingum frá Bankaeftirlitinu er mjög misjafnt hversu stór hluti iðgjalda fer í rekstr- arkostnað hjá lífeyrissjóðunum. Á árinu 1991 voru útgjöldin þó hlut- fallslega mest í Lífeyrissjóði Húsa- víkurbæjar. Þar fór tæplega fimmta 'hver iðgjaldakróna í rekstrarkostn- að. Þá má nefna sem dæmi að hjá Lífeyrissjóði ráöherra fóru 16,35 pró- sent iðgjalda í rekstrarkostnað þrátt fyrir að enginn starfsmaður vinni hjá sjóðnum. Sé tekið mið af 10 stærstu lífeyris- sjóðum landsins er rekstrarkostnað- urinn mestur hjá Lífeyrissjóði bænda og Lífeyrissjóði Austurlands. Inn i Lífeyrissjóð bænda skiluðu sér 372 milljónir í iögjöld á árinu 1991 en í rekstrarkostnað fóru ríflega 20 milljónir. Alls 3,9 stöðugildi voru hjá sjóðnum. Hjá Lífeyrissjóði Austur- lands voru hins vegar 5,5 stöðugildi. Greidd iðgjöld á árinu voru 439 millj- ónir og rekstrarkostnaður um 24,1 milljón. -kaa Skriffinnskan í lífeyrissjóðunum - byggt á ársreikningum sjóðanna 1991 - - innheimt iðgjöld 14,5 / milljarðar - greiddur 6.4 ",ey% milljarðar/ 600 milljonir rekstrarkostnaður sjóðanna k. 120 starfsmena Það getur valdið gangandi vegfarendum og þó sérstaklega blindu fólki ómældum vandræðum þegar bílum er lagt upp á gangstéttir. Gísli Guð- mundsson lenti í því við Miklubrautina þegar hann var að ganga sinn vana- lega hring um nágrennið. Bil hafði verið lagt upp á gangstéttina og gekk Gisli belnt á hann og datt. Fyrir nokkrum árum varö Gisli fyrir slysi þegar hann gekk á vörubilspall sem náði inn yfir gangstétt. Það verður því aldrei of oft brýnt fyrir ökumönnum að sýna tillitssemi og huga aö gangandi veg- farendum og blindum. DV-mynd Sveinn Um 40 nöfn ekki skráð í þjóðskrá: Prestarnir fara ekki eftir lögunum - segir skrifstofustjóri Hagstofunnar „Frá því lögin tóku gildi hafa prest- ar ekki farið eftir ákvæðum þeirra. í lögunum stendur skýrum stöfum að prestar eigi að fá uppgefm nöfn hjá fólki í tíma til að geta skrifað mannanafnanefnd. Einhverra hluta vegna gera sumir prestar þetta ekki og segja stundum að þeir fái nafnið svo seint að þeir geti ekki stoppaö skírnarathöfnina. Þeir fara ekki eftir lögunum og senda okkur síðan nöfn sem ekki eru á nafnaskránni. Það verður til þess að við verðum að skrifa mannanafnanefndinni og þá fara máhn í gang. Það er prestunum að kenna þegar fólk kemst í þá óþægilegu aðstöðu að skírðu nafni er hafnað," sagði Skúli Guðnason, skrifstofustjóri Hagstofunnar, við DV. Frá því lögin um mannanöfn tóku gildi fyrir tveimur árum hafa um fjörutíu tilfelh komið upp þar sem skírð eða gefin nöfn hafa ekki verið skráð í þjóðskrá. Prestar hafa þá skírt nöfnum sem síðar hefur verið hafnað af mannanafnanefnd. Sam- kvæmt lögunum má Hagstofan þá ekki skrá nöfnin i þjóðskrá. -hlh Nef ndin ekki túlkað of þröngt - segir Guðrún Kvaran, formaður mannanafnanefndar „Afsögn okkar tengist ekki ágrein- ingi um úrskurði nefndarinnar. Við höfum reynt að fá bætta vinnuað- stöðu, frá upphafi starfa okkar þar sem við erum með dótið okkar í plastpokum. Hún fékkst ekki og því sögðum við upp. Starfið hefur aukist vegna kvartana til umboðsmanns og nokkur vinna farið í að svara þeim,“ sagði Guörún Kvaran, formaður mannanafnanefndar, við DV. Mannanafnanefnd sagði af sér 15. febrúar með mánaðar fyrirvara. Hættir nefndin, sem í eru Svavar Sigmundsson dósent og Björn Guð- mundsson lagaprófessor auk Guð- rúnar, störfum frá og með mánu- degi. Hefur nefndin fjallað um á þriðja hundrað mál. Guðrúnu finnst nefndin ekki hafa túlkað lögin um mannanöfn of þröngt. „í þeim tveimur ágreinings- málum sem umboðsmaöur Alþingis hefur afgreitt er hann á sömu skoðun og nefndin. Sumir vhja alltfrjálst og segja að öll túlkun sé of þröng og enn aðrir vhja að svona nefnd sé yfirleitt ekki tU,“ sagði Guðrún. -hlh í dag mælir Dagfari Kínverskur lakkrís íslendingar eru ekki dauðir úr öll- um æðum. Nú ætla þeir að fram- leiða lakkrís austur í Kína og er ekki að efa að útflutningsráö hefur stutt dyggUega við bakið á þessu framtaki. Hér er nefnilega á ferð- inni fyrsta og vonandi ekki síöasta viöleitni íslenskra athafnamanna tU að flytja þekkinguna úr landi og skapa sér og öðrum atvinnu viö arðbær störf. Þeir í Kína hafa ekkert vit á lakkrísframleiöslu. Meira að segja vafasamt að þeir viti hvað lakkrís er. í því felst trikkið. Þegar íslensk- ir athafhamenn birtast austur þar með heUa verksmiðju tU að setja upp og atvinnuskapandi fram- leiðslu er því tekiö fegins hendi í landi þar sem íjórir milljarðar manna búa. Bæði er þar nægur vinnukraftur og yfirfullt af neyt- endum og ekki er það verra að sög- unni fylgir að flórir íslendingar fái vinnu við verksmiöjuna og aUt er þetta hið besta mál. Nú fara aö vísu sögur af því aö hagvöxtur i Kína sé sá mesti sem gerist á þessmn síöustu og verstu tímum. Hann er miklu meiri held- ur en á Vestiu-löndum, aö ekki sé talað um fyrrum kommúnistalönd í Evrópu sem öU eru á hvínandi kúpunni. Enda hafa þeir haft vit á því í Kína að leggja alls ekki niður kommúnismann og fyrir vikiö er þar mikið og gott framfaraskeið og allar Ukur á markaður fyrir lakkr- ís sé bæði rífandi og vaxandi/ Þess heldur. Hvers vegna ættu íslenskir athafnamenn, sem ekki hafa getað skapað sér grundvöU fyrir framtak sitt í heimalandinu, ekki að hasla sér vöU í landi hag- vaxtar og kommúnisma, sem virö- ist vera eina þjóðskipulagið sem um þessar mundir stendur af sér aUar kreppumar! Og svo eru menn að leggja þetta þjóðskipulag niður annars staðar! Nei, ef menn fara á hausinn á íslandi eða fáekki nægj- anlega fyrirgreiðslu hjá hinu opin- bera og eru að spjánga af athafna- þrá, eiga þeir .að drífa sig tíl Kína með aUar sínar verksmiöjur og all- ar sínar gjaldþrota krónur og fram- leiða þar lakkrís í gríð og erg, áður en Kínverjamir finna það út að vestrænir athafnamenn era akúrat þeir menn sem þeir þurfa ekki á að halda. Það sem gladdi Dagfara mest var að sjá að Ami Johnsen, alþingis- maður með meira, . mun opna lakkrísverksmiðjuna með pompi og pragt. Kvisast hafði að landbún- aöarráðherra hygðist éta fyrsta lakkrísinn í opinberri heimsókn til Kína en ráðherrann hefur greini- lega ekki þorað aö storka almenn- ingsáUtinu og sent Áma í staðinn. Ámi er hafinn yfir gagnrýni og ís- lendingar munu áreiðanlega miklu betur sætta sig við að kosta ferð Áma Johnsen heldur en HaUdórs Blöndal fram og tíl baka tíl Kína, vegna þess aö Ami hefur svo gott vit á efnahagsmálum, eins og les- endur Mogga hafa fengið að lesa að undanfórnu. Menn sem hafa vit á efnahags- málum era sendir til Kína. Ami getur sagt frá því þegar hann kem- ur heim, hvemig Kínvetjar fara að því að auka hagvöxtinn og svo get- ur hann sungiö fyrir Kínveijana í leiðinni og kannske selt Sjónvarp- inu ferðasögu sína og vonandi er að Ámi verði sem lengst í Kína, svo landar hans hafi sem mest gagn af fjarveru hans. Það er sagt að borgarstjórinn í Guangzhou, Li Zhi Liu, muni ásamt Áma, khppa á sérstakan hátíðar- borða að kínverskum sið eftir að verksmiðjan hefur verið kynnt með ljónadansi. Ekki er þess þó getið hvort Ami dansi eða önnur Ijón, en mikið er gaman að því að íslensk stjómvöld skuli hafa haft skynsemi til að velja réttan mann í þetta verk. Þetta verður sem sagt mikU og virðuleg athöfn enda ekki á hverj- um degi sem opnuð er íslensk lakkrísverksmiðja í Austurlöndum sem skapar atvinnu fyrir íslend- inga. Spumingin er hvort ekki megi gera lakkrísframleiðenduma og Áma út til fleiri borga í Kína, því þótt ekki sé dregið í efa að verk- smiöja landans framleiði mikinn og góðan lakkrís tekst henni seint að metta fjóra mUljarða Kínveria. Hugsanlegt er að setja megi upp fleiri verksmiðjur í þessu landi lakkrísáts og Ijónadans og í raun- inni mætti vel koma þessum örfáu hræðum, sem hér búa uppi á klak- anum, í einu lagi í lakkrísfram- leiðslu austur þar. Þannig má leysa atvixmuleysið hér heima á einu brett! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.