Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1993, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1993, Side 17
MÁNUDAGUR 15. MARS 1993 17 Fréttir Geysilegur áhugi á íslenska hestinum á Equitana: íslendingarnir eiga þessa sýningu alveg - segir Einar Bollason sem selur hópferðir á næsta landsmót Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Yfirgnæfandi meirihlati þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu hjá Verkalýðsfélagi Húsavíkur mn heimild til verkfallsboðunar sögðu já, eða 44, en aðeins 7 voru ámóti. Sijórn og trúnaöarmannaráö félagsins hefur þvi fengið í hend- ur heimild til'að blása til sóknar gerist þess þörf og getur boðað til verkfalls með 7 daga fyrirvara. Verkalýðsfélag Húsavíkur er fyrsta félagið á Norðurlandi sem aflar sér verkfallsheimildar. Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum: Þeir 13 brunaverðir á Keflavík- urflugvelli, sem unnu það afrek að gera við nýjasta slökkviliðsbíl- inn á veiiinum eftir veitu í dcs- ember, fengu nýlega viðurkenn- ingu frá æðstu yfirmönnum varnarliðsins, þeim Michael D. Haskins, flotaforingja og yfir- manni varnarliðsins, og Tom Butler, sdirmamú flotastöðvar- innar. Báöir fluttu ávörp \nð það tæki- færi og Butler afhonti hveijum þeirra níu þús. krónur sem upp- bót á gott verk. Haraldur Stefánsson slökkvi- liðsstjóri þakkaði yfirmönnum varnarliösins það traust sem þeír sýndu liðsmönnum sínum og þeim fyrir vel unnin störf. hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að lýst er yfir áhyggjum vegna vanbúnaöar skipa sem rekja má til vanmönnunar í vél- arrúmi Þetta hafi orsakað ýmis óhöpp skipa og skipskaða að und- anfömu. Vélstjórafélagið bendir á aö í vikunni hafi danska flutninga- skipiö Skanilth orðið fyrir vélar- bilun skammt fyrir utan Grinda- vík. í ferð skipsins hafi verið vél- stjóri um borð - það hafi þó aö- eins verið í þessari tilteknu ferð. Vélstjórinn gat gert við bilunina á síðustu stundu. Ef hann hefði ekki verið um borð bendi flest til þess að skipið heföi hafhað i íjör- unni meö ófyrirsjáanlegum hætti. Varað er við undirmönnun skipa, hvort sem þaö er í vélar- rúmi eða í öðrum stöðum um borð. Einnig er varað viö minnk- andi kröfum um menntun og þjálfun íslenskra vélstjóra með hiiösjón af alþjóðlegum lágmörk- um - slíkar ráöstafanir geti hvorki veriö í þágu útgerðar- manna, fiski- eöa kaupskipa, nó í þágu sjófarenda almennt. -ÓTT „Islendingarnir eiga þesa sýningu alveg. Fólksstraumurinn að svæðinu hjá okkur er endalaus. Þetta erfjórða Equitana-sýningin sem ég er á en þessi sýning slær öllu við. Það geng- ur svo vel að ég er alveg í sjöunda himni. Ég er til dæmis búinn aö selja 20 hópferðir, bæði á landsmótið á Hellu á næsta ári og frá því. Ég þarf meira að segja að skipuleggja fjórar ferðir til viðbótar. Áhuginn er geysi- legur,“ sagði Einar Bollason hjá ís- hestum við DV þar sem hann var staddur á Equitana-hestasýningunni í Þýskalandi. Equitana er stærsta hestasýning í heimi en á annað hundrað þúsund gestir heimsækja hana daglega. Sýn- ingin fer fram í 17 stórum sýningar- höllum en þar er til sýnis allt sem viðkemur hestamennsku. Áhugi Þjóðverja á íslenska hestinum er mikill en hátt í 40 þúsund íslenskir hestar eru í Þýskalandi, sem er það mesta utan íslands. Það besta í hestamennsku DV ræddi einnig við Jón Stein- björnsson hestamann sem býr í Þýskalandi. Hann sagði að fimm „hot-top“ sýningar hafi verið haldnar á sýningarsvæðinu í vikunni. „Á þessum sýningum sér maður allt það besta sem hestamennska hefur upp á að bjóða. Okkar atriði er fyrst í sýninguni. Þá er rekið inn stóð. Um klukkutíma síðar erum við með tölt- sýningu þar sem 8 af bestu tölturun- um í Þýskalandi sýna. Þá er sýnt skeið. Þessi sýning er sú besta hjá okkur hingað til,“ sagði Jón. íslenska sýningarsvæðið er hann- að í gamaldags stíl, með burstabæj- um og víkingaskipi. Þar vinna ís- lendingar og Þjóðverjar saman að því að auglýsa hestinn. Að sögn Jóns og Bolla er ekki mikið um beina sölu að ræða en meira um að ræktuð séu sambönd við ýmsa aðila. Það starf skili sér eftir að heim er komið. Halldór Blöndal heimsótti sýning- una ásamt Sveinbirni Dagfinnssyni ráðuneytisstjóra í landbúnaðarráðu- neytinu. Efnt var til móttöku á ís- lenska sýningarsvæðinu þar sem tveir íslenskir kokkar elduðu undir stjóm Elíasar Einarssonar, bryta í Rúgbrauðsgerðinni og Riðherrabú- staðnum. -hlh KOMPU MEÐ UTI HEIM! • •••••• • • • • • • ••••••••••••••••• • ••••••••• fargjöld í beinu flugi Flugleiða Kaupmannahöfn......................25.900 KR. StoWchólmur........................26.900 KR. London.............................25.900 KR. Glasgow....................r...19.900 KR. Amsterdam..........................25.900 KR. Lúxembórg..........................26.900 KR. París (28. mars)*..................26.900 KR. Hamborg (9- maO*................26.900 KR. Miinchen (26. júnO*.............28.900 KR. Vín (4. júnO*...................28.900 KR. Ziirich (22. maO*...............28.900 KR. Mílanó(l6. júlO*................28.900KR. Barcelona (12. júnO*............ 28.900KR. Baltimore**..............verð frá 45.580 KR. New York**...............verð frá 42.600 KR. Verið m.v. staðgreiðslu 1.3. - 30.4. Ferðirskulu famar d tímabilinu 15.4. til 30.9. Lágmarksdvöl er 6 dagar. Hámarksdvöl er 1 mán. Bókunarfyrirvari er 21. dagur. * Beint flug Flugleiða hefst frá og með tilgreindum degi. **Frá 1. apríl m.v. Apex-fargjöld. • • • • FLORIDA tilboðsverð gildir 8.6. ■31.8.* Verð frá 59.200 KR. á mann m.v. 4* í herbergi á Ramada Hotel Resort í Orlando í 6 nætur. Verð frá 54.000 KR. á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi á Ramada Hotel Resort í Orlando í 6 nætur. * 2 fullorðnir og 2 böiTt (2-11 ára). **GHdtr í brottfarir á þriðjudögum og heimflug á mánudagskvöldum. I SOLINA MEf> FRITIDSREISER TYRKLAND: Alanya, Hotel Blue Star. Verð (7. maO frá 46.500 KR. á mann í tvíbýli í eina viku. CRIKKLAND: Varkiza. Verð (7. maO frá 48.900 KR. á mann í tvíbýli í eina viku. Föst gjöld, flugvallarskattar og forfallagjald, ekki innifalin í verði. HAMBORC frá 27.560 KR. á manninn m.v. 4 í bíl í B-flokki í eina viku.* frá 56.000 KR. á manninn m.v. 2 fullorðna í bil í A-flokki í eina viku. BALTIMORE frá 41.950 KR. á manninn m.v. 4 í bíl í A-flokki. í eina viku* frá 49.800 KR. á manninn m.v. 2 fullorðna í bíl í J-flokki í eina viku. FLORIDA frá 54.400 KR.á manninn m.v. 4 í bíl í A-flokki í eina viku.* frá 44.200 KR. á manninn m.v. 2 fullorðna í bil í J-flokki í eina viku. (Verðgildirfrá 15.4 - 30.9., nema til Floridaþar sem verðgildirfrá24-5. -31.8. 1993.) *2fullorðnir og 2 b'óm (2-11 ára). LUXEMBORC frá 24.700 KR. á manninn m.v. 4 í bíl í B-flokki í eina viku.* frá 51.800 KR.á manninn m.v. 2 fiillorðna í bíl í A-flokki í eina viku. • ••••••• • • • • • Sértitboð tíl *Brottfór 22. mars - heimkoma 3. apríl. ORLANDO •Brottför 18. apríl - heimkoma 4. eða 9. maí. , . ~ DÆMI UM VERD: imarsogapm r , X_£1I 5 ® •“ fra 48.650 KR. a mann m.v. 4, 2 fullorðna og 2 bórn (2-11 ára) í 12 nærur, 22.3. - 3-4., á Enclave Suites. frá 72.500 KR. á mann í 12 nætur, 22.3. - 3.4., á Enclave Suites. Hafðu samhand við söluskrifstofur okkav. ttmhoðsmenn um allt land, ferðaskrif- stofumar eða ístina 690300 (srarað alla 7 daga rikunnar frá kl. 8 -18.) ^mmj FLUGLEIDIR fn. Ath. öll verddcemi miðast við staðgreiðslu. Flugvallarskattar eru ekki innifaldir í verði sem felur ísér flttg, flug og gistingu eða flug og bíl. Forfallagjald er ekki itinifalið (verðdœmum um pakkaferðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.