Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1993, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast
3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjóm - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing; Slmi
MÁNUDAGUR 15. MARS 1993.
Heijólfsdeilan:
Líkur á sam-
úðaraðgerðum
*(ómar Garöarsson, DV, Vestmaimaeyjum;
„I þessari deilu hafa margar vit-
leysur veriö gerðar. Verkbann verð-
ur ekki til að leysa hana. Mér var
tjáð að verkbann væri yfirvofandi og
frá Jötni kom beiðni um siðferðileg-
an stuðning. Ef óskað verður eftir
aðgerðum af okkar hálfu verður erf-
itt að neita,“ segir Jón Kjartansson,
formaður Verkalýðsfélags Vest-
mannaeyja.
Stjóm og trúnaðarráð verkalýðsfé-
lagsins kom saman til fundar vegna
væntanlegs verkbanns sem stjóm
Herjólfs hyggst fará fram á í dag.
Líkur em á að verkbannið kalli á
samúðaraðgerðir verkalýðsfélaga.
Þrotabú K. Jónssonar:
Kaupir nýtt
hlutafélag
reksturínn?
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Eg er kominn með handrit að
samningi í hendurnar og ef samning-
-^urinn verður að veruleika mun nýtt
hlutafélag leigja reksturinn," sagði
Ólafur Birgir Ámason, skiptastjóri
þrotabús K. Jónssonar á Akureyri,
rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi.
Það eru Kaupfélag Eyfirðinga,
Samheiji hf. og Eignarhaldsfélag
Landsbankans sem hyggjast stofna
hlutafélag um rekstur niðursuðu-
verksmiðjunnar. Magnús Gauti
Gautason, kaupfélagsstjóri KEA,
sagði í gærkvöldi að imnið væri að
því að ná samkomulagi.
70 starfsmenn K. Jónssonar em því
án vinnu í dag en að sögn Ólafs Birg-
is verður það vonandi ekki svo í
marga daga. „En það er í þessum
samningi einnig kauptilboð og það er
^ég að skoða og þarf tíma til þess. Það
miðast aðallega við tæki tfi vinnsl-
unnar en fasteignir þrotabúsins em^
mjög veðsettar," sagði Ólafur Birgir.
Tálbeita lögreglunnar
ákærð fyrir hasskaup
36 ára karlmanni, sem fíkniefna-
lögreglan fékk til liös við sig sem
tálbeitu í hinu svokallaða stóra
kókainmáli síðastiiðið sumar, hef-
ur verið birt ákæra þar sem lionum
er gefið að sök að hafa ásamt tveim-
ur öðrum lagt á ráðin um innflutn-
ing og keypt 3 kíló af hassi í Amst-
erdam í febrúar 1990. Tveir aðrir
menn eru einnig ákærðir í raálinu
sem var þingfest í héraðsdómi
Reykjavikur á föstudag.
Mál þetta kom lítillega til um-
ræðu þegar réttarhöld fóm fram í
kókaínmálinu fyrr í vetur. Gmnur
vaknaði þá um ásetning tálbeit-
unnar að hafa gengið til liðs við
lögregluna í því skyni að fá „væg-
ari meðferð" í hassmálinu sem nú
á að fara að leiða til lykta fyrir
dómi. Ekkert kom þó fram sem
benti til að neitt samkomulag heföí
verið gert þess eíhis. Vegna þessa
komu jafnframt fram gagnrýni-
radd’ir um að lögreglan hefði fengið
brotamann til liðs við sig.
Umræddur raaður er ákærður
fyrir að hafa í félagi við annan
mann lagt á ráðin um kaup og inn-
tlutningá fíkniefnum. Þeirn er gefið
að sök aö hafa keypt 3 kíló af hassi
í Amsterdam í febrúar 1990, flutt
efnið til Bremerhaven í Þýskalandi
og aíhent það þriðja manninum f
málinu en hann var skipverji á tog-
aranum Engey. Tálbeitumaðurinn
er einnig ákærður fyrir að; hafa
keypt 10 grömm af amfetamíni i
Reykjavík.
Skipverjinn er ákærður fyrir að
hafa tekið við hassinu af tálbeitu-
manninum í því skyni að flytja það
til íslands þó svo að af áformum
sjómannsins hafi ekki orðið. Hann
hafi komið því fyrir í geymslu í
Bremerhaven svo að hinir tveir
aðilarnir gætu sótt það þangaö síð-
ar.
Sá sem lagði á ráðin með tálbeitu-
manninum er ákærður fyrir hafa
sótt ft-angreind 3 kíló, falið 250
grömm af hassinu um borð í togar-
anum Viðey og 1.350 grömm um
borð í bv. Ásgeiri. Skipin voru um
þessar mundir í Bremerhaven.
Óupplýst var um ráðstöfun efnisins
erlendis að öðru leyti. Manninum
er jafnframt gefiö að sök að hafa
sótt 250 grömmin um borð í Viðey
þegar hún kom til Reykjavíkur og
seltfjölmörgum aðilum í Reykjavík
155 gömm af því efhi. Auk þess er
hann ákærður fyrir að hafa sótt
1.350 grömmin um borð í Ásgeir,
tekið efnin í land hér en maðurinn
var síðan handtekinn og hald lagt
á efnin.
Réttarhöld í málinu verða í Hór-
aðsdómi Reykjavíkur á næstunni.
Guðjón St. Marteinsson liéraðs-
dómari hefur málið til meðferðar.
-ÓTT
Ameríkuflugið
hafiðaftur
„Ameríkuflugið er komið í gang
aftur. Fyrsta vélin eftir óveðriö í
Bandaríkjunum lagði af stað í gær
til New York. Sú vél átti að fara á
laugardaginn. Þeir farþegar, sem
áttu að fara í gær, fóru af stað klukk-
an sjö í morgun. Það var engin ferð
felld niður heldur er þetta einfaldlega
seinkun á tveimur ferðum," sagði
Edda Björk Bogadóttir, aðstoðar-
stöðvarstjóri Flugleiða á Keflavíkur-
flugvelli. -em
Ungur landgönguliði skotinn til bana á Keflavíkurvelli:
Kynning á vaktaskiptum
endaði með voðaskoti
- varnýkominntilstarfaálslandi
Landgönguliði í bandaríska flotan-
um á Keflavíkurflugvelli varð fyrir
voðaskoti laust eftir miðnætti aö-
faranótt sunnudags og lést hann
skömmu síðar án þess að komast til
meðvitundar. Slysið átti sér stað þeg-
ar verið var að skipta um verði í
varðstofu landgönguliðanna.
Hermaðurinn, sem lést, var aðeins
19 ára og var nýkominn til starfa á
íslandi. Ættingjum hans í Bandaríkj-
unum var tilkynnt um atburðinn
snemma í gærmorgun. Landgöngu-
liðar flotans gegna jafnframt öryggis-
vörslu á Vellinum við mikilvægar
byggingar. Ungi hermaðurinn var að
kynna sér hvernig vaktaskipti fara
fram þegar slysið átti sér stað.
Að sögn Friðþórs Eydals, upplýs-
ingafulltrúa hersins, er atburðurinn
nú í rannsókn hjá herlögreglunni á
velhnum. Ljóst sé að eitthvað hafi
farið úrskeiðis við vaktaskiptin sem
samkvæmt reglum eru mjög formleg.
Við skipti eigi byssur að vera óhlaðn-
ar en svo hafi ekki verið í þessu til-
viki. Hann segir slys á Vellinum fátíð
og frá því hann kom til starfa fyrir
10 árum hafi enginn hermaður látist
vegnavoðaskots. -kaa
Stórsigur Kasparovs
Víkurbergið kemur til hafnar í Grindavík með Sigurþór í togi. Björgunar-
sveitin í Grindavik var í gærdag kölluð til að aðstoða Sigurþór sem lá með
bilaða vél skammt undan landi við ísólfsskála. Báturinn hafði fengið net i
skrúfuna og lá við stjóra um hálfa sjómílu frá landi. Talin var hætta á að
hann ræki á land. Björgunarbátur Slysavarnafélagsins var sendur til aðstoð-
ar og dró hann bátinn fjær landi þar sem loðnuskipið Víkurbergið tók við
og dró Sigurþór til hafnar.
DV-mynd Ægir Már
Heimsmeistarinn Kasparov sigr-
aði Gata Kamsky í lokaumferðinni á
stórmótinu í Linares og vann mikinn
yfirburðasigur á mótinu - sterkasta
móti sem háð hefur verið. Hann var
l'A vinningi á undan næstu mönn-
um. Öllum öðrum skákum í umferð-
inni í gær lauk með jafntefli nema
hvað Beljavsky vann Timman á
svart.
Lokastaðan: Kasparov, Rússlandi,
10 v. af 13 mögulegum. Anand, Ind-
landi, og Karpov, Rússlandi, 8'A v.
Shirov, Lettlandi, 8 v. Kramnik,
Rússlandi, l'A v. Salov, Spáni, 8‘A
v. ívantsjúk, Úkraínu, og Beljavsky,
Úkraínu, 6 v. Kamsky, USA, og Bare-
ev, Rússlandi, 5 'A v. Timman, Hol-
landi, og Jusupov, Rússlandi, 5 v.
Gelfand, Hvíta-Rússlandi, 4A v., og
Ljubojevic,Serbíu,4v. -hsím
LOKI
Það endar með því að stýri-
mennirnirtveirverða heiðurs-
borgarar Vestmannaeyja!
Veðriðámorgun:
Kólnandi
veður
Framan af degi verður nokkuð
hvöss suðaustanátt með rigningu
um landið norðanvert en síðdegis
léttir til norðaustanlands og kóln-
ar lítið eitt. Um landið sunnan-
og vestanvert verða skúrir til að
byija með en síðar él. Heldur
kólnandi veður.
Veðrið í dag er á bls. 44
NSK
kúlulegur
Bfmfwen
L#TT#
alltaf áimðvikudögum
\w
4
\i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
4
4