Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1993, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.1993, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR13. APRÍL1993 19 Iþróttir Enn sigrar Evrópubúi áMasters Bemhard Langer frá Þýskalandi varö á páskadag fimmti Evrópubúinn á sex árum til sigra á frægasta golfmóti heims, US Masters, sem lauk á golfvellinum í Augusta í Georgíu- fylki í Bandaríkjunum. Hann notaöi ijórum höggum minna en Bandaríkjamaðurinn Chip Beck og lék á 11 höggum undir pari. Þetta er annar sigur Þjóðveijans á US Mast- ers, en hann sigraði einnig árið 1985, og örugg- asti sigur á mótinu frá þvi Severino Balleste- ros frá Spáni vann með sama mun fyrir tíu árum. „Það er mikill heiöur að vinna mesta golf- mót heims. Ég stefndi að því að vinna eitt stærstu mótanna í ár og það tókst,“ sagði Langer þegar sigurinn var í höfn. Helstu keppinautar hans voru Chip Beck og Dan Forsman en Langer hristi þá báða af sér á síðasta hringnum, hélt þá fjögurra högga for- ystu sem hann náði deginum áður og sigraði af öryggi. Þessir höfnuðu í 30 efstu sætunum en 90 hófu keppni og 29 heltust úr lestinni að tveim- ur hringjum loknum: 1. BernhardLanger.Þýskalandi.......277 2. Chip Beck, Bandaríkjunum........281 3-6. Tom Lehman, Bandaríkjunum.....283 3-6. John Daly, Bandaríkjunum......283 3-6. Steve Elkington, Ástralíu......283 3-6. Lanny Wadkins, Bandaríkjunum...283 7-8. Jose Maria Olazabal, Spáni.....284 7-8. Dan Forsman, Bandarikjunum.....284 9-10. Payne Stewart, Bandaríkjunum..285 9-10. Brad Faxon, Bandaríkjunum.....285 11-16. Anders Forsbrand, Svíþjóð.....286 11-16. CoreyPavin.Bandaríkjunum......286 11-16. Seve Ballesteros, Spáni.......286 11-16. Scott Simpson, Bandarikjunum..286 11-16. Raymond Floyd, Bandaríkjunum..286 11-16. Fuzzy Zoeller, Bandaríkjunum..286 17-20. Ian Woosnam, Bretlandi........287 17-20. Mark Calcavecchia, Bandaríkjunum .287 17-20. Howard Twitty, Bandaríkjunum..287 17-20. JeffSluman, Bandaríkjunum.....287 21-26. Mark O’Meara, Bandaríkjunum...288 21-26. Fred Couples, Bandaríkjunum...288 21-26. Larry Mize, Bandaríkjunum.....288 21-26. Sandy Lyle, Bretlandi.........288 21-26. JeffMaggert, Bandaríkjunum....288 21-26. Russ Cochran, Bandaríkjunum...288 Neðar á listanum voru kappar á borð við Jack Nicklaus, sem lék á 289 höggum, Greg Norman (290), Craig Stadler (291), Nick Faldo (293), Tom Watson (294) og Gary Player (302). -VS Bernhard Langer slær á annarri holu á lokahringnum á páskadag. A litlu myndinni klæð- ir Fred Couples, sigurvegarinn frá f fyrra, Langer í „græna jakkann" sem jafnan fylgir meistaratitlinum. Langer sagði að jakkinn, sem hann fékk 1985, væri orðinn heldur þröngur á sigl Símamynd Reuter Italska knattspyman: íbr mfl. karla, A-riðill krr AC Milan nánast öniggt AC Milan steig mikilvægt skref í átt að ítalska meistaratithnum í knattspymu þegar hðið gerði 1-1 jafntefli við nágranna sína úr Inter á laugardaginn. Það leit lengi vel út fyrir að Inter færi með sigur af hólmi og næði þar með aö setja smáspennu í mótiö en Nicola Berti kom Inter yfir á 43. mínútu. Hohenski snilling- urinn Ruud Gulht var á öðru máh og náði að jafna metin fyrir AC Milan þegar 7 mínútur voru til leiksloka. Forysta AC Milan er því áfram 7 stig þegar sjö umferðum er ólokið. Juventus vann borgarslaginn Juventus vann borgarslaginn gegn Torino, 2-1. Vamaijaxlinn Conte geröi bæði mörk Juventus en Aquil- era mark Torino. Fiorentina og Brescia gerðu 2-2 jafntefh. Brian Laudrup og Battistuta gerðu mörk Fiorentina og komu hð- inu yfir, 2-0, en Rúmenamir Hagi og Raducioiu jöfnuðu fyrir Brescia. Zola skoraði fyrir Napoh á 13. mín- útu en Lombardo jafnaði metin fyrir Sampdoria korteri seinna. Parma er á miklu skriöi og vann ömggan sigur á Caghari, 3-1. Mi- notti, Aspriha og sjálfsmark frá Cagl- iari gerðu mörk Parma en Herrera mark Cagliari. Úrsht leikja urðu þannig: Ancona-Roma..................1-1 Atalanta-Pescara.............2-1 Fiorentina-Brescia...........2-2 Genoa-Udinese................1-0 Inter-AC Milan...............1-1 Juventus-Torino..............2-1 Lazio-Foggia.................1-1 Napoh-Sampdoria..............1-1 Parma-Cagliari...............3-1 Staða efstu liða er þessi: ACMilan.......27 17 9 1 57-24 43 Inter.........27 13 10 4 46-31 36 Parma.........27 13 6 8 36-27 32 Lazio.........27 10 11 6 53-39 31 Juventus......27 11 8 8 42-35 30 Torino........27 8 13 6 30-23 29 Sampdoria.....27 10 9 8 41-38 29 Atalanta......27 11' 7 9 32-34 29 -GH Þýska knattspyman: Bæjarar aftur á toppinn - Stuttgart gerði markalaust jafntefli Bayern Múnchen komst á ný í toppsætið í þýsku úrvalsdeildinni þegar hðið vann 2-0 sigur á Bomssia Dortmund. Það voru þeir Jan Wout- ers og Olaf Thon sem skoruðu mörk Bæjara en á sama tíma töpuðu aðal- keppinautar þeirra úr Werder Brem- en fyrir Frankfurt, 3-0. Eyjólfur Sverisson og félagar hans í Stuttgart gerðu markalaust jafntefh við Kaiserslautem. „Við misstum mann út af eftir 20 mínútna leik og eftir það var á bratt- ann að sækja en við áttum þó okkar færi. Okkar takmark er að ná Evr- ópusætinu en baráttan þar verður hörö. Það eru enn 10 leikir eftir og vonandi fer okkur að ganga betur," sagði Eyjólfur í samtali við DV en hann lék ahan tímann í hði Stuttgart í stöðu vamartengihðs. Eyjólfur sagði að ekki væri enn komið á hreint hvort hann færi með íslenska landshðinu th Bandaríkjanna. Stuttgart ætti að leika á laugaraag- inn og forráðamenn væra ekkert ýkja hrifnir að gefa menn sína eftir. Úrsht leikja um helgina urðu þessi: Frankfurt-Bremen.............3-0 HSV-Wattenscheid..............1-1 Köln-Gladbach............ „.1-2 Dresden-Saarbrúcken...........0-0 Bayem Múnchen-Dortmund......2-0 Bochum-Karlsruhe..............2-2 Kaiserslautern-Stuttgart....0-0 Schalke-Leverkusen.............. Uerdingen-Númberg............... Staða efstu liða: B Múnchen....25 14 8 3 48-27 36 WerderBremen25 13 8 4 40-24 34 Dortmund.....25 13 5 7 44-31 31 Leverkusen25 9 11 5 49-32 29 Karlsruhe.....25 10 8 7 45-43 28 Gladbach.....25 9 8 8 43-42 26 Schalke......25 8 9 8 27-31 25 Kaiserslautem .25 9 6 10 36-28 24 stuttgart....25 7 10 8 34-36 24 -GH áSpáni Mikh spenna er á toppi spænsku 1. deildarinnar í knatt- spymu eftir leiki helgarinnar. Barcelona tapaöi fyrir Athletico Bhbao en Real Madrid og Depor- tivo Corana sigraðu bæöi. Madrid vann sigur á Espanol og skoraðu Fernardo Hierro, Pros- inecki og Ivan Zamorano mörkin. Úrsht leikja urðu þessi: Bilabao-Barcelona..........1-0 Atl. Madrid-Celta..........1-1 Vahecano-Seviha............0-1 Oviedo-Osasuna.............1-2 Cadiz-Sociedad.............3-1 Espanol-Real Madrid........1-3 Corana-Albacete............3-2 Logrones-Real Burgos.......0-1 Valencia-Sporting..........2-0 Zaragoza-Tenerife..........2-2 Barcelona.,,39 18 8 3 71-28 44 RealMadrid29 19 6 4 58-23 44 Dep. Coruna29 18 7 4 55-24 43 Valenda....29 12 10 7 42-27 34 Tenerife...29 11 12 6 45-35 34 Atl.Madrid.29 13 8 8 4333 34 REYKJAVIKURMOT MEISTARAFLOKKUR KARLA ^WKR-VIKINGUR í kvöld kl. 20.00 Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL íbr mfl. karla, B-riðill krr REYKJAVÍKURMÓT MEISTARAFLOKKUR KARLA FYLKIR-VALUR á morgun kl. 20.00 Á GERVIGRASINU í LAUGARDAL rriiiiimiini ixi Golf á Madeir a EIN VIKA MEÐ ÖLLU! Deemi iwi verð á mann i tvibjli: 64.700 lnnifalid: Flug og gisting mcð morgunverði á hótel Roca Mar í sjö nætur. Vallargjald er innifalið. Sex umferðir á 27 holu golfvelli og afsláttur ef maki spilar líka. Akstur til og frá flug- vclli og á golfvöllinn. Lúxusskoðunarfcrð með hádegisverði í lok ferðar. Ekki innifaliö: Flugvallarskattur, 1.250 kr. Tvær vikur með öllu! Sapna og að ofan með gistingu í 14 nætur og 10 umferðir á golfvellinum. Dœmi um verð i tvibjli: 81.500. Flogið er um London til Funchal með Flugleið- um og TAP - möguleiki á að stoppa í London ef óskað er. jUidsiiffiiina « S íiiin/iiiiiiiler Dii-l mitisýu Ftojklmlk: Austurstræli 12 • S. 91 • 69 tO 10 • Innanlandsterðir S. 91 ■ 69 10 70 • Simbrél 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 Hótel Sögu við Hagatoro • S. 91 • 62 22 77 • Simbréf 91 • 62 24 60 Uirayil: RáðhústorQi 1 • S. 96 - 27 200 • Slmtuéf96 • 1 10 35 Keflntk: Hafnaioötu 35 • S. 92 ■ 13 400 • SlmWf 92 -1 34 90

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.