Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL1993
27
Ferðaskrifstofa stúdenta:
Borgarhopp
og ævin-
týraferðir
Meðal þess sem ferðaskrifstofa
stúdenta býður í sumar eru svo-
kölluð Kilroy-fargjöld. Þau eru fyr-
ir alla á aldrinum 12 til 25 ára og
námsmenn á aldrinum 16 til 34 ára.
Þessi fargjöld eru sérlega hagstæð,
m.a. fyrir það að þau hafa langan
gildistíma og dagsetningum í far-
seðlum er hægt að breyta.
Mjög margir nýta sér kosti Kilroy-
fargjaldanna til að Qjúga frá íslandi
til einhverrar borgar og fljúga síð-
an í gegnum 1 til 2 borgir á leiðinni
heim með nokkurra daga stoppi í
hverri borg.
Með Kilroy-farseðli er hægt að nýta
sér enn betur Interrail-kortið sem
ferðaskrifstofan selur. Það er lestar-
kort fyrir þá sem eru yngri en 26 ára
og gildir í ríkislestir Evrópulanda
utan Albaníu, Búlgaríu og Rúss-
lands. Það gildir einnig í Marokkó.
Ótakmarkaðar
lestarferðir
Kortið heimilar ótakmarkaðar
lestarferðir á 2. farrými án sætis-
pöntunar. Einnig veitir kortið af-
slátt af mörgum feijuleiðum og á
milli Brindisi á Ítalíu og Patras i
Grikklandi er ferðin ókeypis.
Ferðaskrifstofa stúdenta býður
nú upp á lestarpassa sem gilda inn-
an ákveðinna landa í eina eða fleiri
vikur. Þessi lönd eru m.a. Ung-
verjaland, Tékkóslóvakía, Belgía,
Malasía, Tæland, Portúgal og
Bandaríkin.
Farfúglaskírteini eru til sölu hjá
ferðaskrifstofunni og þar er einnig
til sölu bók sem hefur að geyma
heimilisfong farfuglaheimila um
alla Evrópu. Ódýr hótelgisting er
einnig í boði hjá ferðaskrifstofunni.
Ævintýri í
fjarlægum löndum
Ævintýraferðimar um Asíu, Afr-
íku og Suður-Ameríku verða sífellt
vinsælli. Ferðimar era á vegum
breska fyrirtækisins Encounter
Overland sem hefur sérhæft sig í
skipulagningu ævintýraferða. í ár
em í boði á sjöunda tug ferðamögu-
leika til fyrrgreindra heimsálfa,
bæði stuttar og langar ferðir.
Styttri ferðimar taka frá 2 vikum
upp í 2 til 3 mánuði en lengri ferð-
imar em frá 4 og upp í rúmlega 7
mánuði. Ferðast er um í sérútbún-
um trukk en einnig er notast við
önnur farartæki, svo sem báta,
bíla, lestir, reiðhjól, kameldýr,
flugvélar og fíla, allt eftir því hvað
hentar hveiju sinni.
Ferðaskrifstofa stúdenta hefur
um langt árabil boðið upp á ferðir
með Síberíuhraðlestinni. Ferðim-
ar em margvíslegar og þeir sem
hafa áhuga á fjarlægum löndum
geta t.d. stoppað í Ulan Bator í
Mongólíu á leiðinni. Ferðina með
Síberíuhraðlestinni er hægt að
hefja hvort sem er í Peking, Hong
Kong eða Helsinki.
Hagstæðir flugpassar
Þeir sem vilja ferðast ódýrt á
milh borga í Bandaríkjunum geta
Ferdir
Ævintýraferðir til fjarlægra landa eru meðal þess sem Ferðaskrifstofa
stúdenta býður upp á í sumar.
keypt hagstæða flugpassa með
bandaríska flugfélaginu Delta.
Passamir gilda í 30 eða 60 daga.
Lestarpassar, sem gilda í 15 eða 30
daga um öll Bandaríkin, em til sölu
hjá Ferðaskrifstofú stúdenta. Einn-
ig em í boði fjölmargar ævintýra-
ferðir innan Bandaríkjanna þar
sem ferðast er um í smárútum og
gist í tjöldum.
VinsæU ferðamáti em óvenjuleg-
ar ferðir um Evrópu í sérútbúnum
tveggja hæða breskum strætis-
vögnum. Ferðimar byija og enda í
London og hægt er að velja um
mismunandi langar ferðir. Ferðast
er tU helstu borga Evrópu, boðið
er upp á sæg af skoðunarferöum
og fjölbreytta afþreyingu eins og
siglingar og gúmmíbátaferðir.
Ferðaskrifstofa stúdenta býður
upp á tungumálanámskeiö í er-
lendum tungumálum víðs vegar
um heiminn. Hægt er að fá nám-
skeið á svo til öUum tungumálum,
aUt frá byijendastigi til háskóla-
stigs.
Það er ekki af engu að Benidorm er
einn vinsælasti sumardvalarstaðurinn á Spáni
Nú er timinn til að kynnast Bandarikjunum - verðið hefur aldrei verið lægra
Tilboð frá 20. april til 1. júni
Flug og bill til Baltimore -
1 vika
2 i bil 41.005,- Aukavika 5.270,-
4 i bil 29.880,- Aukavika 3.335,-
2 fullorðnir og 2 böm, 2ja-11 ára
LÆKKAÐ
VERÐ
Kynningarverð Gemelos II
og Los Jasmines
2 vikur
Gemelos II
2 í íbúð 58.455,-
4 í ibúð 43.700,-
2 fullorðnir og 2 börn
Föst aukagjöld innifalin
Staðgreiðsluverð
2 vikur
Los Jasmines
2 i stúdíói 54.400,-
4 í íbúð 47.006,-
2 fullorðnir og 2 börn
Föst aukagjöld innifalin
Staðgreiðsluverð
fslensk fararstjórn Flutningur til og frá flugvelli Skemmtilegar skoðunarferðir
Brottför 27/5 - 3/6 og 10/6
Aðeins örfáar íbúðir á kynningarverði
Láttu ekki happ úr hendi sleppa
Jótland - Danmörk
Flug, bílaleigubíll og sumarhús
Frá 26. mai til 25. ágúst alla miðvikudaga
Borkhavn Feriehotel
Dæmi um verð I júni: 4 I bil, húsi 33.340,- Aukavika 11.450,-
2 fullorðnir og 2 böm, 2ja—11 ára.
Flug og bill: Kalifornia, Nevada, Arizona 2 i bil 62.265,- Aukavika 4.245,-
1 vika 4 i bil 50.870,- Aukavika 2.445,-
2 fullorðnir og 2 böm, 2ja—11 ára
Þú getur lagt Bandarikin að fótum þér: Frá Baltimore til Nashville, Memphis, Charlotte,
Boston o.fl. - Frá Los Angeles, San Francisco um fræga staði á strönd Kaliforníu, um þjóð-
garðana fögru s.s. Yosemite - frá Phoenix á slóðir indiánanna til Bryce Canyon, Grand Cany-
on til Las Vegas og Lake Taho. Frá Los Angeles og San Francisco er stutt til Hawaii.
Innifalið i verði er flug. bíll, ótakmarkaður akstur, kaskótrygging og föst aukagjöld.
Verð miðast við staðgreiðslu.
Flórída alla þriðjudaga frá 8. júní til 31. ágúst
Flug, gisting og bílaleigubill: 2 i bil, verð frá 56.635,- aukavika 14.510 (hótelherbergi). 4 i
bil, verð frá 54.820,- aukavika 13.770,- (ibúð með 2 svefnherb.) 2 fullorðnir og 2 böm, 2ja-
11 ára.
Innifalið er flug, gisting, bilaleigubfII, ótakmarkaður akstur og föst aukagjöld. Verð miðast
við staðgreiðslu.
Fjöldi gististaða stendur til boða i Orlando og við ströndina i St. Petersburg, Daytona, Cocoa
Beach og Ft. Lauderdale, bæði hótelherbergi og ibúðir.
Sigling um Karibahafið með Karnival Cruise Line
Verðdæmi: 4ra daga sigling, verð frá 35.140, 2 i káetu. 3ja daga sigling, verð frá 26.800,-
Innifalið er fullt fæði meðan á siglingu stendur. Verð miðast við staðgreiðslu.
Innifalið er flug til Biilund, bilaleígubíII. ótakmarkaður akstur, kaskótrygging, söluskattur, sumarhús
og föst aukagjöld. Verð miðast við staðgreiðslu.
Borkhavn Feriehotel em skemmtileg sumarhús á Jótlandi, stutt frá ströndinni og stutt frá Legolandi.
Ferðaúrva I iö
er hjá okluir.
Hafóu samband
orj fáðu hæklimj
FERÐASKRIFSTOFA
REYKJAVÍKUR
Aðalstræti 16, sími 621490