Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993 Ferðir Barcelona, höfuðborg Katalóníu á Spáni, þykir ein mest heillandi borg Spánar og framsæknasta borg Evrópu í dag. í Barcelona ríkir jafnframt gömul hefð og hafa ýms- ir, sem heimsótt hafa borgina, líkt þessari blöndu gamals og nýs við einhvers konar geðklofa. Allir eru þó ánægðir með blönduna. Til þess að kynnast borginni vel þurfa ferðamenn að fá sér göngutúr eftir breiðgötunni la Rambla. Þar er líf og fjör mestaUan sólarhring- inn. Breiðgatan er tveggja kíló- metra löng og hggur frá Plaza de Catalunya torginu til hafnarinnar. La Rambla samanstendur af fimm „ramblas" og tveimur torg- um og er gatan því einnig kölluð las Ramblas. Efsti hlutinn heitir Rambla de Canaletes. Hann er næstum því eins og torg. Þar eru stólar sem hægt er að tylla sér á og þar á fólk stefnumót. Þar er hægt að láta bursta skóna sína hjá atvinnuskóburstara og þama fara fram alls kyns kröfu- og mótmæla- fundir. Akademía og gæludýramarkaöur Rambla dels Estudis er næsti hluti breiðgötunnar. Þar var áður „Estudi General" eða háskólinn. Nú er þar hins vegar vísindaaka- demían á efstu hæð leikhússins Poliorama. Salimir þar em ákaf- lega fallegir sem og bókasafnið. Þessi hluti breiðgötunnar hefur einnig verið nefndur la Rambla dels Ocells því þar er litill markað- ur þar sem seldir eru fuglar og ýmis önnur dýr, svo sem fiskar, skjaldbökur og hundar. Fuglamir í trjánum em líka háværari þama en annars staðar á breiðgötunni. Heilluðust af blómasölustúlkum Næsta „rambla" ber nafnið Sant Josep en hún er einnig kölluð blómagatan því þar safnast blóma- salar. Listmálarinn Ramón Casas og heimspekingurinn Serra Hunter kvæntust báðir blómasölustúlkum frá blómamarkaðnum á þessari götu. En það er ekki bara blóma- angan sem fylhr loftið á þessum slóðum heldur einnig sterk angan frá Mercado de la Boquería, sem er yfirbyggður kjöt-, fisk- og græn- metismarkaður. Þama em litlir veitingastaðir með gómsætum rétt- um og lokkar markaðurinn til sín bæði heimamenn og gesti. Gististaður Chopins og Liszts Það em útiveitingastaöimir sem einkenna Rambla de Caputxins og einnig aragrúi verslana. Á þessari götu er el Liceu, óperahús Barce- lona. Þarna er líka Hotel Oriente, þar sem H.C. Anderson bjó, og Hotel Cuatro Naciones þar sem George Sand, Chopin, Stendhal og Liszt gistu. La Rambla de Santa Mónica er síðust í röðinni. Hún ber nafn eftir kirkju sem er við götuna. Misjafnt orð fer af börunum við götuna. Á miðri þessari götu er htiU flóa- markaöur og fjöldi minjagripa- verslana á jarðhæðum húsanna. Þegar hingað er komið em vegfar- endur famir að nálgast höfnina og hér verða menn varir við hafgol- una og sjávarilminn. Vagga Barceiona ogverkGaudis GamU borgarhlutinn skiptist í þrennt. Miöhlutinn er á milU la Rambla og Via Laietana og er kaU- aður Barcelona Antigua eða Barrio Gótico. í þessum hluta er vagga Barcelona. Á milU Via Laietana og Comerc- götunnar er strandhverfið Barrio de la Ribera sem samanstendur eig- inlega af nokkram mismunandi hverfum. Þriðji hluti gömlu Barce- lona er del Raval sem Uggur á miUi Pýreneafjöll og Costa Brava Ferðamenn, sem vilja skoða um- hverfi Barcelona, hafa um margar ökuleiðir að velja út frá borginni. Suður með ströndinni frá Barce- lona er ekið í áttina til Valencia. í norður eru suðausturhlíðar Pýr- eneafjaUa og Costa Brava ströndin á mUU fjaUanna og Miðjarðarhafs- ins. Syðsti bærinn á ströndinni er Blanes sem var reistur á rústum rómverska bæjarins Blanda. í bæn- um Lloret de Mar er meira gisti- rými fyrir ferðamenn en í nokkmm öðrum bæ á Costa Brava. Næturlíf er fjöragt í þessum bæ og bað- ströndin löng og hreinleg. Bærinn Tossa de Mar hefur stundmn verið kaUaður „bláa paradísin" en þetta nafn gaf Ustmálarinn Marc ChagaU bænum. Hann var þar og málaði 1933. Eins og víða annars staðar á þessum slóðum era í Tossa de Mar menjar frá tímum Rómveija. Glæsihótel Við bæinn S’Agaro er eitt af glæsUegustu hótelum Spánar og hefur margt frægt fólk gist þar, eins og til dæmis Charles Chaplin, Humphrey Bogart, Ava Gardner og Laureen BacaU. Ekki langt frá er ströndin Sa Conca umkringd greniskógum. Strandsvæðið þama þykir aUt ákaflega faUegt. FaUegasta svæðið á Costa Brava þykir þó mörgum vera á miUi Aiguablava og Sa Riera. Og þar er hægt að fá gistingu á rólegum stöð- um. Bærinn Bagur er byggður í hálfhring kringum hæð en uppi á henni er kastaU með fimm turnum. Mörg húsanna í bænum voru byggð af nýríkum Spánveijum sem snera aftur frá Ameríku á nítjándu öld. Miðstöð lista Norðarlega á Costa Brava strönd- inni er Cadaqués. Þessi staður upp- götvaðist af Usta- og menntamönn- um sem settust hér að. Þrátt fyrir allan ferðamannaiðnaðinn á Costa Brava hefur staðurinn haldist óbreyttur. Listamaðurinn Salvador DaU, sem settist að í Port LUgat við Cadaqués, gerði sitt til að kynna bæinn sem mikUvæga miðstöð fyr- ir framúrstefnuUst. I Cadaqués eru haldnar margar athygUsverðar sýningar og á listasöfnum í bænum hanga verk eftir Braeghel, Caravaggio, Zurbarán, Rubens, Goya, DaU, Picasso og Matisse svo einhveijir séu nefndir. Dalisafn Fæðingarstaður DaUs er bærinn Figueras sem reyndar Uggur ekki við ströndina heldur þarf að aka svoUtinn spöl inn í landiö. í Figuer- as er sérstakt DaUsafn. Það er svo skemmtUegt að það er vel þess virði að aka til bæjarins þó ekki væri nema til að skoða safnið. Og séu menn í skoðunarferð á annað borð er tilvaUð að skoða leikfangasafnið í bænum, Museo de Jugetes, sem er með marga muni frá ýmsum tímabUum og löndum. Besti matur Spánar MatargerðarUstin í Katalóníu þykir sú besta á Spáni og er mið- stöð hennar í Ampurdán héraðinu norðarlega á Costa Brava þar sem era meðal annars bæirnir Figueras og Rosas. Þama snæða menn blöndu landbúnaðar- og sjávaraf- urða. Meðal réttanna, sem boðið er upp á við ströndina, má nefna „suquet de peix“, sem er fiskpott- réttur, og „sepia“ sem er eins konar smokkfiskur. Skelfiskréttir, svört ,hrísgijón, ansjósur og humar með kjúkUngi era einnig vinsælir réttir. Kjöt með fyUtum peram og eplum, kanínur með sniglum, kjúkhngar með hnetum og katalónskar pylsur era einnig spennandi réttir á mat- seðlum í þessum hluta Spánar. Hin fræga dómkirkja Sagrada Familia. Barcelona: Heillandi og framsækin Frá Cadaqués á Costa Brava. la Rambla og Sant Antoni og Sant Pau. Þessi hluti skiptist einnig í ýmis svæði sem hvert hefur sitt séreinkenni. í hverfinu Ensanche, eða Eix- ample á katalónsku, er að finna ýmsar af markverðustu bygging- um arkitektsins Antoni Gaudi. í Sagrada FamíUa hverfinu er hin fræga dómkirkja með sama nafni sem byijað var að reisa 1882 og er enn í smíðum. Gaudi tók við verk- inu 1891 og vann við það þar Barcelona þykir framsæknasta borg Evrópu í dag. til hann lést árið 1926. Verslanir og veitingastaðir Helstu stóru vöruhúsin sem selja tískuvaming era viö Plaza de Cata- lunya, Diagonal og Portal de l’Ang- el. Ódýrari og þjóðlegri vöruhús eru við Pelaio, Ronda Universitat og Sant Antoni og Sant Pauga- toma. Fjöldi stórra verslana er á öUu þessu svæði milU gamla og nýja borgarhlutans. Veitingastaðimir í Barcelona era við allra hæfi, bæöi hvað varðar smekk og verð. Flestir era þeir í gamla borgarhlutanum og í Ens- anche. Þá glæsilegustu er að finna í Ensanche og í fínni íbúðarhverf- unum. Unga fólkið fer gjaman á staði í Gracia og la Ribera. Flestir sjávarréttastaðimir eru við la Barceloneta. h

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.