Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 1993 31 t>v Ferðir Sérstakar ævintýraferðir um Bandaríkin njóta mikilla vinsælda. Ferðaskrifstofa Reykjavíkur: Ból og biti og Bandaríkin Norræna félagið: Ferðir til Norðurlanda Ströndin Costa Dorada í Katalóníu á Spáni er nýr áfangastaður Ferða- skrifstofu Reykjavíkur. Boöið er upp á gistingu í bæjunum Sitges og Salou. Þar er góð aðstaða fyrir böm, úrval veitingastaða og eldíjörugt næturlíf. I næsta nágrenni er heimsborgin Barcelona, höfuðborgKatalóníu. Frí- ríkið Andorra er heldur ekki langt undan en þar hafa margir íslending- ar gert góð kaup. Fjöldi skoðunar- ferða er í boði. Auðvelt er aö leigja sér bO og gerast sinn eigin farar- stjóri. Benidorm á Costa Blanca í suðaust- urhluta Spánar verður áfram einn af áfangastöðum Ferðaskrifstofu Reykjavíkur sem jafnframt leggm- mikla áherslu á ferðir til Bandaríkj- anna. Flórída, Karíbahaf, Baltimore, Kalifomía, Arizona og Suður-Karó- lína eru meðal áfangastaðanna. í boði eru sérstakar ævintýraferðir fyrir útivistarfólk á aldrinum 18 til 38 ára um Bandaríkin, Kanada og Mexíkó. Ból og biti í Bretlandi Ferðablandan ból, biti og bíll í Bret- landi hentar vel ferðaglöðum íslend- ingum. Eitt helsta einkenni breskrar ferðamenningar er „bed & break- fast“ eða ból og biti. Þykir það bæði ódýr og þægúegur gistimöguleiki. Ferðaskrifstofa Reykjavíkur hefur gert sérsamning við breskt fyrir- tæki, Discover Britain, sem býður yfir 1700 gististaði víðs vegar um Bretland. Um allt landið eru sögu- frægir staöir og sveitakrár. Sumarhús í tengslum við flug og bíl fást víða á Stóra-Bretlandi og í flestum löndum Evrópu. Ferðaskrifstofa Reykjavíkur er með sérsamning við hollensku ferða- skrifstofuna Arke Reizen. Meðal íjöl- breyttra ferðamöguleika eru sumar- leyfisferðir til Kýpur, Tyrklands, Grikklands, Ítalíu, Túnis, Portúgals og Marokkó. Einnig eru í boði lengri og styttri ferðir tO Madeira. Bækhng- ar frá Arke Reizen hggja frammi hjá Ferðaskrifstofu Reykjavíkur. Málaskólar eru sérsvið Ferðaskrif- stofu Reykjavíkur sem sér nemend- um fyrir gistingu hjá íjölskyldum, á stúdentagörðum eða sér. Norræna félagið mun leggja tals- verða áherslu á leiguflug á vegum félagsins í sumar. Eins og undanf- arin sumur verður vikulega leigu- flug til Bihund á Jótlandi. Ahs eru fyrirhugaðar 14 ferðir, hin fyrsta 26. maí og sú síðasta 25. ágúst. í Billund er hinn þekkti og afar vin- sæh ferðamannastaður, Legoland. í tengslum við leiguflugið til Bh- lund getur Norræna félagið boðið upp á ýmsa þjónustu, m.a. hótel- gistingu í Bihund og víðar, bænda- gistingu og gistingu á sveitakrám sem eru víðs vegar um Danmörku. Félagið getur einnig haft milh- göngu um útvegun sumarhúsa í Danmörku. Bækhngar og nánari upplýsingar fást á skrifstofu félags- ins í Norræna húsinu. Norræna félagiö getur boðið bha- leigubha af ýmsum stærðum og gerðum frá bflaleigunni Europcar. Hægt er að taka bílana á flugvelhn- um í Billund og á Kastrup, sem og víða annars staðar í Danmörku. Einnig getur félagið boðið bíla- leigubíla í Svíþjóö og Noregi. Lestarmiðar mn öh Noröurlönd og alla Evrópu með DSB jám- brautalestunum eru tfl sölu hjá Norræna félaginu. Fyrirhuguð er ein ferð í leiguflugi til Svíþjóðar í sumar og verður flog- ið til ðstersund í júlíbyijun. Um er að ræða vikuferð. í tengslum við þetta flug getur Norræna félagið boðið upp á hótelgistingu, gistingu í hjólhýsi í Huddiksvall og skoðun- arferðir meö leiðsögn. Félögum Norræna félagsins standa til boða dagsferðir til Kulu- suk í sumar. Flogið verður með Fokker-50 flugvélum Flugleiða og viðdvölin ytra er 4 klukkustundir. Ennfremur verður efnt til ferðar á tónlistarhátíðir í Þórshöfn í Fær- eyjum síðari hluta ágústmánaðar. Um er að ræða djass-, þjóðlaga- og blúshátíð og kemur þar fram fjöldi þekktra listamanna. Norræna fé- lagið mun verða með margs konar tflboð varðandi þessa hátíð. Frá Costa Dorada í Katalóníu á Spáni sem er nýr áfangastaður Ferðaskrif- stofu Reykjavíkur. Á Jónsmessu í Svíþjóð. Bömá bílferðalagi Bílferðalag getur orðiö þreyt- andi fyrir alla íjölskylduna ef btirntmum líður ifla. Taka þarf tilht tU stæröar tjölskyldunnar þegar bill er tekhm á leigu. Nauðsynlegt er að hafa með- ferðis bækur, spfl, hti og litabók, leikföng og hljómkassetlur í ferðalagiö. Gott ráð er að geyma þessa hluti í taupoka og hengja hann á framsætið. Gæta þatf þess að aka ekki of lengií einuog leikveflir eru nauð- synlegir hvíldarstaöir með reglu- Iegu mihibUi. Til eru sérstakar Iflifðargardín- ur sem líma má innan á bílrúður til varnar sóhnni. lAtt höfuðfót eru einnig til varnar Börn verða oft bílveik í miklum hita og því er nauðsynlegt að hafa ælupoka handbæra. Úrval handbóka Til aö fá sem mest út úr ferð á ókunnar slóðir er upplagt að lesa handbækur um áfangastaði. : Úrval liandbóka og korta fæst í bókaverslunum. í bókunum eru yfirleitt kort af miðbæjum stærstu borga en stærri kort eru nauðsynleg fyrir langaferðir. Að skoða kortin fynrfram,spar- ar mikinn tíma og fyrirhöfh. Söluaðilar um allt land fisléttur ferðafélagi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.