Dagblaðið Vísir - DV - 21.04.1993, Side 6
26
MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL1993
Ferðir
Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn:
Sólarferðir til Mexíkó-
flóa og Miðjarðarhafs
Frá Andalúsíu á Spáni.
Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn
leggur eins og áður mikla áherslu
á ferðir til Algarve í Portúgal. Al-
garve er syðsta og sólríkasta hérað
Portúgals og teygir sig efdr endi-
langri suðurströnd landsins. Far-
þegar Úrvals-Útsýnar dvelja rétt
við fiskimannaþorpið Albufeira.
Fjöldi kynnisferða er í boði eins
og til dæmis tveggja daga ferð til
Lissabon, dagsferð til Sevilla og
jeppasafarí, svo að eitthvað sé
nefnt.
Sólarfrí á
eiginvegum
Beint flug Flugleiða til Barcelona
á Spáni opnar möguleika á sól-
arfríi á eigin vegum í norðaustur-
hluta Spánar. Costa Brava heitir
ströndin norður af Barcelona, höf-
uðborg Katalóníuhéraðs. Úrval-
Útsýn býður dvöl í bænum Lloret
de Mar. Samtök sex golfvalla á
Costa Brava bjóða golfurum spenn-
andi tilboð á vallargjöldum dvelji
þeir á íjögurra stjömu hótelinu
Hotel Guitard Platja d’Aro sem
staðsett er í samnefndum sólarbæ
um 20 mínútna akstur norður af
Lloret de Mar.
Costa del Sol á Suður-Spáni hefur
um árabil veriö einn vinsælasti
sólarstaður íslendinga á Spáni.
Gististaðir Úrvals-Útsýnar á Costa
del Sol eru í Torremolinos. Ma-
rokkóferðir eru meðal þeirra kynn-
isferða sem í boði eru.
Annar vinsæll sólarstaður er
Mallorca þar sem Úrval-Útsýn býð-
ur upp á dvöl á nokkrum stöðum.
Kýpur og austanvert
Miðjarðarhaf
Eyjan Kýpur austast í Miðjarðar-
hafmu er sólarstaður sem á fáa
sína líka og þangað skipuleggur
Úrval-Útsýn ferðir fram í septemb-
er í gegnum London. Á Kýpur er
boðið upp á dvöl í bænum Limas-
sol. Víða á Kýpur eru ævagamlar
minjar grísku fommenningarinn-
ar.
Kýpurfarþegar eiga möguleika á
siglingu um austanvert Miðjarðar-
hafið með skemmtiferðaskipum og
að heimsækja grísku eyjamar,
Egyptaland og ísrael í þriggja til
sjö daga siglingum.
Úrval-Útsýn mun í sumar vera
með bækistöð á hinni rómuðu
strönd St. Petersburg Beach í
Flórída við Mexíkóflóann. Þar
munu íslenskir fararstjórar verða
farþegum til aðstoðar og ráðlegg-
ingar og efna til kynnisferða til
markverðra staða.
Ferðaskrifstofan býður einnig
upp á dvöl í Cancun við Yucatan-
skaga í Mexíkó.
Tyrkland og
Svartiskógur
í vor og fram á haust er auk þess
boðið upp á fjölda sérferða, eins og
til dæmis til Parísar, Svartaskógar,
skoska hálendisins, Englands og
Jersey, Móseldalsins, Alpafjalla,
Norður-Ítalíu og Tyrklands. Sér-
stakar golfferðir em skipulagðar
og skemmtisiglingar um Miðjarð-
arhaf, Karíbahaf og frá íslandi til
Bretlandseyja með glæsifleyinu
Columbus Caravelle. Úrval-Útsýn
býður einnig upp á ferðir með Eim-
skip til Evrópu.
Auk Edinborgarferða efnir Úr-
val-Útsýn í haust til ferða til Manc-
hester í Englandi í beinu leigu-
flugi. Manchester er af mörgum
talin einhver besta verslunarborg
Bretlandseyja, leikhúslíf er þar
sérlega blómlegt að ógleymdri
knattspymunni.
Úrvcd-Útsýn hefur einkaleyfi á
íslandi fyrir dönsku ferðaskrifstof-
una Tjæreborg og em bæklingar
frá henni á söluskrifstofum Úr-
vals-Útsýnar.
Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar:
Búlgaría, Búdapest
og Ermarsundseyj ar
Ferðaskrifstofa Kjartans Helga-
sonar hefur í þrjá áratugi sérhæft
sig í ferðum tU Búlgaríu. Einkum
hefur verið boðiö upp á ferðir til
baðstrandanna Albena og
Dmshba. Gistimöguleikar em
bæði á hótelum og í sumarhúsum.
Skipulagðar verða skoðunarferð-
ir af Unni Þorgeirsdóttur sem býr
í Búlgaríu og talar bæði búlgörsku
og íslensku. Hún mun aðstoða þá
sem vflja nota tækifærið og fara í
heilsurækt eða á tannlæknastofu á
Albenaströndinni sem rekin er af
Búlgöram en er í eigu Þjóðveija.
Tannlæknaþjónusta þar hefur
kostaö um einn fjórða af því sem
greiða þarf hér.
Kaíró og Istanbul
Auk skoðunarferða innanlands í
Búlgaríu verður efnt til ferða til
Kaíró og Istanbul í flugi. Til Búlg-
aríu frá íslandi er farið í gegnum
London.
Ferðir til Ermarsundseyjanna
Jersey og Guemsey em einnig í
gegnum London. Miklar bað-
strendur em víðsvegar um eyjam-
ar, þó fleiri á Jersey. Hægt er að
stoppa í bakaleið annaðhvort í
Glasgow eða London.
Búdapest hefur stundum verið kölluö Lltla-París.
Búdapest
Ungverjaland er einn áfanga-
staða ferðaskrifstofu Kjartans
Helgasonar í ár. Boðiö er upp á
ýmiss konar hótel í Búdapest og
dvöl í sumarhúsum eða hótelum
við Balatonvatn.
Sigling á Dóná er vinsæll ferða-
máti. Flogiö er til Vínar frá íslandi
og farið um borð í lúxusfljótaskip.
Skipið gengur milli Vínar og
Svartahafs.
Ferðir með langferðabifreiöum
um Skotland, Bretland, til írlands
og yfir til Frakklands eru einnig í
boði. Flogið er til Glasgow eða Lon-
don.
Costa Brava og
Kanaríeyjar
Nýr áfangastaður í sumar er
Costa Brava ströndin skammt frá
Barcelona í Katalóníu á Spáni.
Vikulegar ferðir em til Kanaríeyja
allt árið og er flogið í gegnum
Amsterdam. Umboðsmenn ferða-
skrifstofunnar er með skrifstofur á
öllum eyjunum og útvega gistingu
eftir óskum hvers og eins.
í samstarfi við fyrirtækið Path á
íslandi eru í boði ferðir til Keníu
um London. Ferðirnar um Keníu
eru skipulagöar af Inga Þorsteins-
syni, konsúl íslands í Keníu.
Auk þessara sumarferða býður
ferðaskrifstofa Kjartans Helgason-
ar sumarhús í ýmsum Evrópulönd-
um og dvöl í málaskólum og hótel-
skóla 1 Sviss.