Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1993, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1993, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 7 dv Sandkom Fituleysir í baðvatnið Áárshátíð með sjáií'stæð- ismönmuní Rangárvalla- sýslunýlega varDavíð Oddssun heið- ursgestur á^amtkonu sinni, Asinði Thoran-nsen. Dýrindiskvöld- verðurvar snædduren þegar kom aðhiraein- ; ingaríkum eftirrétti aíþakkaði Davíð hann kurteislega. i ræðu áeftirgaf hann þá skyringu að þcgar hann neit- aði rétönum hefði hann liöð til konu sinnar, sem hefðí horft á hann líkt og i tiihugalífinu, meðleiftrandi aug- um. Davíð rihaði upp að Ásö-iður hefði skömmu áður keypt vinsælt þvottaefhi með fituleysi og hefði hann tekið eftírréttinn þá grunaði hann konu sina um að setja þvottaefnið í baðvatniðhjásér! Ritstjóra- nostalgía JRitstjórar Víkurblaðsins áHúsavíkog FeykisáSauð- árkróki rifja uppgamla, góða daga í íþróttafrétt í fyrrnefnda blaðinu nýlega. Þarergreint frábikarleikí knattspymu sem fram fórá Husavík milli Völs- ungsogÞryms, 4.deildarliðsffá Sauðárkróki. Með Þrymí spiiar m.a. Þórhailur Ásmundsson, ritstjóri Feykis á Sauðárkróki, sem fyrir ná- kvæmlega 20 íirum lók með Völsungi og þám.a. með ritstjóra Víkurblaðs- ins, Jóhannesi Sigtnjónssyni, og Júl- íusi nokkrum Bessasyni. I dag Ieikur sonur Júliusar, Sigþór, með Völsungi og lenti Þórhallur í því að gæta hans i leiknum. Víkurblaðið hefur eftir Þórhalli að það hafi verið undarleg ölfmning að koma tíl Húsavikur „og faraíbarnapössunfyrir Júlla“, eins og hann segir í samtali við Jóhannes. HeymarSeysi með „rettur1 Sjómanna- blaðiðVíktng- urernýkomið útúrprentvél- unumogkenn- irþarýmissa grasa.Meðal annarsersaga afkunnum semáttíþaðtil aðæsasigupp viðhásetasína. Eitt sinnvar hann á síldveiðum og menn hans fremst á bátnum að taka bauju. Skipsljóranum þóttí verkið ganga illa og hrópaði á sína menn sem virtust ekki heyra költ karlsins. Hann rauk fram á dekkið og þegar þangað kom sá hann að nokkrir höfðu geftð sér tíraa til að fá sér að reykja. Karlinum var ekkert um þetta getið og hrópaði: „Það er ekki nema von að þíð heyrið ekkert, alltaf meö sígareöu í kjafÖnum.“ Ferðirtilfés ísamatölu* blaði Vikings er sagaatskip- stjóraóVestur- landisemvar nýkominn að landimeðlít- innailaoghitti kunningjasinn á bryggjunm. Kunninginn spurði hvernig dagurmnhefði gengið og hvort atlinn væri góður. Þá svaraði skipstjórinn: „Nei, góði minn. Það er nú einu sinni þannig að það eru ekki allar ferðír til fós." Umejón: Björn Jóhann Björnsson Fréttir Magnús SteinþÓrsson, eigandi Manor House: Engin hótelkaup „Dæmið var óljóst þar sem ég vissi engan veginn hve margir mundu kaupa hlutabréf. Þegar upp var stað- ið höfðu 6-700 hluthafar keypt hlut. En mikill meirihluti þeirra keypti hiut á aðeins tíu þúsund krónur. Þetta átti að gerast mjög tljótt en upphæðin varð bara ekki sú sem maður vonaðist til að yrði. Þess vegna verður ekkert úr hótelkaupum í London í bili. Við bíðum í nokkur ár,“ sagði Magnús Steinþórsson, eig- andi hótelsins Manor House í Eng- landi, í samtali við DV. Magnús hafði uppi áform um að kaupa og reka hótel í London. Til að afla íjár til þeirra fjárestinga aug- lýsti hann hlutabréf til sölu á ís- landi. Að sögn Magnúsar var hug- myndin að safna nægilega miklu fé til að greiða allar skuldir sem hvíla á Manor House og leggja hótelið síð- an fram sem veð upp í hótel í Lon- don. Magnús segist vera búinn að greiða Manor House niður um 160 milljónir en 40 milljóna skuldir hvíli enn á hótelinu. Hins vegar söfnuðust ekki nema um 6 milljónir króna í hlutafjársöfnuninni. „Fólk var í raun að kaupa það sem til var, hótel Manor House. Þaö var ekki verið að plata neinn. Vegna hlutafjársöfnunarinnar gerðum við sérsamninga við Flugleiðir um 10 þúsund króna ódýrari fargjöld fyrir þá sem keyptu hlut í hótelinu. Auk þess fylgdi 30 prósenta afsláttur af gistingu á hótelinu hjá mér. Fólki fannst því sniðugt að kaupa einn tíu þúsund króna hlut þar sem þaö fékk kostnaðinn við hlutafjárkaupin aftur í formi afslátta. En allir eiga þó sinn hlut áfram. Nú verðum við bara að bíða þar til við erum búin að borga niður skuldirnar sem hvíla á Manor House. Það ætti að gerast á næstu árum þar sem mikil umferð er hér og nóg að gera. Meðal annars koma hér margir íslendingar og því ekki hægt að kvarta undan dræmum við- skiptum." -hlh í DV i gær var sagt frá gamalli, rússneskri tvíþekju af gerðinni N-2 sem nauðlenti á Hornafirði á þriðjudag. Fyrir framan flugvélina standa f.v. George Coy, eigandi vélarinnar, Ed James og Vitos sem er Lithái og var með í för- inni. Hreyfill vélarinnar reyndist ónýtur og varð að skilja hana eftir á Hornafirði og ætla George og félagar að koma aftur í júlí með nýjan hreyfil og fljúga vélinni til Bandarikjanna. DV-mynd Brooks A. Hood Bátur dreginn til hafnar Vélarbilun varð í litlum plastbáti, Bryndísi RE 31, í gær. Búið var að leita bátsins, sem.var með tveimur mönnum innanborðs, í á fjórðu klukkustund þegar Benóný Péturs- son, skipstjóri á Særúnu GK, fann bátinn skammt suður af Látrabjargi í gær. Drif hafði bilað í Bryndísi og sam- bandsleysi var í tengingum í staðar- ákvörðunartæki. Talstöðin var í lagi og gat skipstjórinn látið vita af sér og gefið upp ónákvæma staðar- ákvörðun. Særún tók svo Bryndísi í tog og komu bátarnir til hafnar á Rifl undir kvöldígær. -pp Börnin í leikskólanum Lundabóli í Garðabæ þótti leiðinlegt hvernig far- ið hafði verið með skólann þeirra. DV-mynd Sveinn Rúðubrot: Hnull- ungum grýttinn „Það hefur hreinlega verið grýtt inn hnullungum og einn þeirra lenti í vegg inni og skemmdi hann. Ég skil ekki hvað gengur að mönnum þegar þeir gera svona. Þetta er hrein skemmdarfýsn. Bömunum hér í leikskólanum er ekki sama þegar svona lagað gerist; þau þurfa að horfa upp á skemmdirnar og vera í þessu,“ sagði Brynja Sigurðardóttir, starfsmaður í Lundabóli viö Hof- staðabraut í Garöabæ, en 4 rúður voru brotnar í leikskólanum um helgina. Engu var stolið og ljóst er að verk- ið var unnið af hreinni skemmdar- fýsn. Auk rúðanna, sem brotnuðu, skemmdust gluggatjöld og skemmdir eru á vegg eftir einn steininn. Brynja telur að rúðumar hafi verið brotnar á laugardag eða á laugardagskvöld og biður íbúa í nágrenni leikskólans, sem kunna að hafa orðið einhvers varir, að hafa samband við lögregl- una. HELUU 5. JUIMI A HELLU m MÆTA ALLIR BESTU T0RFÆRU- ÖKUMEI\II\I LAIMDSINS! MIÐAVERÐ KR. 800. KEPPNIHEFST KL. 14.00. ALLT UM MÓTIÐ í TÍMARITINU 3T SEM KEMUR ÚT 11. JÚNÍ. UNIROYAL • POWER CAT- MLjDDER • DICK CEI’EK -PP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.