Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1993, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1993, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 33 Afmæli Gunnar Dal Gunnar Dal skáld, Hringbraut 43, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Gunnar fæddist í Syðsta-Hvammi í Vestur-Húnavatnssýslu. Hann lauk stúdentsprófi frá MR1946, stundaði heimspekinám við háskól- ann í Edinborg 1950-51, við háskól- ann í Kalkútta 1951-53 og við háskól- ann í Wisconsin 1956-57. Gunnar var kennari við Reykja- skóla í Hrútafirði 1948-49, við Gagn- fræðaskólann í Keflavík 1969-75 og við Fjölbrautaskólann í Breiðholti 1975-91. Hann sat í stjórn Félags íslenskra rithöfunda 1961-65 og var formaður þess um skeið, er meðhmur Pen- klúbbsins frá 1960, var forseti félags- ins India frá 1961 og félagsins ís- land-Noregur 1960-61, leikdómari Tímans 1960-64 og í stjórn Leikdóm- arafélagsins 1960-62. Rit Gunnars eru Vera, 1949; Sfinx- inn, 1953; Rödd Indlands, 1953; Þeir spáðu í stjörnurnar, 1954; Sókrates, 1957; Októberljóð, 1959; Leitin að Aditi, 1961; Tveir heimar, 1961; Líf og dauði, 1961; Hinn hvíti lótus, 1962; Yogasútra Patanjalis, 1962; Sex ind- verskheimspekikerfi, 1962; Grískir heimspekingar, 1962; Öld Sókrates- ar, 1963; Varnarræða Sókratesar, 1963; Raddir morgunsins, 1964; Plató, 1966; Aristótel, 1966; Orðstír og auður, skáldsaga, 1970; Á heitu sumri, skáldsaga, 1970; Indversk heimspeki, 1972; Grískir heimspek- ingar, 1975; Kamala, skáldsaga, 1976; Kastið ekki steinum, ljóöasafn, 1977; Með heiminn í hendi sér, 1978; Exist- entíahsmi, 1978; Lífið á Stapa, ljóð, 1979; Heimspekingar Vesturlanda, 1979; Gúrú Góvinda, skáldsaga, 1980; Öld fíflsins, ljóð, 1981; Hundrað ljóð um Lækjartorg, 1982; Heimsmynd okkar tíma, 1983; Orð milli vina, ljóð, 1984; Undir skhningstrénu, Ijóð, 1985; Dagur sem aldrei gleym- ist, afmælisdagbók, 1988; Land minna mæðra, 1988; Hintrúarlega heimsmynd, 1990; Heimsmynd hsta- manns, 1990; Raddir morgunsins, ljóðasafn, 1990; Heimsmynd heim- spekinnar, 1991; Hús Evrópu, ljóð, 1991; Harður heimur, heimildar- skáldsaga 1993. Gunnar hefur þýtt Móður og bam eftir R. Tagore, 1964; Spámanninn, eftir Kahhl Gibran, 1958 og Mann- soninn, ljóð eftir Kahhl Gibran, 1986. Hann hefur hlotið listamanna- laun frá 1953, laun Rithöfundasjóðs 1976 og hlaut bókmenntaverðlaun RÚV1976. Fjölskylda Kona Gunnars er Ehsabet Lilja Linnet, f. 1.11.1920, húsmóðir. Hún er dóttir Kristjáns Linnet, sýslu- manns í Vestmannaeyjum, og Jó- hönnu Júhusdóttur Linnet húsmóð- ur. Stjúpbörn Gunnars eru Kristján Svavarsson, rafvirki í Reykjavík; Hlíf Svavarsdóttir, skólastjóri ball- etskóla í Hohandi; Guðrún Svava Svavarsdóttir, hstmálari á Hehu; Edda Sigurðardóttir, húsmóðir í Reykjavík. Böm Gunnars og fyrstu konu hans, Páhnu Guðvarðardóttur, eru Gunnar Dal, kennari á Stokkseyri; Jónas, sálfræðingur í Reykjavík; Guðvarður, kennari í Reykjavík. Uppeldissonur Gunnars og sonur annarrar konu hans, Maríu Sigurð- ardóttur, er Sigurður Bjamason, verslunarmaður í Hafnarfirði. Foreldrar Gunnars vom Sigurður Davíðsson, f. 13.9.1896, d. 27.3.1978, kaupmaður á Hvammstanga, og Margrét Halldórsdóttir, f. 3.10.1895, d. 22.4.1983, húsmóðir. Ætt Sigurður var sonur Davíðs, b. í Kirkjuhvammi, einn Syðsta- hvamms-systkinanna, sonur Jóns, stúdents í Syðstahvammi Arn- björnssonar og Marsibhar Jónsdótt- ur. Móðir Sigurðar var Ingibjörg Sigurðardóttir, verts frá Hörgshóh Ámasonar. Margrét var dóttir Hahdórs, húsa- smiðs á Fáskrúðsfirði Stefánssonar, prests á Kolfreyjustað Jónssonar, GunnarDal. prests og skálds á Hjaltastað Guð- mundssonar. Móðir Stefáns var Margrét, systir Einars, afa Einars Benediktssonar skálds. Margrét var dóttir Stefáns, prests á Sauðanesi, bróður Hálfdáns, langafa Gunnars Gunnarssonar rithöfundar. Stefán var sonur Einars, prests á Sauða- nesi Árnasonar, og Margrétar Lár- usdóttur, systur Jórunnar, ömmu Jónasar Hallgrímssonar skálds. Móðir Margrétar Stefánsdóttur var Anna Vídahn, systir Reynisstaðar- bræðra en Benedikt bróðir hennar var langalangafi Sigurðar Nordals. Gunnar er að heiman á afmælis- daginn. Heiðar Jóhannsson Heiðar Jóhannsson bifreiðar- stjóri, Borgarvík 11, Borgarnesi, er sextugurídag. Starfsferill Heiðar fæddist að Fornahvammi í Norðurárdal. Ólst hann upp þar og á Valbjarnarvöllum í Borgarhreppi, Mýrasýslu. Sótti hann bama- og unglingaskóla í heimahéraði, fyrst í Dalsmynni í Norðurárdal og síðan að Brennistöðum í Borgarhreppi. Tók Heiðar einnig meirapróf til bif- reiðarstjóra. Heiðar vann almenn sveitastörf fram eftir unglingsárum og reri á vetrarvertíðum frá Vestmannaeyj- um á árunum 1950-54. Heiðar var bóndi á Valbjarnar- völlum í Borgarhreppi, Mýrasýslu 1958-72. Hann hefur verið bifreiðar- stjóri hjá Kaupfélagi Borgfirðinga í Borgarnesi frá 1973. Fjölskylda Heiðar kvæntist 19.9.1959 Guð- björgu Fanneyju Hannesdóttur, f. 10.1.1941, húsmóður. Hún er dóttir Hannesar Þjóðbjömssonar og Rannveigar Jóhannesdóttur á Akranesi. Heiðar og Guðbjörg Fanney eiga fimm böm. Þau eru: Hannes, f. 1.2. 1960, húsasmiður Borgamesi, kvæntur Guðmundu Jónsdóttur og eiga þau tvo drengi; Jón, f. 11.11. 1961, vélvirki Borgamesi, kvæntur Sædísi Björk Þórðardóttur og eiga þau einn dreng; Guðrún, f. 18.6.1968, húsmóöir í Reykjavík, gift Hafþóri Helga Einarssyni og eiga þau tvær dætur; Stefán Jóhann, f. 24.7.1971, bifreiðarstjóri Borgarnesi og Rann- veig,f. 3.1.1979. Systkini Heiðars em: Sesselja Sig- ríður, f. 27.7.1929, húsmóðir í Reykjavík, sambýhsmaður hennar er Jónatan Aðalsteinsson, hún á fimm böm; Sigurjón Gunnar, f. 6.8. 1937, b. á Valbjamarvöllum og odd- viti í Borgarhreppi, kvæntur Ingu Guðmundsdóttur og eiga þau tvö böm. Heiðar er sonur Jóhanns Jónsson- ar, f. 29.1.1887, d. ágúst 1965, b., land- pósts og hótelstjóra að Foma- hvammi, og Stefaníu Sigurjónsdótt- ur, f. 15.5.1896, d. 30.4.1965, hús- freyju að Fomahvammi og á Val- bjamarvöllum í Borgarhreppi, Mýrasýslu. Heiðar Jóhannsson. Ætt Fööurætt Heiðars er úr Borgar- hreppi í Mýrasýslu í marga ætthði. Föðursystkin hans vom: Jón, b. í Birkibóh; Guðmundur, b. í Einars- nesi, Valbjörg; Guðrún og Leifur, þrjú síðast talin bjuggu öh í Borgar- nesi. Heiðar er ættaður úr Hrútafírði, V.-Húnavatnssýslu, í móðurættina. Systur Stefaníu vora: Sólveig; Ehn og Theodóra, sem ahar bjuggu í Reykjavík. Heiðar og Fanney taka á móti gest- um í Valfelh, Borgameshreppi, laugardaginn 5. júní, frá kl. 20.00. Magnús Ólafsson Magnús Ólafssonbóndi, Belgs- holti í Melasveit, Borgarfirði, er 75 áraídag. Starfsferill Magnús er fæddur og uppalinn aö Þórisstöðum í Svínadal. Hann lauk barnaskólaprófi og vann almenn sveitastörf frá unga aldri. Á stríðs- árunum starfaði Magnús viö bif- reiðaakstur og viðgerðir. Var hann verkstæðisformaður í Stykkishólmi á árunum 1946-50. Þá festu þau hjón kaup á jörðinni Belgsholti í Mela- sveit. Hafa þau stundað þar búskap síðan. Magnús hefur endurnýjað allan húsakost á jörðinni og margfaldað ræktun. Frá 1970 hefur hann rekið félagsbú ásamt syni sínum. Fjölskylda Magnús kvæntist 14.9.1946 önnu Ingibjörgu Þorvarðardóttur, f. 2.9. 1925, húsfreyju. Hún er dóttir Þor- varðar Einarssonar, Eyjabónda og matsmanns, og Ehnbjargar Jónas- dóttur, fiskverkakonu. Magnús og Anna eiga átta böm. Þau eru: Sigurbjöm Olafur, f. 10.6. 1946, mjólkurbhstjóri, Akranesi, kvæntur Ásgerði Magnúsdóttur og eiga þau fjóra syni; Mjallhvít Guð- rún, f. 18.7.1947, matráðskona, Hveragerði, gift Friðrik Sigurðssyni atvinnurekanda og eiga þau fjögur böm; Elínborg Bára, f. 24.3.1949, fiskverkakona, Akranesi, ógift en á eina dóttur; Þuríður Maggý, f. 20.3. 1950, félagsráðgjafi, Reykjavík, gift Jóni Jóel Einarssyni og eiga þau þrjúböm; AnnaPálína, f. 7.11.1951, starfsstúlka, Akranesi, gift Val Harðarsyni verkamanni og eiga þau þrjú böm; Haraldur Magnús, f. 21.7. 1953, bóndi, Belgsholti, kvæntur Sigranu Sólmundardóttur og eiga þau fjögur böm; Þorvarður Breið- fjörð, f. 11.6.1955, innheimtufuhtrúi, Akranesi, kvæntur Guðrúnu Lindu Örlaugsdóttur og eiga þau tvær dætur; Friðrik Þórir, f. 22.8.1956, sjómaður, Akranesi, kvæntur Aðal- heiði Skarphéðinsdóttur lyfjatækni og eiga þau fjögur böm. Systkini Magnúsar em: María, f. 22.9.1914, fiskverkakona, Akranesi, nú látin, var gift Guðjóni Hahgríms- syni kennara, sem einnig er látinn, eignuðust þau fimm börn og eru þijú þeirra á lífi; tvíburadrengir, f. 15.5.1915, d. 15.5.1915; Laufey, f. 12.7.1916, verkakona, Kópavogi, gift Þorsteini Runólfssyni verkstjóra, nú látinn og eignuðust þau fjögur böm; Guðrún, f. 19.11.1919, verka- kona, Akranesi, gift Jónasi Helga- syni, fyrrverandi húsverði; Ólafía, Magnús Ólafsson. f. 14.4.1921, verkakona, Akranesi; Ásdís, f. 30.7.1922, fiskverkakona, Akranesi, gift Sigurði Guðmunds- syni bifreiðarstjóra, látinn; Jó- hanna, f. 25.10.1924, húsfreyja, Akranesi, gift Óskari Guðmunds- syni vaktmaður, nú látinn, og eign- uðust þau sjö böm; Guöni, f. 1.11. 1926, fyrrv. b., Kópavogi, kvæntur Rut Ólafsson starfsstúlku og eiga þaufimmbörn. Foreldrar Magnúsar voru Ólafur Guölaugur Magnússon, f. 27.7.1887, d. 14.6.1952, bóndi og vegaverk- stjóri, og Þuríður Guðnadóttir, f. 26.12.1884, d. 3.10.1959, húsfreyjaá Þórisstöðum í Svínadal. Magnús verður að heiman á af- mæhsdaginn. Til hamingju með • / / Hrefna Thoroddsen, Hrafnistu, Skjólvangi, Hafnarfirði. Valborg Hgttrtardóttir, Baugholti 14, Keflavík. Hahdór Halldórsson, Krókahrauni 10, Hafnarfirði. Valur Jóhannsson, Miðvangi 90, Hafharfirði. Gunnlaugur Hreiðarsson, Brekkutanga 19, Mosfellsbæ. Hafþór Rósmundsson, Hlíðarvegi 23, Siglufirði. Þórunn Mngnúsdótlir, Jörfabakka 4, Reykjavík. Pétur Jóhannesson, Kársnesbraut 105, Kópavogi. 60 ára Sigmundur Friðriksson, Heiöarhrauni 30 A, Grindavik. Sæmundur Guðlaugsson, Veghúsum 31, Reykjavík. Ari Gunnarsson, Keiiusíðu 10 K, Akureyri. 50ára India Phosri, Aðalgötu 15, Sauðárkróki. Þórunn Lúðvíksdóttir, Ægisgrand 19. Garöabæ. Margrét Sigursteinsdóttir, Fífuseh 32, Reykjavík. Sesselja Katrín Helgadóttir, Borgarheiöi 19,Hveragerði. Guðjón Pétur Jónsson, Shfurbraut 17, Höfn í Hornafirði. Hjördís Jóhannsdóttir, Njarðargötu 5, Reykjavík. Þórdís Mikaelsdóttir, Hólavegi 17 B, Siglufiröi. Þorvaldur Jóhannesson, Brunnstíg 8, Hafnarfiröi. Pétur Pétursson, Víðimel60,Reykjavik. Bryndís Júliusdót tir, Miklubraut3, Reykjavík. . Ámi Skarphédinsson Ámi Skarphéðinsson, starfsmað- ur ÍSAL, Kleppsvegi 60, Reykjavík, er sjötugurí dag. Starfsferill Árni fæddist að Króki í Víöidal og ólst þar upp. Hann festi kaup á Hvarfi í Víðidal og bjó þar aht th ársins 1966. Ámi var um tíma starfs- maður Iðunnar á Akureyri. Frá 1972 hefur Árni búið í Reykj a- vík. Hann hefur allan þann tíma starfað hjá íslenska álfélaginu eða í 21 ár. Fjölskylda Ámi bjó um tíma með Laufeyju Jónsdóttur, f. 21.12.1944, nú b. á Sæbóh, Kirkjubæjarhreppi. Þau shtu samvistum 1966. Hún er dóttir Jóns Ásmundssonar og Jósefínu Þorsteinsdóttur sem er látin. Barn Árna og Laufeyjar er Þ. Kristín Ámadóttir, f. 26.9.1962, og á hún einn son, Áma Þór, f. 27.2.1983. Systkini Áma era: Þuríður, f. 12.4 1919, gift Guðmundi Ellert Erlends- syni í Reykjavík; Sigríður, f. 12.4. 1919, giít Magnúsi Jónssyni, Laug- arbakka í Miðfirði; Anna, f. 17.5. Árni Skarphéðinsson. 1929, búsett í Reykjavík, var gift Ragnari Olsen sem nú er látinn; Baldur, f. 17.10.1930, Þórukoti í Víðidal, kvæntur Ingibjörgu Daní- elsdóttur sem nú er látin. Foreldrar Áma vora Skarphéðinn Skarphéðinsson, f. 2.6.1898, d. 2.2. 1978, Finnssonar, bónda á Fremri- Fitjum, og Þuríður Kristín Áma- dóttir, f. 7.6.1898, d. 14.9.1980, Gísla- sonar, bónda á Neðri-Fitjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.