Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1993, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 5 DV Fréttir 85% sautján ára íslenskra ungmenna taka bílpróf en 40 til 50% sænskra og norskra: Hlutfallslega fæiri ökumenn á f yrsta ári slasast hér - en sömu sögu er ekki að segja um 18 til 20 ára ungmenni „Þaö sem er athyglisvert við þessar tölur er að 17 ára ökumenn hér á landi virðast slasast hlutfallslega sjaldnar í umferðinni en jafnaldrar þeirra í Noregi. Ef tekið er mið af fjölda útgefmna ökuskirteina til sautján ára ökumanna þá slasast 17 ára íslenskir ökumenn einnig sjaldn- ar en jafnaidrar þeirra í Svíþjóð," segir Öm Þ. Þorvarðarson stjóm- málafræðingur sem sér um slysa- skráningu hjá Umferðarráði. Örn tók nýlega saman hlutfall út- geíinna ökuskírteina til 17 (á íslandi) og 18 ára (í Svíþjóð og Noregi) ung- menna árin 1988 til 1991 í Noregi, Svíþjóð og íslandi. Öm hélt einnig erindi á seinasta umferðarþingi þar sem hann fjallaði um hve mikill fjöldi ungmenna slasaðist í umferðarslys- um á Norðurlöndum 4 fyrstu árin sem þau hafa bílpróf. í tölunum kemur fram að árin 1988 til 1991 slösuðust að jafnaði 6,5 sautj- án ára ökumenn í umferðaróhöppum á íslandi, miðað við hverja 100 þús- und íbúa, en í Svíþjóð er sambærileg tala fyrir ökumenn á fyrsta aksturs- ári 5,5 og í Noregi 8,25. D-ríiJiJJ yiJJJ ökuskírteina til 17 (18) ára ungmenna J Rétt er að taka fram að i tölum um fjölda slasaðra ökumanna er miðað við hverja 100 þúsund íböa. Einnig er bent á að ökuprófsaldur á Islandi er 17 ár en í Noregi og Svíþjóð er hann 18 ár. í tveimur seinni töflunum er því miöað við aldurinn 18 til 21 ár í Svíþjóð og Noregi en 17 til 2Q á * ' 17 til 20(18-21) ára ökumanna > ungmenni 17 til 20 (18-21) ára Noregur 40 Sviþjóö llö 20 10 0 '88 '89 '90 '91 o...... ... '88 '89 '90 '91 120 100 80 60 40 20 0 '88 '89 '90 '91 —4 Á íslandi tóku að jafnaði á sama tímabili '84,5% sautján ára unghnga ökupróf, sambærileg tala fyrir Sví- þjóð er 42,6% og í Noregi taka 51,9% ungra ökumanna próf árið sem þeir hafa aldur til. íslenskir ökumenn koma verst út Ef hins vegar er litið á fjölda slas- aðra ungmenna á aldrinum 17 til 20 ára (18 til 21 árs í Svíþjóð og Noregi) í umferðarslysum í sömu löndum þá kemur fram að á íslandi slösuðust að jafnaði 87 ungmenni, miðað við hverja hundrað þúsund íbúa, árin 1988 til 1991, í Svíþjóð er sambæriieg tala 44 ungmenni og 51 ungmenni í Noregi. Af þessu má sjá að mest er um slys á Islandi í þessum aldurs- hópi. Örn segir skýringuna á þessu sennilega þjóðfélagsgerðina hér en hún sé allt önnur en annars staðar á Norðurlöndunum. Hér aki ungt fólk miklu meira. „Hvað Noreg varðar þá tíðkast ekki að ungmenni þar fari akandi í skóla. Annaðhvort hjóla þau eða ganga og í stærri bæjum er almenningssam- göngukerfiö mikið notað. Dæmi eru um framhaldsskóla í Noregi þar sem varla er gert ráð fyrir því að nemend- ur mæti á bifreiðum í skólann og við háskólann í Osló eru bifreiðastæði ekki í neinu samræmi við fjölda bif- reiðastæða við Háskóla íslands,“ seg- ir Örn. -pp Knattspymuklíka á Akranesi? Ráðning kærð til Jafnréttisráðs - „Mér finnst að þeir eigi ekki að komast upp með þetta hér á Akra- nesi. Klíkuskapur hefur alltaf verið mjög algengur héma og mér finnst kominn tími til að einhver segi hing- að og ekki lengra. Ef einhver kemur nálægt fótbolta þá er þeim troðið ahs staðar inn. Fólki finnst líka sjálfsagt að enginn segi neitt við þessu,“ segir Sigurhn Þorbergsdóttir, læknaritari á Akranesi, sem telur sig frekar eiga skihð stöðu skrifstofumanns heldur en tvítugur nýstúdent sem ráðinn var og haföi unnið á skrifstofu knatt- spyrnufélagsins. Sigurhn hefur nú kært th Jafnréttisráðs. „Skrifstofustjórinn, Ásgeir Ás- geirsson, sagðist bara vilja vinna með þessum eina manni sem hann þekkti úr fótboltanum en hann er einnig í stjórn knattspymufélagsins. Sigurður Ólafsson, framkvæmda- stjóri sjúkrahússins á Akranesi, styður hann í því,“ segir Sigurhn. Að sögn Elsu Þorkelsdóttur hjá Jafnréttisráði er búið að fjalla um kæruna á fundi og næsta skref verð- ur að kynna atvinnurekandanum á Sjúkrahúsinu á Akranesi kæruna. Einnig verður óskað eftir upplýsing- um um umsækjendur, starfsreynslu þeirra og fyrri störf. Sigurður Ólafsson framkvæmda- stjóri vill ekki tjá sig meira um mál- ið og segist ekki svara svona kjaft- æði. Ríkharður Jónsson, formaður sjúkrahússtjórnar á Akranesi, vhdi ekki heldur segja neitt um málið og skrifstofustjórinn, Ásgeir Ásgeirs- son, var í fríi. Framkvæmdastjórinn sagði í sam- tali við DV 23. júh að fólk væri ekki ráðið í stöður eingöngu eftir starfs- reynslu og menntun. Hann tók einn- ig skýrt fram að það hefði ekki verið um klíkuskap eða skyldleikatengsl að ræða. -em Rannsóknastofnun landbúnaöarins stendur fyrir byggingu nýs fjárhúss á tilraunabúinu Hesti i Borgarfirði. Nýbygg- ingin mun kosta ríflega 30 milljónir króna og segir Guðmundur Albertsson oddviti að bændur liti svo á að bygging- in sé tómt rugl. DV-mynd Sveinn RALA byggir flárhús á tilraunabúinu Hesti: Akureyringar hafa fengið sína stöðumælaverði í miðbæinn en lögreglan hefur hingað til séð um að sekta menn sem svikust um að greiða stöðu- mælagjöldin. Hún Rósa Benjamínsdóttir, sem er annar stöðumælavarð- anna, var mætt í vinnuna í gær og var hress og kát. „Vonandi verður til- koma sérstakra stöðumælavarða til að menn gleymi ekki að borga og við þurfum að sekta sem fæsta,“ sagði Rósa. DV-mynd gk Bændur telja bygg- inguna tómt rugl - segir Guðmundur Albertsson oddviti Skiptar skoðanir eru meðal bænda um byggingu nýs fjárhúss á tilrauna- búinu Hesti í Borgarfirði. Guðmund- ur Albertsson, oddviti í Kolbeins- staðahreppi, segir að bændur hafi ekki haft uppi háværar gagnrýnis- raddir en þeir líti almennt svo á að byggingin sé tómt rugl. „Mönnum sýnist ekki þörf á því að leggja stórfé í byggingu nýs fjárhúss á þessu tilraunabúi fyrir nokkra menn að leika sér að. Það er verið að draga saman framleiðslurétt bænda á sama tíma og tilraunabúið framleiðir verulegt magn af kjöti sem fer út á markaðinn og tekur markað frá bændum,“ segir Guðmundur. Thraunabúið á Hesti er rekið af Rannsóknastofnun landbúnaðarins og segir Guðmundur að ríkið leggi fé í reksturinn og byggi þar með þessi fjárhús. Hann segir að á thraunabú- inu sé unnið að kynbótum sem ættu að koma bændum til góða í aukinni framleiðslu og betri vöru þó að sum- ir efist um ghdi kynbótanna. Búist er við að byggingin kosti rúmlega 30 milljónir króna og mun húsið rúma að minnsta kosti 550 fjár auk kennsluaðstöðu í sauðfjárrækt fyrir nemendur Bændaskólans á Hvanneyri. Stefnt er að því að taka húsið í notkun í haust en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvað gert verður við þau 40 ára gömlu fjárhús semfyrireruájörðinni. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.