Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1993, Side 17
16
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993
25
Iþróttir
Iþróttir
0-1 Ólafur Kristjánsson (1.)
0-2 Þorsteinn Jónsson (45.)
Lið Fylkis: Páll (1), Helgi (1),
Bergþór (l)(Ólafur (46. mín. (2»,
Björn (1), Aðalsteinn (1), Gunnar
(1) , Ásgeir (1), Þórhailur Dan (1),
Finnur (1), Baldur (1), Kristlnn (1).
Lið FH: Stefán (1), Auðun (2),
Mrazek (2), Ólafur (3), Þorsteinn
J. (2), Hallsteinn (1), Þórhallur (1),
Hilmar (2), Þorsteinn H. (1) (Davíð
79 min. 79. (1), Andri (1) (Jón Erl-
ing 60. mín. (1), Hörður (1). Gul
spjöld: Baldur (Fylki).
Rauð spjöld: Engin.
Dómari: Gylfi Orrason, dæmdi
vei og hieypti engum óboðnum
gestum nálægt leikvellínum.
Áhorfendur: Rúmiega 300.
Aöstæðun Góður, þiu-r grasvöll-
ur, hægur vindur en svalt.
ÍA
Þór
1- 0 Haraldur Ingólfsson 37.
2- 0 Alexander Högnason 65.
3- 0 Þórður Guðjónsson 68.
4- 0 Mihajlo Bíbercic 80.
5- 0 Sigursteinn Gíslason 81.
6- 0 Þórður Guðjónsson 90.
Liö ÍA: Krístján (2), Lúkas (3),
Sturlaugur (2), Siguröur (3) (The-
odór 75. mín (D), Ólafur (2), Þórður
(2) , Alexander (2), Sigursteinn (3),
Bibercic (2), Ólafur (2) (Brandur
75. (1)), Haraldur I. (2).
Lið Þórs: Lárus (2), Örn Viðar
(1) , Birgir Þ. (1), Lárus Orri (l),
Sveinn (1), Sveinbjörn (1), Ás-
mundur (1) (Heiðmar 60. mín. (1)),
Július (1), Páll (1), Þórir (1), Hlynur
(2) .
Gul spjöld: Sigurður, Sigur-
steinn. ÍA. Lárus Oni, Þór.
Rauð spjöld: Engin.
Dómari: Ari Þórðarson, hefur oft
dæmt betur.
Áhorfendur: Um 800.
Aðstæður: Háll völlur, gott veð-
ur.
Fram
1- 0 Helgi Sigurðsson (14.)
2- 0 Helgi Sigurðsson (38.)
2-1 Öli Þór Magnússon (v) (68.)
Lið Fram: Birkir (2), Helgi B. (2),
Kristján (2), Atii (1), Ágúst (1),
Helgí S. (3), Pétur (2) (Ornar 85.
mín.), Ingólfur (2), Vaidimar (1),
Steinar (1) (Rúnar 89. mín.), Rík-
harður (3).
Lið ÍBK: Ölafur (2), Jakob (1),
Ragnar (1), Karl (1), Gestur (1),
Sigurður (2), Gunnar (3), Tanasic
(2), Eystetnn (1), Kjartan (1), Óli
Þór (2).
Gul spjöld: Kristján, Pétur
(Fram), Jakob, Tansic (ÍBK).
Rauð spjöld.: Engin.
Dómari: Ólafur Ragnarsson,
gerði nokkur mistök en dæmdi
þokkalega í heildina.
Áhorfendur: 1020.
Aðstæður: Þokkaiegar, völiur-
inn að visu bJautur en gott veður.
ÍBV
Valur
o-l Arnljótur Davíðsson (17.)
0-2 Jón Grétar Jónsson (90.)
Lið ÍBV: Friðrík (2), Sigurður I.
(2), Magnús (1), Tryggvi (2), Jón
Bragi (1), Rútur (l), Anton (1),
Naphonechniy (1), (Ingi (1) 53.
mín.), Nökkvi (1), Steingrímur (1).
Lið Vals: Bjarni (2), Bjarki (1),
Jón S. (1), Jón Grétar (1), Arnaldur
(2), Sævar (1), Ágúst (2), Steinar
(I), Anthony Karl (1), Kristinn (1)
(Hörður Már (1) 58. mín.), Arnfiót-
ur (1) (Gunnar (1) 21. mín.)
Gul spjöld: Rútur, Anton (ÍBV),
Jón S., Jón Grétar, Amaldur,
Steinar og Gunnar (Val).
Rauð spjöld: Engin.
Dómarí: Kárí Gunnlaugsson,
haíði ágæt tök á leíknum.
Áhorfendur: Um 600.
Aðstæöur: Völlurinn háll en
annars góður, austan kaldi á ann-
að markið en lygndi þó töluvert i
síðari hálfleik.
Akranes
FH.....
Fram...
Valur..
Keilavik
KR
Þór
ÍBV
Fylkir
Vikingur
12
12
.12
.12
12
12
12
12
12
.12
11 0 1 43-9 33
732 24-17 24
705 30-19 21
6 1 5 20-14 19
5 2 5 19-22 17
5 1 6 24-22 16
4 3 5 10—17 15
3 3 6 15-26 12
318 13-27 10
1 2 8 13-38 5
Getraunadeildin í knattspymu:
Helgi iðinn
við kolann
- skoraði bæði mörk Fram í 2-1 sigri á ÍBK
„Ég er ánægður með að klára leik-
inn með sigri. Keflvíkingar gáfust
aldrei upp þó staðan væri 2-0. Við
fengum fleiri tækifæri til að gera út
um leikinn en þeir pressuðu okkur
stíft. Það er ekki vafamál að Skaginn
er búinn að vinna deildina en við
höfum sett stefnuna á Evrópusæti,"
sagði Ásgeir Sigurvinsson, þjálfari
Fram, eftir að lið hans hafði sigrað
Keflavík, 2-1, í baráttuleik í Get-
raunadeildinni í Laugardal í gær-
kvöldi.
Framarar voru ívið sterkari aðil-
inn í fyrri hálfleik og skoruðu þá
mörk sín. Helgi Sigurðsson var á
ferðinni í bæði skiptin. Fyrst á 14.
mínútu og síðara markið kom á 38.
minútu bæði eftir góðan undirbún-
ing Ríkharðs Daðasonar.
Framarar hófu seinni hálfleikinn
af krafti en eftir sem á leið komust
Keflvíkingar meira inn í leikinn. Þeir
náðu að minnka muninn á 68. mín-
útu með vítaspyrnu Óla Þórs Magn-
ússonar. Marko Tanasic féll þá í ná-
vígi í teignum og var dómurinn held-
ur vafasamur. Keflvíkingum tókst
ekki að komast lengra þrátt fyrir
mikla baráttu í lokin. ÓÚ Þór fékk
mjög gott færi á að jafna en skot
hans fór framhjá marki Fram.
Bestu menn Framara voru þeir
Helgi Sigurðsson og Ríkharður
Daðason. í baráttuglöðu liði Keflvík-
inga stóð Gunnar Oddsson upp úr.
-bjb
Spjöld álofti
- þegar Valur vann ÍB V5 0-2
Berglind Ómaisdóttir, DV, Eyjum:
„Leikurinn einkenndist af mikilli
baráttu og liöið sem sýndi meiri
baráttu uppskar sigurinn. Eyja-
menn eru þekktir baráttujaxlar og
við vorum ákveönir í því að láta
þá ekki vaða yfir okkur. Ég er að
sjálfsögðu ánægður með stigin þrjú
og það er alltaf jafn erfltt að spila
héma. Nú þýðir ekkert annað en
aö stefna upp á við,“ sagði Ágúst
Gylfason, besti maður vallarins, í
spjalli við DV eftir leik ÍBV og Vals
í gærkvöldi.
Leikurinn var mjög daufur fram-
an af og fór að mestu fram á miðj-
unni. Þegar á leið hálfleikinn
hresstust Valsarar og náðu forystu
á 17. mín. Ágúst Gylfason átti gott
skot innan vitateigs Eyjamanna
sem Friðrik náði að verja. Hann
náði ekki aö halda boltanum og þar
kom Arnljótur Davíðsson aðvíf-
andi og skoraði örugglega, Þremur
mín. síðar var Arnljótur borinn af
leikvelii eftir samstuð við Nökkva
Sveinsson. Samkvæmt heimild DV
verður hann varla með á næstunni.
Meira jafnræði var með liðunum
í seínni hálfleik og var hann mun
skemratilegri. Liðin skiptust á að
sækja og áttu bæði góð marktæki-
færi. Markverðir liðanna stóöu oft
í ströngu og áttu báöir góðan leik.
Þegar komið var fram yfir venju-
legan leiktíma náðu Valsmenn að
gulltryggja sér sigurinn með sínu
ööru marki. Eftir mistök Eyja-
manna á miðjunni náöi Anthony
Karl góðu upphlaupi, sendi boltann
fyrir á Jón Grétar Jónsson sem
vippaði yfir Friðrik, lokatölur 0-2.
Mikil barátta var í leiknum og
fengu sjö leikmenn að líta gul
spjöld, fímm hjá Val og tveir hjá
ÍBV. Spjöldin þýða aö tveir leik-
menn beggja liða eiga yflr höfði sér
leikbann.
Frjálsaríþróttir:
Lewis meiddur
- fer samt á HM í Stuttgart
Carl Lewis lýsti því yfir í gær að
hann væri lítillega meiddur í baki
eftir umferðarslys í febrúar. Heims-
meistaramótið í frjálsum íþróttum
hefst um helgina og þar hefur Lewis
titil að verja í 100 metra hlaupi.
Carl Lewis hefur gengiö illa í 100
metra hlaupum undanfarið og ekki
sigrað í síðustu sex hlaupum sem
hann hefur tekið þátt í. Þrátt fyrir
það var Lewis borubrattur í gær og
bjartsýnn á gott gengi í Stuttgart um
helgina. „Meiðshn munu ekki spila
inn í árangur minn í 100 metra hlaup-
inu og ég ætla ekki að láta þau hafa
nein áhrif á mig,“ sagði Lewis í gær.
-SK
Carl Lewis hefur ekki unnið sigur
síðustu sex hlaupum.
Akraborgar-
torfæran fer
fram um helgina
- 23 keppenur skráðir til leiks
Hilmar Björnsson sýnir Fylkismönnum tennurnar í leiknum í gærkvöldi. Á innfelldu myndinni situr Aðalsteinn Viglundsson Fylkismaður eKir á vellinum. Dæmigerð-
ar myndir fyrir leikinn.
DV-myndir GS
íslandsmótið í knattspymu - Getraunadetidin:
Bikarhef nd FH í Arbænum
Á morgun klukkan 14 hefst seinni
hiuti íslandsmeistarakeppninnar í
torfæru. Þá fer fram Akraborgartor-
færan í nágrenni Skagans. 23 kepp-
endur eru skráðir til keppni, 6 í flokki
götubíla þar sem Þorsteinn Einars-
son hefur 5 stiga forystu á Ragnar
Skúlason.
í flokki sér útbúinna eru 16 kepp-
endur skráðir til keppni. Þar er Gísli
Jónsson með 2 stiga forystu á Einar
Gunnlaugsson í íslandsmeistara-
keppninni.
Brautirnar verða með hefðbundnu
sniði á morgun nema síðasta brautin.
Hún verður einnig notuð undir há-
stökkskeppni sem gaman verður að
fylgjast með. Gamlir reflr munu
mæta aftur í slaginn. Magnús Bergs-
son keppir í fyrsta skipti í sumar og
hinn kunni ökumaður, Árni Kóps-
son, verður kynnir keppninnar.
Miðaverð er krónur 700 en frítt er
fyrirbörnungrienl2ára. -ÁJ
FH sigraði Fylki, 0-2, í leik liðanna á
Árbæjarvelli í gærkvöldi, i fremur
daufum leik. Leikur Fylkismanna bar
ekki með sér að þeir væru að berjast
fyrir lífi sínu í deildinni og FH þurfti
ekki að sýna stórleik til þess að sigra.
Eins og staðan í deildinni er núna,
má segja að FH-ingar séu í fyrsta sæti
1. deildar þar sem Skagamenn eru í „úr-
valsdeildarklassa". Það sæti gefur sem
kunnugt er rétt til keppni í Evrópu-
gegn Fylki sem á fyrir höndum erfiða fallbaráttu
l.'I I mnn QlTin^ Violclfá l.’ 11T,TM1 i \7ÍfS 11Ól 1111 ÍVílTTl VldfVldUm fvf'í T’ taDÍð
keppni en FH mun einna helst fá keppni
frá Fram um það sæti.
Ólafur Kristjánsson skoraöi fyrra
mark FH eftir 45 sek. leik, en Þorsteinn
Jónsson bætti marki við í lok fyrri hálf-
leiks og sýndi þar mikið harðfylgi. Fylk-
ismenn fengu eitt marktækifæri í fyrri
hálfleik, en í síðari hálfleik íifnaði yfir
þeim, en ekki tókst þeim að skora. FH-
ingar fengu dauðafæri undir lok leiks-
ins er Hilmar Björnsson skaut í þverslá.
„Við náöum fram hefndum fyrir tapið
hér í bikarkeppninni. Við gerðum það
sem þurfti, skoruðum mörk og náðum
okkur í 3 stig. Það eru þau sem telja
og við ætlum okkur annaö sætið í deild-
inni. Ég er hissa á hvað Fylkismenn
voru baráttulitlir en við gáfum þeim
ekki mikið pláss til þess að spila og
vörn okkar var traust í síðari hálf-
leik,“ sagði Ólafur Kristjánsson, besti
maður FH-liðsins í leiknum í gær.
„Við erum í sömu stöðu og við vorum
í. Framundan er einvígi milli okkar og
ÍBV og Víkings, en tvö þessara liða
munu falla í 2. deild. Það jákvæða er
að við gerum okkur grein fyrir stöðu
okkar en það er engan bilbug á okkur
að finna. Það er hundleiðinlegt að vera
í þessari stöðu en liöið þarf meiri tíma
til þess að gera betur í deildinni," sagði
Magnús Jónatansson. þjálfari Fylkis.
-BL
- og Huginn S. vann Austra E., 6-2
Þrymur vann stórsigur á Dags-
brún í C-riðli 4. deildarinnar í
knattspymu á Sauðárkróki í gær-
kvöldi. Guðbrandur Guðbrandsson
og Atli Þ. Sveinsson skoruðu tvö
mörk hvor og Bjöm Sverrisson eitt.
Á Seyðísflrði vami Huginn 6-2
sigur á Austra frá Eskifirði i D-
riðli. Jóhann Stefánsson gerði
þrennu fyrír Hugin, Baldur Kristj-
ánsson gerði tvö og Júlíus Bryni-
arsson eitt. Mörk Austra gerðu Sig-
urjón Björnsson og John Rock.
-HM/MJ
Skaginn í sérf lokki
- Skagamenn unnu Þór, 6-0, og hafa nánast tryggt sér íslandsmeistaratitilinn
„Þetta var glæsilegt," sagði Sigur-
steinn Gíslason eftir stórsigur Skaga-
manna á Þórsurum á Akranesi í gær-
kvöldi, 6-0. „Fyrri hálfleikur var ekki
nógu góður hjá okkur. í byrjun fengum
við þó þrjú ágæt færi sem ekki nýttust
og síðan náöu Þórsarar að pressa á
okkur þar til við skoruðum fyrsta
markið. Þá galopnaðist allt hjá þeim og
þetta var því nokkuð auðvelt," sagði
Sigursteinn í spjalli við DV eftir leikinn.
Skagamenn hófu leikinn af núklum
krafti og á fyrstu fimm mín. fékk Ólafur
Þórðarson þrjú ágæt færi til að ná for-
ystunni í leiknum en hafði ekki heppn-
ina með sér. Eftir þetta jafnaðist leikur-
inn nokkuð og bar mest á mikilli bar-
áttu beggja liða viö að ná tökum á leikn-
um. En eftir um 30 mín. leik náðu
Skagamenn undirtökunum og hófu
stórsókn og fengu nokkur góö tækifæri
til þess að skora. Þaö tókst ekki fyrr en
á 37. mín. en þá skoraði Haraldur Ing-
ólfsson eftir góðan undirbúning frá Bi-
bercic.
Skagamenn gátu hæglega bætt við
mörkum en Lárus markvörður Sig-
urðsson átti góðan leik í marki Þórs
þrátt fyrir mörkin sex og kom í veg
fyrir stærri ósigur liðs síns. Þórsarar
fengu aðeins eitt tækifæri í fyrri hálf-
leik, þá varði Kristján Finnbogason frá
Júlíusi Tryggvasyni.
Stórleikur heimamanna sem sóttu lát-
laust frá fyrstu mín. hálfleiksins þar til
leikurinn var flautaður af. Á fyrstu 15
mín. varði Lárus á frábæran hátt í þrí-
gang en gat þó ekki komið í veg fyrir
mark Alexanders Högnasonar á 66.
mín. eftir mikla baráttu við vamar-
menn Þór. Þeir vildu meina að boltinn
hefði verið í hönd Alexanders en Ari
Þórðarson dæmdi markið gilt, 2-0.
Næstu mín. voru Þórsarar oft á tíðum
sem áhorfendur að leiknum. Skaga-
menn léku þá sundur og saman og náðu
að bæta við fjórum mörkum áður en
leikurinn var úti. Þá skoraði Þórður
Guðjónsson eftir gott samspil við Bi-
bercic. Þórður komst einn inn fyrir
vörn Þórs, Lárus varöi þrumuskot hans
en batinn barst aftur til Þórðar sem
skallaði yfir Láras og í markið, 3-0.
Stuttu síðar lék Sigursteinn Gíslason
vörn Þórs grátt, gaf boltann á Bibercic
sem var einn og óvaldaður í teignum.
Hann gaf sér góðan tíma og skoraöi í
fjærhornið, 4-0. Nokkrum andartökum
síðar var Sigursteinn aftur á ferðinni,
lék upp völlinn upp aö vítateig og þrum-
aði knettinum þar efst í markhornið,
óverjandi fyrir Lárus, 5-0. Eftir þetta
náðu Þórsarar tveimur skyndi-
upphlaupum og Lárus Orri Sigurösson
og Þórir Áskelsson komust upp að víta-
teig en Kristján sá við þeim báðum. Á
lokamínútunni skoraði Þórður Guð-
jónsson sitt annað mark í leiknum með
því að kasta sér fram og skalla knöttinn
í netið eftir góða fyrirgjöf frá Brandi
Siguijónssyni sem þá var nýlega kom-
inn inn á sem varamaður.
Sigur Skagamanna var síst of stór.
Þeir sýndu það og sönnuðu svo að ekki
verður um villst að þeir hafa á að skipa
sterkasta hðinu í Getraunadeildinni.
Það er ljóst að erfitt verður að stöðva
þá þar sem þeir eru í öðrum gæðaflokki
en hin liðið. Liðsheild Skagamanna var
geysilega sterk og það virðist litlu máli
skipta þótt lykilmenn fari af leikvelli
þvi varamennimir fylla vel í skörð
þeirra.
Lið Þórs var afskaplega dapurt í þess-
um leik en lenti á Skagamönnum í
miklu stuði og mættu ofjörlum sínum
að þessu sinni. Lárus Sigurðsson mark-
vörður var þeirra langbesti maður og
bjargaði því sem bjarga varð. Þá var
Hlynur Birgisson einnig góður.
Jóhannes B. Jóhannesson sést hér í leik á HM unglinga i snóker sem fer fram hér á landi þessa dagana. Vitlaus mynd birtist á íþróttasiðu í gær af
Jóhannesi og er hann beðinn velvirðingar á því. DV-mynd S
Handboltaskóli Sijörnunnar
hefst mánudagjnn 16. ágúst og
mun standa fram til 27. ágúst. 7-9
ára krakkar verða frá klukkan
11-13 og 10-12 ára frá 13-15. Þátt-
tökugjald er krónur 2500 og fer
kennslan fram í íþróttahúsinu
Ásgarði í Garðabæ. Kennarar
Hafsteinn Bragason og Guðný
Gunnsteinsdóttir sem leika með
meistarafiokki Stjörnunnar.
-GH
ásunnudag
Framdagurinn verður haldinn
hátíðlegur á félagssvæði Fram í
Safamýri á sunnudag. Þar munu
allir yngri flokkar félagsins
keppa og hefst fyrsti leikurinn
klukkan 10.30. Allir leikmnir
verða spilaðir á grasvöllum fé-
lagsins og klukkan 15 verður
vítaspyrnukeppni Framdagsins.
Þá verða Framkonur með
stórglæsiiega veitmgasölu frá
klukkan 14.
Sigurpáilvann
aukakeppnina
Kylfingamir Birgir L. Hafþórs-
son, GL, Sigurpáll Sveinsson, GA,
og Tryggvi Pétursson, GR, léku
allir í aukakeppni sem haldin var
fyrir alla þá sem fallnir voru úr
keppnl í British Boys Amateur
open cliampionship eftir fyrst tvo
daga þeirrar keppni. Aukakeppn-
in fór frara á golfvellinum í Fal-
kirk í Skotiandi og var 18 holna
höggleikur. Sigurpáll gerði sér
Lítiö fyrir og sigraði á 71 höggj.
Jafnir honum vora spænskur og
franskir keppendur. Birgir og
Tryggvi urðu í 5.-6. sæti á 74
höggum. Þeir þremenningar
halda nú til Aberdeen til æfinga
fyrir næstu keppni sem er The
North-East Districht open
championslnp sem hefst á laugar-
-GH
Sumarmót
Sumarmót Aftureldingar í
knattspyrnu fer fram á Tungu-
bökkum í Mosfellsbæ sunnudag-
inn 22. ágúst nk. og hefst mótið
klukkan 12. Keppt er með sjö leik-
menn inni á í liði en leiktínú er
2x12 mín. Leikmenn úr 1. og 2.
deild mega ekki taka þátt. Þátt-
tökugjald er krónur 12 þúsmid.
Skráning er í símum 666754 og
650774 og faxi 668389. Skráningu
lýkur flmmtudaginn 19. ágúst.
Bikarkeppni Frjálsíþróttasam-
bands íslands, 16 ára og yngri, fer
fram í Boi-gamesi á morgun,
laugardag.
Keppendur á mótinu verða um
140 frá 11 félögum og hafa þeir
aldrei verið fleiri. _gj{
Stjarnan mætir
i kvöld fara fram tveir leikir í
2. deildinni í knattspymu. Topp-
slaguriim er í Garðabæ en þar
taka Stjörnumenn á móli Blikum.
Breiöablik er sem stendur í efsta
sæti en Stjarnan í öðru og aðeins
tveimur stigum á eftir Blikum.
Þá mætast Tindastóll og KA á
Sauðárkróki en þar veröur hart
barist í hinni tvísýnu bouibaráttu
deildarinnar. Þá veröur heil um-
ferð í 3. deild. Þar mætast Magni
og Selfoss, Dalvík og Víðir, Grótta
og Völsmigur, Reynir og Skalla-
grímur og HK og Haukar. Allir
leikir kvóldsins hefjast klukkan
19* -RR