Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1993, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1993, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 Spumingin Hver er draumabíllinn þinn? Jón Karl Stefánsson: Draumabíllinn minn er Trabant ’72. Ingibjörg Ólafsdóttir: Það er Toyota Landcruiser. Guðni Stefánsson: Tvímælalaust Toyota. María Guðbrandsdóttir: Ætli ég segi ekki bara að draumabíllinn minn sé Voivo. Þórarinn Eiriksson: Það er bíllinn sem ég á, Dodge Ariel. Hanna María Snorradóttir: Drauma- bíllinn er Land Rover. Lesendur Hvað er f ullvinnsla sjávarafurða? Bréfritari telur frystihúsin henta vel til fullvinnslu á fiski í tilbúna rétti._- En er þekkingin fyrir hendi? Gunnar Björnsson skrifar: Ekkert er fjær lagi en að ætla að fiskveiðar verði stundaðar hér við land í sama mæli og áður. Forsendur til þess eru hreinlega brostnar að fullu. Bæði er að menn eru að færast til annarra atvinnugreina, og svo hitt að úrvinnsla á sjávarafurðum er lítt þekkt hérlendis. En það er ein- mitt úrvinnslan sem mestu máli myndi skipta ef við á annað borð ætluðum að halda okkar hlut eða jafnvel yflrburðum sem fiskveiðiþjóð á norðurslóðum. í blöðum og tímaritum um íslensk sjávarútvegsmál eru fréttimar um rányrkju á miðunum, mótmæh út- flutnings á óunnum fiski og svo birgðir af þorskflökum á Bandaríkja- markaði þær sem fangað hafa mín augu sl. daga. Umræðan um hvernig fullnýta megi sjávarafla sem hingað berst er ekki áberandi. FuUvinnsla er þó orð sem er afstætt því hún get- ur auðvitað verið með mismunandi hætti. Það myndi t.d. fáum detta í hug í dag að fara að „fullvinna" lax nema á þann hátt sem tíðkast í dag. Fólk myndi ekki vilja kaupa lax sem unn- inn væri mikið frekar. Öðru máli gegnir um flestar aörar fisktegundir. Þó getur þar verið um ýmislegt að ræða; t.d. aö vinna fiskinn þannig að hann sé tilbúinn til frekari mat- reiðslu eða eldunar aö fullu hjá neyt- andanum - eða að fuUvinna hann í rétti sem síöan eru frystir eða pakk- aðir loftþétt og ekki þarf annað en að opna pakkann og hita upp fyrir neyslu. Þess konar fullvinnsla er nánast óþekkt hér á landi, en er að mínu mati eina framtíðarverkefnið sem sjáanlegt er í vinnslu sjávarafla hér ef fiskur á að skila einhverju verð- mæti sem heitið getur. Er nú ekki ráð að endurskoða afstöðuna tU lok- unar fiskvinnslustöðva og kanna hvort ekki má notast við þær í þeim tilgangi að taka upp fullvinnslu sem ber það nafn með rentu? Litlar sem engar breytingar þyrfti að gera í frystihúsunum en kunnáttu þarf að afla til vinnslunnar og þekkingar á markaðssetningu fiskréttanna. Refsihæli eða betrunarhús? Á.Þ. skrifar: Vinur minn er fangi á Litla- Hrauni. í kjölfar umræðunnar um strok fanga þaðan langar hann að leggja eftirfarandi til málanna: - Fullyrt er að starfi gæslumanna sé ábótavant. Það er ekki aUt máhð. í fangelsinu er aðbúnaður og öll fé- lagslega aðstaöa mjög heft. Hluti vist- arveranna samsvarar ekki heilbrigð- iskröfum, jafnvel ekki matsalurinn, sem líkist borðsai í gömlu gufuskipi. En sökum fjárskorts og þrýstings, t.d. frá dómsmálaráðuneyti, fær fangelsið endurteknar undanþágur. í flestum tilfellum koma fangaverð- ir fram við fanga eins og aðrar mann- eskjur. Einstaka verðir sýna þó fóng- um hina mestu fyrirlitninu og hroka og veitist þá fóngum oft erfitt að hemja sig sökum innri spennu vegna innUokunar og brýst það oft út í frels- isþrá. Rökræður og gagnrýnar við- ræður við fangaverði þykir óeðlUeg framkoma og hin mesta ókurteisi. í lögum um fangelsismál í Evrópu- löndum segir að fangaverðir skuh köma fram við fanga á jafnréttis- grundveUi og vinna með þeim, ekki á móti. Ennfremur hafa hertar reglur um reynslulausn og innanhússum- gengni ekki létt tilveruna. Að lokum vU ég benda á að í frétta- tilkynningu frá Litla-Hrauni nýlega kom fram að umfangsmikil starfs- semi væri þar í gangi, svo sem núm- eraframleiðsla, hellusteypa, o.fl. og að fangamir ynnu við þau störf. Ekki vinna þó nema um 18 eða 19 útvald- ir, og fá 175 kr. á tímann, en flestir fá 75 kr. Færri fá þó vinnu en vUja. Ég skora á stjórnvöld að gera úr- bætur hér á. Svo lengi sem aðbúnað- ur og félagsleg aðstaða verður óbreytt og fangelsið rekið með refsi- sjónarmið að leiðarljósi en ekki sem betrunarstofnun, samkv. Evrópu- lögum í fangelsismálum, mun strok veröa ofarlega í huga fanganna. Svar frá Hafrannsóknastofnun: Árferði og þorskvöxtur Þögn Hafrannsóknastofiiunar: Hef ur ekkert áhrif á likönin? Steinþór Bjami Krístjánsson skrifar: sú staöreynd aö þorskstofninn viö Ég læt þetta nasgja aö sinni og býst Ég get ekki lengur oröa bundist Nýfundnaland hefur minnkað þrátt viö svörum hiö fyrsta. Ég er fullur vegna þeirrar þagnar sem ríkt hefur fyrir þaö aö ekkert hefur veriö veitt grunsemda þegar þaö er lagt fram umþaðsemskiptirokkuríslendinga af þorski þar í eitt ár? sem staöreynd aö ef veidd veröi mestu máli, þ.e. þorskveiöarnar. Viö Hvaöa áhrif á líkönin ykkar hefur 150.000 tonn þetta áriö getum viö Nýfundnaland og Noreg hafa veriö sú staöreynd aö þorskstofninn viö veitt nákvæmlega 200.000 tonn eftir aö koma í ijós hlutir sem eru gersam- Noreg er nú í 70% betra ásigkomu- 3 ár. Þaö er oröiö löngu tímabært aö lega á skjön viö hinar ofumákvæmu lagi en í fyrra og allir árgangar í mun fræðingamir komi úr felum og fari áætlanir sem Hafrannsóknastofnun betra ásigkomulagi en áöur var hald- aö ræöa staöreyndir en ekki sinn hefur uppi um uppbyggingu þorsk- iö? ímyndaöa líkanaraunveruleika. stofnsins viö ísland, án þess aö þeir Hvaöa áhrif á líkönin ykkar hefur hafi veriö ræddir hér opinberlega. baö að Norðmenn telia borskinn hafa Lesendasiöa DV hefur óskaö eftir Bréf Steinþórs Bjarna Kristjánssonar á Flateyri birtist í DV sl. miðvikudag. Jakob Jakobsson, forstj. Hafrann- sóknastofnunar, skrifar: í lesendabréfi, sem birtist í DV miðvikud. 11. apríl sl„ spyr Steinþór Bjarni Kristjánsson Hafrannsókna- stofun þriggja spunúnga. - Svör við þeim fara hér á eftir: Eftir því sem best er vitað eru þorskstofnamir við ísland og Ný- fundnaland óháðir hvor öðrum. Sjávarkuldi og lélegt árferði á Ný- fundnalandsmiðum hefur því ekki áhrif á þorskgengd á íslandsmiðum, en að sjálfsögðu fylgjumst við náið með því sem þar er að gerast. Hið sama gildir um gott árferði og hraðan vöxt í Barentshafi. í skýrslu Hafrannsóknastofnunar um nytja- stofna og aflahorfur kemur fram að í framreikningum um vöxt og við- Hringið í síma milli kl. 14ogl6-eðaskriíið Kafn og símanr. verður að fylgja bréfum gang þorsksins er tekið tillit til ástands loðnustofnsins (og þá að sjálfsögðu loðnuveiða). íslenskir hafrannsóknamenn gera sér fulla grein fyrir því aö árferðið í sjónum skiptir miklu máli fyrir vöxt og viðgang nytjastofna sjávar hér sem annars staðar. Okkur er einnig ljóst að miklar veiðar höggva oft stór skörð í árgangana. Um það vitna mörg dæmi. Ég kannast ekki við að Hafrann- sóknastofnun hafi „lagt fram sem staðreynd að ef veidd verði 150.000 tonn þetta árið getum við veitt ná- kvæmlega 200.000 tonn eftir 3 ár“. - Hins vegar kemur fram í skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar að ef veidd verða 150.000 tonn næstu árin mun ástand stofnsins væntanlega skána en hann er nú tahnn minni en nokkru sinni. Dagana 23.-27. ágúst nk. verður haldin ráðstefna í Reykjavík um þorskinn og umhverfisþætti sjávar á vegum Alþjóða hafrannsóknaráðs- ins. Fluttir verða um 50 fyrirlestrar sem fjalla um alla helstu þorskstofna i Atlantshafi. - Steinþór Bjami; því ekki að koma suður og taka þátt í ráðstefnunni? ReynistUffe sannspár? Þorbjörn hringdi: Ég tel Uffe Elleman-Jensen hafa verið og vera enn einn fremsta stjórnmálatnann á Norðurlönd- um að öðrum ólöstuðum. Ég og fleiri taka því mark á ummælum hans opinberlega. Nú skýrir hann frá þeim skoðunum sínum að hann teþi að mýntsamstarf Evrópuríkjanna geti leitt til þess að EB líði hreinlega undir lok. - Uffe Elleman telur ennfremur öll tormerki á að EB nái sér á strik og vanmátur þess sé afar augljós þessa dagana, t.d. i sambandi viö Bosníu og stríðið í Júgóslavíu. Þessi fyrrv. utanríkisráðherra telur einnig að heimskreppa sé á næsta leiti. Það skyldi þó aldrei rætast? Barentshafsþorsk- urtilbjargar Þ.E. skrifar: Ég furða mig á þeim ummælum að banna eigi landaiúr fisks úr færeysku togurunum sem veiða i Ðarentshafi. Þessi fiskur hefur verið nánast bjargvættxm í at- vinnuleysinu víða, t.d. á Norð- austurlandi. Ég skil ekki menn sem vilja enn á ný ganga á hönd Noregsaðlinum og baima þessar landanir hér. Eigum við að eltast við þann tittlingaskít sem verið er að klína á slúpin af því þau eru skráð undir svoköllum þæginda- fána? Nei og aftur nei. Viö ættum fremur að fara að dæmi þessara færeysku skipa. Við höfum engar skyldur við Norðmenn í þessum efnum. Háulauninog kvein- stafiralmennings Kristin Sigurðardóttir skrifar: Undanfarið hefur verið gerð úttekt á tekjum og sköttum hinna hæstlaunuðu í ýmsum stéttum. Þetta er þarft verk og fróðlegt að sjá t.d. hveriúg menn komast upp með aö gefa upp lægri laun en þeir í raun hafa, sumir hverjir. - Það sem einna verst er við birt- ingu svona úttekta er þó það að almenningur verður yfir sig sár og reiður þegar hann sér aö svo margir sem raun ber vitni með- taka laun sem eru ekki í nokkru samhengi við starfssvið þeirra. Þetta sýnir einnig að það er ekk- ert samræmi í launatöxtum hér og það eiga verkalýðshreyfingin og forystumemi hennar við sam- visku sína. búertinni, KariSteinar! Ó,P. hringdi: Nú er búið að auglýsa stöðu forstjóra Tryggingastofnunar rikisins lausa tíl umsóknar. Mik- ill andsk... fíflaháttur er þetta oröinn hjá hinu opinbera. Allir vita að löngu er búið að ráða í þessa stöðu. Kratai- hafa úthlutaö sínum inönnum öllum þeim stöö- um sem þeir teþa sig eiga. En á einhver stjórnmálaflokkur stöð- ur tvist og bast í kerfinu? Jú, vissulega eiga flokkarnir þær og þú ert örugglega inni, Karl Stein- ar. - Vonandi sækir enginn annar um stöðuna, svona rétt í mót- mælaskynl Viðeyjarboð Globusar Guðrún Magnúsdóttir hringdi: Frétt Stöðvar 2 sl. þriðjud. um Viðeyjarferð starfsfólks ÁTVR í boöi Globusar hf. og umfjöllun DV daginn eftir um sama mál bæði í frétt og forystugrein sýnir að a.m.k. tveir fiölmiðlar telja að hér sé ekki allt eins og það á aö vera. Ég er undrandi á aö td. Mbl. og Tíminn skuli ekki minn- ast á máliö. - En hvað sagöi ekki utanríkisráðherra i grein nýlega um þjóðfélagið: „Bullandi hags- munaárekstur, bullandi spill- ing“,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.