Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1993, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.1993, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1993 Sandkom Fréttir DNG flytur handfæra- rúllur til Rússlands Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Þetta er nýr markaður fyrir okkur og vissulega eru möguleikar á þessum markaði þótt þar séu einnig mjög margir óvissuþættir,“ segir Kristján Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri rafeindafyrirtækis- ins DNG á Akureyri, um útflutning fyrirtækisins á tölvuvindum til Rússlands. Fyrirtækið hefur þegar flutt þangað um 40 vindur en til þessa hefur um þriðjungur af þeim færa- vindum, sem fyrirtækið framleiðir, verið seldur til útlanda, Kanada, Alaska, Færeyja, Noregs, N-Sjá- lands og Bretlands svo einhver lönd séu nefnd. Kristján segir að fyrirtækið geti framleitt mun fleiri vindur en það geri. Erfiðleikar eru hins vegar á mörkuðum bæði hérlendis og er- lendis. Þá segir Kristján að á næsta ári komi á markaðinn ný tegund tölvuvindu sem sé búin að vera í hönnun hjá fyrirtækinu í tvö ár og sé þar um byltingu að ræða í fram- leiðslu á slíkum vindum. Kristjan Johannsson, framkvæmdastjóri DNG, við tölvuvindur sem eru i framleiðslu í fyrirtækinu. DV-mynd gk Munn bjuggust viöorkusparn- aöiáheimilum í um klukkustund, en stjörnuspek- ingarhöföu spáö svo langri ljósa- dýrð. En það sem menn sáu voru aðeins fleiri stiömuhröp en venju- lega. Sandkornsritari heyrði af hjón- um af hippakynslóöinni sem lögðust út í náttúruna með teppi yfir síg og sötruðu te um leið og þau störöu upp íloftið. Einnig voru óvenjtunargír Islendingar með hálsríg í gær eftir uppákomuna. Nú er að vona aö dýrð- in vcrði meirí árið 2136 en þá verðum viðbaraölldauö! Kindarlegur „Sauðkindin erfagurfræði- lcgascðekki merkilegt dýr,“ sagðiGuðberg- ur Eíergsson rithöfundurí næstbesta skemmtiþætti Sjónvarpsinsí sumarsem framfórsl. þriðjudags- kvöldumís- lensku sauðkindina. Ungur maður stjórnaði þætttnum af þ vílíkum eld- móði að stundum komust þátttakend- urnir ekki að til að viðra skoðanir sinar. Þcgar ttpp var staöið voru áltorfendur iitlu nær um hvort sauðkindin ætti ísland eða ekki. Auk þessvomþátttakendurnirhálfkind- . arlegir og þaö eina sem vantaði í þátt- inn var ein sauðkind tii að jarma í takt við hina. Þá hefði þetta orðið basti skemmtiþáttur sumarsitvs. Mömmukleinur Kloinubakst- ur húsmæðr- :. annaernú kominníhá- mælieftirað einafkastamik- tlSBreíðholt- inuerfarínað seljakleinur sínarumviðan völl.Ámcðan keríiskarlarí heUbrigðís-og hollustuvernd- argeiranum naga neglur sinar af ótta við smitbera af þessum heimabökuðu kleinum þá gerakappar eins ogland- læknir og fyrrum heUbrigðisráð- herra grín að öllu saman. Það er ekki skrítiðef mið er tekið af Carmínu - bók Menntaskólans á Akureyri frá 1961 þár semsegiraö framtiðaráfonn Sighvats Björgvinssonar sé aö hagn- ast á veikindum annarra! Alltaf gam- an þegar embættismenn ogpólitikus- ar taka sig ekki aUtof alvarlega og enginn dauður enn af „mömmuklein- unum.“! Til hamingju! Aðgefhutil- efnivillSand- kornsritarj ó-ka Vikitigtun öllum til l’.am- ingjumeð fyrstasigurinn ísumaríl. deildinni í knattspyrnu, ogþaðgegnKR! Þjálfari Vík- ingaáaðhafa kvartaðundan því á Bylgjunnl í gær að fjölmiðlar, og þá elnkum Sandkomið í DV, hefðu verið að gera grín að Víkingum. Þeg- arilla gengur verðamennauðvitað að þola létt grín eins og annað. Von- andi hefur Sandkomsriturum tekist að herða aðeins Víkinga ogbetri tíð takí við, A.m.k. hefur heyrst að Vlk- ingar séu hæthr að drekka „Tab“ í hátfleik! Umsjón: Bjðrn Jóhann Björn*$on Heimilistæki SÆTÚNI8 • SÍMI: 691515 GBM 9.6 VES RAFHLÖPU- BORVÉL 9.6 volt í tösku m/auka- rafhlööu Áöur kr. 29.450.- Nú aðeins kr. 23.900.- með hálsríg Hingríðar- iegaijósadýrð, semáttiaðsjást áhimnumí fyrrinótt, olii yonbrigðum. íslendingar þyrptustútá miðnættiog gónduuppí himinhvolfið. Iðnó endurbyggt í upprunalegri mynd - verður alMða menningarmiðstöð með flölbreytta starfsemi Viðgerðir og endurreisn Iðnó er nú hafin. Að sögn Magnúsar Sædal hjá byggingardeild Borgarverkfræð- ingsins í Reykjavík á að endurbyggja húsið í því sem næst sinni uppruna- legu mynd. „Fyrsti áfangi verksins, sem er nú hafinn, byggist á að end- umýja ytra byrði hússins. Skipt verður um glugga, járn, allar klæðn- igar og hsta. Þá verður steinkassinn sunnanvert við húsið rifinn. í stað- inn verða gerðar nýjar undirstöður fyrir létta glerbyggingu sem leggst upp að hliðinni." Ráðgert er að Iðnó muni hýsa flöl- breytilega starfsemi með menning- arívafi. „Hugmyndin er að þama verði vísir að leikhúsi, einhvers kon- ar kaffi-leikhús. Þetta á einnig að gefa möguieiká á fundaaÖSÍöðu. Þarna á einnig að verða hægt að vera með tónhst og minniháttar uppá- komur. Húsið verður líka þannig að þar verði hægt að halda upp á afmæl- iö sitt. í Iðnó má því segja að verði alhliða og lifandi starfsemi sem hæf- ir miðbænum með mennigarívafi eins og hefur jafnan verið í þessu húsi.“ Iðnó var reist árið 1897. í seinni hiuta viðgerðanna verður lokið við húsið að innanverðu. Þar segir Magnús að reynt verði að ná sem upprunalegustu útliti. Svalir stóra salarins verða þannig rifnar auk annarra seinni tíma viðbóta. Allar lagnir í húsinu þarf að endurnýja og það verður einangrað. Þá verður bætt við öryggisbúnaði, sjökkvikerfi og brunaviðvörunarkerfi. „Útboð til þessa síðari áfanga verð- ur tilbúið í desember. Framkvæmda- hraðinn ræðst svo algerlega af fjár- veitingum úr borgarsjóði." Aðspurð- ur sagðist Magnús þó ætla að verk- inu mætti sjálfsagt ljúka fyrir næsta sumar eða vor. Það færi eftir vilja borgarfulltrúa og því hversu vel verkið ynnist. Byggingarfyrirtækið ístak áttí lægsta boð í fyrri áfanga viðgerðanna og hljóðar kostnaðaráætlun upp á rétt rúmar 30 milljónir. Heildar- kostnað við endurbygginguna sagði Magnús hlaupa á bilinu 120 til 150 milljónir. „Það er þó voðalega erfitt að spá um þessi gömlu hús. Margt óvænt getur komið upp á.“ -DBE Evrópubankinn og Virkir-Orkint: Hagkvæmniathugun á varmaorkuveri á Kamtsjatka Virkir-Orkint og Þróunarbanki Evrópu hafa undirritað samning um að Virkir-Orkint geri hagkvæmniat- , hugun um varmaorkuver á Kamt- sjatka í Rússlandi. Kostnaður við athugunina er áætlaður um 15 millj- ónir króna. Þetta er fyrsta verkefni sem íslenskir aðilar taka að sér fyrir Þróunarbanka Evrópu. Reynist verkefnið hagkvæmt íhug- ar bankinn að eiga aðild að fjármögn- un varmaorkuversins sjálfs. Heildar- kostnaður við það er gróflega áætlað- ur um 7 milljarðar króna. Sam- kvæmt frétt frá iðnaðar- og við- skiptaráðuneytinu standa vonir til að einhver hluti af hönnun eða eftir- hti méð byggingu varmaorkuversins komi í hlut Virkis-Orkint. Þess má geta að hjá Þróunarbanka Evrópu e’r núna til athugunar að fjár- magna íslensk-litháíska lyfjaverk- smiðju í Litháen og fiskvinnslu á Kamtsjatka með þátttöku íslenskra ráðgjafarfyrirtækja. -bjb Viðgerðir eru nú að hefjast á hinu fornfræga húsi, Iðnó. Ráðgert er að endureist húsið verði sem líkast sinni upprunalegu mynd. Þó er fyrirhugað að reisa glerskála við suðurhlið þess. Jóhann Walderhaug, starfsmaður Istaks, undirbýr hér viðgerðirnar. DV-mynd JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.