Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1993, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1993, Síða 4
Fréttir MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 Særðir ráðherrar á logandi púðurtunnu - kalkúnagarg og skinkuhrín sameinar framsóknarmenn allra flokka Opinbert ósætti er nú milli formanna stjórnarflokkanna, Daviðs Oddssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, vegna ummæla sem fallið hafa um land- búnaðarmál að undanförnu. Báðir eru þó í sáttahug enda stjórnarsamstarf- ið að veði. „Kalkúnagargið og skinkuhrínið undanfarnar vikur kann að verða til þess að framsóknarmenn allra flokka sameinist í bölbænum um hrakfarir Alþýðuflokksins. Það kann að reynast ríkisstjórninni skeinu- hætt því í Sjálfstæðisflokknum eru til þingmenn sem vilja veija núver- andi landbúnaðarkerfi meö oddi og egg. Hvað þeir gera þegar þing kemur saman er ógerlegt að vita.“ Eitthvað á þessa leið hljómaði orð- ræða manns sem í vikunni ræddi stjórnmálaástandið við kunningja sína í sundlaugunum. Þeir jánkuöu þessu félagamir enda sannleikskorn í oröum mannsins. Löggæslan kölluð til Harkalega hefur verið tekist á um landbúnaðarmál í ríkisstjórninni undanfama daga, svo harkalega að einstakir ráðherrar hafa kallað á lög- gæslumenn sér til aðstoðar vegna pólitískra samskiptaörðugleika á stjómarheimilinu. Þannig leitaði Jón Ðaldvin Hanni- balsson eftir aðstoð lögreglu við aö ná sambandi viö Davíð Oddsson eftir að sá úrskurður féll að Halldór Blöndal skyldi hafa forræði yfir inn- flutningi landbúnaðarvara. Og með svipuðu hugarfari leituðu Friðrik Sophusson og Halldór Blöndal eftir aðstoð ríkistollstjóra þegar Jón Bald- vin heimilaði innflutning á nokkram kalkúnalæram um helgina. „í þeim deilum, sem orðið hafa vegna tilrauna til innflutnings á svína- og kalkúnakjöti, hefur verið haldið á viðkvæmu málum á þann veg að það nálgast hreinan farsa. Þetta er bagalegt fyrir bæði neytend- ur og bændur og alls ekki að vilja okkar sjálfstæðismanna," segir Björn Bjamason, varaformaður þingflokks sjálfstæðismanna. Uppsafnaður pirringur Deilur þessar eiga sér langan að- draganda. Þótt deilt hafi verið um kalkúnalæri og skinkubita þá býr undir niðri uppsafnaður pirringur stjómarliða með stjórnarsamstarfið og árangursleysi ríkisstjórnarinnar á mörgum sviðum. Hvað varðar landbúnaðarmálin sem slík virðist um grandvallarágreining að ræða. Lítill árangur hefur náðst í lækkun ríkisútgjalda og skattar hafa hækkað á kjörtímabilinu. Enn hefur ekki tek- ist að ljúka EES-málinu og á sviði sjávarútvegsmála hefur ekki orðið sú hagræðing sem stefnt var að. Lítil sem engin atvinnuuppbygging hefur átt sér stað og þrátt fyrir góðæri til sjávar og sveita hefur kreppan hel- tekið heimilin í landinu. Meöal krata hafa frá upphafi stjómarsamstarfsins verið skiptar skoðanir um samstarfið '/iö Sjálf- stæðisflokkinn. Að undanfomu hafa gagnrýniraddirnar orðið háværari. Vinstri armurinn, með Jóhönnu Sig- urðardóttur í broddi fylkingar, gagn- Fréttaljós . Kristján Ari Arason rýnir stjómina fyrir félagslega hörku. Nú nýverið hótaði Jóhanna afsögn, samþykkti ríkisstjómin ekki hugmyndir hennar um húsaleigu- bætur. í frjálslyndari armi Alþýöuflokks- ins hefur gagnrýnin einkum beinst að slökum árangri ríkisstjórnarinn- ar í efnahagsmálum. Bent er á að skuldir þjóðarinnar séu nú að nálg- ast hættumörk og því sé brýnt aö grípa til kerfisbreytinga í útgjalda- frekustu ráðuneytunum. í því sam- bandi hafa augu krata einkum beinst að landbúnaðarkerfinu sem kostar skattgreiðendur og neytendur vel á annan tug milljarða á ári í formi rík- isstyrkja og innnflutningsverndar. Davíð í vanda Innan Sjálfstæðisflokksins hafa menn lítt kippt sér upp við það þótt kratar maldi í móinn. Forystumenn flokksins, með þá Davíð Oddsson og Þorstein Pálsson í broddi fylkingar, hafa átt í hörðum átökum og deilum um völd og pólitískar áherslur. Inn- an þingflokksins hefur Davíð átt í erfiðleikum meö að stýra sínum mönnum til liðs viö stjómina. í veigamiklum málum hafa þing- menn risið upp gegn formanninum, til að mynda í EES-málinu og við afgreiðslu fjárlaga. Til þessa hefur Davíð þó tekist að yfirvinna þessa erfiðleika. í ríkari mæli virðist hann samt neyðast til að taka afstöðu með þeim þingmönnum sem telja sér skylt að verja hagsmuni kerfisins. Að sama skapi hefur hann neyðst til að snúa baki við Jóni Baldvini, þvert á þaö heiðursmannasamkomulag sem formennimir gerðu með sér í Viðey. Steininn tók úr í þessum efnum þegar Davíð gaf Halldóri Blöndal for- ræði í innflutningi landbúnaðarvara. Má vera að með þessu hafi Davíð tekist að koma í veg fyrir hallarbylt- ingu á landsfundi Sjálfstæöisflokks' ins í lok næsta mánaðar. Ekki er lengur rætt um að Halldór gefi kost á sér sem næsti varaformaður flokksins en þess í stað kann stjóm- arsamstarfið að shtna. Kjötið saltað í púðurtunnu Deilan um innflutning landbúnað- arvara hefur náð hámarki að sinni. Ólíklegt er talið að Egill Jónsson láti verða af hótun sinni um aö leggja fram þingmannafrumvarp sem tryggi landbúnaðarráðherra varan- legt forræði yfir innflutningnum. Enda hefur Jón Baldvin lýst því yfir að hann lúti úrskurði Davíðs þar til dómstólar komast að annarri niður- stöðu. í báðum stjórnarflokkum er horft til þess að náist niðurstaða í yfirstandandi GATT-viðræðum muni leiðin að auknum innflutningi landbúnaðarvara verða mörkuð, jafnvel með þjóðarsátt. Framundan era hins vegar hörð átök um fjárlagafrumvarp. Kratar vilja aukinn niðurskurð en af því eru ráðherrar Sjálfstæðisflokks lítt hrifnir. í landbúnaðarráðuneytinu ætla menn meira að segja að færa bændum tugmilljónir að gjöf í bein- greiðslum umfram það sem búvöru- samningur kveður á um. Að sögn stjómarhða sem náið hafa fylgst með fjárlagaundirbúningnum situr ríkis- stjómin í raun á púðurtunnu. „Það hafa engir fundir verið haldn- ir í þingflokknum og því erfitt aö gera sér grein fyrir því hvernig menn eru stemmdir í þingbyrjun. Til þessa hefur verið reynt að láta ekki sker- ast í odda en hvað verður veit ég ekki,“ sagði einn af eldri þingmönn- um Sjálfstæðisflokksins í samtali við DV. Vantrauststillaga eflir krata Þótt sfjómin sitji á púðurtunnu hefur eldur samt ekki verið lagður að kveikjuþræðinum. Af samtölum við stjómarhða að dæma er afar ólík- legt að þeir muni þiggja hjálp stjóm- arandstæðinga, komi til bálfarar. Því er afar ólíklegt að vantrauststillaga á hendur Jóni Baldvini eða stjórn- inni verði studd af einstökum þing- mönnum stjórnarflokkanna. Mat flestra er að komi fram vantrausts- thaga í haust vegna afstöðu Alþýöu- flokksins í landbúnaðarmálum verði hún th þess eins að treysta stöðu Jóns Baldvins og krata í stjórnar- samstarfmu. „Þrátt fyrir þetta moldviðri má ekki missa sjónar á aðalatriðum málsins. Að því er stefnt að samið verði um búvörur á alþjóðavett- vangi. íslenskur landbúnaður verð- ur aö fá tóm th að laga sig að þeim breytingum. Hann verður, einnig að vera með í ráðum um hvemig það verður gert. Á þessu úrlausnarefni er nauðsynlegt að taka og sé vilji til þess getur ríkisstjórnin, undir for- ystu Davíðs Oddssonar, leitt það mál th lykta,“ segir Bjöm Bjarnason. -kaa í dag mælir Dagfari Virkilega óheiðarlegur Davíð Oddsson segir að Jón Bald- vin Hannibalsson hafi verið óheið- arlegur í landbúnaðarmálunum., Jón Baldvin segir að Davíð sé óheiðarlegur að halda því fram að Jón sé óheiðarlegur. Þessar ásak- anir era erfiðasta úrlausnarefni ríkisstjórnarinnar um þessar mundir. Kalkúnarnir ætla að draga dilk á eftir sér. Stjómarandstaðan hefur meira að segja vaknað aftur th lífsins og vhl aö Alþingi sé kallað saman th að fá að fylgjast með því hver sé óheiðarlegur við hvem. í viðtah viö Morgunblaðið um helgina segir Davíð: „Þetta er í fyrsta sinn sem Alþýðuflokkurinn er virkhega óheiðarlegur að mínu viti.“ Það er sem sagt ekki einasta að kratamir séu óheiðarlegir, held- ur era þeir „virkhega óheiöarleg- ir“. Ef það er skoðun Davíðs að Al- þýðuflokkurinn hafi ekki rétt á því að hafa skoðun í landbúnaðarmál- um, sem sé ööravísi en skoöanir Davíðs og Sjálfstæðisflokksins, þá er það rétt hjá Davíð að Alþýðu- flokkurinn er óheiðarlegur. Jón Baldvin getur ekki komiö aftan að Sjálfstæðisflokknum með skoðanir sem era á skjön við skoöanir Sjálf- stæðisflokksins. Það er óheiðarlegt af Jón Baldvin að fylgja skoðunum sínum eftir með því að hleypa kalk- únunum inn í landið þegar Jón veit að kalkúnar koma Sjálfstæðis- flokknum hla og era jafnvel verri heldur en kjósendurnir ef th kosn- inga kemur. Sjálfstæöislfokkurinn ræður við kjósenduma en ekki kalkúna sem era fluttir inn í landið í skjóli Alþýðuflokksins. Ef það er skoðun Jóns Baldvins að Alþýðuflokkurinn megi hafa skoðun án þess að sú skoðun fari endhega saman við skoðun Sjálf- stæöisflokksins þá er það rétt hjá Jóni að Davíð sé óheiðarlegur með því að segja að Jón sé óheiðarleg- ur. Alþýðuflokkurinn hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að íslend- ingar mættu éta kalkúna án þess að spyrja Sjálfstæðisflokkinn leyf- is. Alþýðuflokkurinn vissi ekki og veit ekki til að það standi nokkurs staðar í stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins né heldur í stjórnarsamn- ingi að ríkisstjómin eigi að vera á móti því að íslendingar éti kalkúna. Þetta mál kann að hafa alvarlegar afleiðingar. Ef íslendingar fá leyfi th aö hafa kalkún í matinn stefnir það stjórnarsamstarfinu í hættu vegna þess að sjálfstæðismenn una því ekki að kratarnir og Jón Bald- vin leyfi hvaða mat sem er. Ef Is- lendingum verður hins vegar bannaö að leggja kalkúninn sér th munns er stjórnarsamstarfið sömuleiðis í hættu, því kratar una því ekki að sjálfstæðismenn ákveði hvað fólk leggur sér til munns. Reyndar hefur Davíð Oddsson bent á að Sjálfstæöisflokkurinn vhji standa vörö um sjálfstæði ein- stakhnganna. Það á hins vegar ekki við um mataræði eða matseðla, þar sem flokkurinn telur það beinlínis vera í sínum verkahring að vemda sjálfstæði einstaklinganna með því að hafa skoðun á þvi hvað sé í matinn hjá einstaklingunum sem flokkurinn vhl standa vörö um. Alþýðuflokkurinn hefur ekki skihð þetta grundvallarsjónarmið. Al- þýðuflokkurinn er ekki Sjálfstæð- isflokkur og veit þess vegna ahs ekki hvað sjálfstæði einstaklinga snýst um. Sjálfstæði einstakhnga snýst um það að Sjálfstæðisflokk- urinn veiji einstakhngana fyrir því aö ákveða sjálfir hvað þeir boröa þegar þeir borða. Það telst að mati formanns Sjálfstæðisflokksins „virkilega óheiðarlegt" þegar am- ast er við þessari lífsskoðun flokks- ins. Stjórnarandstaðan vhl fá úr því skorið hvor sé óheiðarlegur við hvom. Er Jón Baldvin óheiðarlegri en Davíð? Er Davíð óheiðarlegur með því aö segja áð Jón Baldvin sé óheiðarlegur eða er Jón Baldvin óheiðarlegur með því að mótmæla því að Davíð segi að Jón sé óheiðar- legur? Og hver er munurinn á því að vera óheiðarlegur og „virkilega óheiðarlegur"? Málið snýst ekki lengur um stefn- ur eða störf. Ekki heldur um kalk- úna eða svínabóga. Máhð snýst ekki um sjálfstæði einstaklinga eða félagslegt réttlæti. Málið snýst um það hvort Davíö sé óheiðarlegur eða Jón Baldvin. Og úr því verður að fást skorið hvort Jón Baldvin sé óheiðarlegur eða virkilega óheiðarlegur og í hverju sá munur er fólginn. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.