Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1993, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1993, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 Stuttar fréttir Uúönd Utilvonumfrið Izetbegovic, forseti Bosníu, sagöi í gær aö lítil von væri um frið í land- inu á næst- unni. Farþegavél skotin niður Uppreisnarmenn í Abkhaziu- héraði 1 Georgíu skutu í gær nið- ur farþegaflugvél. Með henni fór- ust 25 menn. Meðal farþega var friðarsendinefhd frá Georgíu- stjórn. PLO'leiðtogi skotinn Ókunnir Palestínumenn skutu í gær einn helsta leiðtoga PLO á Gazaströndinni. Rabin í kröppum dansi Stjómarand- stæðingar voru uppivööslu- samir á ísra- elska þinginu í gærogheyrðist ekki mannsins mál þegar Rabin forsætisráö- herra mælti fyrir friðarsamning- um við Palestínumenn. 31 blökkumaður drepinn Ofbeldismenn drápu 31 blökku- mann í Suður-Afríku í gær í árás á langferðabíl og síðar á hótel. Demjanjukheim John Demj- anjuk er farinn frá ísrael til Bandaríkjanna eftir að hafa verið sýknaður af ákæru um stríðsglæpi. ísraelsmenn héldu að hann væri nasistaböðullinn Ivan grimmi. Stríðið kynnt NATO Sáttasemjarar Sameinuðu þjóð- anna í Bosniudeilunni kynntu foringjum NATO ástand mála í stríöinu í gær. Vinstri stjórn í Póllandi Fyrrum kommúnistar i Pól- landi hafa leitað eftir myndun vinstri stjómar í kjölfar kosn- ingasigurs um helgina. Jó-jó með Gatt Stjórnir ríkja Evrópubanda- lagsins eru að finna leið út úr deilunni við Bandaríkjamenn um viðskipti með landbúnaðarvörur. Ýmist syrtir í álinn eða birtir til í deilunni. Craxisetturirannsókn Rannsaka á afskipti Bettino Craxi, fyrrum forsætisráðherra á Ítalíu, af meðferð þróunarhjálpar ítala. Tveir Frakkar drepnir Tveimur frönskum landmælinga- mönnum var. rænt í vestur- hluta Alsfrs og þeir síðan drepnir. íslamskir heittrúar- menn voru þar að verki. Mannskæður f ellibylur Að minnsta kosti íjórtán manns voru taldir af eftir að fellibylur- inn Gert fór með úrhellisrigningu yfir austurhluta Mexíkó. Laura litta vöknuð Laura litla Davies, sem í voru grædd sex ný hffæri á dögunum, er komin til meðvitundar og er á góðum batavegi. Hún er þó enn á gjörgæsludeild bamasjúkrahúss- ins í Pittsburgh í Bandaríkjun- urn. Reuter Kommúnistar söfnuðust saman fyrir framan stjórnaraðsetur Borís Jeltsín Rússlandsforseta í gærkvöldi eftir að hann hafði rofið þing og boðað til kosninga í sjónvarpsávarpi. Á þriðja þúsund menn voru við Hvíta húsið og hétu þeir á almenning að rísa upp gegn Jeltsin í nafni þjóðarinnnar og fósturjarðarinnar. Fáir tóku kallinu og í morgun var allt með kyrrum kjörum. Simamyndir Reuter Kyrrð og ró 1 Moskvu í morgun þrátt fyrir spennu vegna þingrofsins: Jeltsín kannaði hug sveita hersins fyrst - saéði Ólafur Egilsson, sendiherra íslands í Moskvu, í samtali 1 morgun „Þaö er greinilegt að Borís Jeltsín undirbjó þingrofið nákvæmlega. Fáir dagar eru liðnir frá því hann heim- sótti hersveitir á vegum innanríkis- ráðuneytisins og hefur þá væntan- lega tryggt sér stuðning þeirra. Það hefur og komiö á daginn að þessar sveitir eru hliðhollar forsetanum," sagði Ólafur Egilssön, sendiherra ís- lands í Moskvu, í samtali við DV í morgun. Ólafur sagði að allt værí með friði í Moskvu þrátt fyrir spennu. Fólk sinnti erindum sínum eins og venju- lega og enginn mannsöfnuður væri lengur við stjórnaraðsetrið í Hvíta húsinu. Þar eru þó tvö til þrjú hundr- uö hermenn en að öðru leyti fer lítið fyrir hernum. „Starfsfólk, sem kom hér í sendi- ráðið í morgun, sá aðeins fáeina vörubíla með hermönnum á leið sinni til vinnu,“ sagði Ólafur. „Fólk hélt ró sinni furðanlega þegar valda- ránið var framið 1991. Nú virðast menn enn rólegri. Almenningur er orðinn langþreyttur á þrátefh þings og forseta og það er útbreidd skoðun að þessar deilur hafi tafið efnahags- umbætur. Nú er vandséð hvernig stuðningur við þingið getur bætt kjör almenn- ings. Því er líklegast að allur fjöldinn standi að baki Jeltsín forseta. Hann er þjóðkjörinn og fékk staðfestingu á umboði sínu í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni í vor. Þingið er arfur frá tíma Sovétríkjanna og það starfar eftir sovésku stjórnarskránni." Ólafur sagði aö í gærkvöldi hefðu Borís Jeltsín Rússlandsforseti. á þriðja þúsund manna mótmælt við Hvíta húsið en nú í morgun væri þar enginn. „Ég talaði í morgun við ís- lendinga sem búa á hóteli handan árinnar og þeir urðu ekki varir við mótmæli," sagði Ólafur. „Núna skiptir mestu hvemig stjómendur einstakra sjálfstjórnar- héraða innan Rússlands taka tíðind- unum og hvernig tekst til með kosn- ingarnar 11. og 12. desember. Fram að því má búast við að ríki millibils- ástand þar sem Jelstín stjórnar með tilskipunum og þingið reynir aö þvælast fyrir. Viðbrögð þingmanna nú eru ekki óeðlileg. Valdatíma þeirra lýkur með þingrofinu og nú þurfa þeir að leita umboðs hjá þjóðinni," sagði Ólafur. Þingrof og kosningar Borís Jeltsín Rússlandsforseti ákvaö í gær aö ljúka þráteflinu við þingið um völdin með því að rjúfa þing og boða til kosninga 11. og 12. desember. Þessi ákvörðun kom á óvart þótt aht bendi til að Jeltsín hafi undirbúiö hana vel og látið til skarar skríða á réttum tíma. í raun era nú tveir forsetar í Rúss- landi og þing sem bæði situr og situr ekki. Aíexander Rútskoj varaforseti sór í gær embættiseið sem forseti og Jeltsín var leystur frá störfum. Staða þessara tveggja „forseta" er þó að því leyti ólík að Jeltsín situr sem fastast enda þjóðkjörinn. Rútskoj hefur aftur á móti aö baki sér 200 menn sem nú em valdalaus- ir. Brottrekstur Jeltsíns er því mark- laus. Reuter Alexander Rútskoj hefur varið emb- ættiseið sem forseti en enginn tekur mark á honum. Simamynd Reuter Samanburður á atburðum 1991 og nú: Forsetinn öruggur Boris Jeltsín Rússlandsforseti hefur það fram yfir forvera sinn, Michaíl Gorhatsjov, aö hann hefur undirtökin í baráttunni við and- stæðinga sína. Hann varð fyrri til og kom harðlínuöflunum í opna skjöldu. Þetta er meginmunurinn á at- burðum nú og fyrir tveimur árum. Gorbatsjov var þá þolandinn. Hann reiknaði ekki meö aö gömlu aftur- haldsöfhn létu til skarar skríða og var í fríi þegar honum var steypt í hallarbyltingu. Eftir það náði hann aldrei Sömu stöðu og fyrr þótt hann hjarði við völd þar til Jeltsín bolaðí honum frá. Annar munur er sá Jeltsín í óhag að hann á ekki stuðning hersins vísan þótt allt hti út fyrir aö herinn ætli að sitja hjá. Þegar valdaráns- menn lögðu Kreml undir sig brást þeim að tryggja sér stuðning hers- ins og stríðshetjan Alexander Rutskoj sá til þess að herinn sæti hjá. Rútskoj hlaut embætti varafor- seta að iaunum en nú litur ekki út fyrir að hann hafi sömu tök á hern- um og áöur. Jeltsin getur því fyrst um sinn andað rólega. Hættan á beitinguhersinseróveruleg. TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.