Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1993, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1993, Qupperneq 9
9 MIÐVIKUDAGUR flijnAúu>nvai¥ 22. SEPTEMBER 1993 Útlönd Borís Jeltsín sýpurteíbeinni útsendingu Borís Jeltsín Rússlandsfor- seti geröi hlé á ræöu sinni sem srád var beint í rússneska sjónvarpinu til að fá sér tesopa úr dýrindis postulínsbolla áður en hann til- kynnti um þá örlagaríku ákvörð- un sína aö leysa upp þing lands- ins, Það fór ekkert á milli mála hvaö vakti fyrir Jeltsin. Höndin, sem hélt á bollanum, var styrk, öfugt við titrandi hendur Gennadíjs Janajevs, leiðtoga valdaránstil- raunar harðlínumanna í ágúst 1991. Titrandi hendur hans þóttu fyrsta visbending þess áð taugar neyðamefndar kommúnista væru að gefa sig. Rússardeilaum yfirráðkjarn- orkutakkans í annað sinn á tveimur árum deila leiðtogar Rússlands um yf- irráðin yfir herafla landsins og takkanum sem stjómar stóm kjamorkuvopnabúri hans. Aðeins nokkram klukkustund- um eflir að Jeltsín leysti upp þingið setti það Alexander Rutskoj varaforseta í forsetaemb- ættið. En eftir fyrstu nóttina með „tví- skiptu forsetavaldi“ benti ekkert til annars en að Jeltsín hefði fulla stjórn á kjarnorkuhnappnum. Hersveitir voru í búðum sínum og Pavel Gratsjev vamarmála- ráðherra virtist halda tryggð við Jeltsín þótt sumar fregnir hermdu að hann væri lítt hrifmn. Engarfréttir hafaboristum óróaíRússlandi Viktor Jerin, innanríkisráð- herra Rússlands, sagðí í morgun aö ekki heföu borist neinar fregn- ir af óróa í landinu eftir aö Jelts- ín forseti tilkynnti að hann heíöi sent þingmenn heim, aö sögn fréttastofunnar Interfax. „Upplýsingar úr öllum héruð- um Rússlands benda til þess að öryggi íbúanna sé tryggt. Til þessa hefur ekki frést af neinum stórtíöindum. Ástandið er ró- iegt,“ sagði hann. Rússneski patrí- arkinnvararvið borgarastríði Aleksíj II, patríarki rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, varaði landa sína við hættunum af borgarastyrjöld í gær og hvatti til þess að stjómraálakreppan í iandinu yrði leyst án blóðsúthell- inga. „Viö höfum þegar séð miklu blóði úthellt, bæði í lýðveldum fyrrum Sovétríkjanna og síöan í Júgóslavíu og við vildum gjarnan vara Rússa við þessu,“ sagði Aleksíi II þegar hann kom til San Francisco í gær. Deilt umyfirráð yfirseðlabanka Rússneska þingið fyrirskipaði seðlabanka landsins i nótt aö hætta aö fjármagna stíórn lands- ins eftir að Jeltsín forseti leysti upp þingið. Jeltsín hafði áður fyrirskipað að bankinn skyldi fara að tilskip- unum forsetans þar til nýjar kosningar hefðu farið fram. Bankinn heyrir þó formlega und- irþingið. Reuter Vestrænir leiðtogar styðja Borís Jeltsín Bill Clinton Bandaríkjaforseti var í fararbroddi vestrænna leiðtoga þeg- ar hann lýsti yflr stuðningi sínum við Borís Jeltsín Rússlandsforseta eftir að Jeltsín leysti upp þingið í gær. Stuðningur Clintons kom þó ekki fyrr en Jeltsín hafði fullvissað hann um að kosningamar, sem hann hefur boðað til í desember, verði frjálsar. Clinton var óviðbúinn tíðindunum frá Moskvu en hann átti sautján mín- útna símtal við Jeltsín og lýsti að því loknu yflr ótvíræðum stuðningi sín- um við Rússlandsforseta. Fijótir til stuðnings Þótt flestar vestrænar ríkisstjórnir fengju aðeins klukkutíma viðvörun vora þær fljótari að lýsa yfir stuðn- ingi sínum en þegar harðlínumenn gerðu tilraun til valdaráns í ágúst 1991 sem Jeltsín stóð af sér. Þá virt- ust nokkrir leiðtogar Vesturlanda, svo sem Francois Mitterrand Frakk- landsforseti, viðurkenna lögmæti valdaránsins, að minnsta kosti í byrj- un. í þetta skipti tjáði Mitterrand sig ekki en Alain Juppé, utanríkisráð- herra Frakklands, lýsti yflr stuðn- ingi sínum við Jeltsín. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sem er á férðalagi í Malas- íu, sendi Jeltsín stuðningsyfirlýs- ingu. Niels Helveg Petersen, utanríkis- ráðherra Danmerkur; var varkár í stuðningsyfirlýsingu sinni við að- gerðir Jeltsíns en hann hvatti til þess að leyst yrði úr valdabaráttu Rúss- landsforseta og þingsins á lýðræðis- legan hátt. Bill Clinton Bandarikjaforseti ræddi við Jeltsín Rússlandsforseta í sima í gær. Simamynd Reuter Nauðsynleg ákvörðun Carl Bildt, forsætisráðherra Sví- þjóðar, harmaði að Jeltsín skyldi leysa upp þingið en sagði það hafa verið nauðsyulegt. Bildt sagði í við- tali við sænska sjónvarpið að hann teldi ekki að til borgarastyrjaldar kæmi í Rússlandi. Þýsk stjórnvöld fóru varlega í sak- irnar í fyrstu en eftir að Helmut Kohl kanslari ræddi við Clinton Bandaríkjafoseta í síma lýsti hann yfir stuðningi sínum við Jeltsín. „Sem lýðræðislega kjörinn leiðtogi Rússlands hefur Jeltsín forseti enn einu sinni snúið sér beint til þjóðar- innar til að sigrast á kreppuástand- inu á lýðræðislegan máta,“ sagði Kohl. „Fyrir það á Jeltsín skilinn fullan stuðning okkar.“ Perrin Beatty, uanríkisráðherra Kanada, sagði að Kanadastjóm fagn- aði því að Jeltsín skyldi ætla að gefa rússnesku þjóðinni færi á að kjósa þing sitt í frjálsum og lýðræðislegum kosningum. Reuter Rúslan Khasbúlatov, forseti Æðsta ráðsins, hlustar á orð eins fulltrúanna á meðan Alexander Rútskoj varaforseti fylgist með. Eftir að Jeltsín forseti leysti upp þingið í gær setti Æðsta ráöið Rútskoj i embætti forseta. Þingið ákvað síðan í morgun að lögsækja alla stuðningsmenn Jeltsins og taka við yfirstjórn allra ríkisfjölmiðla. Simamynd Reuter Ákvörðun Jelts- ínskomClinton íopnaskjöldu Bill Clinton Bandaríkjaforseti vissi ekkert um hvað Borís Jeltsín hafði í hyggju fyrr en tæpri klukkustund áður en Rússlandsforseti kom fram í sjónvarpi og tilkynnti um þingslit og kosningar. Eftir að ræðan var flutt ræddu for- setamir saman í síma um stöðu mála. Þar varð niðurstaðan að Chnt- on ætlar að styðja Jeltsín af heilum hug í valdabaráttunni sem nú er framundan. TT Shortl */i % Kasparovvar „Þetta var fjöldamorð," sögöu skákskýrendur í Lundúnum eftir aö Garri Kasparov hafði sigraö Nigel Short auðveldlega í sjöundu skák þeirra i hinu óopínbera ein- vígi. Kasparov virtist ætla að byrja rólega en eftir nokkra leiki blés hann til sóknar og rúllaði yfirandstæðingsinn. Reuter FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39 108 Reykjavík ■ Sími 678500 • Fax 686270 Lögfræðingur Laus er 50% staða lögfræðings við fjölskyldudeild. Starfið felur einkum í sér vinnu við barnaverndarmál, ráðgjöf við starfsmenn og barnaverndarnefnd, þróun reglna um málsmeðferð o.fT., en einnig störf að öðrum málum sem unnin eru í fjölskyldudeild. Launakjör skv. samningi BHMR og Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar gefur Anni G. Haugen, yfirmaður fjölskyldudeildar. Umsóknarfrestur er til 6. okt. nk. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. ^ ERT ÞU ÁSKRIFANDI ? Tímaritih EIÐFAXI kemur út mánaðarlega uppfullt af fréttum og fróðleik um hesta og hestamennsku. Með því að gerast áskrifandi að EIÐFAXA Jylgist pú best með pví hvað er að gerast í hinum lifandi og fjölbreytilega heimi hestamennskunnar hverju sinni. Eldri árgangarfáanlegir. áfe TÍMARIT HESTAMANNA Ármúla 38-108 Reykjavík Sími: 91 - 685316

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.