Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1993, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993
11
Menning
Sam-bíóin - Tina: ★★
Tvöfalt
lífTinu
Tina Turner er einhver langlífasta popp-
stjama sem um getur og þaö er miður að
glæný kvikmynd um ævi hennar og störf
getur ekki gefið nema mjög takmarkaða inn-
sýn í manneskjuna á bak við frægðina.
Myndin byrjar á því hvar hin unga og söng-
glaða Anne Mae Bullock er yfirgefin af móð-
ur sinni og skilin eftir hjá ömmu í sveitinni.
Tíu árum seinna kemur Anne (Bassett) til
stórborgarinnar St. Louis, riijar upp kynnin
við mömmu og byrjar að fara út á lífið. þetta
er áriö 1958 og heitasta bandið í bænum er
Ike Turner and the Kings of Rythm. Kvenna-
bósinn Ike (Fishbume) hefur fyrir venju að
leyfa stúlkunum í áhorfendahópnum að
sþreyta sig við hlið sér á sviðinu og eftir að
hljóðneminn er látinn ganga til Anne Mae
þá er framtíð hennar ráðin. Anne verður
leir í höndum Ike og hann mótar úr henni
stjörnu að nafni Tinu Turner.
A sviðinu heillar hún alla með kröftugri og
karlmannlegri rödd sinni og djarfri fram-
komu. Utansviðs er hún ekkert annað en fórn-
arlamb þar sem hinn metnaðarfulh Ike drífur
alla samstarfsmenn sína áfram með djöful-
gangi. Verstur verður hann við Tinu því hann
kemur til með að treysta mest á hana.
Eftir ágæta byrjun tekur við langur mið-
kafli þar sem rísandi sól frægðar Tinu og Ike
er víxlklippt saman við kulnandi hjónaband
þeirra þar sem Ike misþyrmir Tinu reglu-
lega.
Styrkur Tinu á sviði og ímynd hennar á
þessum árum er hrópandi mótsögn við hið
raunverulega ástand en myndin getur aldrei
meira en dregið upp mynd af aðstæðunum,
aldrei gert þær ljóslifandi. Handritið er laust
í reipunum, ótal útúrsnúningar draga úr
meginsögunni og persónurnar eru ægilega
yfirborðskenndar.
Tina Turner (Angela Bassett) er hér i einu af mörgum tónlistaratriðum í myndinni
Vendipunkturinn í lifi og starfi Tinu er
þegar hún loks yfirgefur Ike, slypp og snauð
með ekkert nema nafnið sitt. Hún er þá kom-
in á fertugsaldurinn og tekst það ómögulega,
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
að endurvekja feril sinn, og verða frægari
en hún var nokkurntímann. Á þessum enda-
spretti tekst myndinni ágætlega upp og loka-
atriðið, þegar skipt er óvænt yfir í hina raun-
verulegu Tinu hjálpar til að minna á að þetta
sé raunveruleg saga um gleði og sorg lifandi
fólks.
Angela Bassett og Laurence Fishbume
standa sig vel sem Ike og Tina þrátt fyrir
vankanta í persónusköpuninni. Angela hefur
sviðsframkomu og takta Tínu á hreinu en
ekki útlitiö. Breytir þar um mestu geysilega
vöðvastæltur líkami Bassett sem dregur mik-
ið að sér athyglina í annars góðum tónleika-
atriðum. Bassett stendur sig líka vel í rólegri
atriðum en í þeim stelur Fishburne senunni
frá henni. Hann leikur í raun algjört skrímsli
með fáa eða enga mannbætandi eiginleika
en honum tekst að gera Ike líka fórnarlamb
eigin aðstæðna og krafna um frægð og frama.
Ike er augljóslega séöur með augum Tinu
og það gerir hann bara skelfilegri fyrir vikið.
What’s Love Got to Do With It? verður að
teljast enn ein kvikmyndin sem verður fórn-
arlamb stefnu Disney-kvikmyndaversins að
gera myndir eins ódýrar og hægt er. Handrit-
ið hefði þurft meiri yflrlegu og ekki hefði
sakað að hafa betri leikstjóra sem gæti gefið
myndinni stíl til að halda henni saman.
What’s Love Got to Do With It? (Band. 1993)
Handrit: Kate Lanier eftir sjálfsævisögu Tinu Turn-
er, skrifaöri meö Kurt Loder.
Leikstjórn: Brian Gibson (Poltergeist II, Breaking
Glass).
Leikarar: Angela Bassett (Boyz N the Hood, City
of Hope), Laurence Fishburne (Under Cover),Va-
nessa Bell Calloway, Jenifer Lewis, Phyllis Yvonne
Stickney, Khandi Alexander.
Kjúklingar og strandhögg
- tvær sýningar 1 Nýlistasafninu
Þegar botnfallið frá eftirleguk-
indunum rekur inn í sah Nýlista-
safnsins verður maður dapur og
vondaufur um lífdaga þess. Ganga
þá ekki fyrirvaralaust í garð dagar
nýrrar frjósemi, hugarflugs og aga
og maður hengist aftan í vonina,
jafnvel vissu.
Dulítiö hef ég snuddað í kringum
kjúklingabú. Mest þó áður en þjóð-
in fór að éta unga en ól þá upp til
þess aö verða varphænur eða han-
ar á haug. Hænsnabú nútímans svo
sem líka. Og kjúklingagarða þess
eða dauðabúðir. Og það er auðvelt
að tala svona og létt að koma sér í
ham vegna þess ólífis sem maður-
inn hefur komið hænunni í og af-
kvæmum hennar. Maðurinn
heimtar kviðfylh. Með hraði. Þetta
er ein leiöin til þess að verða við
þeirri kröfu að reka kjúklingabú
með þeim hætti sem gert er. Því
miður.
En maður hefur ekki eins gott af
nokkru og góðum snoppungi eða
fagmannlega gefnu kjaftshöggi
þegar drýldnin vex. Óhjákvæmi-
lega stoppar maður við og hugsar
sitt ráð og annarra og reynir jafn-
vel að koma auga á ný.
Sýning Tinu Aufiero á tveimur
efri hæðum Nýlistasafnsins er af
þeirri tegund sem heitið gæti fag-
lega gefið kjaftshögg án blóðsút-
Myndlist
Úlfar Þormóðsson
hellinga: sterk áminning á hrein-
legri sýningu, fullri af sögum í
sundurlausri samfeUu, rétt eins og
þær gerast á kjúklingabúgarðin-
um.
Þó að ég sjái ekki ástæðu til þess
að tína eitt eða annað út úr sam-
fellu þeirrar fjölbreytni sem á sýn-
ingunni gefur að Uta hvet ég fólk
til að horfa dálitla stund á mynd-
bandið og síðan á magabeltið bleika
og innihald þess og leyfa sér að
hugsa frjálst og óháð öUu nema
samfellu sýningarinnar og tilurð.
Strandhögg
Á jarðhæð og í gryfju hefur Bryn-
hildur Þorgeirsdóttir gert strand-
högg. Þar hafa hlutir úr undirdjúp-
unum og skeljafólkið gengið á land.
í gryfjunni hreykir sér kristal-
drottningin græna og vinur hennar
í ljósum fjörusandi.
Brynhildur Þorgeirsdóttir ætti að
sjálfsögðu að vera hætt því fyrir
löngu að koma manni á óvart. En
hún gerir það engu að síður ennþá,
því einhvernveginn er það svo að
það þyngist yfir verkum hennar í
endurminningunni, en jafnan þeg-
ar staðið er frammi fyrir þeim
skellur á manni birta einfaldleik-
ans og sá magnaði frumkraftur
sem þar á lögheimili. Það eru svo
sem ekki margir hlutir sem hún
sýnir, hún Brynhildur, en ná-
kvæmlega nógu margir til þess að
færa manni aftur lífið í fjörunni og
minninguna um ævintýri hennar.
Það er gert af smekkvísri áleitni
og af gleðilegri reisn.
Það er ekki mjög oft sem vel tekst
að halda tvær sýningar innan sömu
veggja. Það hefur tekist að þessu
sinni því sýningamar standa sjálf-
ar og einar og saman án þess að
stela nokkru hvor frá annarri.
Sýningarnar í Nýhstasafninu
standa til 3. október.
5
\ára afmœlistilboð
‘TóCviLsfcýCi ísCands er utn þessar muncCir 5
ára og 6ýður af því tiCefni einstaíf
afmcetistiCboð:
Skrifstofutækninám
með 20% afslætti
....aðeins
kr. 3.990 á niánuði
Tölvuskóli íslands
Sími 67 14 66 - opíó til kl. 22
Verðið miðast við jafnar afborganir í 24 mánuði
Sviðsljós
Auöunn Gestsson, blaðasali DV, tekur hér við verðlaunabikar ur hendi
Més Haildórssonar, dreifingarstjóra DV, fyrir það afrek að leggja alla
starfsmenn afgreiðslu DV að velli í skák. Með þeim á myndinni eru
helstu andslæðingamir, þeir Amór Már Másson, Gestur Kristjánssón,
Elsa Haraldsdóttir, Öm Jóhannsson og Svavar Carlsen. Bikarinn, sem
keppt var um, var gefinn af Sveini Þormóðssyni, Ijósmyndara DV, en
Auðunn vann hann til eignar. DV-mynd Sveinn
s
«5
o>
S
Efamol gegn síþreytu
Fœst í heilsubúðum, lyfjabúðum og
heilsubillum matvöruverslanna.
Gilsuhúsið
Kringlunni sími 689266 Skólavörðustíg sími 22966
í sjónvarpsþættinum „Milli svefns og vöku“ úr þáttaröðinni „The Nature of Things"
var fjallað um síþreytu (sýndur 25.08.93).
Eina efnið sem nefnt var að kæmi að gagni gegn síþreytu
er EFAMOL og höfðu þeir sjúkhngar sem við var rætt
fengið verulegán bata með EFAMOL. Einnig kom fram
að rannsóknir skoskra vísindamanna hafa
staðfest virkni EFAMOLS gégn síþreytu.
EFAMOL er hrein náttúruafurð, unnin úr náttljósarohu.
Guli miðinn trvppir eæðin.