Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1993, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1993, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 Spumingin Reynir þú að spara? Ingimundur Erlendsson: Eru ekki allir að því? Hildur Jónsdóttir: Já, eins og ég mögulega get. Hulda Pálsdóttir: Já, hvað heldurðu? Áslaug Ragnarsdóttir: Já, ég geri það. Dagmar Atladóttir: Já, eins og ég get. Eyþór Atli Jónsson: Nei, ég reyni ekkert að spara. Lesendur Óskar naf nleyndar kærir „Ef menn vilja gagnrýna embættisveitingar krata þá eiga þeir að segja það en ekki nota Albaníuaðferðir.“ Athugasemd frá Benedikt Jóhannes- syni tryggingaráðsmanni: Er fjölmiðlar greindu frá skipan nýs forstjóra Tryggingastofnunar var samhliöa greint frá því að Jón Sveinsson hdl. hefði í nafni einhvers huldumanns, sem verið hefði í hópi umsækjenda, sent ráðherra kvörtun um meðferð tryggingaráðs á Um- sóknum. Lögmaðurinn hafði í bréfi þessu og í útvarpsviðtali stór orö uppi um að tryggingaráð hefði ekki sinnt lagaskyldu sinni. Jafnframt gat hann þess að málsmeðferð trygging- aráðs hefði verið „meiðandi fyrir hluta umsækjenda, þá sem sam- kvæmt umsögn ráðsins teljast van- hæ£ir“. Saga málsins er þessi: Ráðherra óskaði í bréfl 2. sept. eftir umsögn tryggingaráðs Um 13 um- sóknir um starf forstjóra en honum ber lögum samkvæmt aö fá tillögur ráðsins. Oftast hafa stjórnir stofnana greitt atkvæði um umsækjendur. Sú aðferð væri eðhleg ef tryggingaráð réði skipan forstjóra en væri ekki aðeins ráðgjafi ráðherra. Tillögur ráðsins eftir slíka atkvæðagreiðslu gætu ver- ið um allt að fimm umsækjendur. Eigi að síður væru hendur ráðherra óbundnar. Oft hafa menn, sem hafa fengið lítinn stuðning í tryggingar- áði, verið ráðnir sem embættismenn að Tryggingastofnun. Því geröi ráðið tillögu um að ráð- herra veldi forstjóra úr hópi ein- staklinga sem tilgreindir voru í bréfi. Ekki var í bréfum ráðsmanna til ráð- herra fjallað um einstakar umsóknir en þá ákvöröun mátti „ekki skilja á þann hátt að ekki hefði verið um að ræða fjölda hæfra einstaklinga," eins og segir í bréfi meirihluta. í Morgunblaðinu þann 16. sept. birtist frétt undir fyrirsögninni: „Fimm umsækjendur taldir hæfir“. I stað þess aö birta bréf tryggingar- áðs mistúlkaöi blaðið það á sinn hátt. Blaðið hefur nú leiðrétt frétt sína. Lögmaðurinn vitnar í villandi frétt og ásakanir hans um meiðandi um- mæli falla því um sjálfar sig. í öðru lagi telur hann að tillögu um skipan í embætti megi aðeins gera með ein- um hætti. Sá sem tekur það sem ærumeiðingu aö verða undir í stöðu- veitingu ætti ekki að sækjast eftir störfum sem fleiri vilja. Lögmaöurinn bendir réttilega á að ráðinu beri lögum samkvæmt að leggja fram tillögu eða tillögur. Samt sem áður hrósar hann bankaráðs- mönnum í Seðlabankanum sem skil- uðu auðu og vikust undan þessari 'skyldu. Ef menn vilja gagnrýna embættis- veitingar krata þá eiga þeir að segja það en ekki nota Albaníuaðferðir. Síðast en ekki síst. Skjólstæðingur- inn sem kært hefur meðferð trygg- ingaráðs fyrir ráðherra og umboðs- manni Alþingis óskar nafnleyndar. Þannig kemur hann því orði á aðra umsækjendur að þeir þoli ekki að umsóknir þeirra fái efnislega með- ferð. McDonald’s: Verðið er of hátt örn skrifar: Mikið æði hefur verið í kringum opnun alþjóða skyndibitastaðarins McDonald’s og hann hefur fengið gíf- urlega umfjöllun í fjölmiðlum. Ekki veit ég af hverju fjölmiðlar hafa haft svo mikinn áhuga á staðnum en hann hefur notið góðs af umfjöUun- inni. Ég hef gætt mér á réttunum hjá McDonald’s erlendis, vegna þess hve ódýrir þeir eru. Gæðin eru í sam- ræmi við það, kjötið í hamborgurun- um er naumt skammtað en þetta smakkast samt allt í sæmUegu með- allagi. TU þess er leikurinn gerður, að bjóða upp á þokkalegan skyndi- bita fyrir lítið fé. Önnur lögmál virðast þó gilda hér á landi. Bragöið er sagt nákvæmlega eins og í útlöndum en verðið er tvö- falt á við það sem það er dýrast ann- ars staðar. Aðsókn að McDonald’s hefur víst verið góð hingað tU. Það hlýtur þó að vera nýjabrumið enda eru íslendingar flestum þjóðum nýj- ungagjarnari. Ég hef hingað til hald- ið mig frá staðnum og ætla ekki að stíga þangað fæti inn á meðan þetta okurverð er við lýði. Ég kemst vel af án þess að troöa upp í mig McDon- ald’s hamborgurum og veit um marga aðra sem eru sama sinnis. Ég hef enga trú á að góð aðsókn endist með núverandi verðlagi. Fólk hlýtur að leggja leið sína á aðra skyndabitastaði þar sem ódýrari, bragðbetri og betur útilátinn matur fæst. Þá mun McDonald’s deyja drottni sínum hér á íslandi, nema eigandinn sjái að sér og snarlækki verðið til samræmis við það sem tíðkast erlendis. Athugasemd frá Límtré hf. á Flúðum Guðmundur Ósvaldsson, fram- kvæmdastjóri Límtrés hf. skrifar: Vegna viðtals við Sigfús Kristins- son, byggingameistara á Selfossi, í DV, mánudaginn 13. sept. síðastlið- inn, viU undirritaður taka eftirfar- andi fram: Sigfús kveðst hafa keypt límtré og gler í fyrri áfanga byggingar Fjöl- brautaskóla Suðurlands af innlend- um framleiðendum. Þarna er ekki rétt með farið. Það var bygginga- nefnd skólans sem aö undangengnu útboði keypti límtré frá Límtré hf. og gler frá Samverki hf. á Hellu. Límtré hf. fékk hins vegar ekki tækifæri til að bjóöa í límtré í seinni áfanga hússins á sömu forsendum og innflutt límtré né var tekið tillit til staðgreiðsluafsláttar og er fullyrð- íng Sigfúsar um mun hærra verð því röng. Um miðjan júlí hafði hann sam- Hringiöísíma 63 27 OO millikl. 14 og 16 -eða skriflö Nafn Ofs. símanr. vcrður aö fyl«Ja brífum band við undirritaðan og óskaði eftir aðstoð við sérhæfðar límingar á inn- flutta límtrénu og var orðið við þvf. Við það tækifæri sagði Sigfús í óspurðum fréttum að innflutningur hans á umræddu límtré hefðu verið hans stærstu og dýrustu mistök á löngum og farsælum ferli sem bygg- ingameistari. Sjálfur hefði hann ekki ráðið hér um heldur hefðu smiðirnir hvatt sig til að kaupa ósamsett og minna unnið límtré tíl að skapa þeim meiri atvinnu í mjög slæmu árferði. flutta límtréð reyndist ærin, reyndar svo mikil að þaö var ekki sett upp fyrr en u.þ.b. 3 mánuðum á eftir áætlun og hluta þess þurfti aö taka niður aftur vegna skekkju með til- heyrandi kostnaði. Þetta geta þeir staðfest sem til þekkja. Fullyrðing Sigfúsar er okkur hjá Límtré hf. sár vonbrigði, sérstaklega eftir að hafa aðstoðað hann við fram- kvæmdina því að í harðri samkeppni þurfum við síst á því að halda að vera gerðir ótrúverðugir í augum Það gekk eftir aö vinna við inn- viðskiptavina okkar. í limtrésverksmiðjunni á Flúðum. Stöð2: Fyndnastafjöl- skyldumynd- bandið Jóhann hringdi: Mér hefur gengið illa aö fá svör við því á Stöð 2 hvernig menn ætla að bregðast viö ef vinnings- hafi í keppninni „Fyndnasta fjöl- skyldumyndbandið“ er ekki ásícrifandi. Sú staða gæti komið upp þvi myndböndin á að senda undir dulnefni en rétt nafn í umslagi með. Og mega heimilis- menn áskrifenda taka þátt í keppninni? Svar Stöðvar 2: Heimilisfólk áskrifenda má taka þátt. Það sendir þá inn sitt nafn og einnig nafh áskrifenda. Þar sem þátturinn verður ekki í beinni útsendingu verður búið að kanna hvort vinningshafi er áskrifandi. Götóttstunda- skráogekkert ðþróttahús Móðir hringdi: Ekki vildi ég vinna á stað þar sem mér væri þrisvar til fjórum sinn- um í viku gert að fara heim um hádegi og koma svo aftur eftir nokkrar klukkustundir. Þetta þurfa bömin á unglingastiginu í Hólabrekkuskóla að gera og hafa þurft að gera í nokkur ár. Ekkert íþróttahús hefur verið reist fyrir þennan skóla. Skólabörnin fá inni í íþróttahúsi Fiölbrautaskól- ans í Breiðholti þegar það er laust. Áður en það hús var reist þurfu börnin að fara í íþróttahús Fellaskóla. En það er ekki bara verið að boða bömin í íþróttáffma eftir hlé heldur einnig í lesgreina- tíma. Er stundaskrá kennaranna kannski jafh götótt og hamanna eða er verið að koma til móts við kennarana með því að láta töflu ungu kynslóðarinnar vera göt- ótta? HButdrægni í lagavaliíþætt- inum Flauel G.H. skrifar: Ég hef orðiö fyrir vonbrigðum með tónlistarþátttnn Flauel á laugardögum. Þáttur þessi tekur við af þætti Skúla Helgasonar, Spfrunni, sem var mjög góður með fjölbreyttu lagavali og fræð- andi innskotum á milli laga, í þessum nýja þætti ber mjög svo á hlutdrægni í lagavali, þ.e.a.s. þar ræður ríkjum danstónlist og samskonar tónlist með hreint ömurlegum atriðum milli laga. Þar eö tónlist skipar ekki háan sess hjá Ríkissjónvarpinu finnst mér aö tónlistarvalið ætti að vera fjölbreyttara en raun er á í þess- um stuttu og fáu þáttum. Enn betra væri aö hafa fleiri tónlistar- þætti sem væm meö mismunandi tónlistartegundum svo allir fyndu eitthvaö viö sitt hæfi. Athugasemdvið bréfummynd- birtingarafaf- brotamönnum Lesandi hringdi: Þaö er ekki rétt aö afbrotamaö- urirrn sem stakk vegfaranda sex sinnum með hnífi hafi verið að verki aftur næstu helgi á eftir. Þar var annar afbrotamaður á ferð. Hinn sat í gæsluvarðhaldi og bíöur enn dóms og fer því bréf- ritari, sem vill láta birta myndir af afbrotamönnum, rangt með.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.