Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1993, Side 24
32
aor nWM'iWriis rfi qnr)* frnvTwin/
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993
Meiming_______________
Utan alfaraleiða
- Páll Reynisson í Listasafni ASÍ
Galdur ljósmyndar og galdur kvikmyndar eiga fleiri
þætti sameiginlega en í fljótu bragöi virðist. Þau voru
a.m.k. hughrifin sem undirritaöur fékk viö skoðun
ljósmynda Páls Reynissonar í Listasafni ASÍ en Páll
er e.t.v. þekktari sem kvikmyndatökumaöur hjá Sjón-
varpinu. Páll beitir talsvert samsetningartækni og
steypir saman tveimur og jafnvel fleiri ljósmyndum
en áþekkri tækni er jafnframt beitt í kvikmyndatöku
eigi að fanga ljóðræn andartök eða höndla hið ómögu-
lega með tilstyrk tveggja véla. Þannig flytur Páll þing-
eyskan himin austur á firði og plantar tré við rætur
Snæfellsjökuls, svo að nokkuð sé nefnt.
Samsetningar
Páll hélt síðast einkasýningu á Kjarvalsstöðum fyrir
tíu árum og sýndi þá myndir unnar með svipaðri
tækni. Páll gerir jafnan stækkanir fyrst á filmur til
að prófa sig áfram með samsteypur. í myndröð frá
New York skeytir hann trjám og fuglum við skýjakljúf-
Myndlist
Ólafur J. Engilbertsson
ana þannig að augljóst er að trén og fuglamir gegna
eingöngu því hlutverki að gæða myndina lífi; greinar
trjánna kvíslast um slétt og skipulagt yfirborð hús-
anna og gerbreyta myndinni. Að mínu viti gegnir öðru
máli um Snæfellsjökul. Þar finnst mér mótívið ekki
kalla á lífræna andstæðu heldur miklu fremur skipu-
lagða og tæknivædda eins og t.a.m. geimskip. Mynd
númer ellefu vekur athygli við nána skoðun. Þar er
teflt saman himni og glugga með sjó fyrir utan. Viö
fyrstu sýn virðist sem hér sé um ósamsetta mynd að
ræða, við nánari skoðun virðast myndimar þrjár en
staðreyndin mun sú að hér hefur Páli tekist hvað best
upp í aö setja saman tvær myndir.
Mjúk grafík
Onnur tækni vekur þó e.t.v. enn meiri athygli á þess-
ari sýningu en það er notkun Páls á svonefndum
þokufílter í nokkrum svarthvítum myndum af hey-
Ljósmynd eftir Pál Reynisson á sýningu hans í Lista-
safni ASÍ. DV-mynd BG
vinnutækjum á Melrakkasléttu og á Baröaströnd, af
Glaumbæ í Skagafirði o.fl. í þessum myndum kemur
fram sterk grafísk eigind en um leið dýpt og mýkt í
myndfletinum sem er óvenjulegt með ljósmyndir sem
byggjast upp á svo miklum kontrasti. Hinar hefð-
bundnari litijósmyndir Páls eru ekki síður athyghs-
verðar. Þar má nefna Jökulsárlón II (nr. 65) sem er
mynd tekin um fimmleytið að morgni og býr yfir þeim
morgunroða sem er sjálfsagt keppikefli flestra ljós-
myndara að fanga á filmu. Stuðlaberg í Vesturdal og
sprunginn leir í Námaskarði eru jafnframt meðal eftir-
tektarverðra myndefna á sýningunni. Hér er um að
ræða sérstaklega vel útfærða sýningu og er hún ekki
hvað síst athyglisverð fyrir óvenjulegar tæknibreUur
sem þó eru á engan hátt tengdar tölvum, þótt ótrúlegt
megi virðast. Myndir Páls eru í eðU sínu fremur upp-
stUUngar en augnabliksmyndir úr daglegu lífl. Þær
eru hljóðlátt verk einfarans sem fer ekki alfaraleiðir.
Einkasýningar á ljósmyndum eru því miður alltof fáar
hér á landi og ætti fólk því ekki að láta hjá líða að líta
inn í Listasafni ASÍ næstu daga.
Sýning Páls Reynissonar stendur yfir til 3. október.
Smáauglýsiiigar - Sími 632700 Þverholti 11
Léttitœki
• Þýskir Faba lyftarar á góöu verði.
Mikið úrval. 2 ára ábyrgð á drmótor.
Léttitæki hf„ Bíldsh. 18, s. 676955,
Efstubraut 2, Blönduósi, s. 95-24442.
■ Verslun
Útsala - útsalal Mikil verðlækkun.
Leikfimibolir frá kr. 980, sokkabuxur
frá kr. 100, íþróttaskór, gallar o.m.fl.
Ástund, Austurveri, sportvöruversl-
un, Háaleitisbraut 68, sími 684240.
Gott tilboð. Útvíðar bamabuxur 950.
Mikið úrval af göllum frá 1.250, jogg-
ingbuxur á böm og fullorðna, vesti á
fullorðna 1.680, úrval af bolum. Send-
um í póstk., fríar sendingar miðað við
5.000. Ceres, Nýbýlavegi 12, s. 44433.
Instant White. Tannhreinsiefhin sem
virka. Þegar þú kaupir pakka af In-
stant White verður þú þátttakandi í
leik þar sem heppnum viðskiptav. er
boðið út að borða. Veitingahúsið velur
þú sjálf/ur og getur borðað fyrir allt
að 10.000 kr. Instant White fæst í flest-
um apótekum. Hansaco hf„ s. 657933.
Komdu þægilega á óvart. Fullt af
glænýjum vömm: stökum titrurum,
settum, kremum, olíum, nuddolíum,
bragðolíum o.m.fl. f. dömur og herra.
Sjón er sögu ríkari. Allar þóstkröfur
dulnefndar. R&J, Grundarstíg 2, s.
14448. Opið 10-18 v.d„ laugard. 10-14.
■ Vagnar - kerrur
Dráttarbeisll - Kerrur
Dráttabeisli, kerrur. Framleiðum allar
gerðir af kermrn og vögnum, dráttar-
beisli á allar teg. bíla. Áratuga
reynsla. Allir hlutir í kerrur og vagna.
Hásingar 500 kg - 20 tonn, með eða
ákn bremsa. Ódýrar hestakerrur og
sturtuvagnar á lager. Vinnuskúrar á
hjólum. Veljum íslenskt.
Víkurvagnar, s. 684911, Síðumúla 19.
■ Vörubílar
Til sölu Mercedes Benz 1622, árg. '84,
með lyftibúnaði fyrir safhgáma. Uppl.
í síma 98-34492 og hs. 98-34450.
■ Bílar tíl sölu
Suzuki Samurai, árg. ’88, ekinn 67 þús„
upphækkaður, jeppaskoðaður, púst-
flækjur, 32" dekk. Uppl. í síma
98-34492 og hs. 98-34450.
■ Ymislegt
BARNAFÓLK!
Eru börnin að kvarta ??
Leiktækja vlðgerðir.
Við gerum við, smíðum og setjum upp
leiktæki. Komum á staðinn og gerum
tilboð ykkur að kostnaðarlausu.
Þröstur vélvirki, Sigtúni 7, s. 610510.
Kraðak
- glersýning í Hafnarborg
Það er heilmikið kraðak í Firðinum. Allt of mikið af munum til sýnis
og sölu og verða ekki listrænir margir, kannski fyrir vikið, á þeim góða
staö Hafnarborg. Þar stendur nú yfir sýning á glerverkum Lhame Tobias
Shaw, Svöfu Bjargar Einarsdóttur og Ingu Elínar Kristinsdóttur.
Á sýningunni eru 68 verk á gólfi og veggjum. Sum verri en önnur. Af-
leitust þótti mér litaverkin ofblönduöu. Mér varð einnig ljóst að þjóðsagna-
minni og sögumar sjálfar eiga varla heima í gleri. Ekki með þessu vinnu-
lagi, úthleyptar og þrívíðar. Þær verða að vísu dálítið fyndnar en ekki
lengi og hætta gjörsamlega að vera það eftir skamma hríð, líkt og einn
og einn Hafnarfjarðarbrandari getur veriö ágætur en endursagður æ ofan
í æ og jafnvel í heilh bók tekur gamanið af og hstræna gildið rýkur út í
veður og vind hafi það einhvem tíma verið merkjanlegt.
Það sem hins vegar stóð upp úr vom skúlptúrar Ingu Elínar, Ljóri I
og Ljóri fl. Ekki bara í orðsins fyhstu merkingu heldur og í óeiginlegri
merkingu orðsins. Nokkuð sem þolir meira en eitt tillit. Hin níu andht
Myndlist
Úlfar Þormóðsson
hennar (nr. 57-65) fannst mér líka standa undir orðinu hstaverk. Og
Heitur jökull nr. 66, 67 og 68 mætti vissulega vera til gagns og Jlýsandi
verk á húsveggjum í löngu skammdegi. Og þetta er ekki sagt í niðrandi
merkingu því að seint verður ofgnótt hstar mannsins utan veggja hans.
Tilraunir L.T. Shaw með uppávindinga fannst mér áhugaverðar, heldur
margar að vísu og bestar þær sem liturinn var hve tærastur.
Bestu verk Svöfu Bjargar vom tvímælalaust Lífsfley (nr. 25) og Geysir
(nr. 41), hvoru tveggja unnin af hstrænni virðingu fyrir efni og formum
og af góðri kunnáttu.
Þvi er svo ekki að neita að þama var fjárans mikiö af ofskreyttum hlut-
um og flúmðum, sem færðu heildarsvip sýningarinnar niður á einhverja
þá stigu að mér fannst að ég væri að skoða muni úr verksmiðju. Fremur
slakri meira að segja.
Gjarnan hefði ég viljað sjá það sem í Hafnarborg er sem þrjár sýningar
því sem þríþætt einsýning er þetta ekki góð sýning en hefði ef til vih
getað orðið að þremur góðum.
Loks má geta þess að í Sverrissal Hafnarborgar era sýndar vatnshta-
myndir eftir Eirík Smith sem er hluti af þeirri gjöf sem hann færði byggð-
inni sinni fyrir þremur áram eöa svo. Sú sýning er manninum og staðn-
um til sóma. Enda ekki við öðra að búast.
Báðar sýningarnar standa til 4. október.
Nákvæmlega
ekki neitt
- í Hafnar Q ar ðarportinu
Þaö er dásamlegt að koma í Portið þessa dagana. Þar er sýning á vatns-
htamyndum sem ber heitið Utan seihngar og rís svo fuhkomlega undir
nafni að þess er ekki nokkur kostur að höndla á henni nokkurn skapað-
an hrærandi hlut.
Það er ljóst að þetta er sýning á vatnshtamyndum. Það er einnig ljóst
að sá sem gerir þær er kona og heitir Jónína Björg. Myndirnar eru 21
talsins. Þetta er aht sem vitað er og er innan seilingarinnar, utan það
að gjömingur þessi á sér stað í Portinu í Hafnarfirði.
Þetta er makalaus sýning. Eftir því sem lengur er dvahð á staðnum
þeim mun minna er eftir af henni. Hún hverfur reyndar á stuttum tíma
og leysist upp í ekki neitt. Hún er hvorki vond né góð, hvorki björt né
dimm, áleitin né fráhrindandi og hefur nákvæmlega ekkert að segja þeim
sem sér hana á annað borð. Þetta er eiginlega ekkisýning. Fyrir vikið
meiri háttar framúrstefna og einstætt afrek út af fyrir sig.
Það er sama upp á teningnum hvað varðar þann sem sýninguna held-
ur. Um hann er ekkert sagt annað en gefið upp það konunafn sem að
framan greinir. Hvort konan er þama eða ekki skiptir svo sem ekki miklu
Myndlist
Úlfar Þormóðsson
máh. En hitt skiptir hvorki meira né minna en höfuðmáh hver hún er.
Því ef þessi kona er lærður hstamaður er sýningin gjörsamlega ómark-
tækt framlag th hsta og viðkomandi ætti að fara í skólann sinn aftur og
byrja upp á nýtt eða fá sér vinnu hjá kirkjukórasambandinu eða ein-
hverju ámóta fyrirbæri. Sé konan hins vegar hinn nafnlausi múgur og
ómenntuð í háhstum og væri með þessu framlagi sínu að gera grín að
þjóðarkvikindinu þá er hún líka snhlingur. Því það að búa th ekkert úr
efni og aðfóngum og sýna þaö frágengið í römmum á vegg svo þaö hverfi
fyrir augum manns út í ómæhð, það er hin sanna hst og upphafning sem
hvorki verður kennd né numin og aldrei að ehífu endurtekin.
Af upplýsingum á sýningarstað er það og utan seihngar og óhöndlan-
legt hversu lengi sýningin stendur og einnig hvenær hún er opin. Og svo
máttug verður hún við þessi rituðu orð sýningin af engu að ég veit núna
ekki einu sinni hvort hún var haldin eða ekki, þó svo að ég hafi staðið í
henni miðri sunnudaginn 19. þessa mánaðar.
En í guðana bænum leitið hana uppi.