Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1993, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1993, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1993 33 Veiðivon Norðurá í Borgarfirði er efsta veiðiáin á þessu sumri með 2100 laxa en næst kemur Hofsá i Vopnafirði með 1980 laxa. Á myndinni eru Ein- ar Sigfússon og Anna K. Sigþórsdóttir með þrjá laxa úr ánni. DV-mynd GVA Efstuveiðiámar: Norðurá örugg í efsta sætinu - Hofsá í Vopnafirði næst Línumar eru farnar að skýrast á veiðitoppnum en veiði lauk í síð- ustu veiðiánum á mánudaginn. Norðurá í Borgarflrði er í efsta sætinu en svo kemur Hofsá í Vopnafirði sem hefur sætaskipti viö Norðurá þetta árið. Norðurá gaf 2100 laxa. Hofsá var í efsta sætinu í fyrra en gaf 1980 laxa í ár. í þriðja sætinu eru síðan Laxá í Aðaldal með 1950 laxa. í íjórða sætinu eru Þverá í Borgarfirði með 1555 laxa. í fimmta sætinu eru Laxá á Ásum með 1460 laxa. Síðan koma Ellið- árnar með 1391 lax í sjötta sætinu. Víðidalsá í Húnavatnssýslu er með 1340 laxa í sjöunda sætinu. Laxá í Kjós gaf 1300 laxa og er í áttunda sætinu. Grímsá í Borgarfirði gaf 1225 laxa og það skipar henni í níunda sætið og Selá í Vopnafirði er í tíunda sætinu með 1096 laxa. Rétt fyrir neðan era Rangárnar og Miðfjarðará, svo að einhverjar séu nefndar. -G.Bender Noröurá í Borgarfiröi: Stangaveidifélagið leigir ána aftur „Við skrifuðum undir samning um leigu á Norðurá í Borgarfirði fyrir fáum dögum, leigan hækkar um 3% á milli ára sem er vísitölu- hækkunin," sagði Friðrik Þ. Stef- ánsson, formaður Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur, í gærkvöldi. „Við erum mjög sáttir með þessa niðurstöðu mála, áin gaf 2100 laxa í sumar og er efsta veiðiáin þetta áriö, sú eina sem fór yfir tvö þús- und laxa. Það lítur nokkuð vel út með sölu veiðileyfa til íslendinga sem og útlendinga næsta ár ef marka má fyrirspumir,“ sagði Friðrik ennfremur. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hef- ur látið lögregluna rannsaka meintar sprengingar í Brynjudalsá í Hvalfirði með viku milllbili. -G.Bender Síðustu holl í Vatnamótunum „Við fengum 40 sjóbirtinga og sá stærsti hjá okkur var 7 pund,“ sagði Gunnar Óskarsson en hann var að koma úr Vatnamótunum í Vestur-Skaftafellssýslu. „Flestir fiskarnir hjá okkur voru 2-3 pund. Næsta hol á undan okkur veiddi 36 fiska og 40 fiska þar á undan þeim. Veðurfarið hjá okkur var mjög slæmmt," sagöi Gunnar lokin. Veiddu 12 punda bleikju Veiðimenn, sem voru að koma af Dynjandiheiði í Suður-ísafjarðar- sýslu fyrir fáum dögum, veiddu fjórar bleikjur og var sú stærsta 12 pund en sú minnsta 7 pund. „Þaö eru mörg skemmtileg vötn á heiðinni og töluvert af fiski í þeim flestum," sagði veiðimaður á Bíldu- dal í gærkveldi. -G. Bender Fundir Leikhús ITC deildin Melkorka Opinn fundur ITC Melkorku verður haldinn miðvikudaginn 22. september kl. 20 í menningarmiðstöðinni í Gerðubergi í Breiðholti. Stef fundarins er: Sá sem kemur aftur er aldrei sá sami og fór. Á dagskrá er m.a. landkynning. Amal Qase frá Sómahu og Helga Þórólfsdóttir frá Rauða krossinum kynna Sómalíu. Gestur fundarins er Helga Þórólfsdóttir. Upplýs- ingar veita Fanney í s. 687204 og Edda í s. 686689. Fundurinn er öllum opinn. Mætum stundvislega. Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð Fimmtudaginn 23. september verður haldinn kynningarfundur í safnaðar- heimili Grensáskirkju. Kynnt verður vetrarstarf samtakanna: fræðslustarf, nærhópavinna og símaþjónusta. Fundur- inn hefst kl. 20.30 og er öllum opinn. Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn 7. október. Samkvæmt hefð samtakanna er fyrsti fyrirlestur vetrarstarfsins „Sorg og sorgarviðbrögð". Fyrirlesari er Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur ríkisspítala. Fyrirlesturinn verður í safnaðarheimili Grensáskirkju og hefst kl. 20. Sama kvöld verða þátttalkendur í fyrsta nærhópinn skráðir. Kvenfélag Óháða safnaðarins heldur fimd nk. fimmtudagskvöld þann 23. september kl. 20 í Kirkjubæ. Fundur um réttarstöðu þolenda ofbeldis Fundur um réttarstöðu þolenda ofbeldis, sem vera átti í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, í kvöld, 22. september kl. 20, verður í Risinu, Hverfisgötu 105. ATH: breyttan fundarstað. Fyrirlestrar Fræðslukvöld um Jesúmyndir I samtímanum Prófastsdæmin hafa haldið fræðslunám- skeið fyrir fólk við góðar undirtektir og greinilegt er að marga fýsir að fræðast um trúmál og andleg efni. i vetur mun Reykjavíkurprófastsdæmi eystra hefja skipulega fræðslustarfsemi fyrir full- orðna í söfnuðum prófastsdæmisins. Fræðslan verður í formi fyrirlestra og efni þeirra verður: Hver er Jesús frá Nasaret? Helstu hugmyndir manna í nú- tímanum um Jesú. Fyrirlestramir verða á fimmtudagskvöldum og verða tveir þeir fyrstu í Kópavogskirkju 23. septemb- er um efnið Hugmyndir Gyðinga um Jesú. Fyrirlesari verður dr. Sigurjón Ami Eyjólfsson héraðsprestur og hefjast fyrirlestramir kl. 20.30. Námskeið Námskeið I listþjálfun Á haustönn 1993 verða haldin eftirtalin námskeið í listþjálfun: Skapandi Ustþjálf- un, Listþjálfun - framhaldsnámskeið og Listþjálfun fyrir fagfólk. Listþjálfun fyrir fagfólk er ætluð fólki sem er áhugasamt um að nota Ustsköpun í starfi með böm- um og unglingum. Listþjálfun - fram- haldsnámskeið er hópmeðferð fyrir börn, unglinga og fullorðna. Em hún ætluð fyrir þá sem áður hafa verið í Ustþjálfun í meðferö eða á námskeiði í Ustþjálfun. Unnur Óttarsdóttir er leiðbeinandi á námskeiðunum. Hún er lærður Ustþjálfi með mastersgráðu frá Pratt Institute í New York. Unnur er löggiltur meðlimur í stéttarfélagi amerískra Ustþjálfa. Hún hefur unnið að meðferð í Ustþjálfun og haldið námskeið í skapandi Ustþjálfun fyrir böm, unglinga og fuUorðna. Unnur hefur kennt Ustþjálfun í framhaldsdeild Fósturskóla íslands. Upplýsingar og inn- ritun í sima 642064. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Smíðaverkstæðið FERÐALOK eftir Steinunni Jóhannesdóttur Þridja sýning sunnud. 26/9 kl. 16.00. Stóra sviðið KJAFTAGANGUR eftir Neil Simon laugard. 25. sept. kl. 20.00, sunnud. 26. sept. kl. 20.00. Sala aðgangskorta stendur yfir. Verð kr. 6.560 sætiö. Elli- og örorkulifeyrisþegar, kr. 5.200 sætið. Frumsýningarkort, kr. 13.100 sætið. ATH. Kynningarbæklingur Þjóð- leikhússins liggur frammi m.a. á bensínstöðvum ESSO og OLÍS. Miðasala Þjóðleikhússins verður opin alla daga frá kl. 13-20 meðan á korta- sölu stendur. Tekið á móti pöntunum i síma 11200 frá kl. 10 virka daga. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA Græna línan 996160- Leikhúslínan 991015 FRJÁLSI LEIKHOPURINN Tjarnarbíó Tjarnargata 12 STANDANDIPÍNA „Stand-up tragedy“ eftir Bill Cain Næstu sýníngar: 22. sept. kl. 20.00. Örfá sæti laus. 25. sept. kl. 20.00. Örfá sæti laus. 26. sept. kl. 15.00. 29. sept.kl. 20.00. Miðasala opin alla daga frákl. 17-19. Simi 610280 Tilkyimingar Námsstefna um erlendar konur á íslandi verður haldin laugardaginn 25. septemb- er nk. kl. 10-13 í Borgartúni 6, Reykjavík (Rúgbrauðsgerðinni). Em erlendar kon- ur á Íslandi kúgaður minnihlutahópur? Þessi spuming hefur verið rædd mikið í fjölmiðlum upp á síðkastið. Á námsstefn- unni verður rætt um þátt tungumáls og menntunar í aðlögun nýbúa. Siöfræðileg- ar vangaveltur um hjónabandið og ást- ina, hlutverk útlendingaeftirlitsins og lagareglur um landvist og fleira. Á borð- um verður léttur morgunverður. Tískusýning á Hótel Borg Tísku-leiksýning verður haldin á vegum Félags meistara og sveina í fataiðn. Sýn- ingin nefnist: Fötin skapa manninn og verður haldin fyrir boðsgesti á Hótel Borg fimmtudaginn 23. september kl. 20.30. Húsiö opnað kl. 20. Seinni sýningin verður opin almenningi sunnudaginn 26. september kl. 15. Húsiö opnað kl. 14. Aögangur er ókeypis. Sýningin er haldin í tUefni af 50 ára afmæli Félags meistara og sveina í fataiðn. Þessari sýningu er ætlað að varpa ljósi á helstu tísku- strauma áranna 1943-93. Á sýningunni koma fram u.þ.b. 30 módel, m.a. frá Mod- el 79. Pizza ’67 á Selfossi Nýr veitingastaður var opnaður á Sel- fossi nýlega þegar hjónin Erla Gísladóttir og Kristinn Grimsson opnuðu pitsustaö í húsi verslunarinnar Homsins. Fjöl- menni var á opnunardaginn og m.a. komu upphafsmenn og stofnendur Pizza ’67 í Reykjavík. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Sala aðgangskorta stendur yfir til 20. sept. Stóra svið kl. 20.00. SPANSKFLUGAN eftir Arnold og Bach 4. sýn. fim. 23/9. Uppselt. Blákortgiida. 5. sýn. fös. 24/9. Uppselt. Gul kortgilda. 6. sýn. laug. 25/9. Uppselt. Græn kortgilda. 7. sýn. sun 26/9. Örfá sæti laus. Hvitkortgilda. 8. sýn. miðv. 29/9. Fáein sæti laus. Brún kortgilda. Sala hófst laugard. 11. sept. Litla svið kl. 20.00. ELÍN HELENA eftir Árna Ibsen Frumsýning miðv. 6. okt. Sýn. fim. 7/10, fös. 8/10, lau. 9/10, sun. 10/10. ÁRÍÐANDI! Kortagestir með aðgöngumiða dag- setta 2. okt., 3. okt. og 6. okt. á litla sviðið, vinsamlegast hafið samband við miöasölu sem tyrst. Stóra sviðið kl. 14.00. RONJA RÆNINGJADÓTTIR ettir Astrid Lindgren. Sýn. sun. 10. okt., lau. 16. okt., sun. 17. okt. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-20. Tekiö á móti miðapöntunum í sima 680680 kl. 10-12 alla virka daga. Bréfasimi 680383. Greiðslukortaþjónusta. Munið gjafakortin okkar, tilvalin tæki- færisgjöf. Leikféiag Reykjavikur- Borgarleikhús. eftir Áma Ibsen í íslensku Óperunni. Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson Fö. 24. sept. kl. 20.30. Sýningum Lau. 25. sept. kl. 20.30. fækkar. Mið.-isalan cr opin daglcga írá kl. 17 • l') og svningardaga 17 ■ 20:30. Miðapantanir í símum l'l475 og 650140. rÓ LEIKHÓPURINN Telknimyndaspólur frá Skifunni Skifan hf. hefur gefiö út fjórar nýjar teiknimyndaspólur: Ævintýramyndina Prinsessan og durtarnir sem sýnd var í Regnboganum við miklar vinsældir á sl. ári. Einnig teiknimyndir frá Hanna- Barbera, Jóki í fjársjóðsleit/Stjömuvit- laus, íþróttir frá öllum hliðum og Þotu- fólkið. Þessar myndir eru með hinum heimsþekktu teiknimyndapersónum Jóka bimi, Hökka hundi, Fred Flintstone og fjölskyídu, Bleika kettinum o. fl. og allar tala þær nú íslensku. Valinkunnir leikarar ljá persónum raddir sínar. Myndimar em til sölu í verslunum um allt land.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.