Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 Fréttir____________________________________________________________________________pv Viötal DV við stúlkuna sem var hátt 110 tíma í einangrun eftir að hafa kært nauðgun: Sagði þeim á miðbæjar- stöð allt sem hafði gerst „Ég var þarna fyrir utan ásamt tveimur vinkonum mínum og önnur þeirra fór inn á veitingastaðinn með eigandanum. Ég var orðin áhyggju- full vegna hennar og bað annan mannanna sem Var með okkur aö fara og athuga málið því ég vissi ekk- ert hvert þau fóru. Hann kom til baka og sagði að allt væri í lagi og stuttu seinna kom vinkona mín út og ég sá að hún var búin að taka efni. Á meðan maðurinn haíði verið að athuga málið hafði hin vinkona mín farið eitthvað. Síðan fór ég inn með manninum sem hafði beðið með mér úti. Hann fékk lyklana hjá eigandan- um og við fórum upp til aö ná í efn- iö. Ég vil taka það fram að ég hafði lítið drukkið þetta kvöld. Hann læsti hurðinni innan frá með lykli og ég komst ekki út. Hann bauð mér í glas á meðan hann geröi efnið klárt qg áður en ég vissi af gerðist þetta. Ég Stígamót: Meðferð- ■ " »■■ mtil hábor- Theódóra Þórarinsdóttir, starfskona Stígamóta, segir aö meö því að ftytja stúlkuna ekki strax á neyðarmóttöku til rann- sóknar hafl mikilvæg sönnunar- gögn í máli stúlkunnar eyðilagst. Námskeið haii verið haldið með lögreglunni um hvernig með- höndla beri fórnarlömb nauðg- unarmála og skýrt mikilvægi þess að þau séu rannsökuð strax, í raun hafi sú regla veriö í gildi að fara með fórnarlömbin strax á neyöarmóttöku. Sú regla hafi verið brotin. „Þó svo að stúlkan hafi ekki ætlað að kæra þá er leiðin að fara upp á neyðarraóttöku til læknis- skoðunar. Þar á hún að ákveða hvort hún vilji kæra og kalla til RLR eða ekki, Það er hennar að ákveða það,“ segir Theódóra. „Okkur finnst þetta reyndar til háborinnar skammar. Það má alveg koma fram. Okkur finnst þaö mjög slæmt að sumir virðast enn ekki gera sér grein fyrir því hvað það er að lenda í slíku, þrátt fyrir að viö séum búnar aö halda námskeið með lögreglunni,“ seg- ir Thcódóra. -pp Tveir sigrar hjá Jáni Lofti Eftir 5 umferðir á opna alþjóð- lega skákmótinu á Krít er enski stórmeistarinn Tony Miles einn efstur meö 5 v. Annar er Stura, stórmeistari frá Georgíu, með 4 'A v. 15 skákmenn deila 3. sæti með 4 v. og er Jón L. Ámason meðal þeirra. Jón vann Novoselskí í 4. umferð og Nikcervic í þeirri fimmtu. Keppendur 146. -hsím streittist á móti og reyndi að ýta hon- um burtu og bað hann um aö hætta,“ segir 16 ára stúlka sem kært hefur nauögun 23. september síðasthðinn. Stúlkan kærði nauðgunina til lög- reglu en var sett í einangrun og þurfti að dúsa þar hátt í 10 tíma áður en hún var flutt á Borgarspítala til rannsóknar. „Á eftir komst ég út en var búin að taka inn efni. Vinkona min sagð- ist ætla aftur upp en ég reyndi aö stoppa hana en hún hlustaði ekki. Þegar ég kom niður vildi vinkona mín fara upp og geröi það. Ég veit að þetta lítur illa út en þaö breytir engu því þetta gerðist.“ Voru í leit að vímuefnum Hún segist hafa verið ásamt tveim- ur vinkonum sínum, á svipuðum aldri, á vínveitingahúsi umrætt kvöld og þar hafi hún hitt tvo araba sem hafi ætlað að útvega þeim fíkni- efni. Stúlkurnar fóru út með þeim þar sem þeir sögðust hafa efnið í skottinu á bílnum sínum. Síðan hafi þeir eitthvað rætt saman við bílinn og sagt svo við þær að þeir þyrftu að fara annað og ná í efnið. Þær hafi falhst á það og forin endaö við kaffi- hús í miðbænum sem annar þeirra rekur. Þar hafi atburðurinn gerst. Miðbæjarstöðin vissi allt Stúlkan segist hafa hitt vin sinn fyrir utan kaffihúsið fyrir tilviljun og hann hafi bent henni á að fara niður á lögreglustöð og kæra atburð- inn og segja frá því að vinkona henn- ar væri ennþá inni í húsinu. Því hafi hún farið í ofboði niður á miðbæjar- stöð lögreglunnar og lýst fyrir lög- reglumönnunum nokkuð nákvæm- lega, aö eigin sögn, hvað hafi gerst og beðið þá að hjálpa sér að ná í vin- konu sína. Þeir hafi verið mjög vilj- ugir og farið og náð í vinkonu henn- ar. „Ég sagði þeim á miðbæjarstöðinni allt sem hafði gerst og þeir voru mjög almennilegir," segir stúlkan. Hún segir að um þetta leyti hafi áhrif fikniefnanna sem hún tók inn á kaffihúsinu komið í ljós og hún muni aöeins óljóst eftir því sem hafi gerst eftir það. Hún muni þó að hún hafi veriö flutt á aöalstöð lögreglunn- ar. Þar hafi hún beðiö um að fá að hringja í föður sinn en sér hafi verið neitað um það. Eins og fyrr segir voru áhrif fíkniefnanna farin að koma í ljós skömmu áður og um þetta leyti hafi þeirra verið farið að gæta mjög mikiö og segist hún því htið muna eftir framhaldinu. Vinkona hennar, sem var flutt með henni á aðalstööina, man hins vegar eftir þvi sem gerðist og segir hún Um þessar mundir er unnið aö gangstígsgerð i Fossvogsdal og er áætlað að verkinu Ijúki í byrjun desember. Verið er að skipta um jarðveg og undirbúa nýjan gangstíg sem á að liggja meðfram byggðinni í dalnum. Gangstígurinn verður hluti af gangstigakerfinu frá Ægisíðunni upp að Elliðaám. Foreldrar barna í Fossvogsdal hafa haft sam- band við blaðið og kvartað undan slysahættu á þessum stað. Farið er aö rökkva snemma á kvöldin og börn að leiká á óupplýstu og ógirtu svæði geta auðveldlega farið sér að voða. -GHS/DV-mynd BG Slysahætta í Fossvogsdal Böðvar Bragason lögreglustjóri: Voru erf iðar viðureignar „Það er mjög erfitt að eiga viðræð- ur við þær. Þær slá úr og í hvort að um nauðgun sé að ræða eða ekki. Þær vilja ekki að það sé haft sam- band við aðstandendur og málið er mjög á reiki og óljóst. Þær eru það sem við getum kallað erfiðar viður- eignar,“ segir Böðvar Bragason lög- reglustjóri viö DV um framburð stúlknanna á aðalstöðinni í Reykja- vík. Hann segir að haft hafi verið sam- band viö RLR og maður þaðan komið á staðinn innan viö klukkustundu seinna. í millitíðinni hafi stúlkurnar viljað hverfa af stöðinni en aðalvarð- stjóri ekki talið það heppilegt, hvorki fyrir þær né aöra. Því hafi þær veriö settar í geymslu þangað til RLR kom. „Niðurstaðan varð sú að RLR gerði ekki annað en að óska eftir því að þær væru hér áfram aö ég held vegna ástands þeirra,“ segir Böðvar. í yfirlýsingu RLR segir meðal ann- ars að rannsóknarlögreglumaöur hafi ætlaö aö ræða viö stúlkuna sem var sofandi í fangaklefa. Hann hafi vakið stúlkuna en hún ekki viljað ræða við hann. „í ljósi þess að ekki var til meðferð- ar kærumál, sem heyrði undir RLR, heföi stúlkan í raun og veru mátt fara. Hins vegar var það samdóma álit lögreglumannanna sem unnu að málinu að ekki væri forsvaranlegt vegna vímuástands stúlkunnar og ungs aldurs að sleppa henni á göt- una. Ekki var vitað með vissu á þeirri stundu um dvalarstað stúlkunnar eða aðstandendur og var því af hálfu RLR haft samband við Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar," segir í yfirlýsingunni. Fulltrúi Félagsmálastofnunar hafi komið á lögreglustöð eftir klukkan 13 og þar með hafi afskiptum RLR lokið í bili. Klukkan 17 sama dag hringdi hjúkrunarfræðingur af neyðarmóttöku til RLR, tilkynnti að stúlkan væri þar og vildi kæra nauðgun eftir að hafa gengist undir læknisskoðun. Þá fyrst hafi málið verið tekið til rannsóknar. -pp viðmót lögreglunnar ekki hafa verið upp á marga fiska á aðalstöðinni. Þær hafi báðar verið fluttar í ein- angrun vegna framkomu sinnar en enginn virðist hafa reynt að hafa samband við miðbæjarstöð þar sem vitneskja um atburðinn hafi legið fyrir. Hún er einnig undrandi á því að það hafi ekki strax verið haft sam- band við Stígamótakonur og hún flutt til skoðunar. Rannsókn málsins er nú lokið af hálfu RLR og hggur nú hjá ríkissak- sóknara, sem tekur ákvörðun um útgáfu ákæru á hendur manninum sem kærður er fyrir aö nauðga stúlk- unni. Hann er búsettur í Hollandi og er einungis í heimsókn hér á landi og hefur verið úrskurðaður í far- bann. -pp Stuttar fréttir Grandikaupirtogara Grandi hefur keypt nýjan frystitogara af Den norske bank í Noregi fyrir 570 mihjónir króna. Togarinn kemur í stað frystitog- arans Snorra Sturlusonar sem annað hvort verður seldur eða sendur á Ijarlæg fiskimið. Dregurtilbaka lðnaöarráðherra hefur dregið til baka uppsagnir starfsmanna Rafmagnseftirhts rikisins á Norðurlandi og Austurlandi og hætt við frekari breytingar á fyr- irtækinu. Ríkisútvarpið greindi frá þessu. Öllum sagtupp Öllu starfsfólki Kaupfélagsins Fram í Neskaupstað, 36 aö tölu, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar eru liður í endur- skipulagningu kaupfélagsins samkvæmt fréttum RÚV. Konur höfða mál Tvær konur liafa höföað mál gegn Landspítalanum vegna læknamistaka í brjóstaminnkun- araðgerðum. Önnur konan hefur einnig stefnt tryggingalækni samkvæmt frétt Stöðvar 2. Röskvafyriraðkasti Tíminn greinir frá því að Röskvufólk úr Háskólanum hafi orðið fyrir aðkasti á landsfundi Sjálfstæðisflokksins en félagiö sá þar um veitingasölu. Fjármálaráöuneytið hefur gefið út reglugerð um tollfrjálsan far- angur ferðamanna sem meðal annars batrnar innílutning á steralyfium, umfram það magn sem eðlilegt telst, samkvæmt frétt Morgunblaðsins. Kristjánog Jordan troðaupp Kristján Jóhannsson óperu- söngvari og körfuboltasnillingur- inn Míchael Jordan koma fram saman í vinsælum sjónvarps- þætti í Bandaríkjunum um næstu helgi. Morgunblaöíð greinir frá þessu. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.