Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Page 3
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 3 dv Fréttir Sjónvarpið: Evrópsktefnií stað stillimyndar? „Nú er runnin upp gervihnattaöld og þaö er spurning hvort Ríkisút- varpiö á ekM að bregðast viö breytt- um tímum með því að sinna menn- ingarlegri skyldu sinni í evrópsku samhengi. Það rignir yfir okkur eng- ilsaxnesku sjónvarpssefni. Við höf- um rætt um að endurvarpa evrópsku efni og mér finnst þetta ákaflega spennandi hugmynd,“ segir Arthur Björgvin Bollason, aðstoðarmaður útvarpsstjóra. Á skrifstofu útvarpsstjóra er til umræðu að endurvarpa þýsku og frönsku menningarefni í stað stilli- myndar, utan útsendingartíma Sjón- varpsins. Til boða stendur sjónvarps- efni frá Deutsche Welle í Þýskalandi, sem sendir út á þýsku, ensku og spænsku, og frá TV 5 í Frakklandi sem hægt yrði að endurvarpa hér á landi endurgjaldslaust. Einnig er til umræðu að sjónvarpa beint frá Al- þingi nokkra daga í viku. Að sögn Arthurs er þetta enn á umræðustigi og hann tekur skýrt fram að enn hafi engar ákvarðanir verið teknar. Kanna þurfi kostnað- inn og ýmis önnur atriði, jafnt tækni- leg sem lagaleg. Enn sé ekki ljóst hvort endurvarp á vegum Sjónvarps- ins sé formlega mögulegt. -kaa Norðurland: Rjúpnaskyttur meðmjögmis- jafnanfeng Gyffi Kristjánsson, DV, Aknreyri: Rjúpnaveiðimönnum á Norður- landi hefur gengið mjög misjafnlega við veiðamar það sem af er veiðitím- anum. Sögur em af ágætri veiði en einnig af þeim sem sáralítið hafa fengið eða ekki neitt þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir. Viömælandi DV á Þórshöfn sagði að þar um slóðir hefðu þeir sem mest hefðu skotið verið að fá um 20 fugla yfir daginn og væru það hærri tölur en á sama tíma í fyrra. í S- Þingeyjarsýslu eru hæstu tölur sem heyrst hafa um dagveiði tæplega 30 rjúpur yfir daginn en tölurnar lækka þegar dregur nær Akureyri. Öllum viðmælendum DV bar sam- an um að lítið væri að marka veið- arnar það sem af væri veiðitímanum. Veður hefði verið mjög óhagstætt ijúpnaskyttum; ekki hefði komið nema smáfol og nú væri auð jörð uppi um öll fjöll og engin rjúpa á ferli í hefðbundnum veiðilöndum. Kópavogur: Lánveitendur kanni sjálf ir veðhæfnina „Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa gefið veðleyfi meðan ekki hefur verið gefinn út lóðarleigusamningur því að þeir sem ekki hafa þinglýsta eign- arheimild geta ekki veðsett fram- kvæmdimar að öðram kosti. Sá sem lánar út á byggingaframkvæmdirnar verður sjálfur að kanna veðhæfni framkvæmdanna. Bæjaryfirvöld koma ekki nálægt því,“ segir Þórður Þórðarson, bæjarlögmaður í Kópa- vogi. Bæjaryfirvöld í Kópavogi velta nú fyrir sér að gefa fyrr út lóðarleigu- samninga en áður þar sem reynsla hinna sveitarfélaganna á höfuðborg- arsvæðinu sýni hagkvæmni þess. Kópavogsbær gefur út lóðarleigu- samning eftir að byggingar eru fok- heldar og lóðir gróflafnaðar en fram að því verður að gefa veðleyfi vegna veðsetninga. DV greindi frá því um helgina að nokkurrar óánægju gætti í Kópavogi vegna þess að bæjaryfirvöld hefðu gefið út veðleyfi til aðila sem notuðu veðleyfin til að svíkja út fé. SURROUND SOUND NICAM DICITAL STEREO ER TÆKIFÆRHD ! NORDMENDE Okkur tókst að semja AFTUR sérstaklega um heilan gám af þessum vönduðu Nordmende 29" sjónvarpstækjum. Nú getur þú gengið inn í þessi magn- innkaup okkar við Nordmende-framleiðendurna í Þýskalandi og tryggt þér 29" stereo-litsjónvarpstæki á lægra verði en þekkst hefur áður hérlendis. Spectra SC 72 NICAM er meö 29" flötum glampalausum Black Matrix Super Planar-skjá, S-VHS-tengi, 40W Nicam stereo- magnara, 4 hátölurum, Stereo Wide, Surround hljómi (tengi fyrir Surround-hátalara), tengi fyrir heyrnartól, 60 stöðva minni, sjálfvirkri stöðvaleit, Pal-Secam-NISC-video, fullkominni fjarstýr- ingy, aðgerðastýringu á skjá, innsetningu á stöðvanafni á skjá, tímarofa, 16:9 breiðtjaldsmóttöku, barnalæsingu, íslensku textavarpi, 2 scart-tengi, tengi fyrir 2 auka hátalara o.m.fl, Nordmende-sjónvarpstækin eru vönduð þýsk gæðaframleiðsla og hafa um áraraðir verið í notkun á Islandi við góðan orðstýr. VISA-raðgreiðslur: Engin útborgun og u.þ.b. 7.200 kr. á mán. í 18 mánuöi EURO-raðgreiðslur: Engin útborgun og 11.437 kr. á mán. í 11 mánuði Munalán: 27.450,- kr. útborgun og 3.845,- kr. á mán. í 30 mánuði Ath! Samskonar sjónvarpstæki kosta u.þ.b. 130.000,- til 150.000,- kr. hér á landi, en þessi bjóðast ódýrari vegna magninnkaupa. Verð aðeins 109.900,- kr. eöa uictuooáelnumdegi! Mh.Heillgá*uneld‘s PP Frábær greibslukjör viö allra hæfi E Samkort VISA MUNÁLÁN tualttaö30mán. Fullur gámur af 29" sjónvarpstækjum seldist upp á einum degi, áður en tækin komu í Radíóbúöina nf. Við erum með sýningartæki í versluninni, en von er á næsta gámi til landsins eftir u.þ.b. tvær vikur. Það er um takmarkað magn að ræða og við erum þegar byrjuð að taka á móti pöntunum. Því er best að hafa hraðann á til að komast inn í þessi magninnkaup. Komdu strax, það margborgar sig ! : . / II -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.