Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 Stuttar fréttir Utlönd Kaþólikki skotinn Kaþólskur maöur í Beifast var skotinn og alvarlega særður að syni sínum ásjáandi. Öndinnivarpað íSarajevo íbúar Sarajevo önduðu léttar eftir að bosnískur stríðsherra sem stjómaði glæpastarfsemi í borginni var skotiim til bana. ÁgreiningurumGaza Djúpstæður ágreiningur er kominn upp milli ísraela og Pal- estinumanna í viðræðum um út- færslu heimastjómar á Gaza og í Jerikó en aðilar em ákafir í að leysa hann. Morðingi sinnisveikw Hosni Mu- barak Egypta- landsforseti sagði að byssu- maður, sem varö þremur erlendum ferðamönnum, tveimur Bandaríkjamönnum og einum Frakka að bana í Kaíró, væri sinnisveikur. Nygaardheim Norski forleggjarinn Wilham Nygaard sem reynt var að ráða af dögunum fór heim af sjúkra- húsi í gær. Öryggissveitir í Níger réðust inn í flugvél sem ræningjar héldu, leystu 20 gísla úr haldi en einn úr áhöfninni lét lífið. Biökkukona á þing Blökkukona var kjörin á kana- díska þingið í fyrsta sinn um helgina. Reuter Eru þetta ekki flott blóm fyrir forseta? - spurði ung, íslensk stúlka þegar hún afhenti Vigdísi blómvönd í Ási Gunnar Blöndal, DV, Ósló: „Era þetta ekki flott blóm fyrir for- seta?“ spurði Saga Brá Davíðsdóttir þegar hún afhenti Vigdísi Finnboga- dóttur forseta blómvönd við komuna til Áss í gær. íslendingar í Ási fjöl- menntu á fund Vigdísar þegar hún kom til að skoða rannsóknarstöð norsku skógræktarinnar í Ási. Ferð- in þangað var efst á óskalista forset- ans og gerðu Norömenn mikið úr áhuga hennar á skógrækt. í Ási kepptu fulltrúar Norðmanna og íslendingar í gróðursetningu trjáa og máttu gestirnir þola ósigur eftir jafna keppni. Haraldur konungur og Sonja drottning voru með Vigdísi í Ási og hópuðust jafnt böm sem full- orönir að fyrirfólkinu. í dag er ferðinni heitið til Þránd- heims. Þar höfðu menn í gær nokkr- ar áhyggjur af mótmælum náms- manna sem eru ósáttir við framlög til skólans á næstu fjárlögum. Mátti sjá mótmælaborða á lofti í háskólan- um í gær. Námsmenn vildu þó taka skýrt fram aö ekki væri verið að mótmæla komu forseta íslands heldur væm þeir að nota tækifærið til að minna á málefni skólans. Vigdís hefur verið gerð að heiðursdoktor við Þránd- heimsháskóla og tók í dag við viður- kenningunni og þakkaði fyrir sig meðræðu. ntb Vigdís Finnbogadóttir naut sin vel í barnahópnum í Ási, austan Óslóar, í gær. Þar gróðursetti hún trjáplöntur með aðstoð barnanna. Á eftir kepptu íslendingar og Norðmenn i trjáplöntun og sigruðu íslendingar. í dag hefur Vigdís verið í Þrándheimi á seinasta degi heimsóknarinnar. DV-símamynd Gunnar Blöndal TÆKNI //////////////////////////// AUKABLAÐ UM TÆKNI Miðvikudaginn 10. nóvember mun aukablað um tækni fylgja DV. Blaðið verður fjölbreytt og efnismikið en í því verður fjallað um flest það sem viðkemur tækni til nota á heimilum og víðar. í blaðinu verða upplýsingar um sjónvörp, myndbönd, heimabíó, myndavélar, símtæki, faxtæki, þjófavarnakerfi og ýmsa hagnýta tækni sem notuð er bæði heima og heiman. Þeim sem vilja koma á framfæri nýjungum og efni í blaðið er bent á að senda upplýsingar til ritstjórnar DV, Hauks Lárusar Haukssonar, fyrir 2. nóvember. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu auka- blaði, vinsamlega hafi samband við Björk Brynjólfsdóttur, aug- lýsingadeild DV, hið fyrsta, í síma 63 27 23. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 4. nóvember. Ath.l Bréfasími okkar er 63 27 27 Þverholti 11.-105 Reykjavík-Sími 91 -632700 - Símbréf 91 -632727 Noregsheimsókn forseta íslands: Konungurinn skaut sjálfur bráð í matinn Haraldur Noregskonungur sá sjálfur um að afla villibráðar í veisl- una með Vigdísi Finnbogadóttur í Akurhúskastala við upphaf Noregs- heimsóknar hennar. Þetta þykir sjálfsagt mál enda er Haraldur kon- ungur kunnur útivistar- og veiði- maður. Konunglegi meistarakokkurinh Marasu Inage sá um að gera mat úr villibráðinni. Hann sagði í samtali við norska Dagbladet að hann hefði undirbúið veisluna í heilan mánuð. Þegar á fyrstu stigum undirbúnings- ins var ákveðið að leggja áherslu á haust og vMbráð. í matinn voru m.a. ijúpur. Þurfti 60 fugla í forréttinn en ekki fylgir sögunni hvort konungur skaut þá alla. í aðalrétt vom elgslundir með ýmsu meðlæti. Á eftir fylgdi gratin- eraður graflax og blandaðir ostar. Að lokum var borinn fram ís með moltuberiasósu. Alls tóku um 100 manns þátt í að undirbúa veisluna. Var mikil áhersla lögð á að hún yrði öli hin virðuleg- asta og gekk það eftir. Veislugestir voru 176 og bar ekki á öðm en að þeir færa bæöi saddir og glaðir frá borðum. Meistarakokkurinn Masaru Inage notaöi m.a. sextíu rjúpur í forréttinn. í aðalrétt voru elgslundir. Kokkurinnn hóf undirbúning fyrir veisluna i síð- asta mánuði en konungur fór á dögunum í veiði að afia bráðar. Hollenskamaf- ían með puttana í stjórnmálum Eyþór Eövardsson, DV, Ainsterdarn: Mikið upplausnarástand ríkir þessa dagana í hollenskum stjórnmálum vegna yfirlýsinga nokkurra áhrifamanna í Amst- erdam, þar á meðal lögreglustjór- ans og borgarstjórans, um að hol- lenska mafian hafi stjómmála- menn á sínum snærum. Lögreglustjórinn segist vita um stjómmálamann sem vinni fyrir mafíuna en neitar að gefa upp nafn hans. Forseti þingsins hefur krafist þess að dómsmálaráð- herrann gefi þinginu skýr svör í málinu sem fýrst þar sem það sé mjög alvarlegt. Hagsmunir mafiunnar í Hol- landi eru umtalsverðir og liggja aöallega í gríðarlegu magni fíkni- efna sem fer í gegnum Amster- dam á ári hverju. Fjölmiðlar teija að mafían vilji m.a. að stjórnvöld haldi óbreyttri stefnu í raálefnum eiturlyíja. Vinsætdir Balladursdala Vinsældir ríkisstjómar Edouards Balladurs, for- sætisráðherra Frakkiands, minnkuðu um tíu prósentu- stig á einum mánuði og nýtur stjómin nú fylg- ist færri en fimmtíu prósenta landsmanna í fyrsta sinn frá því hún tók viö völdum, segir í nýrrí skoöanakönnun. íteuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.