Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Page 11
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993
11
Uflönd
Nyrup ætlar að
biðjaum lokun
kjarnorkuvers
Poul Nyrup
Rasmussen,
forsætisráð-
heira Ðan-
merkur, hefur
nú blandaö sér
í deiluna um
sænska kjarn-
orkuveríð
Barseback þar sem leki hefur all-
oft komið upp að undanförnu.
Tæknimenn fUndu svo orsakir
lekans í gær.
„Þaö veröur að loka Barsebáck
eins fljótt og hægt er. Sú stefna
stjómarinnar er skýr og ég hef
hugsað mér að segja Carli Bildt
það,“ sagðl Nyrup í viðtali við
Ekstra Bladet í gær.
Þeir Nyrup Rasmussen og Bildt
hittast i Maiáuhöíh á Álandseyj-
um á fundi Norðurlandaráðs í
næsta mánuði. Þar ætlar Nymp
að gera Svíum ljóst að hann er
aö verða fullsaddur á síendur-
teknum vandamálum í kjarn-
orkuverinu.
ÓvinirEBhjá
norskum krötum
íhópsaman
Andstæðingar Evrópubanda-
lagsins innan norska Verka-
mannaflokksins stofnuðu í gær
hreyflngu sem ætlað er að berjast
gegn aðild að bandalaginu. Leið-
togi hreyíingarinnar verður Hall-
vard Bakke, helsti EB-andstæð-
ingurinn innan þingílokks
Verkamannaflokksins.
Hin nýja hreyfing er eins konar
ný útgáfa af samtökum andstæð-
inga EB sem höföu sigur í þjóðar-
atkvæðagreiðslunni áriö 1972
þegar aðiid var hafnað.
Ekkertspursttil
74sýnaeyðni-
smitaðs blóðs
Danska lögreglan hefur enn
ekki komist á spor 74 glerhylkja
með eyðnismituðu blóði sem stol-
ið var á sjúkrahúsinu í Hvidovre
fyrir nokkru. Alls voru 75 gler-
hylki tekin en eitt þeirra fannst
á þriðjudag og var þaö tómt.
Hylkið fannst í Nörrebrohverfi
í Kaupmannahöfn, á stað þar sem
fíkniefnaneytendur koma saman.
Þaö var hundur einn sem var á
göngu með eiganda sínum sem
fann glerhylkið.
Lögreglan hefur varað fikni-
efnaneytendur við hylkjunum.
stjórnar herferð
gegnglæpum
Bandaríski
skemmtikraft-
urinn og fyrir-
myndarfaðir-
inn Bill Cosby
ætlar að fara
fyrir krossferð
mannréttinda-
leiötogans Jes-
ses Jacksons á hendur glæpum
svartra gegn öðrum svertingjum.
Þetta kom fram í blaðinu New
York Post í gær.
Cosby, sem er einn af vinsæl-
ustu og auðugustu skeramtikröft-
um Bandarikjanna, mun sitja í
forsæti sérstakrar nefndar sem á
að vinna gegn andfélagsiegum
boðskap i garð blakkra og þjóðfé-
lagsins í heild í fjölnúðlum.
Jesse Jackson sagði á fundi meö
blaðamönnum New York Post að
Cosby heföi fallist á að taka verk-
ið að sér síðastíiðinn sunnudag.
Á fundinum gagnrýndi Jackson
isefni í sjónvarpi.
Biteau, NTB, Bíuter
Noregurbyggðist
norðanfrá
Finnmörku
Norskir fornleifafræðingar
segja að allt bendi til að fyrstu
íbúar Noregs hafi komið úr
norðri og fyrst tekið sér bólfestu
á Finnmörku áður en þeir héldu
áfram suður á bóginn.
Fyrir skömmu fundust á Mag-
eröya í Finnmörku vísbendingar
um búsetu manna þar fýrir 10.300
árum. Til þessa hefur verið talið
að elstu mannvistarleifar í Nor-
egi væru 9.600 ára gamlar. Fólkið
sem fyrst bjó í Noregi liföi af fisk-
veiðum.
Allir vilja sjá
Kínverski
kvikmynda-
leikstjórinn
Ding Yinnan
hefur ákveðiö
að ráðast í að
gera mynd í
t.vöfaidri lengd
um fiokksleið-
togann Deng Xiaoping. Leikstjór-
inn segir að myndir um gamla
flokksbrodda njóti meiri vin-
sælda en aðrar myndir í Kína og
þvi sé hann aðeins að bregðast
við kröfum markaöarins.
Árið 1991 sló mynd um Zhou
Enlai öll aðsóknarmet í Kína og
er reiknað með að Deng gamli
reynist ekki síður vinsæll.
Skutusjálfasig
nidurmeð
tundurskeyti
Rannsóknarnefiid á vegum
bandaríska flotans hefúr komist
að þeirri niðurstöðu að skipverj-
ar ákjamorkukafbátnum Scorpi-
on hafi skotið sjálfa sig niður með
tundurskeyti. Kafbáturinn týnd-
ist árið 1968 og hafa afdrif hans
veriö óráðin gáta upp frá því.
í nýrri skýrslu er þvi haldið
fram að skipverjar hafi af ein-
hverri ástæðu skotið tundur-
steyti frá bátnum en það snúið til
baka og sprengt bátinn í tætlur.
Scorpion liggur á hafsbotni í
sunnanverðu Atlantshafi. Að
sögn hefur ekki orðið vart við
geislavirkni frá honum.
Julia Roberts
ekkiþunguð
Blaöafulltrúi
bandarisku
leikkonunnar
Juiiu Roberts
hefur séð
ástæðu til að
senda frá sér
yfirlýsingu
þess efnis
að stjarnan sé ekki þunguð. Að
baki býr að breska blaðið The
Sun birti nú i vikunni frétt þess
efnis að Julia heföi látið fallerast
við upptökur á síðustu mynd
sinni og myndi verða léttari í
apríl.
Jafnaðium síma-
vélarnar
Bandaríkjamaður, sem er ósátt-
ur við að fá bara svör frá sjálf-
virkum símavélum í stofnunum
og fyrirtækjum, hefur þróað sér-
stakan tölvubúnaö við símann
sinn til að hringja látlaust í síma-
vélar úti íbæ.
Slysist mennskur maöur til að
svara er honum bent á aö styðja
á 1 og þá svarar símavél lirekkja-
lómsins að eigandi hennar sé því
miður upptekinn og geti ekki
komið í símann. Uppátæki þetta
nýtur litilla vinsælda í fyrirtækj-
um vestra. ' |
Móana Pozzi verður i framboði til borgarstjóra í Róm síðar í haust á vegum ítalska Astarflokksins. Framboðið
var kynnt með mikilli viðhöfn í gær og höfðu konurnar m.a. búið til rjómatertu með mynd af hringleikahúsinu
Colosseum. Simamynd Reuter
ítalskar konur ætla sér stóran hlut í komandi kosningum:
Ætla sér völd í
Napólí og Róm
- Ástarflokkurinn enn í sárum eftir hrakfarir í þingkosningum
Itölsk kvennaframboð ætla sér
stóran hlut í komandi bæjar- og
sveitarstjórnarkosningum þann 21.
nóvember. í gær var framboð vænd-
iskonunnar Móönu Pozzi kynnt með
pompi og prakt í Róm. Hún ætlar sér
ekkert minna en stól borgarstjóra ef
kjósendur vilja sjá hana.
Ástarflokkurinn ítalski hefur verið
í sárum frá því hann beið afhroð í
þingkosningum á síðasta ári. Þá varð
flokksleiðtoginn Cicciolina að hætta
við framboð vegna óléttú en kyn-
systrum hennar tókst ekki að halda
uppi merkinu.
Nú á að blása
nýju lífi í
flokksstarfið og
nýta sér megna
og vaxandi
óánægju al-
mennings með
stjómmála-
menn úr hópi
karla. Þar fefi- Alessandra
ur hver dreng-
urinn eftir ann-
an vegna hneykslismála og því telja
konurnar rétt að bjóða enn fram ást-
Mussolini.
I Napolí ætlar Alessandra Musso-
lini, barnabarn fasistaleiðtogans, sér
embætti borgarstjóra. Hún hefur
verið áberandi í stjórnmálum á Ítalíu
síðustu ár og á sér dyggan stuðnings-
hóp þótt ástin sé ekki eins ofarlega á
stefnuskránni hjá henni og sjálfum
Ástarflokknum.
Baráttumál Pozzi og Ástarflokks-
ins verða sem fyrr réttindamál
vændiskvenna og að stjórnmála-
menn lofi ástinni að komast að í
störfum sínum. Flokkskonur segja
að vandamál ítaliu megi rekja til ást-
leysis.
Danski Framfaraflokkurinn:
Á móti lánaábyrgðum til Færeyja
Þingmenn Framfaraflokksins í
Danmörku gerðu harða hríð að
stjóminni í gær við fyrstu umræöu
frumvarps um að staðfesta nýgerðan
samning við færeysku heimastjóm-
ina. Sá samningur gerir ráð fyrir að
Danir ábyrgist lán upp á 13 milljarða
íslenskra króna sem á að bjarga
tveimur stærstu bönkum Færeyja.
Kirsten Jacobsen, talsmaður
Framfaraflokksins, var ipjög harð-
orð í ræðu sinni á þinginu.
„Peningamir sem við gefum fær-
eysku bönkunum snúa við á diski í
Þórshöfn og fara aftur heim til Dan-
merkur eða rjúka tíl erlendra
banka,“ sagði hún.
Flokkurinn harmaði að fjármála-
ráðherrann skyldi ekki hafa tryggt í
samkomulaginu að allar bygginga-
framkvæmdir í Færeyjum yrðu
stöðvaðar.
„Með einu pennastriki er hægt að
taka tvo milljarða af framlögum til
mannvirkjagerðar án þess að einn
einasti Færeyingur taki eftir því,"
sagði Kirsten Jacobsen.
Ræðumenn annarra flokka sögðu
hins vegar að samkomiúagið væri
nauðsynlegt og það heföi verið
skylda danskra stjómvalda að gera
það. Samkomulagiö gerir einnig ráð
fyrir þvi að færeyska landsstjómin
skeri um tvo og hálfan milljarð ís-
lenskra króna af fiárlögum næsta
árs. Ritzau