Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993 Spumingin Kanntu að dansa? Viðar Guðmundsson: Nei. Vilhjátmur Haraldsson: Já, ég er al- besti dansarinn. Júlíana Guðmundsdóttir: Já. Sigrún Björnsdóttir: Já, ég kann það. Karl Rörbeck: Nei, það kann ég ekki. Mér finnst það afskaplega leiðinlegt. Guðmundur Gunnarsson: Nei, ég er mjög lélegur dansari. Það er einna helst að konan dragi mig út á gólfið. Lesendur Lífskjor almenn- ings - f ríðindi hinna Bragi Árnason skrifar: Mikið hefur verið rætt um kjör og fríðindi manna í æðstu stjómunar- stöðum þessa lands. Þeir virðast vera búnir að skapa sér aðstöðu, launa- lega séð, langt umfram afian almenn- ing. Hvaða réttlæti rekur t.d. hæsta- réttardómara til að hækka laun sín í formi yfirvinnu þótt Kjaradómur hafi verið búinn að synja þeim um launahækkun - sem hann gerði þó ekki fyrr en eftir þrýsting frá al- menningsálitinu? Lög hvers lands hljóta að byggjast á réttlætiskennd þeirra sem búa þau til. Sumir dómar Hæstaréttar valda lagabreytingum. Samt virðast þessir menn ekki finna til réttlætiskenndar eða samúðar með skattborgurunum og almenningi, sem þarf að borga laun þeirra, af tekjurn sem eru í mörgum tilfellum ekki nema 10-20% af þeirra launum. Vantar ekki eitt- hvað upp á réttlæti og siöferðiskennd þeirra sem hafa síðan full laun til æviloka og fara fram á yfirvinnu- kaup aftur í tímann eins og einn dómaranna hefur nú gert? Á sama báti eru bankastjóramir í granít- og marmarahöllinni. Ekki er langt síðan yfirlýsing kom frá þeim musterishöíðingjum um aö ekkert svigrúm væri til útlánsvaxtalækk- unar. Er þaö skiljanlegt miðað við kostnað sem er af bílaakstri og utan- landsferðum, að ógleymdum háum launum þeirra sjálfra. Það væri fróð- legt að fá útreikninga á því hvort ekki væri hægt að lækka mun út- láns- og innlánsvaxta eitthvað ef launakjör og fríðindi væru skorin niður hjá þessum mönnum, t.d. það mikiö að þeir hefðu svo sem þrefóld laun Dagsbrúnarverkamanns. Með sínrnn lágu launum hefur verkamaðurinn lagt sitt af mörkum til menntunar hinnar æðri stéttar og því er ekki nema sanngjarnt að hún hafi ekki í mánaðarlaun eins og verkamaöurinn í árslaun. Alþingismönnum finnst þeirra laun bágborin. Samt finnst þeim sjálfsagt aö þeir láglaunuðu og at- vinnulausu hafi í sig og á af því sem þeim er skammtað. - Er ekki eitthvað að þegar stjómmála- og valdamenn hugsa mest um að skara eld að eigin köku og lita framhjá kjörum og erfið- leikum hins almenna manns? Eru þeir færir um að skapa þau lifskjör í landinu að allir komist sæmilega af? Það eru þó þessir menn sem á vissan hátt ráða lífskjörum almenn- ings. Þurfa þeir ekki að opna augun fyrir staðreyndum og sannleikan- um? Láta siðferðiskenndina og sam- úðina ráða í samskiptum sínum við landslýð en ekki eigin hagsmuni. Fríðindi og risna 1 ríkisútgjöldum: Syndaaf lausn á landsf undi Guðmundur Gunnarsson hringdi: Ég var aö lesa kafla úr ræðu for- manns Sjálfstæðisflokksins, sem flutt var á landsfundi flokksins fyrir helgina. Margt var þar vel sagt og póhtískt allbeitt á köflum. Hitt þykir mér furðu sæta að forsætisráðherra skuli hafa tekið þann pól í hæðina að veija með beinum hætti óráðsíu og bruðl ríkisfyrirtækja og forstöðu- manna þeirra ýmissa með þeim hætti sem hann gerði í ræðu sinni. Hann telur umræðu um fríðindi og risnu þeirra sem meö forystu fara í þjóðfélaginu hafa verið yfirborðslega og hvimleiða, og færa megi gild rök fyrir því að slík útgjöld ráði engum úrslitum um hag ríkisstofnana eða einstakra fyrirtækja. Þó viðurkenndi hann að spamaður í þeim efnum og aðhald væri merki um að mönnum væri alvara. - Allir munu þó sam- mála um að margt smátt geri eitt stórt og séu fríðindi, risna og um- framútgjöld viðhöfð í ríkisstofnun- um hljóta þau að auka heildarútgjöld ríkisins. En forsætisráðherra telur að ekk- ert af þessu skipti sköpum um ríkis- útgjöldin. Þama fannst mér hann vera að veita þeim stofnunum, sem mest hafa verið til umræðu, svo sem ríkisbönkum, Hæstarétti og öðram slíkum embættum eins konar synda- aflausn. Viðkomandi munu án efa fagna yfirlýsingu þessari á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins. Þótt forsætisráðherra telji fjöl- miðla hér sjálfskipaða siðferðisverði, setji sig daglega í dómarastellingar og reiði upp siðferðisvöndinn, hefur þeim þó tekist að höggva skarð í múr hins ótrúlega valds opinberra stofn- ana sem ríkisstjórn og ráðherrar ótt- ast svo mjög að telja syndaaflausn vera heppilegustu lausnina. - Er þetta ekki auðskilinn boðskapur til fjölmiðla um að brenna siðferðis- vöndinn og láta af hinni hvimleiðu og yfirboröslegu umræðu og um- vöndun um risnu og fríðindi sem skipta þá engum sköpum eftir allt saman? Þarf nokkurn að undra? Anna Bjarnadóttir hringdi: Umræðan um líkamsárásir, nauðg- anir og morð er sífellt í umræðunni. Það er þó svo að fyrr eða síðar fær fólk nóg af þessari umræðu þar sem mörg fómarlamba virðast einfald- lega kalla yfir sig slíka meðferð með því einu að vera á ferh að næturlagi þar sem vitaö er að alls ekki er óhætt að vera. Reykjavík er t.d. ekkert öðmvísi en aðrar borgir að því leyti að á vissum stööum og tímum er stór- hættulegt að halda sig. - Þetta á m.a. við um miðborgina að næturlagi. Þetta vita allir sem vilja vita. Það er þó enn undarlegra að margt af hinu unga fólki sem sækir miðbæ- inn til að sýna sig og sjá aðra af sinni kynslóð skuli beinlínis gefa árásar- gjömum og ofbeldismönnum undir fótinn með klæðaburðinum. Þetta á náttúrlega sérstaklega viö um ungar stúlkur sem gjaman vilja státa af að vera sem mest áberandi. Allt er gott um það að segja en þarf nokkurn aö undra þótt slíkur klæðaburður valdi misskilningi hjá brengluðum sálum? Þetta ættu ungar stúlkur að forðast eins og heitan eldinn, þeim sjálfum til vamar. Þetta ættu ungar stúlkur að forðast, þeim sjálfum til varnar, segir hér m.a. Efekkertverður að gert«■ • Árrd Sigurðsson skrifar: Hversu oft heyrum viö ekki þetta slagorð í kröfugerðum starfsstéttanna? „Ef ekkert verð- uraðgert.. ,“á víst að verka sem hótun eða þrýstingur. En þrýst- ingur á hvern? Ríkið, okkur öll. Jafnvel húsbyggjendur, sem beij- ast i að standa í skilum með af- borganir, og hjúkrunarfólk, sem geymir bömin á dagheimilum sem landsmenn greiða fyrir aö hluta, klykkja út með þessum slagorðum. Það ætti nú þegar að vera öllum Ijóst að þaö er þýðing- arlaust héðan af að beita hið opin- bera fjárkúgun. Nú veröur hver sem betur getur að bjarga sjálfum sér. Velferðinkemur frá Hæstarétti Sigurður Ólafsson hringdi: Eg las í dálknum Með og móti i DV að Jón Steinar Gunnlaugs- son lögmaður telur löngutima- bært að bæta verulega launakjör hæstaréttardómara. Þeira störf- um fyigi mikil ábyrgð. Svo mikil að hann telur það velferðarmál fyrir fólkið í landinu að laun þeirra séu eftirsóknarverð. Hann sagði laun ýmissa annarra emb- ættismanna, t.d. ýmissa héraðs- dómara, hafa verið miklu betri og slikt næði ekki nokkurri átt. Nei, þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt! Við iaunamenn krefjmnst tafarlausrar og varan- legrar launaleiðréttingar fyrir hæstaréttardómara. Sjónvarpiðog Kristjanía Eygló hringdi: Það átti víst að vera eins konar fréttakrydd þegar Sjónvarpið sýndi okkur enn eina ferðina frá Kristjaníu i lok fréttatima sl. mánudagskvöld. Sjónvarpiöhlýt- ur að hafa tekið ástfóstri við þennan stað hippa og aumingjá sem þarna búa og kaupa og selja hass og önnur eiturefni sem bijóta niöur mannskepnuna. Nú var okkur sagt frá vondu lögregl- unni í Kaupmannahöfn sem vill koma þessum aumingjum úr hreysunum í Kristjaniu til út- hverfa borgarinnar. Það þjónar engum tilgangi hér að sýna frá vesaldóminum í Krístjaníu. Loftnetsdiskur besti kosturinn Ámi skrifar: Ég las bréf i DV á mánudaginn var þar sem rætt var um gervi- hnattasjónvarp Stöðvar 2. Auð- vitað mun Stöð 2 lenda í miklum vanda meö hugsanlegar útsend- ingar sínar frá gervihnöttum. Ég tel alls óvíst að af svona sending- um geti yfirleitt orðið hér á landi ef taka á gjald fyrir. Besti kostur- inn fyrir fólk í dag er einfaldlega að kaupa loftnetsdisk og þar með hefur það aðgang að 11-18 stöðv- um galopnum og ókeypis. Viö þetta geta fáir ef nokkur keppt hér á landi. Og varla er ríkisvald- inu stætt á að láta loka fyrir gervihnattasendingar hingaö eða gjaldskylda fólk. Það hefur ekki heimild til sliks gjömings. Frekja hjálpar- sveitanna Sigrún hringdi: Það er með eindæmum hve hjálparsveitir hér ganga langt til að vekja á sér athygli og fjáröfl- unarleiðum sínum. Mér finnst það ekkert annað en frekja að aka vitt og breitt um borgina til að knýja dyra á einkaheimilum for- ráðamanna til að afhenda álykt- anir sínar um ekki merkilegra efhi en spilakassa. Þetta tiltæki er ekki til álitsauka fyrir sveitirn- ar. ■ar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.