Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Side 17
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993
17
Fréttir
Hagsmunasamtök Bessastaðahrepps:
Á móti samein-
ingu við Garðabæ
- sameining ótímabær í ljósi upplýsinga frá stjómvöldum
Hagsmunasamtök Bessastaða-
hrepps hafa sent frá sér ályktun frá
aðalfundi samtakanna þar sem segir
að sameining Bessastaðahrepps og
Garðabæjar sé ekki tímabær í ljósi
þeirra upplýsinga sem fyrir hggja frá
stjórnvöldum. Ekki hafi fengist nein
skýr svör frá stjórnvöldum um flutn-
ing verkefna eða breytingar á tekju-
stofnun sveitarfélaga í framtíðinni
og því telja Hagsmunasamtökin sig
ekki geta stutt sameininguna á þessu
stigi málsins.
í ályktuninni segir meðal annars
að lög um sameiningu sveitarfélaga
kveði ekki á um hvað verið sé að
kjósa um varðandi verkefnatilfærsl-
ur eða tekjustofna. Sveitarstjórnir
Bessastaðahrepps og Garðabæjar
hafi ekki komið sér saman um neina
stefnu varðandi einstaka málaflokka
eða breytingar í stjórnskipun, tekju-
öflun og framkvæmdum. Við stækk-
un sveitarfélaga þurfi að leggja
áherslu á aukin völd ákveðinna
stjórnunarafla, svo sem ýmissa
nefnda í sveitarfélaginu.
Hagsmunasamtök Bessastaða-
hrepps benda á að ekki verði aftur
snúið verði sameining sveitarfélag-
anna samþykkt í atkvæðagreiðsl-
unni 20. nóvember. Með því að fella
tillöguna verði sameining hins vegar
ekki útilokuð síðar.
„í ljósi þessa má sjá að undirbún-
ingur sameiningar er á margan hátt
flumbrulegur og jafnvel vanhugsað-
ur og hvorki stjórnvöld né sveitar-
stjórnir sveitarfélaganna tveggja
bjóða upp á kosningar um annað en
annaðhvort óbreytt ástand eða al-
gera óvissu. Að kjósa yfir sig óvissu
er ábyrgðarleysi," segir í ályktun-
inni.
Hagsmunasamtök Bessastaða-
hrepps eiga einn fulltrúa í sveitar-
stjórn.
-GHS
Greinilegt er að kosningatitringur er að komast í sveitarstjórnarmenn um allt land og augljóst að Markús Örn
Antonsson borgarstjóri ætlar að taka borgina með trompi í borgarstjórnarkosningunum næsta vor. Fyrsti fundurinn
í fundaherferð borgarstjóra var á Hótel Borg á mánudagskvöld. Fundurinn var vel sóttur, bæði af borgarbúum
og væntanlegum frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. Borgarstjóri flutti erindi og kynnti fram-
kvæmdir meirihlutans i borginni á þessu kjörtímabili. Að þeim loknum voru fyrirspurnir og spunnust fjörugar
umræður um málefni íbúanna. -GHS/DV-mynd ÞÖK
Utankjörfundar-
atkvæðagreiðsla
vegna kosninga varðandi sameiningu sveitarfélaga, sam-
kvæmt ákvæðum laga nr. 75/1993 um breytingu á sveitar-
stjórnarlögum nr. 8/1986, fer fram á skrifstofu embættisins
í Skógarhlíð 6, 2. hæð, á opnunartíma, kl. 9.30-15.30, frá og
með 25. október 1993.
Sýslumaðurinn í Reykjavík
MOULINEX
örbylgjuofnar með
snúningsdiski létta
heimilisstörfin í ys og erli
dagsins.
MOULINEX
örbylgjuofnar hraðvirk
heimilisaðstoð.
"FæsTTnðBStu
raftækjaversjun
I. GUÐMUNDSSON & Co. hf.
UMBOOS OG HEILDVERSLUN
SÍMI 91-24020 FAX 91-623145
Stór
búsáhaldamarkaður
Smiðjuvegi 30,
Kópavogi
Opið
virka daga kl. 10-19
laugardaga kl. 10-17
sunnudaga kl. 13-17
Úrval búsáhalda og gjafavöru.
Ódýrar jólagjafir
Búsáhaldamarkaðurinn
sá ódýri
AFSLÁTTUR AF
Debetkortin:
Engin lausn í sjónmáli
samningaviðræðum fulltrúa bamka
og sparisjóöa annars vegar og kaup-
manna hins vegar um debetkortin.
Bankamenn segjast stefna aö því að
hefja útgáfu debetkortanna strax um
næstu mánaðamót en kaupmenn
telja það nánast útilokað að sam-
komulag náist fyrir þann tíma.
Ágreiningur hefur einkum verið
um gjaldtökuna, þ.e. hver eigi að
bera kostnað af debetkortunum.
Kaupmenn segja kortin verulega
hagræðingu fyrir bankana og því eigi
þeir að bera af þeim kostnaðinn en
bankamenn telja sjálfsagt að kaup-
menn borgi af þeim þjónustugjöld
eins og af lánskortunum.
Komið hefur til tals í samuingaviö-
ræðunum að kaupmenn taki þátt í
kostnaðinum gegn því að þjónustu-
gjöld af lánskortunum lækid en þeir
leggja mikla áherslu á að hækka ekki
vöruveröið. Kaupmaður tjáði blaða-
manni aö áður hafi hann borgað um
1 milljón á ári í afioll af innstæðu-
lausum tékkum en hann þurfi hins
vegar að borga tíu milljónir á ári í
þjónustugjöld af debetkortum sem
hannsagðiofdýruverðikeypt. -ingo
- útgjöld verslunar geta tífaldast með debetkortunum
Engin lausn virðist í sjónmáh í
Höfuðborgarsvæðið:
Sameiginlegur vinnumarkaður
Borgarráð Reykjavíkur, bæjar-
ráð Garðabæjar, Bessastaða-
hrepps, Hafnarfjarðar og bæjar-
stjóm Seltjamamess hafa hvert í
sínu lagi fjallað um og samþykkt
samkomulag um að sveitarfélögin
á höfuðborgarsvæðinu séu öll sam-
eiginlegur vinnumarkaður með til-
hti til útboöa og verksamninga á
vegum sveitarfélaganna.
Fulltrúar sveitarfélaganna kom-
ust að þessari niðurstöðu eftir að
bæjaryfirvöld í Hafnarfirði veittu
nú í haust verktakafyrirtækinu
Hagvirki-Kletti verk án undan-
gengins útboðs..
-GHS
GOLFEFNUM
VIKUTILBOÐ FRÁ
28. OKT. ■ 3. NÓV.
ATH. NU HOFUM VIÐ OPIÐ
ÁSUNNUDÖGUM
FRÁ KL. 13.00 TIL 15.00 i
Haliarmúla 4 • 108 Reykjavík • Sími: (91) 3 33 31