Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1993, Page 28
40
FIMMTUDAGUR 28. OKTÓBER 1993
Merming_________________________________________________
Hvað líður byggingu tónlistarhúss?
Finnum fyrir auknum meðbyr
- segir Valgeir Guðjónsson, formaður Samtaka um byggingu tónlistarhúss
Valgeir Guðjónsson. Mikið átak framundan í kynningu á tónlistarhúsi. DV-mynd GVA
Allt frá því um miðjan fimmta ára-
tuginn hafa verið uppi umræður og
áætlanir um byggingu sérstaks tón-
listarhúss. Allar hugmyndir hafa
samt dagað uppi hjá yfirvöldum sem
hingað til hafa ekki sýnt mikinn
skilning á málinu. Kraftur komst á
málið þegar Samtök um byggingu
tónlistarhúss voru stofnað 1983 og á
tímabili voru væntingar miklar en
stífni yfirvalda varð enn til að fresta
málinu. En með hugmynd að nýrri
staðsetningu hússins er kominn nýr
kraftur í samtökin og er margt fram-
undan. Valgeir Guðjónsson er for-
maður samtakanna og var hann
fenginn til að spjalla um gang mála
og hvað framundan væri.
„Það var strax mikill hugur í fólki
eftir aö samtökin voru stofnuð og
þótti flestum þetta svo sjálfsagt mál
að það hlyti að ganga eftir á nokkrum
árum. Þetta var kraftmikill hópur
sem starfaði undir forystu Ármanns
Arnar Ármannssonar. Efnt var til
samkeppni meðal norrænna arki-
tekta og var valin teikning eftir Guð-
mund Jónsson arkitekt sem býr í
Noregi. Viljayfirlýsingar fengust frá
öllum þingflokkum fyrir byggingu
hússins og málið leit vel út á tímabili.
Síðan gerist það að málið strandar
á þáverandi fjármálaráðherra, Ólafi
Ragnari Grímssyni. Má segja að
þetta hafi verið rothögg fyrir mál-
staðinn og það voru margir sem
misstu vonina og töldu að þetta hús
yrði aldrei byggt. En nú eru sem sagt
teikn á lofti um að tónlistarhús þyki
eftirsóknarvert framtak út af mörg-
um sjónarmiöum, hugmyndir eru
uppi um fjölnota hús sem meðal ann-
ars yrði ráðstefnuvettvangur. Það
eru miklir möguleikar fyrir hendi á
þessu sviði en fyrsta flokks aðstöðu
hefur vantað."
Staðsetning við
Reykjavíkurhöfn
- í upphafi var tónlistarhúsi ætlaður
staður í Laugardalnum.
„Það má segja að sá staður hafi
dáið drottni sínum við rothöggið. En
eftir að fundinn var staður við
Reykjavíkurhöfn hafa viðhorfin
breyst og meðbyr aukist til muna.
Það er nefnilega málið að þegar
svona stórt hús er byggt fyrir pen-
inga fólksins verður almenningur að
hafa áhuga á byggingunni. Við getum
tekið sem dæmi Korpúlfsstaði, sem
lítil stemning virðist vera í kringum.
Ákvörðun um Korpúlfsstaði er kom-
in að ofan og það brennur ekki á
neinum að sjá þessa byggingu í því
horfi sem ætlað er. Þegar áætlun um
Korpúlfsstaöi kom upp á yfirborðið
var það mikið áfall fyrir okkur vegna
þess að til var viljayfirlýsing frá
borginni um að tónlistarhús yrði
næsta stóra verkefnið á vegum
Reykj avíkurborgar. “
- Er hönnun hússins eitthvað á veg
komin?
„Það hefur verið lögð mest vinna í
að hanna tónlistarsalinn sjálfan og
mér skilst að hann lofi mjög góðu.
En í ljósi nýrra hugmynda um húsið
þarf kannski að hugsa upp á nýtt
ýmislegt sem viðkemur bygging-
unni, enda komin önnur staösetning
en í upphafi var áætlað. Ég hef oft
hugsað út í það að tónlistarhúsið
gæti oröið glæsileg menningarmið-
stöð í miðbænum og að Errósafnið,
sem hugmyndin er að verði á Korp-
úlfsstöðmn, gæti jafnyel orðið hluti
af þessari byggingu. Ég tel reyndar
að Erró eigi heima í miðbænum en
ekki í verðandi úthverfi."
Happdrætti og
geislaplata
- Áhugi tónlistarmanna hefur ávallt
verið mikill á byggingu tónlistar-
húss.
„Ræktarsemi tónlistarmanna við
byggingu tónlistarhúss er mikil,
enda eru tónlistarmenn alltaf tilbún-
ir að ljá góðu málefni lið. Það er ekki
haldin sú samkoma í þágu góðs mál-
efnis aö tónlist sé ekki leikin. Þegar
Tónlistarráð íslands, sem er lands-
samtök tónlistarmanna með 25.000
félögum, var stofnað í fyrra var það
fyrsta samþykktin að Tónlistarhús
væri brýnasta þörf tónlistarmanna.
Þá má geta þess að Bandalag ís-
lenskra listamanna hefur sett bygg-
ingu tónlistarhúss efst á blað.“
- Hvað er svo framundan?
„Stefnan hjá okkur er að fá fleira
fólk til að starfa með okkur og leita
liðsinnis þess með því að bjóða eitt-
hvað í staðinn. Við ætlum að hleypa
af stað happdrætti meðal allra
styrktarfélaga sem við köllum Fort-
issimo. Verður dreginn út vinningur
mánaðarlega í Dagsljósi og um leið
verður boðið upp á tónlistaruppá-
komu þar sem tónlistarmenn leggja
málinu lið eina ferðina enn. Einnig
ætlum við að senda styrktaraðilum
geislaplötu eftir jólin. Er það sérstök
upptaka af Lifun sem gerð var með
Sinfóníuhljómsveit íslands og valin-
kunnum söngvurum og hljóðfæra-
leikurum í vor. Við ætlum líka að
efla kynningarmálin og erum að gefa
út bækling þar sem við kynnum hug-
myndir okkar um tónlistarhúsið á
þessum tiltekna stað við Reykjavík-
urhöfn. Og við munum ekki síst leita
til þeirra sem eiga að byggja tónlist-
arhús, ríkis og borgar, þar sem vilji
fólksins á að ráða ferðinni.“
-HK
Guðmundur Helgason dansar 1 Coppelíu:
Kann orðið vel við Coppelíus
Guðmundur Helgason í hlutverki Coppelíusar. DV-mynd BG
Undanfarið hefur íslenski dans-
flokkurinn verið að sýna Coppelíu á
sviði íslensku óperunnar. Um er
ræða ballett sem frumsýndur var í
Borgarleikhúsinu í vor. Breytingar
eru á hlutverkaskipan í ballettinum
og einn nýju dansaranna í hópnum
er ungur Keflvíkingur, Guðmundur
Helgason.
Guðmundur kom heim síðastliðið
vor eftir að hafa verið í framhalds-
námi í Svíþjóð. Guðmundur, sem alla
sína tíð hefur búið í Keflavík, er laus-
ráðinn við íslenska dansflokkinn og
kennir í forskóla Listdansskóla ís-
lands í Reykjavík auk þess sem hann
kennir á vegum skólans í Keflavík.
Aðspurður um áhuga á ballett seg-
ist hann alltaf hafa haft áhuga á
dansi og hann hafi verið í dansflokki
í Keflavík. „Þegar ég hóf nám í Fjöl-
brautaskóla Suðumesja hafði ég
samband viö Listdanskóla íslands og
fékk að koma í einn tíma og þá var
ekki aftur snúið. Ég var að vísu orð-
inn sextán ára sem er nokkuð hár
aldur fyrir þann sem ætlar að leggja
fyrir sig ballett. Síðan var ég í Lást-
dansskólanum í fjögur ár og fór það-
an í framhaldsnám til Stokkhólms
þar sem ég var næstu tvö árin. Þar
þurfti ég í raun að taka stúdentspróf
aftur en ég var á dansbraut og fylgdu
náminu ýmis fög sem ég hafði tekið
stúdentspróf í hér heima.“
Kennir í Reykjavík
og Keflavík
Guömundur var ekki með í Coppel-
íu í vor, enda þá að koma heim frá
Svíþjóð. „Það voru tveir sem skiptu
með sér hlutverkinu en þeir voru
ekki til staðar nú þannig að þaö var
mín heppni að fá hlutverkið. Eg hafði
leikið líkt hlutverk í nemendasýn-
ingu í Svíþjóð. Hafði reynslu í að
leika hlutverkið sem er krefjandi.
Það er meira látbragð en dans, engin
spor fylgja hlutverkinu heldur verð
ég að búa til hreyfingar þannig að
ég get skapað persónuna að nokkru
leyti sjálfur. Og ég verð að segja eins
og er að ég kann orðið vel við karlinn
og þykir vænt um hann.
Ég hef mjög gaman af að fá að taka
þátt í Coppelíu. íslenski dansflokkur-
inn er greinilega á réttri leið undir
stjóm Maríu Gísladóttur en skortur
á hæfu húsnæði til sýninga stendur
flokknum fyrir þrifum. Sviðið í ís-
lensku óperunni er aUtof lítið fyrir
ballett."
Guðmundur sagði að hans aðal-
starf nú væri kennslan. „Ég kenni
forskólabömum, bæði í Reykjavik
og Keflavík og er auk þess með einn
sextán ára pilt í einkatímum, strák
sem eiginlega stendur í sömu spomm
og ég þegar ég hóf nám. Kennslan í
Keflavík er sú eina utan Reykjavíkur
á vegum Listdansskólans. Þar eru
hjá mér tíu nemendur, þar af einn
strákur, en það er erfitt að fá unga
drengi í ballett og er til að mynda
enginn drengur núna í forskólanum
í Reykjavík."
Hefur gaman af
öllumdansi
- Klassískur ballett og nútímaballett,
hvort er skemmtilegra?
„Ég get eiginlega ekki gert upp á
milli, finnst bæði jafnskemmtilegt.
Það eru mjög ólíkar tilfinningar sem
em túlkaðar í nútímaverkum og
klassískum verkum en ég get ekki
gert upp á milli hvort er skemmti-
legra, eiginlega fmnst mér gaman að
dansa allt. Þegar ég var í skólanum
úti í Stokkhólmi fengum við nemend-
umir að taka þátt í sýningum hjá
Konunglega sænska ballettinum,
meðal annars Svanavatninu, Draumi
á Jónsmessunótt og Pétri Gaut. Það
var dýrmæt reynsla að fá að taka
þátt í þessum sýningum og ég lærði
einnig mikið á því að fylgjast með.“
Guðmundur sagöi að lokum að
næsta sýning, sem hann tæki þátt í,
væri fjáröflunarsýning fyrir List-
dansskóla íslands sem yrði í Þjóð-
leikhúsinu 1. desember.
-HK
klassiskri tónlist á geislaplötum
í vetur. Er þegar komin út geisla-
piata meö verkum eftir Þorkel
Sigurbjörnsson og tvær plötur
með leik Páls ísólfssonar. Nú hef-
ur Bryndís Halla Gylfadóttir leik-
iö islensk tónverk inn á geisla-
plötu sem komin er út. A jplöt-
unni leikur hún verk eftir Askel
Másson,; Hauk Tómasson. Átla
Heimi Sveinsson, Þorstein
Hauksson, Hróðmar Inga Sigur-
björnsson og Jón Nordal. Bryndís
Halla hefur vakið mikla athygli
undanfarin ár fyrir sellóleik. Hún
var ráðinn fyrsti sellóleikari Sin-
fóníunnar 1990 en fékk leyfi fra
þeirri stöðu þegar henni voru
veitt þriggja ára starfslaun.
Geislaplatan er gefin út í tilefni
af því að Bryndís bar sigur úr
býtum í Tónvakanum, tónlistar-
keppni Ríkisútvarpsins 1993.
Kvikmyndagerðar-
menn skaffa í
Kvikmyndagerð á íslandi er
fiárfrek á okkar raælikvarða og
fmnst ýmsum að stundum sé ver-
iö að kasta á glæ mörgum millj-
ónum í gerð misgóðra kvik-
mynda. Það eru fáir sem halda
þvf fram aö með íslenskri kvik-
myndagerð sé stunduð arðvæn-
leg framleiösla eða verðmæta-
sköpun. Það er samt staðreynd
að á þessu ári hafa náðst til lands-
ins um það bil 200-250 mifijónir
króna í þjóðarbúið, ýmist úr er-
lendum sjóðum eða með þvi að
selja kvikmyndir til útlanda.
Þessir peningar eru í umferð í
þjóðfélaginu og koma þvi til góöa.
Dræmaðsókná
Yfirleitt hefur verið góð aðsókn
á kvikmyndahátíð Listahátíðar
og hún yörleitt skilað hagnaði en
ljóst er að kvikmyndahátíðin,
sem var haldin í Háskólabíói,
stendur örugglega ekki undir
kostnaöi. Á hátiðinni var sýndur
á fióröa tug kvikmynda og er tal-
ið að aðsóknin hafi verið um það
bilfijnmþúsund manns. Sjálfsagt
má rekia þessa drætnu aðsókn til
þess að of lítið var um þekktar
nýjar kvikmyndir á hátíðinni,
allt of margar myndir sem fáir
hafa áhuga á. Þessa staðreynd
má sjá þegar bornar eru samatt
kvikmyndir á íslensku hátíðinni
og þær sem Norömemi og Svíar
bjóða upp á á sinum kvikmynda-
hátíðum sem lialdnar eru um
sama leyti.
Viðtalsbókvið
Eirík skipherra
Sjálfsagt er það einsdæmi að
út komi viðtalsbók viö 101 árs
gamlan mann. Eldhress í heila
öld er viötalsbók við Eirík Kristó-
fersson ■ skipherra, sem væntan-
leg er á markaðinn á næstunni,
en Eiríkur er 101 árs. Það er Gylfi
Griindal sem ræðir við Eirík sem
þrátt fyrir háan aldur er eldhress
í bragði. Eirikur varð þjóðhefia í
fyrsta þorskastríðinu vegna
vasklegrar framgöngu i viður
eign við breska sjóherinn og er
lifssigling hans ævintýri líkust.
Þaö er Forlagið sem gefur bókina