Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Blaðsíða 2
2
MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1994
Fréttir
Skoðanakönnun D V um fylgið í borginni:
Sameiginlegur listi
bakar sjálfstæðismenn
Sameiginlegur listi minnihluta-
ílokkanna í borgarstjóm Reykjavík-
ur mimdi baka sjálfstæðismenn, ef
borgarstjómarkosningar fæm fram
núna. Þetta em niðurstööur skoð-
anakönnunar DV, sem var gerð fyrir
helgi. Niðurstöðumar em nánast
hinar sömu og vom í sams konar
skoöanakönnun, sem DV gerði
snemma í janúar.
Úrtakið í skoðanakönnuninni var
600 manns í Reykjavíkurborg, og var
jafnt skipt milli kynja. Spurt var,
hvaða lista menn mundu kjósa, ef
borgarstjómarkosningar færu fram
núna og valið stæði milb tveggja
lista, það er Usta Sjálfstæðisflokksins
og sameiginlegs lista hinna flokk-
anna.
Af öllu úrtakinu í skoðanakönnun-
inni sögðust 29,3 prósent mundu
kjósa Sjálfstæðisflokkinn. 50,5 pró-
sent úrtaksins sögðust mundu kjósa
sameiginlega Ustann. 16,5 prósent
voru óákveðin þessu sinni og 3,7 pró-
sent vildu ekki svara. Tölumar eru
nánast hinar sömu og voru í janúar-
könnuninni (sjá meðfylgjandi töflur).
Þetta þýöir, að af þeim sem tóku
afstöðu í könnuninni nú fékk Sjálf-
stæðisflokkurinn 36,7 prósent, en
hafði 36,8 prósent í janúar og 45,5
prósent í könnun DV í nóvember síð-
astUðnum.
Sameiginlegur listi annarra flokka
fékk nú 63,3 prósent af þeim sem af-
stöðu tóku, samanborið við 63,2 pró-
sent í janúarkönnuninni og 54,5 pró-
sent í nóvember.
Samkvæmt skoðanakönnuninni
skiptust borgarfulltrúar þannig, ef
kosið væri nú, að sameiginlegi listinn
fengi 10 og sjálfstæðismenn 5.
Skekkjumörk í sUkri skoðana-
könnun em um 3 prósentustig.
-HH
Ummæli fólks í könnuninni
„Af tvennu Ulu myndi ég kjósa
sameiginlega listann. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur ekki staðið sig
sem skyldi," sagði kona. Karl sagði
vera kominn tíma tíl að fá nýtt blóð
í stjómkerfi borgarinnar. „Mér
dettur ekki í hug að kjósa þetta
sameiginlega mambó. Markús
ágætur þó hann sé ekki fullkom-
inn,“ sagði karl. Kona sem er vön
að kjósa SjálfstæðisUokkinn sagð-
ist ætla að breyta til að þessu sinni.
„Borginni hefur ekki verið nógu
vel stjómað upp á síðkastíð," sagöi
hún. „Ég sættí mig við að fá Ingi-
björgu Sólrúnu sem borgarstjóra
en vil ekki sjá flokkstrúðana sem
verða-með henni á Usta,“ sagði ung
kona. „Minnihlutaflokkamirverða
búnir aö eyðUeggja þetta nýja
framboð með innbyrðis skítkastí
áður en það kemst endanlega á
koppinn. Ætli maður sitji ekki bara
heima í næstu kosningum," sagði
karl. „Ég vU sjá hvaða fólk verður
í framboði á sameiginlega Ustanum
áður en ég ákveð hvað ég kýs,“
sagði kona. „Ég ætla að kjósa Sjálf-
stæðisflokkinn því á þeim bæ eru
menn búnir að taka tíl hjá sér,“
sagði karl.
-kaa
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun DV skiptust borgarfulltrúar þannig, ef kosið væri nú, að sameiginlegi listinn fengi
10 og sjálfstæðismenn 5. Þetta er sama niðurstaða og í síðustu könnun blaðsins. Myndin sýnir fund í borgar-
stjórn Reykjavikur.
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar. TU samanburðar eru nið-
urstööur skoðanakannana DV í nóvember og janúar síðastUðnum.
Nóv. Jan. Nú
Sjálfstæðisflokkur 37,3% 29,3% 29,3%
Sameiginlegur listi 44,7% 50,3% 50,5%
Óákveðnir 14,8% 15,8% 16,5%
Svara ekki 3,2% 4,5% 3,7%
Stuttar fréttir
Ef aðeins em teknir þeir sem afstöðu tóku verða niðurstöðumar þessar:
Nóv. Jan. Nú
Sjáifstæðisflokkur 45,5% 36,8% 36,7%
Sameiginlegur listi 54,5% 63,2% 63,3%
Stuttar fréttir
Skuidnr
borgarsjóðs
Skuldir borgarsjóðs aukast tim
5 milljónir á hverjum virkum
degi ársins samkvæmt fjárhagsá-
æílun borgarinnar. Að mati
minnihlutans í borgarstjórn eru
skuldirnar nú komnar á hættu-
stig. Tíminn greindi frá þessu.
Masturfyrirútvarp
RUUsútvarpið vUl nýta mastur
lóranstöðvarinnar að Gufuskál-
um undir langbylgjusendingar.
Talið er að útvarpiö getí sparaö
aUt að hálfan miUjarð krónum
meö þessu. Mbl. greindi frá þessu.
Arið 1992 vörðu íslendingar
5,4% af landsframleiðslunni tíl
fræðslumála en Danir og Norð-
menn 6,9%. Til að jafna þennan
mun þyrftí að auka útgjöld til
fræðslumála um 6 miUjaröa á
ári. Þetta kom fram í útskriftar-
ræðu rektors HÍ um helgina.
Fteirikvartanir
Umboðsmaður Alþingis hafði
235 kvartanir frá félögum og ein-
staklingum til meðferðar á síö-
asta ári og lauk afgreiðslu á 212
málum. Á árinu 1992 bárust 190
kvartanir tU embættisins. Mbl.
greindi frá þessu.
-kaa
70%-
Fylgi listanna í borginni
- einungis teknir þeir sem tóku afstððu -
63,2
63,3
SjálfstæDisfl. Sameiginlegur listi
Nov.
*
Skoðanakönnun
PV
Heppinn lottóspilari:
Fékk tvo stórvinninga
í lottóinu í sömu viku
„Þetta hófst síöastiiðinn mánu-
dag,“ segir maðqr sem fékk tvo
stórvinninga í lottói í síðustu viku.
„Ég fór með þrjá gamla lottóseðla
frá því í janúar í lottókassa og þar
kom fram ein röð með fjóra rétta
og ég fékk rúmlega 8.000 krónur.
Ég er vanur að kaupa tvo 10 raða
sjáifvalsseðla og fékk því tvo miða
fyrir Víkingalottóið á miðvikudeg-
inum. Þegar dregið var fékk ég eina
röð með 5 réttum og bónus. Þaö
gerðu 372.923 krónur.
Ég ákvað að fjölga seðlunum upp
í þrjá síðastíiðinn laugardag því
þrefalt var í íslenska lottóinu. Og
þá gerðist kraftaverkið þvi ég fékk
eina röð með fimm tölum.
Það var rosalega spennandi að
bíða eftír því hvað kæmi út en fimm
raðir fundust og fékk hver röð
2.149.301 krónur.
Ég skulda engum neitt svo ég er
aö hugsa um að kaupa jeppa. Þó
svo að heppnin hafi verið með mér
ætla ég ekki aö auka þátttökuna
heldur kaupa tvo miða áfram,“ seg-
ir þessi heppni lottóspilari.
-EJ
Betrísprunguviðgeröö-
Ný aðferð við sprunguviðgerðir
í steyptum veggjum getur sparað
íbúðareigendum hér á landi
hundruð milijóna á ári. Að sögn
Sjónvarpsins er nú unnið að þró-
un þessarar aöferðar.
Rætt hefur verið um að Trýgg-
ingastofnim ílyfii í Sambands-
húsið á Kirkjusandl Tíminn hef-
ur þetta eftir heimUdarmönnum
innan stofnunarinnar og í héU-
brigðisráöuneytínu.
Menntamálaráöherra vonast tíl
að Alþingi afgreiöi frumvarp um
rannsóknar- og þróunarstarf fyr-
ir vorið. Samkvæmt RÚV veröa
Vísindaráð og Rannsóknatáð
sameinuð og sjóðir efidir.
Unnið við GSM»kerfið
Undirbúningur að uppsetningu
GSM-farsíni akerfisins er kominn
í fullan gang. Samkvæmt frélt
Mbl. eru fyrstu tækin væntanleg
til landsins á næstunni. Sá bún-
aður mun gagnast farsímanot-
endum á suðvesturhominu og í
Eyjallrði þegar í sumar.
Framtíðarverkaskipting stóru
sjúkrahúsanna t Reýkjavxk er
enn óviss. Samkvæmt RÚVhefur
verið frestað fram á mitt ár að
flytja barnadeild Landakots.
Norðurlandabúar mega búast
við því að vera kraföir um vega-
bréf viö komu tíl Danmerkur.
Samkvæmt Tímanum hofur
áhugafólk um norræna sam-
vinnu áhyggjur af hertri landa-
mæragæslu á Noröurlöndunum.
Bifi-eiðatryggingar hækka um
2400 til 2600 krónur á þessu ári.
■essu.
-kaa