Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1994, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 7. FEBRÚAR 1994
41
dv______________________Merming
Ljóðatónleik-
ar í Óperunni
Tónleikar voru í íslensku óperunni í gærdag. Þar söng Sverrir Guðjóns-
son kontratenór við undirleik Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara.
Þá söng Gunnar Guðbjörnssonar tenór sem gestur. Á efnisskránni voru
verk eftir Þorkel Sigurbjömsson, Leif Þórarinsson, Hróðmar Sigurbjöms-
son, Gunnar Reyni Sveinsson, Francis Routh og Benjamin Britten.
Fyrri hluti tónieikanna var helg-
aður íslenskri tónlist. Eftir hlé vom
verk eftir enska höfunda. íslensku
lögin voru ijölbreytt að stíl og yfir-
bragði. Lög Þorkels úr leikritinu
Jón Arason eftir Matthías Joo-
humsson vom einfold og aðgengi-
leg. Tvö lög eftir Leif Þórarinsson
í hefðbundnum stíl hljómuðu vel,
einkum Sáuð þið hana systur
mína? sem minnti nokkuð á Emil
Thoroddsen. Stfll Hróðmars Sigur-
bjömssonar var nútímalegri. Næt-
urljóð er sérlega markviss og stfl-
hrein tónsmlð og sýnir að höfundur
hefur gott vald á efnivið sínum.
Sönglagastíll Gunnars Reynis er
einnig skemmtilega persónulegur
og var Rauður þráður gott dæmi
um það.
Eftir hlé var frumílutt Shakespeare songs eftir Routh. Textinn í þessu
verki er ekki slorlegur og í efnisskránni var birt eldsnjöll þýðing Helga
Hálfdanarsonar. Tónverkið hljómaði að mörgu leyti vel. Form, hljóðfall
og stefjameðferð er hefðbundin en tónamáhð er frjálslegt. Þessu fylgja
viss vandamál. Þegar samið er í dúr og moll er hægt að komast af með
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
mjög einfalt hljóðfall og form sökum þess hve tónamálið er sjálft ríkt.
Þegar dúr og moll er yfirgefið verða menn að bæta sér upp veikara tóna-
mál með auðugri notkun annars smíðaefnis. Á þetta skorti í verki Roths.
Canticle II - Abraham og ísak eftir Britten nýtur þess einnig að textinn
er áhrifamilfll og dramatískur. Tónhstin veldur hins vegar vonbrigðum.
Að mestu leyti er það tónles, sem að vísu kemur textanum vel á fram-
færi, en fátt er þarna að finna sem gleður tóneyra manna.
Sverrir Guðjónsson hefur mikið látið til sín taka í tónlistarlífinu undarf-
arið og alltaf haft eitthvað gott fram að færa. Þessir tónleikar voru engin
undantekning. Sverrir söng mjög fallega og fór þar saman smekkleg túlk-
un og mjög falleg rödd og vel þjálfuð. Þá var ekki lakara að fá að heyra
í Gunnari Guðbjörnssyni í lokin en hann söng með Sverri í verki Britt-
ens. Jónas Ingimundarson var í sínu besta formi og spilaði mjög vel á
píanóið.
Fréttir
Utanríkisráðherra
Slóveníu kemur í
opinbera heimsókn
Lojze Peterle, utanríkisráðherra
Slóveníu, kemur hingað í opinbera
heimsókn dagana 8.-11. febrúar. Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra mun taka á móti gesti sínum
kl. 16.15 á Keflavíkurflugvelli. Dag-
skrá heimsóknarinnar hefst á mið-
vikudagsmorgun. Þá munu utanrík-
isráðherrarnir hittast og ræða sam-
an. Hádegisverður verður snæddur
í Perlunni og síðar þann dag verður
haldið tfl Þingvalla. Utanríkisráð-
herra Slóveniu býður til kvöldverðar
á Hótel Holti.
Á fimmtudag verða fundir utanrík-
isráðherra Slóveníu með Bimi
Bjarnasyni, Salome Þorkelsdóttur,
Davíö Oddssyni og loks Vigdísi Finn-
hogadóttur, forseta íslands. Gestir
munu snæða í Skíðaskálanum í
Hveradölum og síðan heimsækja
Nesjavelh. Loks verður farið í leik-
hús og horft á leikritið Eva Luna í
Borgarleikhúsinu. Utanríkisráð-
herra Slóveníu fer héðan snemma á
föstudagsmorgun.
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
Stóra sviðið kl. 20.
EVA LUNA
. Leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og
Óskar Jónasson. Unniö upp úr bók Isa-
bel Allende
Fim. 10. febr., uppselt, lau. 12. febr., upp-
selt, sun. 13. febr., uppselt, fim. 17. febr.,
fös. 18. febr., uppselt, lau. 19. febr., upp-
selt, sund. 20. febr., fim. 24. febr., lau. 26.
febr., uppselt.
Geisladiskur með lögunum úr Evu Lunu til
sölu i mlðasölu. Ath.: 2 miðar og gelsla-
diskur aðeins kr. 5.000.
Stóra sviðið kl. 20.
SPANSKFLUGAN
eftir Arnold og Bach
11. febr., siðasta sýning, fáein sæti laus.
Litla sviðið kl. 20.
ELÍN HELENA
eftir Árna Ibsen
Fös. 11.febr., laug. 12. febr. Fáar sýningar
eftir.
Ath.l Ekki er hægt að hleypa gestum inn i
salinn eftir að sýning er hafin.
Miðasala er opin kl. 13.00-20.00 alla
daga nema mánudaga. Tekið á móti
miðapöntunum i sima 680680 kl.
10-12 alla virka daga.
Bréfasimi 680383.
Greiðslukortaþjónusta.
Munið gjafakortin okkar.
Tilvalin tækifærisgjöf.
Leikfélag Reykjavíkur-
Borgarleikhús.
Tilkyimmgar
Silfurlínan
Sími 616262. Síma- og viðvikaþjón-
usta fyrir eldri borgara alla virka
daga frá kl. 16.00 til 18.00.
Safnaðarstarf
Áskirkja: Opiö hús fyrir alla aldurshópa
í dag kl. 14-17.
Bústaðakirkja: Starf 11-12 ára krakka
þriðjudag. Húsiö opnað kl. 16.30.
Dómkirkjan: Mömmumorgunn þriöju-
dag í safnaöarheimilinu, Lækjargötu 14a,
kl. 10-12.
Grensáskirkja: Kyrrðarstund þriðjudag
kl. 12.00. HaÚfríður Ólafsdóttir leikur á
þverflautu í 10 mín. viö upphaf stundar-
innar. Altarisganga, fyrirbænir, sam-
vera. Bænaefnum má koma til prestanna
í síma 32950. Opið hús þriöjudag kl. 14.00.
Sr. Halldór S. Gröndal veröur með Bibl-
íulestur. Síðdegiskaffi.
Hallgrímskirkja: Fyrirbænaguðsþjón-
usta þriðjudag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk-
um.
Langholtskirkj a: Aftansöngur í dag kl.
18.00.
Neskirkja: Mömmumorgunn í safnaðar-
heimili kirkjunnar þriðjudag kl. 10-12.
Katrín Ólafsdóttir tannfræðingur kemur
í heimsókn og ræðir um tannvemd.
Seltjarnarneskirkja: Foreldramorgunn
þriðjudag kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára
þriðjudag kl. 17.30. Þriðjudagskvöld kl.
20.30. Kyrrðar- og íhugunarstund meö
Taizétónlist. Te og kakó í safnaöarheimil-
inu á eftir.
Leikhús
Leikfélag Akureyrar
MlMf
. ...ÁTAKASAG/I ..
eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sig-
urgeirsson og Þorgeir T ryggvason
Unglingasýning fimmtudag 10. febrúar
kl. 17.00.
Föstud. 11. febr. kl. 20.30.
Laugard. 12. febr. kl. 20.30.
SÝNINGUM LÝKUR í FEBRÚAR!
fiar far
eftir Jim Cartwright
SÝNT Í ÞORPINU, HÖFÐAHLÍÐ1
Föstud. 11.febr. kl. 20.30.
Laugard. 12. febr. kl. 20.30.
Ath. Ekki er unnt að hleypa gestum í
salinn eftir að sýning er hafin.
Aðalmiðasalan i Samkomuhúsinu er
opin alla virka nema mánudaga kl.
14-18 og sýningardaga fram að sýn-
ingu. Simi 24073.
Simsvari tekur við miðapöntunum ut-
an afgreiðslutima.
Ósóttar pantanir að BarPari seldar í
miðasölunni í Þorpinu frá kl. 19 sýn-
ingardaga. Simi 21400.
Greiðslukortaþjónusta.
FÚRÍA
Leikfélag Kvennaskólans
sýnir í Tjarnabíói
Sjö stelpur
Leikstjóri Sigrún Valbergsdóttir
Sýningar: Þri. 8. febr., mið. 9. febr., fös. 11.
febr. kl. 20.00
Pantanasími 610280 e. kl. 17.00.
ÞJÓÐLEIKHIÍSIÐ
Sími 11200
Stóra sviðið kl. 20.00
GAURAGANGUR
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Frumsýnlng föd., 11/2, örfá sætl laus, 2.
sýn. mvd. 16/2, örfá sætl laus, 3. sýn. fid.
17/2, örfá sætl laus, 4. sýn. föd. 18/2,
uppselt, 5. sýn. mvd. 23/2,6. sýn. sud.
27/2, nokkursæti laus.
MÁVURINN
eftir Anton Tsjékhof
Sud. 13. febr., sud. 20. febr.
ALLIR SYNIR MÍNIR
eftir Arthur Miller
Laud. 12. febr., lau. 19. febr.
SKILABOÐASKJÓÐAN
eftir Þorvald Þorsteinsson
Ævintýri með söngvum
Sun. 13. febr. kl. 14.00, nokkur sæti laus,
þri. 15. febr. kl. 17.00, nokkur sæti laus,
sud. 20. febr. kl. 14.00, örfá sæti laus,
sud. 27. febr. kl. 14.00, nokkur sæti laus.
Smíðaverkstæðið kl. 20.30.
BLÓÐBRULLAUP
eftir Federico Garcia Lorca
Lau. 12. tebr., nokkur sæti laus, lau. 19.
febr., fid. 24. febr., uppselt, föd. 25. febr.,
uppselt.
Sýnlngin er ekki við hæfi barna.
Ekki er unnt að hleypa gestum í salinn
eftir að sýning er hafin.
Litla sviðið kl. 20.00.
SEIÐUR SKUGGANNA
eftir Lars Norén
Fim. 10.febr., lau. 12. lebr., fösd. 18.
febr., laud. 19.febr.
Ekki er unnt að hleypa gestum í salinn
eftir að sýning er hafin.
Listaklúbbur Leikhúskjall-
arans
Ljóðleikhúsið mánudag kl. 20.30.
Aðgangseyrir kr. 500, fyrir félagá Llsta-
klúbbsins kr. 300.
Skáldin Bergþóra Ingólfsdóttir, Einar
Már Guðmundsson, Elias Mar, Ey-
vindur P. Eiríksson, Steinunn Sig-
urðardóttir og Unnur S. Bragadóttir
lesa úr ljóðum sínum.
Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla
daga nema mánudaga frá 13.00-18.00
og fram að sýningu sýningardaga. Tekið
á móti símapöntunum virka daga
frá kl. 10.
Græna linan 99 61 60.
LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA
VALDA ÞÉR SKAÐA!
Uppboð á lausafé
Eftir kröfu Einars Gauts Steingrímssonar hdl., v/Blikksmiðju Benna hf„ fer
fram uppboð á loftræstikerfi og stjórnbúnaði sem staðsett er að Laugavegi
73, jarðhæð, talið eign Stórholts hf., þriðjudaginn 15. febrúar 1994 kl. 11.00.
Greiðsla við hamarshögg.
SÝSLUMAÐURINN i REYKJAVÍK
A
tíXEROAR
Misstu ekki af
aftnælisvinmngnum.
Náðu í miða núna.
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings