Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1994, Qupperneq 2
28 LAUGARDAGUR 12. FEBRUAR 1994 Bílar DV Sköpunargleði oghug- mynda- flug ' - réðu ríkjum á 18. Toyota Idea Olympics í Japan Það mátti sjá mörg framúr- stefnuleg og skemmtileg ökutæki, sem nota jafnt láð, loft og lög til að ferðast um, þegar starfsmenn Toyota-verksmiðjanna í Japan geng- ust í átjánda sinn fyrir samkeppni sem gekk út á það hver gæti smíðað frumlegasta ökutækið á liðnu hausti. „Toyota Engineering Society" eða „Joyful Jetter" fékk sérstök heið- ursverðlaun formanns dómnefndar en þetta eru vélknúin „skíði" með hjólum til að ferðast á á landi en í vatni sér útblásturinn frá tveggja strokka vél í hvoru skíði um að þrýsta því áfram. „Super Twist Car" kallaði einn hópurinn þetta ökutæki og hlaut bronsverðlaun fyrir hönnun þess. Þetta sportlega ökutæki er búið tveggja strokka véi og getur snúið upp á miðjuna í beygjum, sem gef- ur skemmtilega aksturstilfinningu. ,Starlet Marine" er byggður á venjulegum Toyota Starlet, að vísu fjórhjóladrifnum með dísilvél. Hér er búið að tengja afturdrifið við skrúfu á afturendanum. Útblást- urinn frá dísilvélinni er leiddur í flotholt eða loftpúða sem eru undir framstuðaranum og í hurðunum en þessir púðar sjá um að halda bíln- um á floti í vatninu. Hópurinn sem vann að hönnun Starlet Marine hlaut silfurverðlaunin í keppninni að þessu sinni. TES er félag meira en 30.000 star manna Toyota og koma félagsmei jafnt úr verksmiðjudeildum, hön unardeildum og skrifstofum. Allir sem taka þátt í samkeppninni sam- einast í þvi að efla félagsandann innan hvers keppnishóps og allir stefna að sama marki en það er að skáka þeim næsta hvað varðar frumleika. Það sem dregur menn áfram í keppninni er ekki sú von að koma fram með eitthvað sem síðan yrði farið að framleiða í verk- smiðjum Toyota, miklu frekar hrein sköpunargleði, áhugi á hátækni og síðast en ekki síst ánægjan. Að þessu sinni komu fram 4.800 hugmyndir sem síðan voru lagðar fyrir dómnefnd keppninnar en að- eins nokkrar þeirra komu loks fyrir cilmenningssjónir og má sjá hluta þeirra hér. Verðlaun eru veitt fyrir frumleika en ekki notagildi. Meðal þeirra er hópurinn sem hannaði fljúgandi reiðhjól sem hann kallar „Sky Walker" sem fékk þriðju verðlaunin í flokki ökutækja. Hönnuðimir höfðu greinilega hriflst af kvikmyndinni um E.T. þvf þeir notuðu loftbelg fylltan helíum til að lyfta því en skrúfa, sem tengd er afturhjólinu, knýr það áfram þegar stigið er á pedalana. -JR Hönnuðir „Field Runner" hlutu bronsverðlaun fyrir ökutæki sem skríður áfram með hjálp gúmmíbeltis sem er eins og talan átta í laginu og umlykur ökutækið. Einn rafmótor í afturendanum knýr 10 metra langt gúmmíbeltið sem myndar „X" ofan á ökutækinu. „Móðir og barn" nefndist eitt farartækjanna, en þetta er fjögurra sæta ökutæki með fjórhjólastýri og knúið áfram af rafmótor. Auðvelt er að stjórna því fram og aftur og einnig snúa því í hringi. Ef fjölskyldan er úti að aka og lendir í umferðarteppu getur einn haldið áfram ferðinni því sambyggt „móðurfarartækinu" er lítið eins manns farartæki sem getur haldið áfram ferðinni ef þörf er á. Á myndinni sést hvernig „barnið" getur sagt skiliö við „mömmuna". Þetta ökutæki fékk sérstök verðlaun forseta TES. Gullverðlaunin í keppninni að þessu sinni fóru til hópsins sem hannaði þetta sérstæða öku- tæki sem hægt er að aka aftur- ábak og áfram, snúa því í hringi og láta það hreyfa sig eins og krabba. Hér sitja tveir farþegar hvor á sínu sætinu en öku- tækinu er síðan stýrt með því að snúa sætinu og halla því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.