Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Page 2
2
LAUGARDAGUR 19. MARS 1994
Fréttir
Þorsteinn Simonarson varð fyrir voðaskoti og gekkst undir aðgerð:
Segir gullúrið haf a
horfið á spítalanum
- getum ekki borið ábyrgð á munum sjúklinga, segir skrifstofustjóri
„Ég fór í sjúkrabíl í bæinn og var
mikið kvalinn. Mér var gefið deyfilyf
á spítalanum og það varð uppi fótur
og fit því þetta var mikið sár. Ég man
að úrið var tekið af mér á Borgar-
spítalanum því ég fékk nál í mig og
blóðþrýstingur var mældur og buxur
voru klipptar af mér. Síðan var ég
sendur á bráðamóttöku Landspítal-
ans og eigur mínar með, að þeirra
sögn. Ég fór í aðgerð og daginn eftir
fæ ég svartan ruslapoka þar sem föt-
in voru en úrið fannst hvergi," sagði
Þorsteinn Símonarson úr Grindavík
sem telur slysadeild Borgarspítalans
bera ábyrgð á því að gullúr, sem eig-
inkona hans gaf honum í þrítugsaf-
mælisgjöf, glataðist þegar hann kom
þangað særður eftir voðaskot fyrr í
vetur. Hann hefur nú fengið þau við-
brögð hjá Borgarspítalanum að hon-
um verði ekki bættur skaðinn.
Þorsteinn segist hafa leitað allra
leiða, bæði á Borgarspítalanum og
Landspítalanum, til að hafa uppi á
úrinu en án árangurs. Hann segir
úrið vera verðmætt en það hafi þó
mest tilfinningalegt gildi fyrir sig.
Um er að ræða Seiko gullúr með
keðju.
Sigríður Guðjónsdóttir, skrifstofu-
stjóri hjá Borgarspítalanum, sagði
við DV í gær að spítalinn gæti ekki
tekið ábyrgð á munum sjúklinga og
vildi ekki ræða máhð frekar.
-Ótt
Ingibjörg Einarsdóttir meó verðlaunin - Mílanóferð fyrir tvo með Flugleiðum.
DV-mynd BG
Ríkisendurskoðim uin framkvæmd búvörulaganna:
Lítil hagkvæmni
þrátt fyrir samdrátt
- búvömsamningurinn frá 1987 sópaöi 10 miUjörðum úr ríkissjóði á ári
Pastasamkeppnin:
Útbjósér-
stakan rétt
í keppnina
- sagðivmningshafínn
„Ég átti alls ekki von á þessu. Ég
vissi að ég var komin í úrslit en þorði
ekki að gera mér vonir um Mílanó-
ferðina," sagði Ingibjörg Einarsdótt-
ir, vinningshafinn í pastasamkeppni
DV, Nýrra eftirlætisrétta, Barilla,
Flugleiða og Bylgjunnar en verö-
launaafliendingin fór fram í gær.
Ingibjörg hlaut ferö fyrir tvo til
Mílanó en Sif Jónsdóttir í Reykjavík
og Arnhildur Pálmadóttir á Húsavík
hlutu 2. og 3. verðlaun sem voru ferð-
ir fyrir einn til Mílanó. Uppskriftin
frá Sif er aö „Spaghetti með laxa-
sósu“ og sína uppskrift kallar Am-
hildur „Hollt, ferskt og gott pasta-
salat.“
„Ég prófaði mig bara áfram með
réttinn þar til mér fannst hann orð-
inn góður,“ sagði Ingibjörg sem útbjó
„Saðsaman og gleðiaukandi Barilla-
spaghettirétt" sérstaklega fyrir sam-
keppnina. Aðspurð sagðist hún ekk-
ert sérhæfa sig í pasta en hafa gaman
af því að prófa eitthvaö nýtt.
Þau sem hlutu 4., 5. og 6. sætið
fengu bæði matarkörfur og bóka-
verðlaun. Það voru þau Ríkharður
Gústavsson fyrir uppskriftina „Pasta
með pönnusteiktum smokkfiski og
tómatkryddsósu", María Jakobsdótt-
ir fyrir uppskrift að grænmetis-
lasagne og Ingileif Eyleifsdóttir fyrir
jógúrt-pastasalat. Allar þessar upp-
skriftir birtust í DV í síöustu viku.
-ingo
Vopnafjörður:
Vatnstankur sprakk í loðnu-
bræðslunni Lóni lií'. á Vopnafirði
um miðjan dag í gær. Sprenging-
in var öflug og sendi einar 10
jámplötur um 40 metra frá gafli
hússins. Nokkrir menn vom aö
störfum við tankinn, þar af einn
mjög náiægt honum, en allir
sluppu ómeiddír. Þykir mildi aö
ekki fór verr.
Veriö var að hita vatnið í tank-
inum með gufu þegar sprenging-
in ótti sér stað, Taliö er að yfir-
fallsrör hafi stíflast og sprenging
orðið viö þrýsting sem myndað-
ist Að ööm leyti er þetta óljóst
og mun Vinnueftirlit ríkisins
kanna málið. -bjb
„Með framleiðslustjómun hefur
tekist að minnka framleiöslu sauð-
fjárafurða en ekki að ná umtalsverð-
um árangri við að tryggja hag-
kvæmni framleiðslu. Þrátt fyrir
verulegan samdrátt í greininni hefur
framleiöslueiningum ekki fækkað að
sama skapi heldur hefur meöalstærð
sauðfiárhúa minnkað," segir í nýrri
skýrslu Ríkisendurskoðunar um
framkvæmd buvörulaga á ámnum
1988 til 1993.
Þrátt fyrir það markmiö búvöru-
laganna frá 1985 og búvörusamnings-
ins frá 1987 að aðlaga kindakjöts-
framleiðsluna inncuilandsmarkaði
virðist svigrúmið ekki hafa verið
nýtt sem skyldi. Sú stefna að leigja
fullvirðisrétt af bændum virðist í
mörgum tilfellum hafa orðið til þess
að fresta nauðsynlegri skerðingu á
fullvirðisrétti.
í skýrslu Ríkisendurskoðunar er
bent á að í búvörusamningnum frá
1991 hafi bændum verið boðið að
selja fullvirðisrétt og koma þannig í
veg fyrir skerðingu. Fáir nýttu sér
hins vegar tilboðið og fyrir vikið kom
til hlutfallslegrar skerðingar á fram-
leiðslurétti allra hænda. Fram kem-
ur að verðábyrgð ríkissjóðs vegna
framleiðslu kindakjöts hafi veriö
færð niður úr 12,2 þúsund tonnum í
7,7 þúsund tonn.
Samkvæmt útreikningum Ríkis-
endurskoðunar nam kostnaður rík-
issjóðs vegna búvöruframleiðslunn-
ar allt að 10 milljörðum króna á ári
á gildistíma búvörusamningsins frá
1987. Er þá óbeinn kostnaður ótalinn.
Aætlað hefur verið að bein útgjöld
vegna núverandi búvörusamnings
verði um 5,2 milljarðar á ári.
Fram kemur í skýrslunni að við-
bótarkostnaður ríkissjóðs vegna
samdráttar í innanlandssölu um-
fram forsendur búvörusamnings
nam um 2,2 milljörðum króna. Þá
nam kostnaður við uppkaup á full-
virðisrétti, fórgun og vegna útflutn-
ings á birgðum um 2,3 milljörðum.
Ríkisendurskoðun segir óvíst hvort
það markmið hafi náðst að tryggja
jöfnuð milli búgreina og hagkvæmni
í framleiðslu búvara eins og stefnt
var að. Þá sé ekki hægt að staðhæfa
að verðmyndunarkerfið og ábyrgð
ríkisins á framleiðslunni hafi tryggt
bændum áþekk kjör og tíðkast meðal
viðmiðunarstétta. -kaa
Sígurður Sverrissan, DV, Akranesá:
Rekstur íslenslta járnblendifé-
lagsins skilaði 146 milljóna króna
hagnaði á síðasta ári. Hagnaður-
inn er um 5% af veltu fyrirtækis-
ins. Þetta eru mikil umskipti frá
árinu 1992 þegar 567 milljóna tap
varð af rekstri verksmiðjunnar á
Grundartanga.
Bætta afkomu má að jöfnu
rekja tO lækkunar á hráefnis-
kostnaði, orku og á launakostn-
aði, svo og öðrum innri kostnaöi
fyrirtækisins. Þá tókst að fram-
leiða og selja mun meira en árið
1992 og lítils háttar verðhækkun
í árslok bætti um betur.
Rekstrarhorfur fyrirtækisins
eru góðar í ár. Fjárhagsáætlun
gerir ráð fyrir verulega auknum
hagnaði, eða um 12% af veltu fyr-
irtækisins.
í tilkynningu frá félaginu segir
að hagstætt árferði stafi af
verndaraðgerðum Bandaríkja-
manna og Evrópusambandsins
gegn ýmsum framleiðendum sem
bitna ekki ó íslenskri framleiðslu
heldur nýtur hún góðs af á meðan
þaðástandvarír. -bjb
Stuttar fréttir
Ábending Stígamóta
Að gefnu tfiefni vOja Stígamót
taka fram að enginn karlmaður
vinnur á Stígamótum eða á veg-
um Stígamóta. Karlmaöur hefur
áreitt ungar stúlkur og kynnt sig
sem starfsmann Stígamóta.
HagnaðurhjáVÍS
Vátryggingafélag Islands skfi-
aði nær 115 mOIjóna króna hagn-
aði á síðasta ári. Iögjöld ársíns
voru 4,5 mOljarðar króna en tjón
3,9 mfiljarðar króna.
síðasta ári nam 32 milljónum
króna þegar tekið hafði verið tO-
lit tO vaxta og skatta. Árið áður
var 6 nnlljóna króna hagnaöur.
ESBmeðráðstefnu
_ í samráði við Verðbréfatnarkað
íslandsbanka efnir Evrópusam-
bandiö til ráðstefnu nk. fimmtu-
dag um áhrif EES-samningsins á
íslenskan iðnað og viðskipti.
A aðalfundi Húseigendafélags-
ins var þess krafist við Alþingi
að félagið fengi að tilnefna full-
trúa í nýja stjórn Fasteignamats
ríkisins.
Sykursn'rff innkallað
Að kröfu HeObrigöiseftirlits
Hafnarfiarðar hefur sælgætisduft
verið innkaOað úr verslunum þar
sem unglingar voru farnir að
sjúga það upp í nefiö.
Ölvaður við Ólafsvík
Bfll valt utan vegar skammt frá
Olafsvík sL fimmtudag. Ökumað-
ur, sem er grunaður um ölvun,
slapp ómeiddur frá veltunni en
bíUirrn er talsvert skemmdur.
Ekiðádreng
Sendiferðabfl var ekið á 9 ára
dreng á Seljalandsvegi á Isafirði
í gær. Drengurinn hljóp í veg fyr-
ir bílinn og maröist í andliti við
óhappiö. Hálka var á veginum.