Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Qupperneq 6
6 LAUGARDACÍÚR 19. MARS 1994 Stuttar fréttir Utlönd Á móti kvenbiskupum Annar hver prestur í Syíþjóð er andvígur því að konur verði gerðar að biskupum. Áláuppleið Álverð hefur ekki verið hærra í tuttugu mánuði og er verðið 30 prósentum hærra en í nóvemher. Eyðiðefnavopnunum William Perry, vamar- málaráöherra Bandaríkj- anna, hvatti Rússa í gær til að eyða efna- vopnum sínum og bauð fram aðstoð bandarískra sérfræðinga við verkiö. Sænskt þjóðaratkvæði Svíar efna til þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild að Evrópusam- bandinu 13. nóvember. Embættifyrirsoninn Sonur Kim Il-sung, leiðtoga Norður-Kóeru, hefur verið gerð- ur að sendiherra í Finnlandi. Uftækni í vexti Reiknaö er með að markaöur fyrir liftæknivörur stækki fimmtánfalt til aldamóta. Dorgveiðimanna saknað Pjörutíu rússneskr'a dorgveiði- manna er saknaö eftir að þá rak á haf út á ísjökum i Eystrasalti. Samar óhressir með ESB Þing Sama í Noregi er óhresst með samninginn milli Noregs og Evrópusambandsins. Kónguráleiðarenda Konungur súlúmanna í Suður- Afríku segir að lengra verði ekki gengiö í samningaviðræðum við stjómvöld. Fleirihermenn John Major, forsætisráð- herra Bret- lands, er í Bos- níu og hvatti aðrar þjóðir til að fara að dæmi Breta og senda þangaö fleiri hermenn til friðargæslu. Fergiehelduríkallinn Sara Fcrguson, Fergie, lét að því liggja í gær að hún ætlaöi ekki að sækja um lögskilnað frá Andrési prinsi. Dregur úr atvinnuleysi Heldur dró úr atvinnuleysi i Finnlandi i febrúar. ltcuter, TT, FNH Erlendar kauphallir: Fall í Hong Kong Verð á hlutabréfum í Hong Kong hefur lækkað nokkuð síðustu daga. Hang Seng-vísitalan hefur lækkað um 6% á einni viku. Ástæðan fyrir þessum lækkunum er einkum spá- kaupmennska. í gær var vísitalan enn að lækka. Frá Hong Kong til Tokyo. Þar náði Nikkei-hlutabréfavísitalan sögulegu hámarki tvisvar sinnum í þessari viku, fyrst á mánudag og síðan á miðvikudag. Frá miðvikudegi hefur talan lækkað lítillega en áfram er spáð líflegum hlutabréfaviðskiptum í Japan. Flestar aðrar hlutabréfavísitölur á meöfylgjandi grafi hafa sveiflast upp og niður undanfarna viku. Afkomu- tölur stórfyrirtækja hafa haft mikil áhrif á tölur eins og Dow Jones í New York og FT-§E 100 í London. -bjb/Reuter Múslímar og Króatar í Bosníu stofna sambandsríki: Vandaverkið að sætlast er haf ið „Við höfum komið hingað til að verða vitni að augnabliki vonar. í 33 mánuði hafa stríðseldarnir farið um þjóðir fyrrum Júgóslavíu. Með und- irritun sinni á þessum samningum í dag hafa leiðtogar Bosníu og Króatíu ráðist gegn eldum þessum og byrjað það vandaverk að sættast á ný,“ sagði Bill Clinton Bandaríkjaforseti í gær, skömmu áður en leiðtogar múslíma og Króata í Bosníu undirrit- uðu samkomulag um myndun sam- bandsríks þjóðanna og um tengsl þess við Króatíu í Hvíta húsinu. Samkvæmt samningnum er þegar ý stað gengiö til stofnunar sambands- ríkis þjóðarbrotanna tveggja á þeim þrjátíu prósentum lands í Bosníu sem Serbar hafa ekki lagt undir sig. Chnton sagði að samkomulag þetta myndi ekki tryggja fullan frið á svæðinu á meðan Bosníu-Serbar væru ekki með en þeir hafa á að skipa langöflugasta herliðinu. En hann sagðist vona að þetta yrði fyrsta stóra skrefið í átt til friðar. Momcilo Krajisnik, forseti sjálf- skipaðs þings Bosníu-Serba, sagði að sambandsríki múslíma og Króata væri „óskapnaður“ sem væri dæmd- ur til að mistakast. Reuter Leiðtogar múslíma og Króata i Bosniu undirrita samkomulag um stofnun sambandsríkis í Hvita húsinu undir árvök- ulum augum þriggja forseta. Símamynd Reuter Marita Petersen, lögmaður Færeyja, 1 vanda: Sjómenn hóta nýju verkfalli verði kauptrygging lækkuð Marita Petersen, lögmaður Fær- eyja, er engu nær því að fmna lausn á þeirri kröfu dönsku ríkisstjórnar- innar um að lækka kauptryggingu færeyskra sjómanna. Það er skilyrð- ið fyrir því að Danir endurfjármagni erlendar skuldir Færeyja. Stjórn jöfnunarsjóðsins, sem hefur umsjón með kauptryggingarmálun- um, tilkynnti á fimmtudag að hún myndi ekki fylgja tilmælum fær- eysku landsstjórnarinnar um að breyta útborgunar- reglunum. Lögmaðurinn hefur tilkynnt Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, að kauptryggingin verði lækkuð og með því eigi að spara sem svarar sjötíu milljónum íslenskra króna. Formaður sjómannasamtakanna stendur enn fast á því að breyti stjómvöld svo mikið sem einni kommu í reglunum muni nýlokið togaraverkfall verða leyst af hólmi með enn víðtækara verkfalli sem muni lama allan fiskiskipaflota eyj- anna. Útgerðarmenn hafa samtímis tilkynnt að þeir styðji kauptrygging- una eins og hún er nú og meirihluti fyrir breytingu er heldur ekki fyrir hendi á Lögþinginu. Þá er umdeilt hvort færeyska landsstjórnin hefur heimild til að breyta kauptryggingunni með reglu- gerð eins og lögmaðurinn heldur fram. Rítzau Hlutabréfavísitölur í kauphöllum 4000 Æj\ 3600 3900 3800lf Vr 3700 DowJones 3600 3300 Ik. SZi>'J FT-SE100 D J F M D J F M 2300( .2200 llpioo jlpooo 1900’ Dax-30 2400 2350 2300*/' 2250 V 2200 2150 2100 ■>050 ■■ 0 J 420 400 380 360 340 / Bouree D J F M 14000 12000, ' 10001 ||8000 6000 4000 2000 Hang Seng lllft.600 1550 1500 1450 1400 1360, 1300 ,1250 D J DV Gonzalezhvetur til baráttu gegn atvinnuleysinu Felipe Gon- zalez, forsætis- ráöherra Spán- ar, hvatti sam- flokksmenn sína í sósíal- istatlokknum í gær til að sam- einast í barátt- unni gegn atvinnuleysinu og stuðla að samkeppnishæfi spænskra fyrirtækja. Slíkt væri nauðsynlegt fyrir framtíð vel- ferðarrikisins. Grænlendingar viljalíkavitaum B-52 véíina Johan Lund Olsen, þingmaður á Grænlandi, segir að Grænlend- ingar eigi fullan rétt á að vita hvað gerðist í janúar 1968 þegar bandarísk sprengjuvél af gerð- inni B-52 hrapaði til jarðar við herstööina í Thule. Um borð í ílugvélinm voru m.a. vetnis- sprengjur. Danska ríkisstjórnin hefur far- ið þess á leit viö bandarísk stjórn- vold 'að fá leyfi til að gera opm- bert það sem geröist við flugslys- ið. „Ég tel það vera jákvætt að danska stjórnin gerir loks eitt- hvað í málinu. Og ég tel að land- stjómin eigi aö biðja Dani um að fá öll gögn í málinu," sagðí Olsen. Nokkrir veiðimenn frá Thule tóku þátt í hreínsun á slysstað og eru sumir látnir en aðrir hafa þjáðst af sömu sjúkdómum og danskir starfsmenn við herstöð- ina sem voru með í hreinsuninni. Noregurog ESB ösammála um Smuguveiðar Norðmenn og Evrópusamband- ið eru ekki sammála um hvemig veiðum á alþjóðlegum hafsvæð- um, eins og Smugunni í Barents- hafi, skuh háttað, að því er norska útvarpið í Tromsö sagði í gær. Norðmenn vilja að settar verðí alþjóölegar kvótareglur og aörar takmarkanir á veiðar þessar og eru veiðar íslendinga og annai'ra í Smugunni ástæðan fyrir því. Evrópnsambandið er andvígt slíkum reglum þar sem þær muni draga úr veiðum fiskiskipaflota ESB-landanna sem þegar er allt of stór til að hafa nóg fyrir sig á fiskimiðum heimafyrir. Reynt verður að gera út um þessi mál á ráðstefnu sem haldin verður í New York á vegum Sam- einuðu þjóðanna. Pavarottifékk kvefogfrestaði tónleikunum ítalski óperu- söngvarirm Luciano Pavar- otti frestaöi tónleikum sein hann átti að halda í Manila á Filippseyjum i gærkvöldi. Kappinn fékk kvef og sagði að rödd sín væri ekki einsfullkomin og skvldi fyrir vikiö. Tónleikunum var frestað tæpri klukkustund áður en þeir áttu að heflast og var þá margt af finasta fólki Manila komið í biöröð fyrir utan tónleikasalinn, þar á meðal Imelda Marcos, fyrrum forseta- írú. Reuter, NTB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.