Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Síða 12
12
LAUGARDAGUR 19. MARS 1994
Erlend bóksjá
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. Thomas Keneally:
Schindler's Ust.
2. George Eliot:
Míddlemarch.
3. Vikram Seth:
A Suitable Boy.
4. Joanna Trollope:
The Rector's Wife.
5. Catherine Cookson:
The Year of the Virgins.
6. John Grisham:
The Pelican Brief.
7. Terry Pratchett:
Johnny and the Dead.
8. Kazuo Ishiguro:
The Remains of the Day.
9. Elizabeth George:
Missing Joseph.
10. Colin Forbes:
By Stealth.
Rit almenns eðlis:
1. Jung Chang:
Wíld Swans.
2. Alan Clark:
Diaries.
3. Brian Keenan:
An Evil Cradling.
4. Gerry Conlon:
Proved Innocent.
5. Nick Hornby:
Fever Pitch.
6. Duncan Campbell:
The Underworld.
7. James Herríot:
Every Living Thing.
8. Stephen Fry:
Paperweight.
9. Nancy Friday:
Women on Top.
10. David Yallop:
To the Ends of the Earth.
(Byggt á The Sunday Tlmes)
Danmörk
Skáldsögur:
1. Peter Hoeg:
Froken Smillas
fornemmelse for sne.
2. Mary Wesley:
En tvivlsom affære.
3. James Ellroy:
Sorte Dahlia.
4. Robert Goddard:
Fra biltede til billede.
5. Laura Esquivel:
Hjerter i chili.
6. Peter Hoeg:
Forestillíng om det 20.
árhundrede.
7. Peter Hoeg:
Fortællinger om natten.
(Byggt á Politiken Sondag)
Hver er bestur
Hver er besti núlifandi skáldsagna-
höfundur sem ritar á enska tungu?
Þannig spuröi breska vikublaðið
Sunday Times ríflega þrjá tugi bresk-
ra rithöfunda. Tilefnið var m.a. að
kunnir risar í enskri skáldsagnagerð
- Graham Greene, William Golding
og Athony Burgess - eru nú allir.
Svör rithöfundanna voru birt um
síðustu helgi og eru hin athyglisverð-
ustu. Það er til dæmis merkilegt, og
segir nokkuð um stöðu skáldsagna-
gerðar í Bretlandi, að þeir höfundar
sem oftast eru nefndir í þessari
óformlegu könnun eru alls ekki
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
breskir heldur bandarískir. Þannig
tróna tveir Bandaríkjamenn á topp-
inum. í heild eru átján sagnaskáld
nefnd til sögunnar og er helmingur
þeirra bandarískur.
Flestir nefndu
Saul Bellow
Sigurvegari í þessari óformlegu
kosningu er bandaríska nóbelsskáld-
ið Saul Bellow. Hann var nefndur af
tíu þeirra sem tóku þátt í könnun-
inni.
Bellow, sem fæddist árið 1915, hef-
ur samið fjölda skáldsagna. Merkast-
ar þeirra eru fyrsta langa saga hans,
The Adventures of Augie March, frá
árinu 1953, Herzog (1964), The Dean’s
December (1982) og Humboldt’s Gift
(1975).
Svarendur blaðsins víkja að því
sérstaklega að Bellow sé í senn fynd-
inn og heimspekilegur höfundur.
Einn þeirra, Salman Rushdie, hælir
Þrjú á toppnum: Saul Bellow fyrir miðju, John Updike og Muriel Spark.
sérstaklega sögunni um Augie
March og segir að hún sé „hin mikla
ameríska skáldsaga" ef slíkt fyrir-
brigði sé þá yfirleitt til. Aðrir telja
Humboldt’s Gift mesta snilldarverk
Bellows.
JohnUpdike
í öðru sæti
Bandaríski skáldsagnahöfundur-
inn John Updike lenti í öðru sæti í
könnuninni - var nefndur átta sinn-
um. Hann er yngri en Bellow, fæddur
1932, og hefur reyndar lengi staðið í
skugga þessa kollega síns.
Þeir sem gefa Updike atkvæði sitt
vísa yfirleitt til snjallasta verks hans,
skáldasagnaraöarinnar um Harry
„kanínu" Angstrom. Kanínusögurn-
ar, eins og þær eru nefndar - Rabbit
Run (1960), Rabbit Redux (1971),
Rabbit Is Rich (1981) og Rabbit at
Rest (1990) - eru ekki aðeins forvitni-
leg persónusaga heldur um leið speg-
ilmynd þeirra miklu breytinga sem
orðið hafa á bandarísku þjóðfélagi í
fiörutíu ár.
Muriel Spark
í þriðja sæti var enska skáldkonan
Muriel Spark (fædd 1918), en hennar
verður vafalaust lengst minnst fyrir
að hafa skapað þá frægu kennslu-
konu Jean Brodie.
Tveir gjörólíkir höfundar, Anthony
Powell og Phihp Roth, fengu þrjú
atkvæði en V.S. Naipaul, Anne Tyl-
er, Doris Lessing og Cormac McCart-
hy tvö.
Aörir sem nefndir voru í könnun-
inni: V.S. Pritchett, Salman Rushdie,
Thomas Pynchon, Margaret Atwood,
Nadine Gordimer, Toni Morrison og
J.M. Coetzee.
Svo bentu sumir auðvitað á að það
væri gjörsamlega vonlaust að velja
einn mann með þessum hætti, m.a.
vegna þess að enginn einn stæði svo
augljóslega upp úr.
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáidsögur:
1. John Grisham:
The Client.
2. Thomas Keneally:
Schindler's List.
3. Julie Garwood:
Saving Grace.
4. Kevin J. Anderson:
Jedi Search.
5. Lilian Jackson Braun.
The Cat Who Went into
the Closet.
6. LaVyrie Spencer:
November of the Heart.
7. Dean Koontz:
Winter Moon.
8. V.C. Andrews:
Ruby.
9. John Sandford:
Winter Prey.
10. Terry Brooks:
The Talismans of Shannara.
11. Richard North Patterson:
Degree of Guilt.
12. Steve Martini:
Prime Witness.
13. Harold Coyle:
The Ten Thousand.
14. Peter Straub:
The Throat.
15. John Grisham:
The Pelican Brief.
Rit almenns eðlis:
1. Thomas Moore:
Care of the Sout.
2. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
3. Maya Angelou:
• I Knowwhy the Caged Bird
Sings.
4. Joan W. Anderson:
Where Angels Walk.
5. Aphrodite Jones:
Cruel Sacrifice.
6. Peter Mayle:
A Year in Provence.
7. Gail Sheehy:
The Silent Passage.
8. Benjamin Hoff:
The Tao of Pooh.
9. Rush Limbaugh:
The Way Things Ought
to Be.
10. H.G. Moore&J.L. Galloway:
We Were Soldiers
Once.. .and Young.
11. Deborah Tannen:
You Just Don’t Understand.
12. Ann Rule:
Everything She ever
Wanted.
13. Benjamin Hoff:
The Te of Piglet.
14. Martin L. Gross:
A Call for Revolution.
15. Nellie Bly:
Oprah!
(Byggt á Nlew York Tlmss Book Revlaw)
Vísindi
Froskamir eru ekki
bara prinsar í álögum
Froskurinn er mesta þarfaþing þótt heldur ófrýnilegur sé.
Hrós gegn
sársauka
Sálfræðingar í Bandaríkjunum
hafa komist að því aö hrós getur
dregið úr sársaukaskyni manns.
Þeir lögðu bæöi létt og erfitt
verkefni fyrir 62 háskólastúdenta
i New York. Helmingur þeirra
sem höfðu glímt við erfiða verk-
efniö fékk aö vita að illa hefði
gengið en hinum var hrósaö.
Sömu aðferð var beitt við úrlausn
létta verkefnisins.
Námsmennimir vora síðan
látnír dýfa höndunum i iskalt
vatn í tvær mínútur og skyldu
þeir greina frá því á hálfrar mín-
útu fresti hvort þeir fyndu til
sársauka. Það sýndi sig aö þeir
sem fengu hrós fundu fyrir minni
sársauka en hinir.
Eyja að
sökkvaí
hafið
Hawaii-eyja í samnefndum
eyjaklasa í Kyrrahafinu er aö
sökkva í hafið. Hjarta eyjarinnar
er Mauna Loa, heimsins stærsta
eldfiall sem rís meira en átta kíló-
metra upp af hafsbotninum og aö
sögn jarðvísindamanna er þyngd
fiahsins meiri en jarðskorpan
getur þolað.
Mælingar á undanfórnum 40
árum sýna aö tæplega þrír milh-
metrar af strandlengju eyjarinn-
ar hverfa i hafið á ári en á sama
tíma bætir gígurinn öðru hverju
hrauni á toppinn, þó minna en
skolast burt.
í ævintýrunum eru froskar iðulega
fallegir prinsar í álögum en allir vita
að í raunveruleikanum er því ekki
þannig fariö. Froskar eru bara frosk-
ar í augum flestra og eina gagnið sem
menn sjá af þeim, svona í fljótheitum
að minnsta kosti, er að lappirnar af
þeim eru vinsælar hjá frönskum
sælkerum.
En kannski eru froskamir eftir
sem áður prinsar í álögum, einhvers
konar læknaprinsar. Nýjar rann-
sóknir sýna nefnilega að hægt er að
nota útskilnaðarefni, eða seyti, frá
froskum til lækninga á margs kyns
meinum, allt frá geðklofa til bakter-
íusýkinga.
Japanskir vísindamenn hafa ný-
lega byrjað að gera tilraunir með efn-
ið caerulein sem þeir vinna úr græna
ástralska froskinum sem heitir Lit-
oria caerulea á máli vísindamanna.
Efninu var sprautað í sjúkhnga sem
þjáðust af þrálátum geðklofa og við
þaö hurfu einkenni sjúkdómsins og
létu ekki á sér kræla í einn mánuð á
eftir.
Líffræðingar, dýrafræðingar og líf-
efnafræðingar í Ástralíu hafa fengið
einkaleyfi á hópi efnasambanda sem
einnig eru unnin úr seyti frá græna
froskinum. Efnasambönd þessi hafa
sýnt það og sannað að hægt er að
nota þau sem fúkkalyf. Sömu vís-
indamenn hafa þar að auki komist
að því að annar ástralskur froskur,
eyðimerkurfroskurinn, framleiðir
mjög sterkt lím sem kann að vera
hægt að nota til að líma sár saman
eftir skurðaðgerðir í stað þess að
sauma þau.
Vísindamenn í Bandaríkjunum
vilja ekki vera minni menn en kolleg-
ar þeirra í Japan og Ástrahu og þeir
eru líka farnir að rannsaka froska.
Þeir hafa uppgötvað að froskur
nokkur frá Suður-Ameríku gefur frá
sér kvalastillandi beiskjuefni sem er
tvö hundruð sinnum sterkara en
morfin.
Nokkrir vísindamannanna flá
froskana og sjóða í nokkra klukku-
tíma í edikssýru til að skilja út seytiö
en áströlsku visindamennirnir hafa
dottið niður á öllu mannúðlegri að-
ferð: Þeir hleypa rafstraumi á frosk-
ana sem slappa þá alveg af og gefa
frá sér hið eftirsótta efni.
En hér sannast hið fornkveðna að
ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé
komið. Svo kann nefnilega að fara
að ævintýrið um froskinn sem alls-
herjarehxír gegn mannanna meinum
fái skjótan endi, áður en það er eigin-
lega byrjað fyrir alvöru, því svo nfiög
hefur gengiö á margar froskategund-
ir að þær eru nú í mikilli útrýming-
arhættu.
Hraðbanki
þekkir raddir
Breskir bankar búa sig nú und-
ir að taka í notkun nýja tegund
hraðbankavéla sem bera kennsl
á raddir, jafnvel þótt viðskipta-
vinurinn kunni að vera örlítiö
hífaður eöa kvefaður.
Tilraunir sýndu að véhn lét
röngum viöskiptavini í té pen-
inga aðeins í einu tilfelh af tvö
þúsund og í einu tilfelh af eitt
þúsund bar vélin ekki kennsl á
rödd kúnna og vísaði honum frá.
Vélin virkar þanrúg að við-
skiptavinurinn les setningu inn á
band sem síðan er flutt yfir á
kortið hans. Þegar hann svo ætl-
ar að taka út peninga þarf hann
aðeins að endurtaka setninguna
og þá eiga peningamir aö
streyma út.
Steypa sem gerir
við sig sjálf
Bandarískir vísindamenn hafa
þróað sérstaka trefiaþræði sem
geta ekki einasta uppgötvað
sprungur og tæringu í stein-
steypu heldur gera þeir líka viö.
Þræðir þessir, sem eru holir og
gljúpir, eru gerðir úr trefiagleri
og plasti. Þeir liggja um steypuna
eins og taugaþræðir í húðinni.
Ef sprungur koma í steypuna
sleppa þræðimir Irá sér efni sem
gerir við sprungurnar. Þá geta
þeir líka varaö við efnasambönd-
um sem bijóta niður jámabind-
iasuí stsYnmni,________
Umsjón
Guðiaugur Bergmundsson