Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Side 14
14 LAUGARDAGUR 19. MARS 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar; ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SÍMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Frjálsari viðhorf Stuðningsmönnum frjálsari utanríkisviðskipta og auk- innar þátttöku íslands í fjölþjóðlegu efnahagssamstarfi hefur flölgað mikið að undanfomu. Þeir em loksins komnir í meirihluta. Þetta sýndu niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar DV, sem birtist í blaðinu í gær. Hörðust hefur stefnubreyting þjóðarinnar orðið í við- horfmu til Evrópusambandsins. Fyrir tveimur ámm vildu rúm 25% hinna spurðu sækja um aðild að því, en nú em þeir komnir upp í rúm 51% hinna spurðu. Þetta getur flokkazt sem hrein stökkbreyting í málinu. Viðhorfsbreytingin stafar meðal annars af því, að ís- lendingar standa nú skyndilega andspænis þeirri stað- reynd, að samanburðarþjóðir okkar á Norðurlöndum em um það bil að flytja sig yfir í Evrópusambandið. Þar á meðal em Norðmenn, helztu keppinautar okkar í fiski. Enn ákveðnari er stuðningur þjóðarinnar við frjálsari innflutning á búvöru. Rúm 66% hinna spurðu vildu auka þetta frelsi og tæp 34% voru á móti. Athyglisvert er, að meirihluti er fyrir þessari skoðun í öllum stjómmála- flokkunum, meira að segja í Framsóknarflokknum. Samanlagt sýna þessar kannanir, annars vegar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu og hins vegar um fijálsari innflutning búvöm, að þjóðin er komin langt fram úr póhtískum fomstumönnum sínum í viðhorfi sínu til efnahags- og viðskiptahagsmuna sinna í umheiminum. Um leið flölgar jafnt og þétt í þeim minnihluta, sem vih algert innflutningsfrelsi með búvöm. Fyrir fimm ámm voru þeir 30% hinna spurðu, en eru nú komnir í 35% hinna spurðu. Þetta er töluvert meiri stuðningur en Evrópusambandið fékk hér fyrir tveimur árum. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar hafa lítið sem ekkert gert til að fylgja 1 humátt á eftir þjóðinni á þessum mikilvægu sviðum. Forsætisráðherra hefur nýlega ítrek- að hvað eftir annað, að umsókn um aðild að Evrópusam- bandinu sé ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar. Þessi íhaldssama skoðun var staðfest á Alþingi í um- ræðum í fyrradag. Stjómarandstaðan er meira eða minna sammála ríkisstjórninni á þessu sviði. Gerð var hörð hríð að utanríkisráðherra, sem hélt fram, að tímabært væri orðið að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Athyglisvert er, að þingmenn Sjálfstæðisflokksins taka virkan þátt í að mála Alþingi út 1 hom 1 viðhorfinu til Evrópusambandsins, þótt mikih meirihluti stuðnings- manna flokksins hafi opnari viðhorf til umheimsins. Þetta skarpa misræmi kann að hefna sín á flokknum. Enn skýrari drættir em í misræminu í afstöðu þjóðar og þings til fijálsari innflutnings búvöm. Á nákvæmlega sama tíma og þjóðin vill frjálsari innflutning, hvar í stjómmálaflokki sem hún stendur, eru þingmenn hennar algerlega á öndverðum meiði eins og verkin sýna. AtkvæðamikUl þingmaður reiknaði nýlega, að 50 þing- menn af 63 væm á móti fijálsari innflutningi búvöm. Þetta þýðir, að skoðun, sem hefur 66% fylgi meðal lands- manna, hefur ekki nema 21% fylgi á Alþingi, þar sem afturhaldið hefur gengið berserksgang að undanfömu. Tilraunir Alþingis tU að þrengja sem mest að innflutn- ingi búvöm sýna, að þingmenn telja sér brýnna að gæta afmarkaðra sérhagsmuna, sem þeir telja þunga á metun- um, heldur en að vernda almannahagsmuni eins og þeir líta út frá sjónarmiði meirihluta þjóðarinnar. Samt er ástæða tU að vona, að smám saman muni hinar öm breytingar á viðhorfi þjóðarinnar á þessum sviðum fara að endurspeglast í viðhorfi Alþingis. Jónas Kristjánsson Kröggur breska íhaldsins torvelda stækkun ESB Eftir langar fundasetur og mikla togstreitu hefur tekist aö ljúka samningum í Brussel um inngöngu íjögurra ríkja úr Fríverslunarsam- tökum Évrópu (EFTA) í Evrópu- sambandiö (ESB) í tæka tíð. Tíma- nauðin hlaust af ákvörðun Evrópu- þingsins, að samningar um aðild nýju ríkjanna yrðu að liggja fyrir um miðjan þennan mánuð, ætti þingið sem nú situr að ljúka um- fjöllun um þá fyrir kosningar til nýs þings í júní en afgreiðsla af þingsins hálfu fyrir þann tíma er óhjákvæmilegt skilyrði fyrir aö innganga nýliðanna í EBS geti farið fram um næstu áramót eins og miðað er við. En þegar þessari hindrun er rutt úr vegi skýtur annarri upp. Evr- ópuþingið hefur lika gert að skil- yrði fyrir afgreiðslu aðildarsamn- inga EFTA-ríkjanna að fyrir liggi ákvörðun ríkja ESB um breytt at- kvæðavægi við ákvarðanatöku í ráðherraráði bandalagsins í sam- ræmi við fjölgunina. Um þetta mál hafa ráðherrar ríkja ESB fjallað á fundi eftir fund án þess að komast aö niðurstöðu. Bretlandsstjórn aftekur með öllu að við Qölgun atkvæða á ráðherra- fundum ESB úr 76 í 90 hækki at- kvæðatala sem þarf til að hnekkja ákvörðun úr 23 í 27. Spánarstjórn styður þá bresku að vissu marki í þessu máli. Eins og nú er háttað nægja at- kvæði tveggja fjölmennra ríkja og eins fámenns til að stöðva mál í ESB. Við hækkun stöðvunarþrösk- uldsins í 27 atkvæði þyrfti þrjú fjöl- menn ríki eða tvö fjölmenn og tvö eða þrjú fámenn til að hann yrði virkur. Miðað við sögu efnahagssamtaka ríkja í Vestur-Evrópu kemur af- staða bresku stjórnarinnar kyn- lega fyrir sjónir. Bretland neitaði aðild að Efnahagsbandalaginu, fyr- irrennara ESB, og þegar það nægði ekki til að stöðva meginlandsríkin gekkst Bretlandsstjórn fyrir stofn- un EFTA, hreins fríverslunar- svæðis án pólitiskra einingar- markmiða. Eftir að Bretland fór svo tilneytt af efnahagsaðstæðum úr EFTA í Efnahagsbandalagið hafa breskar ríkisstjórnir, sérstaklega þó sú sem Margaret Thatcher stýrði um langa hríð, beitt sér gegn viðleitni megin- landsríkja til nánari einingar og samræmingar utan hreins við- skiptasviðs. Gömlu félagar Bret- lands úr EFTA sem nú knýja dyra hjá ESB, að minnsta kosti Noröur- löndin fjögur, eru í þessu efni líkleg til að eiga einatt frekar samleið meö Bretlandi en meginlandsríkjunum. En þá bregður svo við aö bresk ríkisstjóm skirrist ekki við að taka afstöðu í ESB sem hæglega getur Douglas Hurd utanríkisráðherra hefur haldið fram málstað bresku stjórn- arinnar á ráðherrafundum ESB í Brussel. handa og fóta og klofningur í íhaldsflokknum kemur rétt einu sinni í ljós. Verra veganesti út í tvennar kosningar gæti Major varla fengið og slæm útkoma flokksins í þeim gæti orðið til að fella hann úr foringjastöðunni. En innan ESB er líka annar for- ustumaður sem nú berst fyrir póli- tísku lifi sínu. Helmutír Kohl, kanslari Þýskalands, horfir fram á 18 staðbundnar kosningar í vor og sumar og almennar þingkosningar í október. Eitt af meginstefnumál- um hans er að hraða inngöngu EFTA-ríkjanna í ESB sem mest svo Þýskaland geti notað forsætistíma- bil sitt í stofnunum ESB síðara misseri ársins til að hefja undir- búning að stækkun bandalagsins til austurs, inngöngu Póllands, Ungverjalands, Tékklands og Sló- vakíu. Kohl hefur átahð opinberlega af- stöðu stjórna Bretlands og Spánar til breytingar á atkvæðavæginu í ESB eftir fjölgun en slíkt er fáheyrt meðal bandalagsríkja. Klaus Kin- kel, utanríkisráðherra Þýskalands, segir að það hljóti að valda alvar- legri kreppu í ESB fari stækkun bandalagsins út um þúfur. Næsti utanríkisráðherrafundur ESB um málið verður í næstu viku. Þar verður lagt að Spánarstjórn að skilja þá bresku eina eftir í and- stöðunni svo hún verði að slaka til. Magnús Torfi Ólafsson Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson seinkað inngöngu Austurríkis, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar í samtökin um ár að minnsta kosti. Ástæðan er stjómmálaástandið í Bretlandi um þessar mundir. Stjóm íhaldsflokksins í London stendur illa í bresku almennings- áliti og John Major forsætisráð- herra afleitlega. Fram undan eru kosningar til héraðs- og borgar- stjórna í maí og til Evrópuþingsins í júní. í þingflokki íhaldsmanna er harðsnúinn hópur Thatcher-sinna sem telur Major alltof Evrópusinn- aðan. Láti hann nú undan og fallist á rýrnun stöðvunarvalds í ESB rjúka þessir Evrópuféndur upp til Skodanir annarra Ekki peninganna virði „Sameinuðu þjóðirnar, sem eru fjármagnaðar að stómm hluta með peningum Bandaríkjamanna, em bandalag þar sem miklum tíma er eytt í að ræða máhn í stað þess að framkvæma. Stríðið í ísrael, Kóreu, Víetnam og við Persaflóann em lýsandi dæmi um hvemig SÞ hafa brugðist. Bandaríkjamenn ættu einungis að þurfa að fóma mannslífum og peningum í deilur sem hafa meö hagsmuni þeirra að gera.“ Úr leiðara USA Today 16. mars 1994 Velferðarkerfið „Bill Clinton lofaði kjósendum sínum því aö hann myndi setja tveggja ára takmörk á það hversu lengi fólk mætti lifa á velferðarkerfinu. Að því loknu yrði fólk skyldað til að vinna. Hugmyndin var að gefa fólki það sjálfstæði og þá virðingu sem fæst með því aö vinna. Clinton á hins vegar í erfiðleikum núna þar sem ekki em nægir peningar til að framkvæma áætlun- iiia. Ef ekki fást peningar í verkefnið er ekki að sjá að vandi velferðarkerfisins verði leystur á næstunni. Úr leiðara The New York Times 13. mars 1994 Marklausar hótanir „Misheppnuð tilraun Warrens Christophers, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, til að bæta mann- réttindi í Kína sýna hversu lítið mark er tekið á hótunum stjórnar Bill Chntons. Aðrar misheppnaðar tilraunir eru t.d. í Bosníu, á Haítí og í Sómalíu. Það er kominn tími til að Clinton, sem hefur nú gegnt embætti í 14 mánuði, geri sér grein fyrir því aö það á ekki að hafa í hótunum við þjóðir nema ætlunin sé að standa við þær. Annað gerir stjómina að veikri og marklausri stjórn. Ur leiðara USA Today 17. mars 1994

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.