Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Side 18
18
LAUGARDAGUR 19. MARS 1994
Dagur í lífl Ástu Kr. Ragnarsdóttur, forstöðumanns Námsráðgjafar HÍ:
Sérstök tilflnning
Ég var búin aö lofa sjálfri mér því
aö sofa út þennan mánudagsmorgun,
morguninn eftir Námskynningu 94
sem ég hef unnið að skipulagningu á
frá þvi fyrir jól. En meöfædda vekj-
arakiukkan mín er ennþá stillt og
veit ekki að verkefninu er lokiö, svo
ég vakna fyrst heimilismanna. Að
venju gái ég til veðurs og viti menn:
Jólin eru komin aftur, í það minnsta
hnédjúpur jólasnjórinn, því húsin og
trén í kring, svona líka bústin og frið-
sæl, myndu sóma sér á hvaða jóla-
korti sem væri. Ég stend sjálfa mig
að því að miöa enn tilveruna við
Námskynningu og þakka mínum
sæla fyrir að dagurinn í dag sé ekki
dagurinn í gær.
Fagnaðarefni
En fyrir aðra er snjórinn fagnaðar-
efni, ég sé í anda alla þá snjókarla
og -kerlingar sem eiga eftir að fæðast
í dag og veit að elsta barnið í fjöl-
skyldunni, Valgeir bóndi minn, verö-
ur heldur en ekki kátur, því hann
er þessa dagana með heilan kvik-
myndatökuflokk frá sjálfri Ameríku
aö fanga íslenskra vetrarríkiö á
filmu. Ég vek hann og tæpra 17 vetra
frumburðinn og það var ekki hægt
aö sjá hvor varð glaöari. Og nú opn-
ast augun eitt af öðru, ársgömul dótt-
ir mín tekur strikiö fram ganginn
með náttfotin í eftirdragi, eins og
brúðarslör, og fjögurra ára bróðir
hennar vindur sér hvatlega á fætur.
Þessa dagana er hann einn af riddur-
um Arthúrs konungs. Ég var búin
að lofa þeim að taka mér frí til hádeg-
is, undirbúningstömin nýafstaðna
hefur gert það að verkum að þau eiga
orðið ríflega innstæðu í Umhyggju-
bankanum. Sem betur fer er útibús-
stjórinn aldeilis frábær, Katrine frá
Danaveldi sem dvelur með okkur í
ár.
Ásta Kr. Ragnarsdóttir með börnum sinum, Vigdisi Völu og Arnari Tómasi.
Samt gat ég ekki látið hjá líða aö
hringja á minn daglega vinnustað,
Námsráðgjöf Háskólans, til að taka
veörið og frétti að starfssystur mínar
væru stálslegnar eftir þrotlausan
snjómokstur morgunsins.
DV-mynd BG
Fráhvarfseinkenni
Eitt af fráhvarfseinkennum þess
stífa verkefnis, sem nú er að baki,
er að hringja í Rögnu Ólafsdóttur,
samherja minn í undirbúnings-
vinmmni, sem líka hugðist sinna
bömum og búi til hádegis, og ræða
um hinn frábærlega vel heppnaða
gærdag. Það var sérstök tilfinning
að fylgjast með þeim þúsundum ungs
fólks og öllum hinum sem notuðu
þennan fallegasta dag ársins til að
kanna ókunna stigu menntakerfis-
ins. Það var ekki fjöldinn einn, held-
ur líka sá áhugi og ánægja sem gest-
imir skiluðu frá sér, sem gladdi okk-
ur og gerði alla fyrirhöfnina þess
virði. Eftir hádegið var fundur í
kynningamefnd Háskóla íslands,
þar sem mat var lagt á kynningar-
daginn. Nefndin var á einu máli um
að vel hefði tekist til. Talsverðar
umræður spunnust um fálæti sumra
fjölmiðla gagnvart ekki minna máli
en þessu. íslenska menntakerfið
kynnt með nýstárlegum hætti, sam-
eiginleg kynning skóla hvaðanæva
af landinu. Hvorug sjónvarpsstöðin
sá ástæðu til þess að heimsækja
Námskynningu meðan á henni stóð
og sýna myndir frá vettvangi sem
um það bil 10 þúsund manns heim-
sóttu í því augnamiði að velja sér
framtíð. En framtíð þjóðarinnar er
kannski ekki eins fréttnæm og
skautafólkið á Tjörninni, sem var
myndað svo fallega, að ekki sé talað
um allar dásamlegu skíðamyndimar
úr Bláfjöllum.
Að afloknum kynningarnefndar-
fundi lá leiðin heim á ný með stuttum
stans í fiskbúðinni á Freyjugötu til
að verða mér út um örlítið af heims-
ins besta fiski. En eins og við öll vit-
um býr framtíð íslensku þjóðarinnar
líka í fiski og úr honum fáum við
fegurð okkar og visku.
Dagslok mín tengjast þessari un-
aðslegu fæðu og faðmlögum barna
minna.
Finnur þú fimm breytíngai? 249
Nafn:........
Heimilisfang:
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
íimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja viö þau með
krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt
nafni þínu og heimilisfangi.
Að tveimur vikum hðnum
birtum við nöfh sigurvegar-
anna.
1. verðlaun: Rummikub-spil-
ið, eitt vinsælasta fjölskyldu-
spil í heimi. Það er þroskandi,
skerpir athyghsgáfu og þjálfar
hugareikning.
2. verðlaun: Fimm Úr-
valsbækur. Bækumar, sem eru í
verðlaun, heita: Mömmudrengur,
Þrumuhjarta, Blóðrúnir, Hetja og
Banvæn þrá. Bækumar em gefnar
út af Frjálsri fjölmiðlun.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 249
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir tvö hundr-
uö fertugustu og sjöundu get-
raun reyndust vera:
1. Brynjar Ólafsson,
Foldahrauni 40, 3 b,
900 Vestmannaeyjum.
2. Guðrún Helgadóttir,
Túngötu 2,
640 Húsavík