Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Page 21
LAUGARDAGUR 19. MARS 1994 21 Eigendur þessa hunds, sem tók þátt í hlýðnikeppni, fá sér kaffisopa á milli þess sem dýrið sýndi hversu hlýðiðþaðer. DV-myndir Rasi ROKRAS SÖLUDEILD ☆ NOTAST SEM SYKUR, MEÐ LÁGMARKS KALORÍUINNIHALDI. ☆ LEYSIST AUÐVELDLEGA UPP í KÖLDUM OG HEITUM DRYKKJUM. ☆ EKKERT AUKABRAGÐ - FRÁBÆRT í MATARGERÐ OG BAKSTUR UPP AÐ 180°. Crufts hundasýningin í Englandi: Velskur terri - er sigraði -yfír áttatíu þúsund manns skoðuðu sýninguna, þar af tólf íslendingar Velskur terrier varð sigurvegari hinnar árlegu hundasýningar sem fram fór í Birmingham á Englandi um síðustu helgi. Alls voru skráðir 19.877 hundar á sýninguna. Hunda- sýningin, sem nefnist Crufts Dog Show, dregur að sér áhorfendur frá öllum heimshornum. Sýningin hefur verið haldin á hverju ári síðan 1891 og er stærsta hundasýning í heimi. Að þessu sinni komu tólf íslendingar á sýninguna. Áhugi íslendinga fer mjög vaxandi á nýjum hundakynjum og fara margir á þessa sýningu til að kynna sér nýjar tegundir og læra að þekkja þær. Einnig fá íslending- arnir tækifæri til að ræða við hunda- ræktendur á sýningunni. Að sögn Ragnars Sigurjónssonar ljósmyndara, sem hefur farið á þessa sýningu á undanförnum árum, er mjög mikill áhugi á henni. „Sýningin stendur yfir í fjóra daga, frá klukkan niu á morgnana til sjö á kvöldin, og alltaf er eitthvað um að vera, eins og hlýðnikeppni og fleira. Á hverjum degi voru kynntar mismunandi teg- undir þannig að maður var alltaf að sjá eitthvað nýtt. Meðal annars voru kynnt tvö glæný hundakyn, Hungar- ian Kuvasz og Hungarian Wire Haired Vizsla," segir Ragnar. Yfir 80 þúsund manns komu á hundasýninguna að þessu sinni en talið er að ellefu milljónir manna horfi á þátt í BBC um sýninguna. Það var velskur terrier sem sigraði á sýn- ingunni en eigandi hans, Anne Maughan frá Newcastle, var alveg í skýjunum yfir árangri seppa litla. Aðstoðarmaður hennar, Frank Kel- let, sagðist ekki eiga orð til að lýsa tilfmningum sínum. Þetta væri því- lík hamingja. Á sýningunni nota allir helstu framleiðendur gæludýrafóðurs og annars vamings fyrir hunda tæki- færið til að kynna framleiðslu sína. „Voru ófáir skrautlegir básar á sýn- ingunni þar sem kynnt var allt ómögulegt sem mögulegt varðandi hunda,“ segir hundavinurinn Ragn- ar Sigurjónsson. -ELA Sigurvegarinn með eiganda sinum, Anne Maughan, og aðstoðarmanni, Frank Keilet. Glænýtt hundakyn var kynnt á sýningunni. Hér er það Hungarian Kuvasz. Margs ber að gæta i keppni. Hér skoða dómarar tennurnar í einum voffanum. ■ QEMD MTT MEÐ SwEim|pw QC or> ^ýertificate Fermingargjöfin í ár - námskeið og/eða fermingarmyndataka Ath.I Nýjung - í skóla Johns Casablancas eru teknar öðruvísi myndir af fermingarbörnunum. Til: -Katrínar Kristófersdóttur Frá: ömmu og afa Pantið tíma John Casablancas MODELING & CAREER CENtER Grensásvegi 7 - Sími 677799

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.