Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 19. MARS 1994 25 DV Það hefur alltaf verið öflugt félagslíf hjá brunavörðum í Reykjavik. Karlakór Slökkviliðs Reykjavíkur var þó ekki stofnaður fyrr en árið 1991 en hefur unnið sér varanlegan sess i, félaginu og söng á afmælishátíðinni undir stjórn Kára Friðrikssonar. y Afmælisár hjá Brana- varðafélaginu Sama ár og Islendingar lýstu yfir sjálfstæði landsins stofnuðu bruna- verðir í Reykjavík félag sitt. Stofn- fundurinn var haldinn í gömlu slökkvistöðinni í Tjarnargötu og voru félagar u.þ.b. 20 talsins en með árunum fimmtíu hefur þeim fjölgað upp í 90. Félagið var stofnað sem hagsmuna- félag til að gæta að hagsmunum fé- lagsmanna og fylgjast betur með og bæta úr faglegri þekkingu þeirra. Sem dæmi um það má nefna að fyrstu fundir félagsins voru nær ein- göngu fyrirlestrar um slökkvistörf og slökkvitækni en fljótlega fóru þeir líka að standa fyrir sumarferðum og árshátíðum. Ástæðan fyrir því að félagið var ekki stofnað sem stéttarfélag var að slökkviliðsmenn voru aUir í starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar. Fyrir 2 árum var stofnað Landssam- band slökkviliðsmanna og hefur fé- lagið síðan þá verið mun virkari í stéttarbaráttunni en það var áður. Þaö hefur þó ekki ríkt nein logn- molla í þessu félagi því auk þess að standa fyrir fræðslu fyrir félags- menn sina þá voru þeir frumkvöðlar í að koma upp afþreyingarefni fyrir slökkvihðsmenn á vakt. M.a. keyptu þeir spilaborð, billiardborð að ógleymdu veglegu bókasafni sem hefur alltaf verið vel notað, ekki síst fyrir daga sjónvarpsins. Á afmælishátíðinni, sem haldin var fyrir stuttu, fékk Kvenfélag bama- spítala Hringsins að gjöf 100 þúsund krónur frá félaginu. Ástæðan fyrir þessari höfðinglegu gjöf var að í gömlum fundargerðarbókum kemur fram að á 10 ára afmæh félagsins gáfu þeir þessu sama félagi 2000 krónur að gjöf. í þessari sömu bók sést líka að tekjuafgangur var ekki nema 900 krónur þetta ár, svo bruna- verðirnir hafa allir farið ofan í eigin vasa til að styrkja kvenfélagið. Um kvöldið var svo haldin fjöl- menn „afmælisárshátíð", reyndar átti félagið ekki afmæli fyrr en dag- inn eftir svo á miðnæti lyftu allir glösum til að óska hvor öðrum til hamingju meö hálfrar aldar afmæhð. Eftir það var haldið áfram að dansa fram á rauða nótt. HMR Jón Friðrik Jóhannsson, formaður Brunavarðafélags Reykjavikur, afhenti Birnu Björnsdóttur, gjaldkera Kvenfélags Hringsins, 100 þúsunda króna gjöf i tilefni 50 ára afmælis Brunavarðafélagsins og endurtóku þvi það sem menn geröu á 10 ára afmæli þessa sama félags. DV-myndir Sveinn Kryddnámskeið Pottagaldra. Ilmandi, fræðandi og skemmfileg kvöldstund fyrir alla sem elska að matbúa. Verð kr. 1.200. Upplýsingar í síma 628788. Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri í Reykjavík, og Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar, ræða hér málin á árshátíð félagsins sem hald- in var um kvöldið. Jóhannes Sævar Jóhannsson, fyrr- verandi formaður Brunavarðafélags Reykjavíkur, og Jóhann Pétur Jóns- son brunavörður rifjuðu upp gamla og góða tíma á 50 ára afmælinu. Á NÆSTA SÖLUSTAÐ QA AH AA EÐA i ÁSKRIFT í SiMA 0O'C/*UU FRJALS FJ0LMIÐLUN HF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.