Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Síða 30
42 LAUGARDAGUR 19. MARS 1994 Iþrottir Hvalreki á flörur tennisíþróttarinnar á íslandi: Allar mínar eignir sprengdar í loft upp - DV ræðir við tennisþjálfarana Bozo Skuramuca frá Króatíu og Elenu Pogorelovu frá Rússlandi Svo mælir Bozo Skuramuca, 37 ára gamaU tennisþjálfari frá Króa- tíu sem nú býr á Islandi með rúss- neskri kærustu sinni. Skuramuca þjálfar tennisfólk hjá Þrótti og einnig er hann landsliðsþjálfari ís- lendinga í greininni. En hvernig kom það til að þau skötuhjú lögðu leið sína til íslands? „Ég hafði verið á mótum atvinnu- manna í mörg ár sem þjálfari og fyrir nokkrum árum kynntist ég tveimur íslendingum, þeim Atla Arasyni og Guðnýju Eiríksdóttur, þegar þau komu í einn skólann minn í Dubrovnik. Þau voru í tenn- is hjá Þrótti og einnig viðloðandi starf innan Tennissambands ís- lands. Mér líkaði strax vel við þau og við urðum góðir vinir og héldum góðu sambandi. Alla landa mína sem fæddir eru og uppaldir á svip- uðum slóðum og ég dreymir um að koma til lands eins og íslands. Kærastan mín heitir Elena Pog- orelova og er frá Rússlandi. Hún var atvinnumaður í tennis og var á þessum tíma að keppa á opna ástralska mótinu í Ástralíu. Við settum okkur í samband við Atla og Guönýju með ferð til íslands í huga. Við höfðum átt í verulegum vandræðum með vegabréfsáritanir fyrir Elenu og gátum aldrei verið nema nokkra daga á hveijum stað. Nú langaði okkur til að komast til einhvers lands þar sem við gætum verið til frambúðar. Við komum svo tíl íslands í febrúar árið 1993, beint frá opna ástralska mótinu. íslendingar komu okkur þægi- lega á óvart. Fólkið var og er allt mjög almennilegt við okkur og vildi allt fyrir okkur gera. Viö vonumst til að éeta dvalið hér í langan tíma enn vegna þess að hér erum við mjög hamingjusöm.“ Bozo Skuramuca og Elena Pogorelova. Lif þeirra hér á landi snýst um tennis og veiðimennsku. Hann er heims- frægur tennisþjálfari sem hefur þjálfað nokkra af bestu tennisleikurum heims og hún er fyrrverandi atvinnumaður í greininni. Þau hyggja á langdvöl á íslandi og á dagskránni er að ganga i það heilaga. Hann er 37 ára og hún 25 ára. „Það væsir ekki um mig hér á landi. Ég á yndislega og fallega konu og hér líður okkur mjög vel,“ segir Skuramuca sem misst hefur allt sitt i striðinu í fyrrum Júgóslavíu. DV-mynd Brynjar Gauti raun er ekki hægt að fullyrða neitt um það. Auðvitað langar mig til að snúa aftur til minnar yndislegu borgar en ég veit að það verður alls ekki í bráð. Það er hreint ótrú- legt hvað gerst hefur í mínu heima- landi og ég er enn mjög reiður yfir því öllu. En vonandi lagast þetta einhvern tíma. Það kemur alveg til greina að við dveljum hér til ævi- loka ef við getum það. Fólkið hér er óskaplega almennilegt og hefur tekið okkur opnum örmum. Við vitum ekki enn hvort okkur verður leyft að dvelja mjög lengi hér. Þetta er að einhverju leyti spuming um stjómmál og mér líkar iUa við stjómmál.“ Mikil veiðidella og stefnt að fyrsta laxinum Skuramuca er haldinn veiðidellu á háu stigi. Reyndar eru flestir bestu tennisleikarar í heiminum í dag með veiðidellu á háu stigi. Þar má nefna nöfn eins og Goran Ivan- isevic, Pete Sampras, Jim Courier og Michael Chang. Við spyrjum Skuramuca aöeins út í þetta áhuga- mál númer eitt: Reykjavíkur. í mínu heimalandi gat ég aðeins veitt í sjónum viö Dubrovnik. Hér er þetta alveg ótrú- legt. Hér morar allt í vötnum og ám og ekki þarf einu sinni að skipu- leggja veiðitúrinn áður en lagt er af stað, bara að setjast inn í bílinn og aka út í sveit. Maður getur feng- ið að veiða út um allt. Elena stóð sig betur í veiðinni síðasta sumar en ég en í sumar mun þetta breytast og þá ætla ég að veiða fleiri fiska en hún. Ég er þegar farinn að búa mig undir átök- in í sumar.“ - Hefurðu aldrei veitt lax? „Hún Elena fékk einn í fyrra en hann var ekki stór. Ég hef aldrei veitt lax ennþá á ævinni en von- andi tekst það í sumar. Það er minn stærsti draumur þessa dagana að veiða lax á íslandi. Ég mun starfa við þjálfun alla virka daga í sumar en fara allar helgar í veiði og aftur veiði á mörgum stöðum." Ótrúlegtöryggi hér á íslandi Skuramuca heldur áfram: „Það var ótrúlegt þegar við komum hingað að sjá og verða vitni að því hve heyri ég í unglingum hér sem eru að tala um einhver vandamál sem þeir eigi við að glíma. En trúðu mér. Þeir vita ekki hve heppnir þeir eru í raun og veru að búa á Islandi." Ætla bæði að læra íslenskuna - Æthð þið aö læra íslensku? „Já, það ætlum viö að gera. Því miður höfum við haft svo mikið að gera á þessu ári frá því við komum til landsins við að ganga frá ýmsum málum varðandi veru okkar hér að ekki hefur unnist timi til að ■'ckella sér í að læra íslenskuna. Hér eru skólar fyrir útlendinga sem vilja læra íslensku og við ætlum okkur í skóla til að læra tungumál ykkar.“ 7 Nú finnst mörgum dýrt að lifa á íslandi. Hafið þið orðið vör við það? „Maturinn hér er dýr en á móti kemur að hann er afskaplega góð- ur. Þið bjóðið án efa upp á besta lambakjöt í heimi og fiskurinn er einnig mjög góður. Sérstaklega hef ég tekið eftir hve miklir snillingar íslendingar eru í að gera alls kyns rétti úr laxi og silungi." Hvernig sér hann framtíðina hér á landi hvað tennis varðar og hvar stöndum við í dag? „Þegar við komum til íslands tók- um við fljótlega eftir þvi að tennis var ekki íþrótt númer eitt á íslandi og reyndar á byriunarstigi. Það fólk sem hefur verið að starfa fyrir tennisíþróttina fram að þessu hefur þó unnið afskaplega mikið og gott starf. Ef við lítum á íslenskt tennis- fólk og tökum mið af aðstæðum, sem eru mjög erfiðar, þá eru hér mjög góðir tennisleikarar. Ef við berum þetta saman við erlenda jafnaldra og þær aðstæður sem eru víða erlendis þar sem tennisfólk getur æft og spilað allan ársins hring eru íslendingar aö leika mjög vel. Og með tilkomu tennishallar- innar í Kópavogi eiga framfarirnar eftir að verða miklar hér á landi þegar hægt verður að stunda þetta við góðar aðstæður allt árið. Það er grundvallaratriði. Þá er unrnð gott starf hjá Tennissambandi ís- lands og keppnisferðum til útlanda fjölgar. Það er mikilvægt atriði upp á framtíðina að gera sem ég tel að sé björt,“ sagði Bozo Skuramuca. -SK „Ég er fæddur á ein- hverjum fallegasta stað í heiminum, borg- inni Dubrovnik í Króa- tíu. Borgin var miðstöð ferðamannaþjónustu í fyrrum Júgóslavíu og þar skein sólin í 300 daga á ári. Ég hef löng- um verið á miklu flakki um heiminn sem tenn- isþjálfari en síðustu árin fyrir stríðið dvaldi ég að mestu í Dubrovn- ik, þó ekki síðasta árið fyrir stríðið. í Dubrovnik og ná- grenni átti ég tennis- skóla en þeir voru allir sprengdir í loft upp í stríðinu og eftir það sneri ég ekki aftur heim, enda borgin fljót- lega umsetin her- mönnum. Ég tapaði því öllum mínum eignum og stóð uppi slyppur og snauður.“ Kemur til greina aö vera á íslandi til æviloka - Kemur til greina að þið gerist ís- lenskir ríkisborgarar? „Við vitum það ekki alveg og í „Já, ég verð að viöurkenna að ég er með mikla veiðidellu og hef aðal- lega stundað súungsveiði. Og hér á íslandi er heldur betur hægt að stunda veiði. Mér kom það gífur- lega á óvart er ég kom hingað að það var ekkert mál að komast í veiðivatn eða ár í næsta nágrenni öryggið er mikið hér. Maður getur farið og heimsótt forseta landsins og skoðað húsnæðið þar án þess að rekast á öryggisverði út um allt. Fyrir útlendinga er þetta ótrúleg upplifun og þetta mikla öryggi sem hér er segir í raun allt sem segja þarf um íslensku þjóðina. Stundum Mjög gott starf unnið og fram- tíðin er björt Bozo Skuramuca hefur mjög mikla reynslu sem tennisþjálfari og veit nánast allt um þá göfugu íþrótt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.