Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Síða 33
LAUGARDAGUR 19. MARS 1994
45
sem ætlar ekki að þéna á myndinni.
„Fyrir mér væri skandall aö græða
á gyðingaútrýmingunni. Ég mun
gefa allt til þeirra sem vinna við að
lina stríðsþjáningar. Mig langaði
bara til að fólk gæti séð hvemig þetta
var og hugsa svolítið um það. Einnig
að opna augu þess fyrir því sem er
aö gerast í heiminum í dag.“
Spielberg hefði kosið að Banda-
ríkjamenn hefðu skipt sér meira af
striðinu í Bosníu. „Eitt af því sem rak
mig til að gera þessa mynd er stríðiö
í Bosníu. Þar er önnur hörmung að
gerast fyrir augum okkar og enginn
gerir neitt til að stoppa það. Besta
sem getur gerst er að kynslóðir sem
nú eru aö vaxa úr grasi læri um hel-
fór gyðinga í gegnum þessa mynd
mína.“
Bæði Kevin Costner og Mel Gibson
óskuðu eftir að fá að leika Schindler
í myndinni en fengu ekki. „Ég vildi
fá óþekktan leikara í hlutverkið,"
segir Spielberg sem réði írskan
mann, Liam Neeson, í hlutverkið.
„Hann líkist mjög hinum raunveru-
lega Oscar Schindler. Myndin var
tekin upp í Krakow í Póllandi þar
sem verksmiðja Schindlers er enn i
dag.
Skelfilegurtími
„Þetta voru þrír skelfilegir mánuð-
ir,“ segir hann um kvikmyndatök-
una. „Það var kalt í Póllandi og nið-
urdrepandi andrúmsloft. Það var
eins og fortíðin lægi í loftinu. Þeir
sem unnu við kvikmyndatökuna
lifðu upp hina raunveruiegu atburði.
Menn voru samstilitir og ekki nokk-
ur maður hló. Þetta var svo háalvar-
legt. Tvisvar sinnum var ég svo langt
niðri að ég hringdi í leikarann Robin
Williams, sem lék Peter Pan í Hook,
og sagði honum að ég hefði ekki hleg-
ið í sjö vikur. Hann er ótrúlegur
skemmtikraftur. Hanri munaði ekki
um að setja upp tuttugu mínútna
skemmtidagskrá fyrir mig í gegnum
símann. Það hjálpaði mér rnikið."
Myndir Stevens Spielberg hafa hal-
að inn að minnsta kosti 120 miiljarða
svo vart getur hann kvartað. En að
sjálfsögðu liggur mikil vinna að baki
og nú langar leikstjó'rann að taka sér
frí. „Mig langar að eyða meiri tíma
með íjölskyldu minni,“ segir fimm
barna faöirinn. Eftir stutt hjónaband
með leikkonunni Amy Irving er
hann nú kvæntur leikkonunni Kate
Capshaw. Þau kynntust þegar hún
lék á móti Harrison Ford í seinni
Indiana Jones myndinni. „Við höfum
veriö gift í þrjú ár. Bæði eigum við
sitt barnið hvort frá fyrra hjóna-
bandi. Jessica, dóttir Kate, er 17 ára.
Max, sonur minn, er 8 ára. Síöan eig-
um við þrjú böm saman, Sasha'sem
er þriggja ára, Tom, tveggja ára, og
Theo, sem er svartur fimm ára gam-
all drengur sem við ættleiddum.
Þetta er skemmtilegur hópur og þau
era alin upp í gyðingatrú."
Það tók Steven Spielberg langan
tíma að ná sér eftir upptökur á
Schindler’s List. „Venjulega hef ég
falið mig á bakvið myndavéiina og
litið á vinnuna sem eins konar ferða-
lag frá raunveruleikanum. En . í
Schendler’s List hef ég sagt sögu,
sanna sögu sem er mikilvæg fyrir
mig og fjölskyldu mína. Og við það
að segja þessa sögu hef ég fúndið
sjálfan mig.“
„Ég ólst upp við að heyra sögur um
gyðingahelförina í seinni heimsstyrj-
öldinni,” segir kvikmyndaleikstjór-
inn Steven Spielberg sem keypti
kvikmyndaréttinn að bók Thomas
Keneallys um Oscar Schindler,
manninn sem bjargaði lífi 1300 gyð-
inga með því að kaupa þá sem vinnu-
menn í verksmiðju sinni. Mynd þessi
hefur vakið mikla athygli um heim
aUan og er tilnefnd til tólf óskars-
verðlauna. Háskólabíó hefur tekið
myndina til sýningar.
„Ég gerði þessa mynd í minningu
frændfólks mins sem féli í helfor-
inni. Frænkur mínar og frændur létu
lífið í pólsku fangabúðunum. Amma
mín kenndi gyðingum frá Austur-
Evrópu ensku. Sumir þeirra höfðu
sloppið úr fangabúðum,” segir Stev-
en og rifjar upp sögu sem amma hans
sagði honum um vinkonu sína. „Vin-
kona ömmu var píanóleikari. Hún
var að leika á tónieikum lag sem var
bannað. Þá ruddust nasistar í salinn
og brutu á henni hvem einasta fing-
ur. Hún gat aldrei framar leikið á
píanóið,” segir leikstjórinn.
Steven Spielberg er einn fremsti
kvikmyndaleikstjóri heims og án efa
snillingur nútímans. Hann hefur gert
margar af bestu kvikmyndum und-
anfarinna áratuga eins og ET, The
Color Purple, Empire of the Sun,
Jurrasic Park og Indiana Jones svo
eitthvað sé nefnt. Oft hefur verið sagt
að Steven Spielberg laði fram barnið
í áhorfendum sínum með ævintýra-
myndum sínum. Það má raunar
segja að kvikmyndin Schindler’s List
sé fyrsta raunverulega myndin sem
hann gerir fyrir „fullorðna".
Eini gyðingurinn
Steven Spielberg fæddist í Saratoga
í Noröur-Kalifomiu. Hann er 46 ára
gamall. „Fjölskylda min var sú eina
sem var af gyðingaættum á þessum
slóðum og fyrir það þurfti ég að líöa
í bamæsku minni. Það hnussaði í
fólki þegar þaö gekk fram hjá mér
„gyðingur”. Vegna þessa var ég mik-
ið einn og ég skammaðist mín fyrir
að vera gyðingur.”
Hann segist ekki enn í dag hafa náð
sér eftir skólaárin og hefur þess
vegna ekkert samband við gamla
skólafélaga. „Þeir fengu mig til að
skammast mín fyrir sjálfan mig. Mér
leið Ula yfir að vera öðravísi og bað
pabba að kaupa jólatré en hann sagði
mér að gyðingar héldu ekki jól. Hatr-
ið í mér var svo sterkt að ég límdi
sterkt límband yfir nefið á mér til
að reyna að minnka þaö. Mér var
ipjög illa við gyðinganefið á mér,“
segir hann.
Þegar Steven var átta ára gamall
gaf faðir hans honum 8 mm kvik-
myndatökuvél. Strax frá þeim degi
varð myndavélin be'sti vinur hans.
„Ég var elstur af fjórum bömum og
fékk alla fjölskylduna til að leika í
bíómyndinni. Ég var ekkert sérstak-
lega góður í lestri en notaði mynda-
vélina eins og penna."
Foreldramir skildu
Þegar hann varð fjórtán ára skildu
foreldrar hans. Oft hefur hann notað
þann efnivið í myndum sínum, barn-
iö sem missir sambandi við foreldra
sína. „Þaö skemmtilega við bíómynd-
ir er aö maður getur fengið leikara
til að leika sína eigin upplifun. Mað-
Steven Spielberg valdi irskan mann, Liam Neeson, i hlutverk Oscars Schindlers. Þessi mynd er tekin við upptökur
á myndinni sem var hræðilegur timi, að sögn leikstjórans.
ur getur næstum horft á drauginn
af sjálfum sér í gegnum leikarana,”
segir leikstjórinn sem oftsinnis býr
til kvikmyndir frá sjónarhorni
barns.
Þegar sonur minn, Max, fór aö læra
gyðingasöguna í skólanum var ég
minntur á mina eigin óþægilegu
bamæsku. Það er í rauninni fyrst
núna sem ég hef lært aö trúa á guð
og vera stoltur af forfeðram mínum.
Ég bjó til Schindler’s List til að sýna
þeim sem finnst að ég eigi að skamm-
ast mín fyrir kynþátt minn að ég er
sfoltur af honum. Ég gaf mikið af
mér í þessa mynd enda liggja rætur
mínar í henni. Auk þess vann ég
mikla undirbúningsvinnu. Sá allar
heimildarmyndir sem gerðar hafa
verið um þetta málefni. Ég ætlaði
upphaflega að gera myndina árið
1982 en var ekki tilbúinn til þess þá.“
Kvikmyndabærinn Hollywood hef-
ur ekkert verið sérstaklega hrifinn
af gyðingamyndum og það gekk erf-
iðlega fyrir Spielberg að fá myndina
samþykkta þar. „Þeir í Hollywood
trúa ekki að fólk vilji koma í kvik-
myndahús og sjá útrýmingarherferð
gyðinga. Og enginn hafði áhuga á
svarthvítri mynd. Þessi mynd varð
hins vegar að vera svarthvít. Fólk
má ekki líta fallega út í henni.”
En kvikmyndajötnar í Hollywood
höfðu ekki rétt fyrir sér. Schindler’s
List hefur fengiö frábæra dóma jafnt
hjá gagnrýnendum sem almenningi.
Og talið er fullvíst að Spielberg fái
óskarinn bæði fyrir leikstjórn og
bestu mynd.
Vildi opna augu fólks
„Ég hafði aldrei hugsað mér að búa
til vinsældamynd,” segir Spielberg
Ur myndinni Schindler’s List, Caroline Goodall, Liam
Neeson og Ben Kingsley i hlutverkum sinum.
Það var eins og fortíðin lægi i loftinu, segir Steven
Spielberg er hann rifjar upp upptökur á Schindier’s List.
Kvikmyndin Schindler's list vekur mikla athygli:
Eins og fortíðin
laegi í loftinu
- segír Steven Spielberg um dvölina í Póllandi þar sem myndin var tekin upp