Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1994, Qupperneq 47
LAUGARDAGUR 19. MARS 1994
59
A&næli
Gunnlaugur J. Ingason
Gunnlaugur Jón Ingason fram-
kvæmdastjóri, Klettahrauni 3,
Hafnarfirði, verður sjötugur á
morgun.
Starfsferill
Gunnlaugur er fæddur að Berg-
þórshvoli í Vestur-Landeyjum og
ólst upp að Vaðnesi í Grímsnesi en
þangað fluttist hann með foreldrum
sínum 2 ára gamall. Hann fór í
íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í
Haukadal að afloknu skyldunámi.
Gunnlaugur fluttist til Reykjavík-
ur um tvítugt og vann þar í nokkur
ár í byggingavinnu hjá Haraldi
Bjamasyni og var síðar við akstur
leigubifreiða. Hann var lögreglu-
maður í Reykjavík 1950-57 en flutt-
ist þá til Hafnarfjarðar og gerðist
kaupmaður. Gunnlaugur rak versl-
unina Hamarsbúð sem var kjöt- og
nýlenduvöruverslun. Hann stofn-
setti byggingafyrirtæki 1964 og stóð
m.a. fyrir byggingu allmargra fjöl-
býlishúsa í Hafnarfirði. Gunnlaug-
ur gerðist starfsmaður Alþingis 1981
og starfaði þar sem þingvörður fram
í byrjun þessa mánaðar.
Gunnlaugur tók mikinn þátt í
íþróttum og keppti bæði í gbmu og
fijálsum íþróttum. Hann vann
Skarphéðinsskjöldinn í glímu
1951-52 og fór í tvær sýningarferðir
til Svíþjóðar, 1946 og 1949, þar sem
sýnd var íslensk glíma.
Fjölskylda
Gunnlaugurkvæntist26.12.1952
Helgu Guðmundsdóttur, f. 3.7.1927,
d. 6.1.1992, ritara Tónlistarskóla Hafn-
arfiarðar. Foreldrar hennar: Guð-
mundur Guðbjömsson, d.1934, skip-
stjóri, og Guðrún Ásbjömsdóttir en
heimili þeirra var í Hafnarfirði.
Böm Gunnlaugs og Helgu: Guð-
mundur, f. 19.5.1954, arkitekt,
kvæntur Auði Leifsdóttur, þau eiga
þrjú börn; Ingi, f. 19.5.1954, tann-
læknir, kvæntur Erlu Eyjólfsdóttur,
þau eiga þrjú böm; Gunnlaugur
Helgi, f. 23.4.1956, dúklagninga-
meistari, kvæntur Hrund Eðvars-
dóttur, þau eiga tvo syni; Haildór,
f. 20.5.1958, smiður og nemi, hann
á eina dóttur; Þorsteinn, f. 24.9.1962,
verkfræðingur, kvæntur Sigríði
Lárasdóttur, þau eiga tvo syni; Guð-
rúnlngibjörg, f. 3.2.1966, hjúkrun-
arfræðingur, gift Inga Má Ljótssyni,
þau eiga eina dóttur.
Systkini Gunnlaugs: Sigurður, f.
25.9.1920, fyrrv. póstrekstrarstjóri,
kvæntur Ernu Jónsdóttur; Siguijón
Ágúst, f. 28.5.1927, fyrrv. starfsmað-
ur Áburðarverksmiðjunnar, kvænt-
ur Sofííu Jónsdóttur; Soffía, f. 6.5.
1932, fyrrv. deildarstjóri á Hagstof-
unni, gift Tryggva Árnasyni.
Foreldrar Gunnlaugs: Ingi Gunn-
laugsson, f. 19.8.1894, d. 10.2.1973,
bóndi í Vaðnesi í Grímsnesi og síðar
póstafgreiðslumaður í Reykjavík, og
Ingibjörg Jónsdóttir, f. 20.7.1887, d.
23.1.1977, húsfreyja.
Ætt
Ingi var sonur Gunnlaugs, b. og
dbrm. á Kiðjabergi, Þorsteinssonar,
sýslumanns á Kiðjabergi, Jónsson-
ar, lögsagnara á Ámóti, Jónssonar,
bróður Valgerðar, konu Hannesar
Finnssonar biskups, ættmóður
Finsensættarinnar. Móðir Gunn-
laugs var Ingibjörg Gunnlaugsdótt-
ir, dómkirkjuprests í Reykjavík,
Oddssonar.
Móðir Inga var Soffía Skúladóttir,
prófasts á Breiðabólsstað í Fljóts-
hlíð, Gíslasonar, prófasts í Odda,
Þórarinssonar, sýslumanns á
Grund, Jónssonar, ættfoður Thor-
arensensættarinnar. Móðir Skúla
var Ragnheiður Vigfúsdóttir, sýslu-
manns á Hlíðarenda í Fljótshlíö,
Þórarinssonar.
Ingibjörg var dóttir Jóns, b. og
formanns í Álfhólum í Landeyjum,
Nikulássonar, bróður Þorbjargar,
ömmu Aldísar, móður Ellerts og
Bryndísar Schram. Móðir Þórunnar
Gunnlaugur Jón Ingason.
var Þorbjörg ljósmóðir Jónsdóttir,
b. á Hrútsstöðum í Flóa, Einarsson-
ar. Móðir Jóns var Þorbjörg Guð-
mundsdóttir, systir Brynjólfs, lan-
gafa Magnúsar Stephensen lands-
höfðingja.
Móðir Ingibjargar var Sigríður
Sigurðardóttir, b. í Miðkoti í Land-
eyjum, Ólafssonar, b. á Ey, Gests-
sonar, prests á Móum á Kjalarnesi,
Þorlákssonar, bróður Ástríðar,
langömmu Þorláks Ó. Johnson,
kaupmanns í Reykjavík, afa Einars
Laxness, framkvæmdastjóra
menntamálaráðs.
Gunnlaugur dvelur erlendis á af-
mælisdaginn.
Birgir Hallvarðsson
Birgir Hallvarðsson, skrifstofumað-
ur og ræðismaður Noregs, Botna-
hlíð 14, Seyðisfiröi, verður sextugur
ámorgun.
Starfsferill
Birgir er fæddur á Seltjamarnesi
en ólst upp í Laugameshverfinu í
Reykjavík og á sumrin var hann í
sveit i Biskupstungum. Birgir lauk
gagnfræðaprófi úr Gagnfræðaskóla
Austurbæjar 1950 og samvinnu-
skólaprófi 1953.
Birgir starfaði hjáfj ármáladeild
Sambands íslenskra samvinnufé-
laga 1954-62 og var bókari og fulltrúi
kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi
Austfjarða á Seyðisfirði 1962-64.
Hann var kaupfélagsstjóri hjá
Kaupfélagi Amfirðinga á BOdudal
1964- 65 og kaupfélagsstjóri hjá
Kaupfélagi Austfjarða á Seyðisfirði
1965- 67. Birgir hefur unnið við bók-
hald og fleira frá þeim tíma en hann
setti á stofn bókhalds- og tölvuþjón-
ustu 1974. Birgir var umboðsmaður
skattstjóra í mörg ár.
Birgir hefur verið gjaldkeri sókn-
arnefndarinnar og starfað í kirkju-
kómum. Hann var bæjarfulltrúi
1982-90 en hafði áður verið vara-
maður og þá hefur Birgir einnig
setið í ýmsum nefhdum. Hann var
formaður hafnarnefndar í 4 ár og
formaður bæjarráös í 2 ár. Birgir
hefur verið ræðismaöur Noregs á
Austurlandi frá 1966.
Birgirhlaut St. Olavsorðuna, 1.
gráðu, 1990.
Fjölskylda
Birgir kvæntist 15.9.1963 Sigfríð
Stellu Ólafsdóttur, f. 26.6.1941, skrif-
stofumanni og bókara hjá sýslu-
manni Norður-Múlasýslu á Seyðis-
firði. Foreldrar hennar: Ólafur Þór-
steinsson, bOstjóri, bæjarverkstjóri
og starfsmaður Kaupfélags Aust-
fjarða, og Hulda Sigurjónsdóttir.
Þau era bæði látin. Þau bjuggu í
FirðiiSeyðisfirði.
Börn Birgis og Sigfríðar: Ólafur
Birgisson, f. 19.6.1963, rafvirkja-
meistari og rafmagnstæknifræðing-
ur, hann er búsettur á Seyðisfirði;
Guðfinna Björk Birgisdóttir, f. 11.5.
1967, fórðunarfræðingur, maki Ás-
björn Guöjón Jónsson, matreiðslu-
maður frá Selfossi, þau eru búsett á
Seyðisfirði.
Bræöur Birgis: Agnar, f. 4.11.1929,
vélstjóri og verktaki, kvæntur
Magnúsínu Ólafsdóttur, þau era
búsett í Hafnarfirði og eiga tvo syni;
Helgi, f. 12.6.1931, skipherra, kvænt-
ur Þuríði Erlu Erlingsdóttur, þau
eru búsett í Kópavogi og eiga þrjú
böm; HOmar, f. 3.7.1935, vélvirkja-
meistari, kvæntur Hafdísi Ólafs-
dóttur, þau eru búsett í Garöabæ
og eiga þrjár dætur; Gylfi, f. 13.8.
1937, starfsmaður Reykjavíkurhafn-
ar, kvæntur Öldu Bjarnadóttur, þau
eru búsett í Reykjavík og eiga fimm
börn; Guðmundur, f. 7.12.1942,
stýrimaður og alþingismaður,
kvæntur Hólmfríði Maríu Óladótt-
ur, þau era búsett í Reykjavík og
eigaþrjúbörn.
Birgir Hallvarðsson.
Foreldrar Birgis; Hallvarður Hans
Rósinkarsson, f. 14.5.1904, d. 6.3.
1975, vélstjóri, og Guðfmna Lýös-
dóttir, f. 4.5.1904, d. 9.5.1991, hús-
móðir. Þau bjuggu í Reykjavík,
lengst af á Hrísateigi 37.
Ætt
Hallvarður var sonur Rósinkars
Guðmundssonar, Magnússonar, í
Þorgeirshlíð í Miðdölum, og konu
hans, Steinunnar Hallvarðsdóttur,
Sigurðssonar, í Litla-Langadal á
Skógarströnd.
Guöfmna var dóttir Lýðs IOuga-
sonar Daðasonar, á Stóra-Hrauni í
Kolbeinsstaðahreppi, og konu hans,
Kristínar Hallvarðsdóttur Sigurðs-
sonar, í Litla-Langadal á Skógar-
strönd.
Birgir verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
80 ára
Anna L. Rist,
Hringbraut 50, Reykjavík.
60 ára
Ragnar Björnsson,
Þórsgötu 21a, Reykjavík.
Hermann Stefánsson,
Eskihhð 20a, Reykjavík.
Runólfur Aðalbjömsson,
Sunnubraut 1, Blönduósi.
50ára
Joseph Lee Lemacks,
Esjugrund 10,Kjalarneshreppi.
Anna Sigurlaug Þorvaldsdóttír,
Heinabergi 15, Þorlákshöfn.
Huneraðheiman.
Sigurbjörg Kristjánsdóttir,
Austurbergi 8, Reykjavík.
40ára
Guðbjörg Einarsdóttir,
Víöihlíð 31, Reykjavík.
Sveinn Tómasson,
Nesvegi52, Reykjavík.
ÖmGeirsson,
Selvogsgrunni 7, Reykjavík.
Ólafur Árni Óskarsson,
Gaularási, A-Landeyjahreppi.
Elín Helga Guðmundsdóttir,
Bollagörðum 11, Seltjamamesi.
Gísli Frostason,
Laugavegi 11, Seyluhreppi.
Sigríður A. Aðalbergsdóttir,
Ártúni3, Selfossi.
Hallgrímur S. Sveinsson,
Mjóuhlíð 8, Reykjavik.
JónSigurðsson,
Kelduhvammi 3, Hafnarfiröi.
Jóhanna Katrín Eyjólfsdóttir,
Vallarhúsum 22, Reykjavík.
María Kristjánsdóttir
María Kristjánsdóttir, leiklistar-
stjóri Ríkisútvarpsins, Árholti 8,
Húsavík, er fimmtug í dag.
Starfsferill
María er fædd í Reykjavík en ólst
upp í Hafnarfirði. Hún lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1964 og diploma-prófi frá
Leikhstarháskólanum í Leipzig í
Þýskalandi 1970 í leikhúsfræðum og
leikstjórn. María stundaði nám í
kvikmyndafræði við Háskólann í
Stokkhólmi í Svíþjóð 1972-73.
María hefur starfað sem leikstjóri
frá 1970 og m.a. unnið hjá Leikfélagi
Akureyrar, Leikfélagi Reykjavíkur
og Þjóðleikhúsinu. Hún hefur verið
leikhstarstjóri Ríkisútvarpsins frá
því í desember 1991. María hefur
auk þess starfað m.a. við blaða-
mennsku, kennslu, fiskvinnslu og
þýðingar.
Maríavar formaður Félags leik-
stjóra á íslandi 1988-91.
Fjölskylda
María giftist 21.5.1973 Jóni Aðal-
steinssyni, f. 20.4.1932, yfirlækni.
Foreldrar hans: Aðalsteinn Jónsson
og Aöalbjörg Stefánsdóttir, bændur
í Kristnesi við Eyjafjörð.
Dóttir Maríu og Jóns: Salbjörg
Rita, f. Í8.11.1973, nemi. Börn Jóns
af fyrra hjónabandi: Aðalbjörg,
Guðrún, Aðalsteinn og Kolbrún.
Systkini Maríu: Logi Elfar, f. 20.9.
1941, verkfræðingur, maki Ólöf Þor-
valdsdóttir framkvæmdastjóri, þau
eiga fjögur börn, Kristján, Þorvald,
Elfi og Yngva Jökul; Jóhann Bjami,
f. 1.5.1948, d. 1.12.1979, viðskipta-
fræðingur, hans kona var Olga Þór-
hahsdóttir, þau eignuðust tvö börn,
Ólöfu Maríu og Þórhall Dan; Berg-
ljót Soffía, f. 28.9.1950, dósent við
Háskóla íslands, maki Aðalsteinn
Eyþórsson, Bergljót Soffía á tvö
böm með Hjálmari Árnasyni, Ragn-
heiði og Kristján; Andrés, f. 14.10.
1958, tölvufræðingur í Svíþjóð, maki
Sjöfn Hauksdóttir, þau eiga fjögur
böm, Kristján, Hauk, Emmu og
Petru; Katrín, f. 27.7.1960, húsmóð-
ir, maki Sævar Sigurbjörnsson, þau
eiga þrjár dætur, Ólöfu, Salbjörgu
Rögnu og Sigrúnu Soffíu.
Foreldrar Maríu: Kristján Andr-
ésson, f. 16.6.1914, d. 15.9.1980, fram-
kvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í
Hafnarfirði, og Salbjörg Magnús-
dóttir, f. 2.7.1919, d. 3.2.1987, fulltrúi
áAkureyri.
Ætt
Kristján var sonur Andrésar
verslunarmanns Andréssonar, b. á
Helgustöðum í Reyðarfirði, Eyjólfs-
sonar. Móðir Andrésar verslunar-
manns var Kristín Ámadóttir. Móð-
ir Kristjáns framkvæmdastjóra var
María Kristjánsdóttir, ökumanns í
Hafnarfirði, Auðunssonar, hafn-
sögumanns í Hafnarfirði, Stígsson-
ar. Móðir Kristjáns ökumanns var
Herdís Kristjánsdóttir, b. á Stein á
Reykjaströnd, Sveinssonar. Móöir
Maríu var Þórdís Símonardóttir, b.
á Gegnishólaparti, Bjömssonar.
Móðir Þórdísar var Guðrún Magn-
úsdóttir Guðmundssonar, hrepp-
stjóra á Skipum, Hafliðasonar,
hreppstjóra á Skipum, Jónssonar.
Móðir Guðrúnar var Guðrún
Snorradóttir Knútssonar og Þóru
Bergsdóttur, hreppstjóra í Bratts-
holti og ættfóður Bergsættarinnar,
Sturlaugssonar.
Salbjörg var dóttir Magnúsar, sjó-
manns og kennara í Rey kiavík, Lár-
ussonar, sjómanns í Stykkishólmi,
Benediktssonar, b. í Gjarðey á Skóg-
arströnd, Oddssonar. Móðir Lárus-
ar var Ingibjörg Þorkelsdóttir. Móð-
ir Magnúsar var Katrín Eiríksdótt-
María Kristjánsdóttir.
ir, b. á Högnastöðum í Hrunmanna-
hreppi, bróöur Helga í Birtinga-
holti, langafa Helga leikara og Ólafs
biskups Skúlasona en Eiríkur var
einnig bróðir Andrésar, fóður
Magnúsar, prófasts og alþingis-
manns á Gilsbakka, fóöur Péturs
ráðherra, fóður Ásgeirs bæjarfóg-
eta.
María tekur á móti gestum á af-
mæhsdaginn í sal Tannlæknafélags-
ins að Síðumúla 35,3. hæð, frá kl.
11-14.