Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1994, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 28. MARS 1994
23
Iþróttir
Skagamenn eru enn með i baráttunni um íslandsmeistaratitilinn i körfuknattleik eftir sigur á Grindvíkingum í öðrum leik liðanna í
gærkvöldi. Þeir fögnuðu að vonum innilega eftir leikinn og nú bíður þeirra hreinn úrslitaleikur í Grindavik á miðvikudagskvöldið.
DV-mynd GS
AKRANES (sunnudag)
Nafn Stig Fráköst Stoðs.
Steve Grayer 40 21 0
IvarÁsgrimsson 22 2 1
Haraldur Leifsson 8 5 1
Einar Einarsson 7 4 3
Jón Þór Þórðarson 5 3 1
Dagur Þórisson 4 4 0
Eggert Garðarsson 4 2 0
PéturSigurðsson 0 0 1
Samtals 90 41 7
GRINDAVÍK (sunnudag)
Nafn Stig Fráköst Stoðs.
Wayne Casey 19 8 2
Guðmundur Bragason 16 10 1
Nökkvi Már Jónsson 14 6 0
Marel Guðlaugsson 12 2 0
Hjörtur Harðarson 9 6 1
Pétur Guðmundsson 7 9 1
UnndórSigurðsson 3 0 0
Samtals 80 41 5
Grayer varð Grind-
víkingum ofviða
- skoraði 15 síðustu stigin og Skagamenn sigruðu, 90-80
Sigurður Sverrissan, DV, Akranesi;
„Ég missti aldrei vonina þótt viö
værum órðnir níu stigum undir. Það
var nóg eftir og við fórum að spOa
vörn sem aldrei fyrr. Hún var lykill-
inn að sigrinum og við sýndum í
þessum leik í eitt skipti fyrir öll að
við eigum fullt erindi í úrslitakeppn-
ina og förum til Grindavíkur á mið-
vikudag til að sigra,“ sagði Steve
Grayer, hetja Skagamanna og yfir-
burðamaður á vellinum í mest
spennandi leik vetrarins á Akranesi
þar sem nýliðar Skagamanna sigr-
uðu deildameistara Grindvíkinga,
90-80, í framiengdum leik í gærkvöld.
Það var fátt sem benti tii sigurs
Skagamanna um miðjan síðari hálf-
leikinn. Grindvíkingar höföu þá náð
níu stiga forskoti, 57-66, og heima-
menn voru í gríðarlegum villuvand-
ræðum. En frábær vörn í lokakafla
leiksins og alla framlenginguna var
lykillinn að sigrinum. Skagamenn
jöfnuðu, 77-77, og í framlengingunni
var aðeins eitt hð á vellinum. Á tíu
mínútna kafla í venjulegum leiktima
og framlengingu skoruðu heima-
menn 18 stig gegn aðeins 2 og Steve
Grayer var óstöðvandi, skoraði 15
síðustu stig Akurnesinga og hitti úr
7 af 8 vitum í framlengingunni.
„Ég veit ekki hvað kom yfir okkur.
Við vorum með gott forskot en senni-
lega hafa menn ætlað að fara að tefja
leikinn. Við það kom óöryggi í sókn-
ina hjá okkur en á sama tíma fóru
þeir að hitta úr flestum sínum skot-
um. Það er ekki við dómarana að
sakast en mér fannst Bergur úti að
aka í lokin. Við tökum þetta í þriðja
leiknum," sagði Guðmundur Braga-
son, þjáifari Grindvíkinga.
Leiksins verður minnst sem leiks
hinna sterku vama og gríðarlegu
baráttu þar sem keyrt var á útopnu
frá upphafi til enda. Steve Grayer
átti ótrúlegan leik fyrir Skagamenn
og ívar Ásgrímsson var sömuleiðis
frábær og dreif liðið áfram. Einar
Einarsson gætti Wayne Casey mjög
vel og Skagamönnum tókst alveg að
skrúfa fyrir gegnumbrot hans sem
voru þeim svo erfið í fyrsta leiknum.
Grindavíkurliðið vár mun jafnara
að getu. Guðmundur Bragason,
Nökkvi Már Jónsson, Marel Guð-
laugsson og Pétur Guðmundsson
áttu allir mjög góðan leik en Casey
hefur oftast leikið betur, sem og
Hjörtur Harðarson.
Akranes (44) (77) 90
Grindavik (45) (77) 80
7-2, 14-15, 29-25, 44-36, (44-45), 49-56, 60-68, 67-70, 71-75, 75-77, (77-77),
87-77, 90-79, 90-80.
3ja stiga körfur: Akranes 4, Grindavík 5.
Vitanýting: Akranes 74% (27/20), Grindavik 75% (28/21).
Áhorfendur: 1.074.
Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Bergur Steíngrímson, dæmdu mjög erfiðan
leik ótrúlega vel.
Maður leiksins: Steve Grayer, Akranesi.
Grindavík (föstudagur)
Nafn Stig Fráköst Stoðs.
Wayne Casey 35 5 7
Hjörtur Harðarson 19 0 4
Marel Guðlaugsson 16 6 2
Nökkvi Már Jónsson 12 8 0
PéturGuðmundsson 11 6 1
Guðmundur Bragason 6 9 2
Unndór Sigurðsson 3 3 1
Bergur Eðvarðsson 2 3 1
Ingi K. Ingólfsson 2 1 1
Samtals 106 41 19
Akranes (föstudagur)
Naln Stig Fráköst Stoðs.
SteveGrayer 33 19 4
Einar Einarsson 20 3 5
HaraldurLeifsson 17 4 2
ívar Ásgrimsson 11 3 3
Eggert Garðarsson 8 4 1
Jón Þór Þórðarson 8 1 1
Samtals 97 34 16
Casey á kostum
Ægir Máx Kárason, DV, Suöumesjum;
Grindvíkingar geta þakkað Wayne Casey sigurinn á
Skagamönnum, 106-97, í Grindavík á föstudagskvöldið.
Casey átti stórkostiegan leik, skoraði 35 stig og það var
hrein unun að fylgjast með honum langtímum saman.
Skagamenn, með Steve Grayer í aðalhlutverki, voru
ekki langt frá sigri og sennilega heföi þeim tekist það
með meiri breidd. Grindavík var með sterkari varamenn
og náðu 15 stiga forystu þegar 6 mínútur voru eftir.
Skagamenn minnkuðu hana í sex stig en það var ekki
nóg.
Grindavík (48) 106
Akranes (44) 97
0-2, 8-2, 15-6, 19-13, 19-20, 27-30, 32-30, 40-36, 40-43,
(48-44), 50-51, 54-51, 62-60, 67-60, 71-65, 80-72, 87-72,
87-81, 97-88, 97-91, 101-91, 103-94, 103-97, 106-97.
Víti: Grindavík 78% (27/21), Akranes 71% (21/15).
3ja stiga körfur: Grindavík 8, Akranes 12.
Villur: Grindavík 21, Akranes 25.
Áhorfendur: Um 850.
Dómarar: Kristinn Óskarsson og Kristján Möller,
eiga heiður skilinn fyrir góða dómgæslu.
Maður leiksins: Wayne Casey, Grindavík.
BORGARVERKFRÆÐINGURINN í REYKJAVÍK
GARÐYRKJUSTJÓRI
SKÚLATÚNI 2, 105 REYKJAVÍK, SÍMI 91-632460, FAX 91-624339
Húsverndarsjóður
í apríl verður úthlutaó lánum úr Húsverndar-
sjóði Reykjavíkur. Hlutverk sjóósins er að veita
lán til viðgerða og endurgeröar á húsnæði í
Reykjavík sem hefur sérstakt varöveislugildi af
sögulegum eöa byggingarsögulegum ástæó-
um.
Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja
verklýsingar á fyrirhuguöum framkvæmdum,
kostnaðaráætlun, teikningar og umsögn Árbæj-
arsafns.
Umsóknarfrestur er til 1. apríl 1994 og skal
umsóknum, stíluóum á Umhverfismálaráó
Reykjavíkur, komið á skrifstofu garðyrkjustjóra,
Skúlatúni 2, 105 Reykjavík.
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirtöldum
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Brattakinn 6, 201, Ha&arfirði, þingl.
eig. Hjördís Jóna Sigvaldadóttir, gerð-
arbeiðandi Húsnæðisstofaun ríkisins,
5. apríl 1994 kl. 11.00.
Dalshraun 17, Hafiiarfirði, þingl. eig.
Sigurður Bjamason, gerðarbeiðandi
'Bæjarsjóður Hafiiarfjarðar, 5. apríl
1994 kl. 11.30.
Langeyrarvegur 9, Hafiiarfirði, þingl.
eig. Kristján Harðarson, gerðarbeið-
endur Bifreiðar og landbúnaðarvélar,
Bæjarsjóður Hafiiarfjarðar, og Hús-
næðisstofhun ríkisins, 5. apríl 1994 kl.
13.30.
Lyngás 10 A, 201, Garðabæ, þingl. eig.
Kristmann Amason, gerðarbeiðendur
Bifr. og landbúnaðarvélar, Byko hf„
P. Samúelsson hf. og íslandsbanki
hf„ lögfræðideild, 6. aprfl 1994 kl.
10.00.
Lyngás 10At 202, Garðabæ, þingl. eig.
Kiistmann Amason, gerðarbeiðendur
Byk hf. og íslandsbanki hf„ lögfræði-
deild, 6. aprfl 1994 kl. 10.15.
Lyngás 10 A, 203, Garðabæ, þingl. eig.
tóistmann Ámason, gerðarbeiðendur
Byko hf. og íslandsbanki hf„ lögfræði-
deild, 6. apríl 1994 kl. 10.30.
Móabarð 34, 203, Hafiiarfirði, þingl.
eig. Ásbjöm Helgason, gerðarbeið-
andi Bæjarsjóður Hafiiarfjarðar, 5.
aprfl 1994 kl. 14.00.
Skútahraun 9, Hafiiarfirði, þingl. eig.
Heiðar Jónsson, gerðarbeiðandi Bæj-
arsjóður Hafiiarfjarðar, 5. aprfl 1994
kl. 14.30.___________________________
Sléttahraun 24, Hafiiarfirði, þingl. eig.
Guðmundur Georg Guðmundsson,
gerðarbeiðandi Bæjarsjóður Hafhar-
fjarðar, 5. aprfl 1994 kl. 15.00.
Smiðsbúð 9,0102, Garðabæ, þingl. eig.
Vélanaust hf„ gerðarbeiðendur Brim-
borg hf„ Búnaðarbanki íslands, Gjald-
heimtan í Reykjavík og Nesskip hf„
6. aprfl 1994 kl. 11.30._____________
Sævangur 22, Hafiiarfirði, þingl. eig.
Ásgeir Friðþjófsson, gerðarbeiðendur
Bæjarsjóður Hafharfjarðar, Sam-
vinnutryggingar og sýslumaðurinn í
Kópavogi, 6, apríl 1994 kl. 11.00.
Trönuhraun 1, 0101, Hafiiarfirði,
þmgl. eig. Magnús Kristinsson, gerð-
arbeiðendur Bæjarsjóður Hafriar-
Qarðar, Iðnlánasjóður og Samvinnu-
tiyggingar, 6. apríl 1994 kl, 16.00.
Víðivangur 1, 204, Hafnarfirði, þingl.
eig. Hrönn N. Ólafsdóttir, gerðarbeið-
andi Bæjarsjóður Hafharfjarðar, 5.
aprfl 1994 kl. 15.30.________________
Álfholt 42,102, Hafnarfirði, þingl. eig.
Þorvarður Kristófersson, gerðarbeið-
endur Bæjarsjóður Hafnarfjai'ðar,
sýslumaðurinn í Hafiiarfirði og ís-
landsbanki hf„ 6. aprfl 1994 kl. 15.00.
SÝSLUMAÐURINN í HAFNARFIRÐI