Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1994, Blaðsíða 5
24
MÁNUDAGUR 28. MARS 1994
Enska knattspyman:
Blackburn
á siglingu
- aðeins 3 stigum á eftir Manch. Utd.
íþróttir________________
Parísarliðiðá
beinni braut
Franski meistaratitilinn í
knattspyrnu blasir við Paris St.
Germain eftir 1-0 sigur á Metz en
Marseille varð að sætta sig við
1-1 jafntefli heima gegn Mont*
pellier. Laurent Fournier skoraöi
sigurmark Parisarliösins sem er
með 48 stig gegn 42 hjá Marseille
þegar sjö umferðum er ólokið.
Auxerre vann Mónakó, 0-1, og er
í 3. sæti með 38 stig og Nantes
vann Sochaux, 2-0, og er í 4. sæti
með 37 stig, ásamt Bordeaux.
Stórsigurhjá
Deportivo
Deportivo Coruna heldur for-
ystu sinni í spænsku knattspym-
unni eftir 4-1 sigur á Atletico
Bilbao í gær. Bebeto, brasilíski
miðherjinn snjalli, skoraði tvö
markanna. Ronald Koeman og
Romario tryggðu Barcelona
nauman sigur á Tenerife, 2-1, og
Real Madrid vann Valencia, 3-2,
i miklum baráttuleik þar sem
Króatinn Robert Prosinecki skor-
aði sigurmarkið. Landi hans, Ða-
vor Suker, skoraði þrennu í 4-1
sigri Sevilla á Logrones. Depor-
tivo er með 43 stig, Barcelona 41
og Real Madrid 40 stig.
JafntíDallas
Bandaríkin og Bólivía, tveir af
næstu andstæðingum íslands á
knattspymuvellinum, gerðu
jafntefli, 2-2, í vináttuleik í Dallas
í Texas í fyrrinótt. Hugo Perez
skoraði bæði mörk Bandaríkja-
manna en Julio Baldivieso og
Mario Pinedo skoruðu fyrir
Bóliviu. -VS
Aðeins þrjú stig skilja að Man-
chester United og Blackburn á toppi
ensku úrvalsdeildarinnar í knatt-
spymu eftir 11. heimasigur Black-
burn í röð á laugardaginn, 3-1 gegn
Swindon. Toppliðin mætast í Black-
burn á laugardaginn kemur og það
verður hálfgildings úrslitaleikur um
enska meistaratitilinn - hefur að
minnsta kosti mikið að segja um
hvort liðið nær honum.
Botnlið Swindon beit þó frá sér,
eins og gegn Manchester United á
dögunum, og náði forystunni strax á
4. mínútu með marki frá norska mið-
herjanum Jan Áge Fíortoft. Alan
Shearer jafnaði tveimur mínútum
síðar og Tim Sherwood og Shearer
tryggðu síðan Blackburn sigurinn,
3-1.
Arsenal lék sinn 13. leik í röð án
taps og komst í þriðja sætið með því
að sigra Liverpool, 1-0, með marki
frá Paul Merson.
Loks vann Tottenham
Tottenham vann sinn fyrsta sigur í
11 deildaleikjum og Steve Sedgeley
skoraði markið dýrmæta gegn Ever-
ton, 0-1. Tottenham vann síðast þann
28. desember á síðasta ári.
Coventry hafði ekki skorað í hálfa
sjöundu klukkustund í úrvalsdeild-
inni en náði að sigra Norwich, 2-1,
með mörkum frá Sean Flynn og Mick
Quinn. Darren Eadie, 18 ára nýliði,
skoraði mark Norwich.
Fyrsta mark Hoddle
Glenn Hoddle, framkvæmdastjóri
Chelsea, skoraði sitt fyrsta mark fyr-
ir félagið í 2-0 sigri á West Ham.
Hoddle hafði skipt sjálfum sér inná
sem varamanni tíu mínútum áður.
Darren Barnard skoraði fyrra mark
Chelsea.
QPR skoraði þrjú mörk á sjö mín-
útum um miðjan seinni hálfleik og
vann Ipswich, 1-3. Andrew Impey
skoraði tvö markanna og Les Ferdin-
and eitt en Búlgarinn Bontcho Gu-
entchev svaraði fyrir Ipswich á loka-
mínútunni.
Peter Fear skoraði sigurmark
Wimbledon gegn Leeds, 1-0, strax á
3. mínútu.
Oldham og Manchester City gerðu
0-0 jafntefli í mikilvægum fallslag,
og sömu sögu er að segja um Shef-
field United og Southampton, þannig
að staðan á botninum breyttist lítið.
-VS
Ný hljómflutningsstæ&a úr POWER PLUS línunni frá Pioneer
N-50 samstæöan býöur Karaoke kerfi
2 x 50 W RMS umhverfismagnara (surround) —
3ja ára ábyrgó — Fullkominn geislaspilara
Útvarp ^ Tvöfalt segulbandstæki Aa Fjarstýringu
Verð 66.655,- eða 59-990,- stgr.
PIONEER
Umboðsmenn um land allt
H
F
Dean Saunders, til hægri, lagði upp fyrsta mark Aston Villa í úrslitaleiknum í gær
og skoraði hin tvö. Hér é hann í höggi við Roy Keane, leikmann Manchester United.
Símamynd/Reuter
Þrenna Manchester United úr sögunni:
VIHajafnaði
Mkarmetlð
- varð deildarbikarmeistari í flórða sinn
Aston Villa gerði í gær draum Manc-
hester United um einstæða þrennu í ensku
knattspyrnunni að engu með því að sigra,
3-1, í úrslitaleik liðanna um deildarbikar-
inn á Wembleyleikvanginum í London.
Aston Villa vann þar með keppnina í
íjórða skipti og náði með því Nottingham
Forest og Liverpool en ekkert lið hefur
sigrað oftar í deildarbikarnum.
Mark Bosnich, hinn snjalli markvörður
Villa, kom í veg fyrir að United næði for-
ystunni á upphafsmínútunum, og það var
síðan Dalian Atkinson sem kom Villa yfir
á 25. mínútu eftir sendingu frá Dean
Saunders.
Staðan var 1-0 þar til kortér var til leiks-
loka en þá skoraði Saunders beint úr
aukaspyrnu-utan af vinstri kanti. Mark
Hughes minnkaði muninn í 2-1 með marki
af stuttu færi en á lokamínútunni fékk
Villa vítaspyrnu þegar Andrei Kantsjelsk-
is hjá United varöi skot frá Dalian Átkin-
son með hendi í markteignum. Kantsjelsk-
is fékk að líta rauða spjaldið, fjóröi leik-
maður United sem hlýtur þau örlög í síð-
ustu flmm leikjunum, og Saunders inn-
siglaði sigur Villa úr vítaspyrnunni, 3-1.
Sigurinn bjargar tímabilinu hjá Áston
Villa, sem er dottið út úr baráttunni um
efstu sætin í úrvalsdeildinni, en Man-
chester United stefnir áfram á meistaratit-
ihnnogsiguríbikarkeppninni. -VS
Mikilvægur útisigur
Bayem Múnchen
Þórarirm Sigurðsson, DV, Þýskalandi:
Bayern Munchen náði í gærkvöldi
tveggja stiga forskoti á Frankfurt í þýsku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu með því að
vinna góðan útisigur á Hamburger SV,
1-2. Jörg Albertz kom Hamburger yfir en
Adolfo Valencia og Michael Sternkopf
skoruðu tvisvar fyrir Bayem á sömu mín-
útunni seint í leiknum og tryggðu liðinu
bæði stigin.
Frankfurt og Stuttgart skildu jöfn, 0-0,
í spennandi leik. Stuttgart átti meira í
leiknum en Frankfurt fékk hins vegar
þrjú dauðafæri undir lokin til að tryggja
sér sigurinn. Eyjólfur Sverrisson var með-
al varamanna Stuttgart en kom ekki inná.
Úrslitin í úrvalsdeildinni um helgina:
Karlsruhe - Freiburg 2-1
Kaiserslautem - Dresden 9-0
Werder Bremen - Schalke .0-1
Frankfurt - Stuttgart.............0-0
Niirnberg - Leverkusen............2-3
Dortmund - Wattenscheid...........2-0
Köln - Duisburg...................1-0
Mönchengladbach - Leipzig.........6-1
Hamburger SV - Bayern Munchen.....1-2
Meistarar Bremen töpuðu óvænt fyrir
Schalke og skoraði Hendrik Herzog eina
mark leiksins.
Leverkusen skoraði tvö mörk í lokin
gegn Nurnberg og tryggði sér sigur. Það
var Andreas Thom sem skoraði úrslita-
markið.
Staða efstu liða:
Bayern 27 13 9 5 57-29 35
Frankfurt 27 13 7 7 46-30 33
Karlsruhe 27 11 9 7 37 28 31
Hamburger SV 27 13 5 9 43-38 31
Kaiserslautern 27 12 6 9 44-33 30
Leverkusen 27 11 8 8 48-38 30
Köln 27 12 6 9 38-36 30
Stuttgart 27 10 9 8 42-36 29
MÁNUDAGUR 28. MARS 1994
25
Iþróttir
Annar ósigur AC Milan
stórkostlegt mark frá Di Canio færöi Napoli óvæntan sigur
Stórkostlegt mark frá Paolo Di
Canio tryggði Napoli óvæntan sigur
á AC Milan, 1-0, í ítölsku 1. deildinni
í knattspyrnu í gær. Þetta var fyrsta
tap Milan á árinu og aðeins annað
tapið á tímabilinu. Þar með minnkaði
forysta meistaranna í sjö stig en þeim
dugar að fá fjögur stig úr flmm síð-
ustu leikjunum til að vinna meistara-
titilinn þriðja árið í röð.
Sampdoria og Juventus unnu góða
sigra og eiga því enn veika von um
titilinn. Sampdoria burstaði Foggia,
Urslit í ensku
knattspyrnunni
Úrvalsdeild:
Arsenal - Liverpool....1-0
Blackburn - Swindon......3-1
Chelsea - West Ham.......2-0
Coventry - Norwich....2-1
Everton - Tottenham......0-1
Ipswich - Q.P.R..........1-3
Oldham - Manch. City..0-0
ShefF. Utd - Southampton.0-0
Wimbledon - Leeds......1-0
Manch.Utd.,,33 21 10
Blackbum....33 21 7
Arsenal,....34 16 13
Newcastle...33 18 6
Leeds.......34 14 13
Liverpool......34 15 8
Q.P.R.......32 14 8
AstonVilla...33 13 10
Norwich.....34 11 14
Sheff. Wed....33 11 12
Wimbledon... 33 12 9
Coventry....34 10 11
Ipswich.....34 9 13
Chelsea.....32 10 8
WestHam.....32 9 11
Tottenham ... 34 8 12
Everton.....34 10 6
Southampton 33 9 6
Man.City....34 6 14
Oldham......32 7 10
Sheff.Utd...34 4 16
Swindon.....35 4 13
2 68-32 73
5 51-25 70
5 46-19 61
9 65-33 60
7 47-33 55
11 53-45 53
10 52-42 50
10 39-33 49
9 57 48 47
10 55-47 45
12 36-43 45
13 34-40 41
12 30 43 40
14 36-41 38
12 30-44 38
14 44-47 36
18 36-48 36
18 33 46 33
14 26-40 32
15 28-51 31
14 29-50 28
18 40-85 25
l.deild:
Barnsley -Luton............1-0
Birmingham - Middlesbro....1-0
Bolton - Bristol City......2-2
Charlton - Wolves..........0-1
Grimsby -Oxford............1-0
Notts County - Leicester...4-1
Peterborough - Sunderland..1-3
Portsmouth - Nott. Forest..2-1
Stoke - Crystal Palace......0-2
Watford - Mill wall........2-0
W.B.A.-Derby................1-2
Cr. Palace
Nott.Por....
Leicester..
Miilwall...
Derby......
NottsCo....
Charlton...
Tranmere....
Middlesbro...
Stoke.......
Grimsby.....
Sunderland..
Wolves......
BristolC....
Southend....
Bolton......
Portsmouth..
Luton......
Bamsley....
W.B.A......
Watford....
Peterboro..
Oxford.....
Birmingham
38 21
36 18
36 17
35 16
36 16
36 17
35 16
36 15
36 14
37 14
36 12
35 15
35 12
36 13
37 14
35 12
37 12
34 12
35 12
37 10
37 10
37 8
36 9
38 8
8 9
9 9
9 10
11 8
8 12
4 15
7 12
8 13
11 XI
10 13
15 9
6 14
14 9
11 12
7 16
11 12
11 14
7 15
7 16
10 17
7 20
11 18
8 19
10 20
62-39 71
58-39 63
58-44 60
45- 37 59
55-50 56
53-58 55
44-35 55
47-42 53
46- 35 53
43- 49 52
46- 39 51
39-39 51
47- 35 50
37-40 50
50- 50 49
47-45 47
42-49 47
44- 43 43
44-50 43
49-56 40
51- 71 37
37-50 35
37-62 35
35-59 34
Níundisigur
Rangersíröð
Rangers vann sinn níunda leik
í röð í skosku úrvalsdeildinni í
knattspymu á laugardaginn, 1-2
gegn Hearts. Ally McCoist og
Mark Hateley skoruðu mörkin.
Úrslitin í Skotlandi:
Aberdeen - Dundee Utd.1-0
Celtic - Motherwell...0-1
Dundee- Kilmarnock....3-0
Hearts - Rangers......1-2
Partick - Hibemian....1-0
St. Johnstone - Raith.2-0
Rangers er með 48 stig, Moth-
erwell 44, Aberdeen 43, Hibemian
39, Celtic 38, Dundee United 35,
Partick 32, Hearts 30, Kilmarnock
30, St. Johnstone 29, Raith 24 og
Dundee20stig. -VS
6-0, og skoruðu David Platt og Ro-
berto Mancini 2 mörk hvor en Vlad-
imir Jugovic og Ruud Gullit eitt hvor.
Fabrizio Ravanelli tryggði Juventus
mikilvægan útisigur gegn Cagliari á
Sardiníu.
Úrslitin í gær:
Cagliari - Juventus..........0-1
Cremonese - Reggiana.........1-1
Napoli - AC Milan............1-0
Roma-Lecce...................3-0
Sampdoria - Foggia...........6-0
Torino - Lazio.........
Udinese - Piacenza.....
Inter Milano - Genoa...
Parma - Atalanta.......
Staða efstu liða:
ACMilan.......29 19 8
Juventus..
Sampdoria
Lazio....
Parma....
Torino...
Napoli...
...29 14 11
...29 17 5
...29 14 9
...28 16 5
...29 10 10
.29 10 10
......1-1
......2-2
......1-3
......2-1
33-11 46
50-24 39
56-32 39
43-29 37
46-27 37
35-29 30
37-33 30
-vs
Eyþór Eövarðsson, DV, HoHand!
Amar Gunnlaugsson átti mjög
góðanleik meðFeyenoordþegarlið-
iö vann 2-1 sigur á Ajax í stórleik
hollensku knattspymunnar í gær.
Arnar tekk loks að spreyta sig með
aðalliðinu, lék á vinstri kanti í stað
Blinkers, sem er i þriggja leikja
banni, og gerði mikinn usla í vöm
Ajax. Hann átti stóran þátt i jöfnun-
armarki Feyenoord en þá tók hann
hornspyrnu beint á kollinn á John
de Wolf sem skallaöi í netið.
Leikurinn var sýndur í beinni
útsendingu í hollenska sjónvarp-
inu og hrósaði þulurinn Arnari
mjög fyrir frammistöðuna. Þá var
viðtal við John de Wolf fyrirliða
Feyenoord eftir leikinn og sagði
hann þar að Arnar hefði átt rpjög
góðan leik. Bjarki bróðir hans var
ekki í leikmannahópnum. Þrátt
fyrir ósigurinn er Ajax með flög-
urra stiga forskot á Feyenoord og
á aö auki leik til göða.
tyiílllSllíSlfl
»«'■
*%<*&&**
# ú\Voot) V
BÍLAHUSIÐ
Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2
Sími: 67 48 48 Opið laugardag 10-17 sunnudag 14-17
Bílheimar Fosshálsi 1 - Borgarbílasalan Grensásvegi 11
BG bílasalan Keflavík - Betri bílasalan Selfossi - Bílasala Vesturlands
Bifreiðaverkstæði Sig. Valdimarssonar Akureyri -
Lykill Reyðarfirði - Ernir ísafirði