Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1994, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 25. APRÍL 1994 23 DV Víkingur (14) 28 Haukar (13) 23 1-0, 4-1, 6-3, 6-5, 8-5, 8-8, 10-10, 12-12, 14-12, (14-13), 16-13, 17-16, 19-16, 20-18, 20-20, 24-20, 24-21, 28-21, 28-23. Mörk Víkings: Bjarki Sigurðsson 11/4, Birgir Sigurðsson 7, Slavisa Cvijovic 5, fYiöleifur Friöleifsson 2, Kristján Ágústsson 2, Ámi Friö- leifsson 1. Varin skot: Reynir Reynisson 10, Magnús Ingi Stefánsson 4, Mörk Hauka: Páil Ólafsson 6, Sigurjón Sigurðsson 5, Aron Kristjánsson 3, Petr Baumrúk 3/1, Halldór Ingóifsson 2, Pétur V. Guönason 2, Óskar Sigurösson 1, Þorkell Magnússon 1. Varin skot: Bjarni Frostason 15/1. Brottvísanir: Vikingur 12 mínút- ur, Haukar 6 mínútur. Dómarar: Guöjón L. Sigurösson og Hákon Sigurjónsson, áttu í vandræöum með aö halda tökum á leiknum og voru mistækir. Áhorfendur: Um 1.100. Maður leiksms: Bjarki Sigurðs- son, Víkingi. Bættum upp mistökin „Við vissum hvað við vorum að gera vitlaust í fyrri leiknum, sérstaklega í vörninni, og aðal- atriöið er að við náðum að bæta fyrir þau mistök í kvöld,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari og leikmaður Víkinga, við DV eftir sigurinn á Haukum. „Það var mikil harka í þessum leik enda eru liðin búin að stúd- era hvort annað mjög vel og þekkja lejkkerfm út í gegn. í slík- um leikjum eru það smáatriðin sem ráða úrslitum, hraöaupp- hlaupin voru gífurlega mikilvæg og markverðimir vörðu á réttum augnablikum. Viö fórum óhræddir á Strandgötuna og ætl- um okkur að sjálfsögðu alla leið í úrslit,“ sagði Gunnar. Haukar ekki ósigrandi „Þetta var upp á líf og dauða fyr- ir okkur, og við vorum staðráðnir í að sýna okkur og sanna frá fyrstu mínútu," sagði Bjarki Sig- urðsson, sem átti stórleik með Víkingum í gærkvöldi. „Það má segja að allir hafi spil- að fast og vel i vörninni og stefn- an var að halda það út, og við uppskárum eins og viö sáðum. Við eru búnir að sýna að Hauk- amir eru ekki ósigrandi eftir að hafa gert tvö jafntefli við þá í vetur og tapað naumlega fyrir þeim á föstudaginn," sagöi Bjarki. -VS íþróttir Það var ekkert gefiö eftir í Víkinni i gærkvöldi, eins og þessi mynd ber með sér. Gunnar Gunnarsson, þjálfari Víkinga, iiggur með boltann í höndunum og Hinrik Bjarnason, félaga sinn, ofan á sér og Haukarnir Halldór Ingólfsson og Pétur Vilberg Guðnason, fyrirliði, eru greinilega ekki ánægðir með það sem er að gerast. DV-mynd Brynjar Gauti Undanúrslit f slandsmótsins í handknattleik: Víkingar í vígahug - fyrsta tap Hauka 1 hálfan fimmta mánuð, 28-23, og oddaleikur í Hafnarfirði Þar kom aö því - Haukar biöu í gærkvöldi sinn fyrsta ósigur á ís- landsmótinu í handknattleik í hálfan fimmta mánuð, eða síðan þeir töpuðu fyrir Aftureldingu 12. desember á síðasta ári. Frá þeim tíma hafði Hafn- arfjarðarliðið unnið 11 leiki og gert fjögur jafntefli, orðið deildarmeist- ari, og hefur af mörgum veriö spáð íslandsmeistaratitlinum. En Haukamir mættu oíjörlum sín- um í Víkinni í gærkvöldi. Víkingar komu gífurlega ákveðnir til leiks - og frá upphafi var ljóst að hjá þeim var neistinn - sigurviljinn sem þarf til að vinna baráttuleiki á borð við þennan. Þeir sigruðu, 28-23, og þar með mætast liðin í oddaleik í Hafnar- firöi annað kvöld. Ef marka má leik- inn í gærkvöldi verða það mikil átök. Leikurinn var hvaö eftir annað við suðumarkið, ljót brot sáust á báða bóga, og dómararnir náðu ekki æski- legum tökum á gangi mála. Víkingar voru yfir nær allan leik- inn, einu til þremur mörkum, en Haukarnir jöfnuðu þó af og til. Þegar staðan var 20-20 og útlit fyrir að enn einu sinni ætluðu Haukamir að fara að síga fram úr andstæðingum sín- um á lokakaflanum, snerist dæmið í höndunum á þeim. Víkingar hrein- lega völtuðu yfir þá, skoruðu átta mörk gegn einu, og tryggðu sér verð- skuldaðan sigur. Víkingar byggðu leik sinn út frá gífurlegri baráttu í vörninni. Það segir sitt um leikinn að markverðir þeirra náðu sér ekki á strik fyrr en Reynir Reynisson á síðustu 12 mínút- unum, en samt áttu Haukamir, með Bjarna Frostason öflugan í markinu, alltaf á brattann aö sækja. Bjarki Sigurðsson lék snilldarvel í sókninni og skoraði mörg glæsileg mörk, Birg- ir Sigurðsson var ómetanlegur þegar mest á reyndi í seinni hálfleiknum, Slavisa Cvijovic lék af miklum krafti og Gunnar Gunnarsson stjórnaði sínum mönnum eins og herforingi. Haldi Víkingar þessum dampi era þeir til alls vísir í Hafnarfirðinum annað kvöld. Haukarnir sýndu ekki þann leik sem vænta hefði mátt af deildameist- umm og tókst ekki aö fylgja góðri markvörslu Bjarna eftir. Hefði hann ekki verið í formi hefðu möguleikar Haukanna verið úr sögunni strax í fyrri hálfleik. Siguijón Sigurðsson komst einna best frá leiknum af úti- spilurunum og Páll Ólafsson hélt einn í við Víkingana framan af seinni hálfleik þegar hann gerði sex mörk Hauka í röð, mörg af sinni gamal- kunnu seiglu. -VS Langsk. Horn Lína Hraöaupphl. Haukar 23 II HH k. Horn Lína Hraöaupphl. ingur 23 wm „Það var eins og menn vildu fá „Við byijuðura mjög illa, varnar- það var uppgjöf hjá okkur í lokin, þriðja leikinn í Fjörðinn," sagði leikurinn var ekki nógu góður og eins og oft vill verða þegar svona Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari við gerðum of mikiö af mistökum, staða kemur upp. Víkingsliðið var Hauka,viðDV,óánægðurmeðsína og það fór of mikill kraftur í að mjög gott og verðskuldaði sigur- menn eftir ósigurinn gegn Víking- vinna alltaf upp 2-3 mörk. Þeir inn,“ sagði Jóhann Ingi. um í gærkvöldi. vom sterkari á lokasprettinum en -VS Haukar sigruðu í fyrstu lotunni „Það var liðsheildin sem öðru fremur skóp þennan sigur. Menn standa vel saman og hafa gaman af því sem þeir em að gera,“ sagði Sig- urjón Sigurðsson, leikmaður Hauka, eftir að liðið hafði sigrað Víking, 25-23, í fyrsta leik liðanna í undanúr- slitunum í handbolta í Hafnarfirði á föstudagskvöld. Leikurinn var hraður og spennandi og baráttan gífurleg. Haukar byijuöu betur en Víkingar náðu með mikilli baráttu að komast yfir fyrir hlé og leiddu, 11-12, í hálfleik. Bjami Frostason kom inn á í mark Hauka 1 byijun síðari hálfleiks og varði frá- bærlega og við það náðu Haukar undirtökunum sem þeir héldu allt til leiksloka. Siguijón Sigurðsson átti stórgóðan leik í liði Hauka og Bjarni var eins og áður sagði frábær í markinu. Hjá Víkingum var Slavisa Cvijovic best- ur og lék sennilega sinn besta leik fyrir fyrir liðiö. -RR Haukar (11) 25 Víkingur (12) 23 3-1, 44, 6-5, 7-8, 9-9, 10-11, (11-12), 13-12, 15-14, 17-16, 20-18, 22-19, 22-21, 24-21, 25-23. Mörk Hauka: Sigurjón Sigurðs- son 6, Halldór Ingólfsson 5/1, Petr Baumruk 5/2, Páll Ólafsson 2, Aron Kristjánsson 2, Pétur V. Guðnason 2, Þorkell Magnússon 2, Jón Öm Stefánsson 1. Varin skot: Bjami Frostason 13/1, Magnús Ámason 3. Mörk Víkings: Slavisa Cvijovic 8, Bjarki Sigurðsson 7/2, Gunnar Gunnarsson 4, Birgir Sigurðsson 2, Friðleifur Friöleifsson 2. Varin skot: Reynir Reynisson 12. Brottvísanir: Haukar 8 mín„ Víkingur 4 mín. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvaldur Erlingsson, ágætir. Ahorfendur: Um 1000. Maður leiksins: Sigurjón Sig- urðsson, Haukum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.