Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1994, Blaðsíða 8
28 MÁNUDAGUR 25. APRÍL 1994 íþróttir Heimsmeistaramótið í þolfimi 1 Tokyo: Grátlegur munur - Magnús Scheving hreppti silfurverðlaun eftir harða keppni við Japana Magnús Scheving hreppti silf- urverðlaun á heimsmeistaramót- inu í þolfimi sem lauk í Tokyo í Japan í fyrrinótt. Magnús háði gífurlega harða keppni við Kenic- hiro Momura frá Japan sem hafði betur en tæpara gat það varla orðið. Japaninn hlaut samtals 9,16 stig en Magnús 9,12 stig. Magnús hafði forystu eftir fyrri dag keppninnar og langt fram eft- ir síðara keppnisdeginum. Magnús sagði í samtali við DV eftir keppnina að Japaninn hefði verið betri síöari keppnisdaginn. Magnús viðurkenndi þó að eftir að hann hafði lokið keppni með 9,12 stig hefði hann átt erfitt með að trúa því að Japaninn kæmist upp fyrir hann. Æfingar hans hefðu hins vegar verið frábærar og dómnefndin komist að þeirri niðurstöðu aö hann hlyti gull- verðlaunin. Þess má geta aö í tíu manna dómnefnd voru þrír Jap- anar. „Japaninn var að keppa á sínu 14. heimsmeistaramóti en ég á mínu þriðja. Hann hafði því óneitaniega nokkra reynslu fram yfir mig. Það hafa orðiö gífurleg- ar framfarir í þolfimi frá síðasta heimsmeistaramóti og tilað drag- ast ekki aftur úr þarf að byija æfmgar að nýju strax á morgun. Ég hef hins vegar gefið það út að þetta væri mín síðasta keppni og núna ætli ég að snúa mér alfarið að kennslu. Þrátt fyrir góðan stuðning nokkurra aðila heima hef ég ekki efni á þessu lengur," sagði Magnús Scheving í samtal- inu við DV. Magnús var spuröur hvort hann myndi endurskoða ákvörð- un sína ef hann fengi aukinn stuðning til að iðka íþrótt sína. „Það er aldrei að vita nema mað- ur myndi setjast niður og skoða málið,“ sagði Magnús. Hann sagði ennfremur að meiðslin, sem hann hlaut á æfingu skömmu fyr- ir keppnina, hefðu ekki haft áhrif á árangur hans í mótinu. Magnúsi hefur verið boðið á opið mót í Argentínu eftir hálfan mánuð og býst við að þiggja það boð. Ennfremur stendur honum til boða að kenna þolfimi í Moskvu og fleiri boð hafa einnig borist sem hann ætlar að skoða nánar þegar heim er komið. -JKS Olafur Þórðarson hefur betur í skallaeinvigi gegn Alexi Lallas i landsleiknum gegn Bandaríkjamönnum i Kaliforníu i nótt. Sigurður Jónsson fylgist með álengdar. Símamynd Reuter HM-lið Bandarikjanna lagt að veUi í Kalifomíu í gærkvöldi: Langþráður sigur - Helgi og Bjarki skoruðu sín fyrstu mörk fyrir ísland, 1-2 Stjörnulið Brasilíu gegn íslandi Brasilíumenn hafa vaiið 22 leik- menn fyrir vináttulandsleikinn gegn íslendingum í borginni Flor- ianópolis 4. maí. Ljóst er aö Brasilíumenn líta á leikinn gegn íslendingum sem stóran lið i undirbúningnum fyr- ir úrslitakeppni HM í Bandaríkj- unum og tjalda öllu sínu besta. Brasilíski hópurinn er annars þannig skipaður: Markmenn eru Taffarel (Regg- iana), Zelti (Sao Paulo), Gilmar (Flamengo). Aðrir leikmenn: Jorginho (Bayern Munchen), Cafu (Sao Paulo), Richardo Rocha (Vasco da Cama), Richardo Go- mes (Paris SG), Mozer (Benfica), Áldair (Roma), Branco (Flumin- ense), Leonardo (Sao Paulo), Cés- ar Sampolo (Palmeiras), Ðunga (Stuttgart), Rai (Paris SG), Mazin- ho (Palmeiras), Paulo Sérgio (Bayer Leverkusen), Viola (Cor- inthians), Bebeto (Deportivo La Corana), Romario (Barcelona), Mtilier (Sao Paulo), Zinho (Pal- meiras). -JKS Alzira vann fyrri ieik Spænska liðið Alzira, sem Geir Sveinsson og Július Jónasson leika með, varrn fyrrí ieikinn gegn austuríska liðinu Linz í úr- slitum um Evrópumeistaratil fé- lagsliða í handknattleik í Alzíra um helgina. Lokatölur leiksins urðu 28-19 en í hálfleik hafði Alz- íra tveggja marka forystu, 10 8. Geir og Júlíus voru báðir með eitt mark í leiknum. Síðari leik- urinn verður í Linz á laugaiúag- inn kemur. „Við lékum ekki vel í þessum leik og það er alveg ljóst að síöari leikurinn í Austurríki verður erf- iður. Það geta allir leikroenn liðs- ins leikið mun betur en þeir gerðu og við fórum i seinni leik- inn meö þvi hugarfari að vinna en ekki aö halda forskotinu sem við höfum éftir,“ sagði Geir Sveinsson í samtali við DV. Uppselt var á leikinn og fylgd- ust á fjórða þúsund áhorfendur með viðureígninni. Geir sagöi aö Lónz-liðið væru nokkuð gott enda skipað nokkrum erlendum leik- mönnum með austurrískt vega- bréf. Þess má geta aö Paul Tiede- mann, fyrrverandi landsliðsþjálf- ari Austur-Þýskalands, er þjálf- ari hjá Unz og hefúr náö ótrúleg- um árangri. -JKS Sóknarmennimir ungu, Helgi Sig- urðsson og Bjarki Gunnlaugsson, skoraðu sín fyrstu mörk fyrir A- landslið íslands í knattspymu í gær- kvöldi þegar það vann góðan sigur á HM-hði Bandaríkjamanna, 1-2, í vin- áttulandsleik í San Diego í Kalifom- íu. Þetta er annar sigur íslands á Bandaríkjunum í sex leikjum frá upphafi og sá fyrsti á útivelli en fyrri sigurinn vann Island á Melavellinum fyrir 39 árum. Bandaríkjamenn sóttu meira í leiknum en sköpuðu sér fá mark- tækifæri. íslenska liðið barðist vel, lék skynsamlega og átti margar góð- ar sóknir sem hefðu með smáheppni getað skilað fleiri mörkum. ísland náöi forystunni á 19. mínútu eftir góða skyndisókn. Daöi Dervic skallaði boltann frá vítateig íslands og til Helga Sigurðssonar. Helgi sendi á Amar Gunnlaugsson sem gaf út á kant á Harald Ingólfsson. Haraldur sendi fyrir markið og þar var Helgi mætúu- og skoraði, 0-1. Bandaríkjamenn jöfnuðu strax á annarri mínútu síðari hálfleiks. Sending barst fyrir íslenska markiö og boltinn féll fyrir fætur Franks Klopas í vítateignum og hann skor- aði, 1-1. Tíu mínútum síðar átti Ólaf- m- Þórðarson hörkuskot í þverslá bandaríska marksins, Helgi fylgdi á eftir en skallaði rétt framhjá. Sigurmarkið kom fjórum mínútum fyrir leikslok. Ólafur Þórðarson renndi boltanum á Bjarka Gunn- laugsson sem lék inn í vítateiginn og skaut góðu skoti sem Brad Friedel markvörður hálfvarði en hélt ekki boltanum, hann fór inn fyrir mark- línuna, 1-2. ísland hefði getað skorað tvívegis til viðbótar í lokin. Bjarki komst al- einn upp völhnn frá miðju en skaut naumlega framþjá og Haraldur Ing- ólfsson stóð einn gegn Friedel mark- verði eftir sendingu Andra Marteins- sonar en Friedel varði mjög vel. Að sögn Viðars Hahdórssonar landshðsnefndarmanns lék íslenska hðið í heildina séð mjög vel. „Þetta var mun betri leikur en gegn Saudi- Aröbum á dögunum sem sést kannski best á því að bandaríska hð- ið er mun sterkara en það arab- íska,“ sagði Viðar. Lið íslands: Birkir Kristinsson (Kristján Finnbogason 74.), Rúnar Kristinsson, Sigursteinn Gíslason, Ólafur Kristjánsson (Ólafur Adolfs- son 56.), Daði Dervic - Ólafur Þórðar- son, Sigurður Jónsson, Amar Grét- arsson (Þormóður Egilsson 79.), Har- aldur Ingólfsson - Helgi Sigurðsson (Bjarki Gunnlaugsson 71.), Amar Gunnlaugsson (Andri Marteinsson 71.) Ahorfendur: 3.017 á De Vore Stad- ium sem rúmar um 7.000 áhorfendur. Ólafur Adolfsson frá Akranesi lék sinn fyrsta landsleik í gærkvöldi. -VS SerbitHFH Drazen Podunavac, serbneskur knattspymumaður, leikur vænt- anlega með FH-ingum í sumar en hann kemur til þcirra til reynslu næsta mánudag, 2. mai. Hann er vamarmaður en getur einnig leikið á miðjunni. Podunavac verður 25 ára á laugardaginn kemur en hann er að Ijúka sínu fjórða keppnistíma- bili í júgóslavnesku 1. deildinni Tvö síðustu árin hefur hann spil- aö með OFK Belgrad en þar á undan lék hann með Spartak SuboticaogOsijek. -GH/VS Arnóröflugur EyjóÖur Harðaison, DV, Svíþjóð: Arnór Guðjohnsen lék sinn besta leik á tímabilinu þegar Örebro sigraði Hammarby, 0-1, í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Mark Örebro kom eftir horn- spyrnu Arnórs. Hlynur Stefáns- son komst einnig vel frá leiknum en fékk högg á hnéð um miðjan síðari hálfleik og fór af leikvehi. Örslit í gær urðu þessi: Hammarby - Örebro Degerfoss - Öster.......0-1 Malmö - Hácken..........5-1 Frölunda - lYelleborg...0-1 Halmstad - Helstngborg..,..1-0 Gautaborg er meö 12 stig, Öster 12, Matmö 11 og Örebro 11. Þórsararunnu Þór sigraði Leiftur, 2-1, í úr- shtaleik JMJ-móts Knattspyrnu- ráðs Akureyrar í gær. Bjarni Sveinbjömsson og Dragan Vit- orovic skomðu fyrir Þór en Sverrir Sverrisson fyrir Leiftur. Völsungur tryggðí sér þriðja sætið með 1-0 sigur á KA og skor- aöi Jónas G. Garðarsson markið. Á laugardaginn vaim Þór sigur á Völsungi, 5-4, og þá skoraði Bjarni fjögur af mörkum Þórsara og Vitorovic eitt Fyrir Völsung skoraðu Axel Vatnsdal, Jónas ■ Hallgrímsson, Jónas G. Garðars- son og Aöalsteinn Aðalsteinsson. Leiftur sigraði KA, l-O, með marki frá Pétri Jónssyni. Lokastaðan í JMJ-mótinu: Þór.........3 2 1 0 9-7 5 Leiftur.....3 2 0 1 4-2 4 Völsungur..3 1 0 2 5-7 2 KA..........3 0 1 2 2—4 1 -gk/VS Sigurogtap ísland sigraöi 1 kvennafiokki en Skotland í karlaflokki í lands- keppni í fimleikum sem fram fór í Reykjavík um helgina. í kvermaflokki hlutu þær Sigur- björg Óiafsdóttir og Elva Rut Jónsdóttir samtals 65.513 stig en skosku stúlkurnar 64.797 stig. Skotar hlutu samtals 17.830 stig í kariaflokki en Islendingar 17.155. íslenska hðið var skipað -Gísla Garðarssyni, Guðjóni Guö- mundssyni, Jóhannesi N. Sig- urðssyni og Jóni Trausta. -JKS ÍAíldeild Akurnesingar tryggðu sér í gær sæti í 1. deildinni í badminton þegar þeir báru sigur úr býtum í 2. deild í Laugardalshöh. Þeir unnu alla þrjá leiki sína. HSK sigraði af öryggi í 3. deild, vann alla 5 leM sína og H-hð TBR fer einnig upp í 2. deild. -VS Svíarnirbestir Svíar unnu til flestra verðlauna á Norðurlandamóti fatlaðra í borðtennis í Reykjavík um helg- ina. I liðakeppninni í sitjandi flokki karla B hafnaði íslenska liöið í 7. sæti. í standandi flokki Ð-E tefidu íslendingar fram tveimur hðum og lentu í 4.-5. sæti. í einstakhngskeppninni í flokki E lenti Njáh Eysteinsson í 2. sæti og Þorsteinn Sölvason i því 3. Hulda Pétursdóttir lenti í 2. sæti í floklú E-kvenna og Gunn- hildur Þ. Sigþórsdóttir í 3. sæti. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.