Dagblaðið Vísir - DV - 07.06.1994, Síða 3
ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 1994
3
dv___________________________________________Fréttir
Útgerð aflaskipsins Guðbjargar ÍS, Hrönn hf.:
Stór hluti í gróðafyr-
irtæki er til sölu
- óánægja sumra hluthafanna með frystitogarakaup
Stór hlutur, eöa 23 prósent, er til
sölu í útgeröarfyrirtækinu Hrönn hf.
á ísafirði og svipaður hlutur gæti
samkvæmt heimÚdum DV verið til
söiu innan skamms.
Hrönn hefur þótt vera sérlega vel
rekið fyrirtæki og mikill gróði hefur
verið af rekstri þótt tölur hafl aldrei
verið gefnar upp. Fyrirtækið rekur
eitt fengsælasta fiskiskipið í flotan-
um, Guðbjörgu ÍS, sem oft hefur ver-
ið með hæsta aflaverðmætið.
Hlutur í Hrönn hf. hefur ekki verið
falur áður. Fyrirtækið var stofnað
1955. Það hefur hinn seinni ár verið
einn hæsti skattgreiðandinn á Vest-
fjörðum og árið 1992 greiddi fyrir-
tækið hæstu launin í landinu eða um
650 þúsund krónur á mánuði að með-
altali uppreiknað. Árið 1990 keypti
fyrirtækið 6 báta fyrir hundruö millj-
óna í þeim tilgangi að auka kvóta
Guðbjargar ÍS.
Ástæða þess að vilji er til að selja
nú er samkvæmt heimildum DV
óánægja með stefnu fyrirtækisins
upp á síðkastið. Óánægjan snýst
meðal annars um kaup á nýjum
frystitogara sem fyrirtækið fær af-
hentan í haust en skipið mun verða
eitt hið glæsilegasta í landinu og
kostar ekki undir 1,5 milljörðum.
„Hluturinn er til sölu. Það er ekk-
ert leyndarmál,“ sagði Arnar Krist-
insson, forstjóri Básafells á ísafirði,
í samtali viö DV en móðir hans er
hluthafi fyrir 23 prósentum í Hrönn
hf. Arnar vildi hins vegar ekki til-
greina hverjar ástæðurnar fyrir söl-
unni væru.
DV hefur einnig heimildir fyrir því
að eigandi tæps 20% hlutar í Hrönn
sé að skoða hug sinn varðandi sölu
en sá mun hafa efasemdir um kaup
á frystitogaranum.
„Það er auövitað mjög áhugavert
ef stór hlutur er til sölu í þessu fyrir-
tæki. Þetta er spennandi vegna þess
að Hrönn hf. hefur veriö mjög vel
rekið fyrirtæki en hlutur hefur hins
vegar aldrei verið á lausu,“ segir
Kristján Vilhelmsson, einn eigenda
Samherja hf. á Akureyri, en sá orð-
rómur hefur verið á kreiki að Sam-
heijamenn hygðust kaupa hlut í
Hrönn. Kristján sagði að þeim hefðu
ekki verið boðin bréf til kaups. Hann
sagði að ef bréfin væru til sölu á góðu
verði myndi hann hins vegar hugsa
sig vel um.
ÚRVAL BÍLA
Tegund Arg. Ek. Verð
Toyota Carina E '93 31 1.670 þ.
Subaru Legacy GL '90 67 1.260 þ.
Hyundai P. sedan '93 25 750 þ.
MMC LancerGLX, '89 72 760 þ.
ssk.
NissanSunnySLX, '89 60 690 þ.
ssk.
Mazda E 2200 '88 95 700 þ.
Mazda 323 sedan '88 72 500 þ.
M. Benz280SE '81 220 890 þ.
Volvo 240 GL '88 56 860 þ.
Subaru JustyJ-12 '91 43 690 þ.
V.W. Golf, ssk. '90 67 690 þ.
Willy's CJ 7 '84 84 690 þ.
Suzuki Samurai '88 70 680 þ.
V.W. Golf '88 85 540 þ.
Range Rover, 4 d. '84 122 590 þ.
JaguarXJ-6 '85 150 1.950 þ.
MMC Pajero, lang- '92 30 3.300 þ.
ur Cherokee Lar„ 4 d. '87 96 1.350 þ.
Suzuki SwiftGL '91 38 660 þ.
Willys CJ 7 '87 99 950 þ.
Mikið fjör í
bílaviðskiptum
Toppþjónusta
Opifl: mánudag til föstudags
kl. 9.30 til 19.00.
Laugardaga kl. 10.00
tll 17.00.
(D mmM brabi hh
Borgartúni 26
Símar 617510 og 617511
Kópavogskaupstaður hefur gefið byggingarverktökum veðheimildir án þess
að lóðasamningar hafi verið gefnir út. Þannig eru nú áhvílandi 97 milljónir
króna á Lækjarsmára 1-31 í Kópavogi án þess að nokkur hús séu risin á
svæðinu. DV-mynd BG
Veðleyfi án þess að lóðasamnlngar liggi fyrir:
97milljónir
áhvflandiog 9
íbúðir á uppboði
- hagsmunir bæjarsjóðs tryggðir, segir Gunnar I. Birgisson
Kópavogskaupstaður hefur gefið
byggingaverktökum veðheimildir á
úthlutuöum lóðum án þess að lóða-
samningar hafi verið gefnir út. Þann-
ig hefur Kópavogskaupstaður gefið
byggingaverktökum veðleyfi fyrir að
minnsta kosti 97 milljónum króna á
lóðunum númer 1-31 við Lækjar-
smára í Kópavogi þó að engin hús
séu risin á svæðinu. Níu íbúðir við
Lækjarsmára 11-17 eru í uppboös-
meðferö þar sem ekki hefur veriö
greitt af skuldabréfum og er bæjar-
sjóður uppboðsþoli þar sem hann er
eigandi lóðanna lögum samkvæmt.
„Meginreglan er sú að þetta sé inn-
an þess ramma að það skaði hvorki
einstaklinga né bæjarfélagið. Ég ætla
svo sem ekki að setja mig í dómara-
sæti en ef einstaklingar eða bæjarfé-
lagið skaðast af þessu máli þá vísa
ég allri ábyrgð á þá embættismenn
sem þannig hafa staðiö aö hlutunum.
Að sjálfsögðu mun enginn bæjarfull-
trúi hafa hug á því að einstaklingar
eða sveitarfélagið skaðist á svona
gjömingi en menn skulu bara þekkja
sín takmörk i því,“ segir Guðmundur
Oddsson, oddviti Alþýöuflokks.
„Bæjarsjóður er með sitt á þurru
og hagsmunir bæjarsjóðs eru full-
komlega tryggðir. Lóðabréfm eru á
fyrsta veðrétti og ef íbúðirnar fara í
uppboösmeðferð bjóðum við í það
sem dekkar bæinn. Það er í raun og
veru ekki mál bæjarsjóðs ef einhver
maður viU lána einhverjum bygging-
armanni einhveijar upphæðir. Bæj-
arsjóður er með sitt á þurru með
fyrsta veðrétt í lóðabréfum en yfir-
leitt gefa menn ekki veðheimildir
nema eitthvað sé fyrir hendi. Þarna
er búið að framkvæma fyrir tugi
milljóna," segir Gunnar I. Birgisson,
oddviti sjálfstæðismanna.
Símaskráin '94
tvíefld og tilbúin
til afhenaingar
N ctfhcizi'n
Símaskráin 1994 kemur
nú út í tveimur bindum
Nafnaskráin geymir alla símnotendur, jafnt einstaklinga
sem fyrirtæki, skráða með síma- og faxnúmer.
í Atvinnuskránni eru símanúmer allra fyrirtækja, Gulu
síðurnar og svo Bláar síður með símanúmerum stjórnsýslu,
ríkis og sveitarfélaga.
Símaskráin er afhent á næsta afgreiðslustað Pósts og síma
gegn framvísun afhendingarmiða. Símaskráin fæst
innbundin fyrir 185 kr.
Símaskráin tekur gildi 11. júní.
PÓSTUR OG SÍMI
rvinm !<
/